Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 4

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tölvunefnd óskar skýringa á sykursýkisrannsókn TÖLVUNEFND hefur óskað skýringa hjá Ást- ráði B. Hreiðarssyni, yfirlækni göngudeildar sykursjúkra á Landspítalanum, á framkvæmd rannsóknar sem fram hefur farið á sjúklingum á deildinni sem greinst hafa með ákveðna tegund sykursýki. Hafði nefndin gefið leyfi 13. október til að meðhöndlaðar yrðu persónuupplýsingar vegna rannsóknarinnar og leyft að líftæknifyrir- tækið Urður-Verðandi-Skuld ehf. annaðist hluta vinnslunnar. Forsaga málsins er sú að Ástráður B. Hreið- arsson hóf í fyrra könnun á þeim hópi sjúklinga sem komið hefur til meðferðar á deildinni vegna svonefndrar snemmkominnar fullorðinssykur- sýki. Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur en af honum eru til nokkrir undirflokkar. Rannsóknina unnu Ástráður, Sigurður Yngvi Kristinsson, lækna- nemi, ásamt Reyni Amgrímssyni, sérfræðingi í erfðasjúkdómum, sem þá starfaði á Landspítal- anum ásamt fleirum. Kanna átti undirflokka sjúkdómsins, sem eru mismunandi að gerð og horfum, með erfðagreiningu á sjúklingahópnum. Fengið var leyfi siðanefndar Landspítalans í apr- íl í fyrra og segir Ástráður ekki hafa verið þörf fyrir leyfi frá Tölvunefnd þar sem rannsóknin vaj' unnin á deildinni, með samþykki sjúklinga, og engar upplýsingar hefðu verið í höndum annai-ra en starfsmanna hennar. Reynir Arngrímsson hóf síðastliðið sumar störf hjá Urði-Verðandi-Skuld og kvaðst Ástráð- ur ekki hafa séð neina meinbugi á áframhaldandi samstarfi þeirra og héldu rannsóknirnar áfram í haust. Þá greindist stökkbreyting hjá einni fjöl- skyldunni í rannsóknarhópnum í þá veru að óeðli- legt prótein fannst sem truflar sykurefnaskipti líkamans. Ástráður segir að vitneskja um þessa truflun gæti leitt til betri meðferðar og síðar megi ef til vill búast við að lyf og lækning finnist við þessari truflun. I bréfi Tölvunefndar til Ástráðs er spurt hvenær notkun persónuupplýsinganna hafi hafist og hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir rannsókninni til nefndarinnar fyrr. Áttaði sig ekki á að nýtt leyfi var nauðsynlegt Ástráður kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa áttað sig á því fyrr en í haust að nýtt leyfi Tölvunefndar þyrfti til framhalds rannsóknarinn- ar, sem hófst árið 1998 með leyfi siðanefndar Landspítalans, eftir að Reynir Arngrímsson hóf störf hjá UVS. í bréfi Ástráðs til Tölvunefndar í gær segir hann að rannsóknamiðurstöðumar hafi fengist á mjög skömmum tíma skýrist af mikilli undirbúningsvinnu og rannsóknunum sem fram fóm árið 1998 sem þá var hluti af meðferðaráætl- un sjúklinganna. „Það er vissulega gleðiefni að hjá hluta sjúklinganna hefur tekist að greina stökk- breytingu sem er orsök fyrir þeirra sjúkdómi og er þetta i fyrsta skipti á Islandi sem tekist hefur að sýna fram á erfðafræðilega orsök sykursýki. Þessi rannsókn kemur þannig til með að verða hinum sykursjúku til góða og er það vonandi aðal- atriði málsins," segir einnig í bréfi Ástráðs. Ástráður segist vona að með þessu hafi málið verið skýrt fyrir Tölvunefnd og á hann von á að nefndin heimsæki deildina og kynni sér rann- sóknina á næstunni. Réttur sjúklinga ekki fyrir borð borinn Sigurður Guðmundsson, landlæknir, kvaðst að- spurður hafa kynnt sér málið í gær og að ekkert benti til þess að réttur sjúklinga hefði verið fyrir borð borinn og engar upplýsingar hefðu lent þar sem þær áttu ekki heima. Hann sagði að hér hefði enginn verið meiddur en rétt væri að læra af þessari reynslu. Innbrot í íbúð og verslun BROTIST var inn í íbúð við Grettisgötu um helgina og stolið þaðan sjónvarpi, mynd- bandstæki og tölvuprentara auk annarra hluta. Tilkynnt var um innbrotið klukkan 17:44 á sunnudag en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær það var framið. Mun innbrotsþjófurinn eða þjóf- arnir hafa farið inn um svala- dyr hússins. Þá var brotist inn í úr- smíðabúð á Laugavegi í fyrr- inótt. Að sögn lögreglu var gluggi brotinn og hugsanlega einhverju stolið úr útstillingu búðarinnar. Maður var hand- tekinn sem talinn er tengjast atvikinu. Hann gaf þó loðin svör og benti á annan mann sem gjöranda. Ekkert fannst á manninum sem tengir hann við verknaðinn en vitni voru að honum. Morgunblaðið/RAX Á flugi í FJÖLLIN við ísafjarðardjúp skarta nú vetrarbúningi. Líða fer að því að íbúar íjarðanna, inn af Djúpinu, hætti að sjá til sólar, en hún kveður þá jafnan í um tvo mánuði á veturna og lætur ekki Djúpinu sjá sig fyrr en í lok janúar. Fugl- arnir og íbúar eyjanna í Djúpinu þurfa hins vegar ekki að hafa áhyggjur af sólarleysinu því þar sést hún allan ársins hring, enda engin há fjöll sem skyggja á þá. Ráðstefna kvenna sem gegna emb- ætti dóms- málaráðherra SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra hélt til New York á sunnudag þar sem hún situr ráðstefnu kvenna sem gegna embætti dómsmálaráðherra. Er ráðstefnan haldin í aðal- stöðvum Sameinuðu Þjóðanna að frumkvæði samtakanna The Council of Vomen World Leaders og í samvinnu við SÞ. Aðalræðu ráðstefnunnar flyt- ur Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, en meðal annarra ræðumanna eru Hanna Suchocka, dómsmála- ráðherra Póllands og Richard Hoibrooke, sendiherra hjá SÞ. Á fimmtudag mun Sólveig Pétursdóttir eiga fund í Wash- ington á skrifstofu forsetaemb- ættisins í þeirri deild, sem leið- ir baráttuna gegn ííkniefnum og mun hún hitta Thomas Um- berg, aðstoðarframkvæmda- stjóra sem sér um samskipti deildarinnar við erlend ríki. Verður fjallað um fíkniefna- og löggæslumál og mun Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri sitja þann fund með ráð- herra. Þjónusta númer eitt! Til sölu VW Caravelle 2500 Comfortline Turbo Diesel. Nýskráður 18.05.1998. Grænn, ekinn 81.000 km, rafmagn í rúðum. Ásett verð kr. 2.885.000. Skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. 12-16 BILAÞINGfl lEKLU Nvm&k e-'rtf ( nohic hm bflvm! www.bilathing.is * www.hilathin Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 •»í Aldraður og smæstur hrossa Blönduósi. Morgunblaðið. NASI frá Röðli er merkilegur hestur fyrir þær sakir að vera gamall og smár. Hirðir hans, Haukur Pálsson frá sama bæ, full- yrðir að Nasi sé minnstur hesta á Islandi og hæð á herðakamb þessa 31. vetra gráa hests er ein- ungis eitt hundrað og nítján senti- metrar. Til samanburðar er venjuleg hæð íslensks hests svona um það bil 140 sentimetrar. Haukur Garðarsson, dótturson- ur Hauks Pálssonar, segir að hann þyrði ekki á bak þeim smáa gráa því hann sé mein hrekkjótt- ur. Þeir nafnar segja að Nasi sé enginn barnahestur því hann sé orðinn gamall og kenjóttur og fari sínar eigin leiðir enda lífs- reynslan mikil. Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að margra grasa kenni í al- vörustóði Hauks á Röðli og þar er Nasi minnstur eins og fyrr grein- ir. En hann er grár líkt og svo mörg hross í stóði Hauks og ofar- lega í virðingarstiganum. Það skiptir máli. Þegar talað er um al- vörustóð er átt við nokkuð mörg hross og óhjákvæmilega eru nokkrir snúningar sem alvöru- stóðbúskap fylgja. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nasi og hirðir hans, Haukur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.