Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 37

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 37 « LISTIR Sjálfstæðu leikhúsin kæra stofnanaleikhúsin SAMTÖK sjálfstæðra leikhúsa; Iðnó, Loftkastalinn, Hafnarfjarð- arleikhúsið, Kaffileikhúsið og fjöldi annarra sjálfstætt starfandi leik- húsa og -hópa, munu á morgun leggja fram kæru til Samkeppnis- stofnunai’ á hendur Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Forsvarsmenn sjáifstæðu leikhús- anna telja að stofnanaleikhúsin tvö hafi brotið samkeppnislög með því að nýta opinbera styrki til undir- boða á leikhúsmarkaði. „Það er heilmikil samkeppni ríkj- andi á leikhúsmarkaði eins og öðr- um mörkuðum og sú samkeppni hefur verið að aukast mjög mikið undanfarin ár með tilkomu nýri’a og sjálfstæðra leikhúsa, sem hafa verið að taka stóran hluta af áhorf- endafjöldanum. Nú hefur það gerst að annað stóra leikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, hefur verið með und- irboð á markaðnum í verði. Nú fyrir skömmu keyrði Leikfélag Reykja- víkur niður verð, langt niður fyi-ir það sem nokkur af sjálfstæðu leik- húsunum geta keppt við. Þetta get- ur Leikfélagið einungis gert í skjóli opinberra styi’kja. Stóru leikhúsin tvö hafa svo sem gert þetta áður en nú er svo komið að sjálfstæðu leik- húsin geta ekki keppt við þetta verð og þessi undirboð," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Iðnó. Erindið sem sjálfstæðu leikhúsin leggja fyrir Samkeppnisstofnun á morgun er í þremur liðum. I fyrsta lagi fara þau fram á að úr því verði skorið hvort Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið hafí brotið sam- keppnislög með því að nýta opin- bera styrki til undirboða á leik- húsmarkaði þar sem samkeppni ríkir. í öðru lagi er farið fram á að úr því verði skorið hvort íslenska ríkið og Reykjavíkurborg mismuni aðilum í leikhúsrekstri og hvemig leiðrétta megi það ef svo sé. I þriðja lagi spyrja sjálfstæðu leikhúsin hvort Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu eða Islensku óper- unni sé heimilt að nota opinbera styrki til undirboða við útleigu á húsnæði sínu. „Það er auðvitað afskaplega gott að hafa samkeppni og maður hefur séð að með aukinni samkeppni hef- ur ýmislegt gott gerst á leikhús- markaði. Hins vegar er það mjög sorglegt ef stóru leikhúsin geta ekki mætt þessari samkeppni nema með undirboðum og samkeppnin hættir að snúast um innihald og gæði uppsetninganna,“ segir Magnús Geir. Fiðlur Menuhins boðnar upp í London FIÐLUR og bogar, sem fiðlusnill- ingurinn Yehudi Menuhin lék á, munu verða boðin upp í dag hjá Sotheby’s í London. Talið er að kaupverð safnsins muni nema um hálfri milljón punda, eða nær 60 milljónum íslenskra króna. Yehudi Menuhin, sem lést í Berl- ín í mars sl., var einn af virtustu fiðluleikurum þessarar aldar. Hann fæddist í New York árið 1916 og byrjaði að læra á fiðlu aðeins fjög- urra ára að aldri. Menuhin kom fyrst fram á tónleikum í San Francisco árið 1924, er hann var átta ára gamall, og mörkuðu þeir upphafið að löngum og glæstum ferli hans sem einleikara. Þótti hann litskrúðugur tónlistarmaður og hann heillaði áhejmendur með hreinleika í stíl og djúpri túlkun. Gersemar eftir Seraphin og Bussetto Hljóðfærasafn Menuhins, sem samanstendur af 40 fiðlum og jafn mörgum bogum, ber ekki aðeins vitni um virðingu hans fyrir göml- um meisturum fiðlusmíðinnar, heldur einnig áköfum stuðningi hans við hæfileikaríka hljóðfæra- smiði samtíðar sinnar. I safninu er að finna fiðlur frá Feneyjum, Cremona og Mílanó, og sérlega vandaða boga, sem gerðir voru í París. Tvær fiðlur standa upp úr í safni Golfí Keiluhöllinni Aðeins kr. 1200,- klst. 9 Golfhermir 9 Krossaspegil 9 Prektæki Ath. Komið með hreinar kúlur og kylfur! KEILUHÖLLIN Tímapantanir f síma Menuhins, og telja sérfæðingar þær vera sannkallaðar gersemar. Ónnur var smíðuð af Santo Ser- aphin í Feneyjum árið 1739, en hin af Giovanni Maria del Bussetto í Cremona um 1680. Einungis sára- fáar fiðlur eftir Bussetto hafa varð- veist, og eru þær því geysilega verðmætar. Búist er við að fiðlurn- ar verði seldar á um 100 þúsund pund hvor, eða um 11,6 milljónir ís- lenskra króna. Merkir bogar Seraphin var einn af merkustu fiðlusmiðum Feneyja, og naut hvað mestrar velgengi þeirra. Fiðlur hans sameina nákvæmni og hand- verk Cremónuhefðarinnar og glæsileik Feneyjaskólans, og eru rómaðar fyrir fegurð og sterkan hljóm. Seraphim-fiðla Menuhins var gjöf frá kennara hans, Georges Enesco, sem hafði mikil áhrif á þró- un jians sem fiðluleikara. I hljóðfærasafni Menuhins má einnig finna einstaka boga, þar af þrjá sem smíðaðir voru af meistar- anum Frangoise Tourte, sem lagði grunninn að nútíma bogasmíði. Bogar Tourtes eru afar eftirsóttir, bæði af fiðluleikurum og söfnurum. Yehudi Menuhin safnaði fiðlum og bogum í nærri sjö áratugi, og mörg hljóðfæranna eru merkt hon- um og bera kveðju frá smiðunum. Menuhin áletraði sum þeirra sjálf- ur, til dæmis uppáhalds bogann sinn, sem var smíðaður af Frango- ise Nicolas Voirin. Á bogann er letrað: „Voirin - fengin snemma árs 1930 í París. Enesco samþykkti. Mest notaði boginn minn.“ Talið er að boginn muni seljast fyrir 6-8 þúsund sterlingspund, eða um 700- 930 þúsund íslenskar krónur. Kökubox s I öllum stærðum og gerðum Verð frá 295 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Hópurinn sem stendur að dagskránni í Listaklúbbnum í kvöld. Nýársnótt leiklesin í Listaklúbbnum í TILEFNI af degi íslenskrar tungu færist dagskrá Lista- klúbbsins til um einn dag. Verður hún í kvöld kl. 20.00. Leiklestur verður á Nýársnótt- inni, eftir Indriða Einarsson, sem var opnunarsýning Þjóðleikhúss- ins, með ýmsum eistu og reynd- ustu leikurum hússins. Með hlutverkin fara Bryndís Pétursdóttir (í sama hlutverki og hún lék 1950), Erlingur Gíslason, Flosi Ólafsson, Gísli Alfreðsson, Guðrún Stephensen, Gunnar Eyj- ólfsson, Helga Bachmann, Herdís Þorvaldsdóttir, Jón Sigurbjörns- son, Klemens Jónsson (sem leik- stýrði sýningunni á Nýársnótt- inni 1971), Margrét Guðmundsdóttir, Róbert Arn- fínnsson, Rúrik Haraldsson, Sig- ríður Þorvaldsdóttir, Þóra Frið- riksdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Sögumaður er Brynja Benediktsdóttir. Einnig verður brugðið upp ljósmyndum af sýningunum 1950 og 1971. Umsjón með dagskránni hafa Helga E. Jónsdóttir og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Dagskráin er framlag Listaklúbbsins og Þjóð- ieikhússins vegna dags íslenskr- ar tungu. Undir niðri hjá Ófeigi OPNUÐ hefur verið í Listmuna- húsinu Ofeigi, Skólavörðustíg 5, sýning á grafíkverkum Helga Snæs Sigurðssonar og ber hún. nafnið „Undir niðri“. Verkin eru tölvuunn- ar ljósmyndir færðar yfir á eirplöt- ur sem síðan er þrykkt af á pappír. Sýningargestum er boðið í hring- ferð með neðanjarðarlest í Madrid. Þar gefst kostur á að skyggnast undir yfirborð farþega sem óafvit- andi hafa orðið ljósmyndavélinni að bráð. Farið er úr einum vagni í ann- an og gestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvenær kemur að þeirra stöð því hringurinn á sér hvorki upphaf né endi. Helgi Snær útskrifaðist frá graf- íkdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1998. Af þriggja ára graf- íknámi nam hann eitt ár við háskól- ann í Barcelona á Spáni. Vinnuað- staða hans er á verkstæði félagsins íslenskrar grafíkur í Hafnarhús- inu. Þetta er fyrsta einkasýning Helga Snæs. Sýningin stendur til 27. nóvember og er opin á verslun- artíma Listmunahússins Ofeigs. Aðgangur er ókeypis. kr. 65.900,-1 K____ Já lboð Hvíldarstóll úitaui kr. 39.900,- Si>umúla 28 - 108 Reykjavik - Síml $68 0606

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.