Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 67

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 67 FÓLK í FRÉTTUM RICHARD LESTER ÁRATUGUR er liðinn síðan Richard Lester lauk við Get Back og rak þai’ með endahnútinn á merki- legan feril sem reis hæst á sjöunda áratugnum er hann feitletraði sig á síður kvikmyndasögunnar, þökk sé samvinnu við Bítlana. Lester var einn á báti, stíll hans sterkur og persónulegm-, oftast kryddaður ein- stöku skopskyni. Engan veginn gallalus, átti sínar hæðir og lægðir, einsog gengur. Persónulega fannst mér karl ljúka ævistarfinu með nokkrum glæsibrag og á hárréttum nótum. Hljómleikamyndin íyrr- nefnda, með Paul McCartney, Wings og Lindu, eiginkonu hans - sem nú er látin, var lífleg og vel gerð heimildarmynd. Páll í stuði og hver smellurinn rak annan - allt frá þeim tíma sem Lester og Bítlamir gerðu A Hard Days Night, (’64). Myndina sem hellti bensíni á Bítlaæðið og átti stærstan þátt allra kvikmynda í að fanga og skapa hið frjálslega, áhyggjulausa og músíkalska and- rúm sjöunda áratugarins. Lester lét ekki þar við sitja, ’65 birtust Bítlarn- ir aftur á tjaldinu í Help, nokkru síðri mynd. Æðið jókst sem aldrei fyrr og Lennon fékk mikil og mis- jöfn viðbrögð um allan heim er hann sagðist vinsælli en Kristm'. Þá gerði Lester, í félagi við John Lennon, stríðsádeiluna How I Won the Wai' (’67), aðra mikilvæga mynd sem fangaði andlegan tón sjöunda ára- tugarins („Make love, not war“). Lester lét ekki þar við sitja, heldur á hann tvær aðrar stónnerkar myndh’ um þennan margrómaða áratug; The Knack, (’65) og Petulia, (’67). Allar verða þær sagnfræðingum framtíðarinnar ómetanleg heimild um einhver mestu félagslegu um- brot aldarinnar. Þann sjöunda, þeg- ar ungt fólk braut af sér fortíðar- fjötra, með sínum jákvæðu og neikvæðu afleiðingum, og þeir eldri urðu að gjöra svo vel og endurskoða alla sína pappíra. Orrustuvöllur um- skiptanna var London, „The Swing- ing London“, einsog hún var rétti- lega kölluð. Þar varð höfuðvígi leikstjórans næsta áratuginn. Margir telja að Lester sé bresk- ari en Bítlaæðið, svo er ekki. Banda- ríkjamaður í húð og hár, fæddur í Píladelfíu 1932. Stundaði um skeið nám í sálarfræði en aðaláhugamál hans þá, tónlistin, varð ofan á, Lest- er samdi lög, stofnaði hljómsveit sem settist að lokum að í sjónvarpi. Dagar hennar voru fljótt taldii' og Lester fékk vinnu á sjónvarpsstöð- inni þar sem hann vann sig á nokkr- um árum upp í leikstjórastöðu. Tók ársleyfi frá störfum 1955, endaði hjá ITV, hinni nýju, óháðu sjónvarps- stöð á Englandi, þar sem hann fékk nóg að gera. Vann mikið með Peter Sellers og gamanleikhópnum hans, sem var víðfrægur undir nafninu The Goon Show. Asamt helstu meðl- imum hópsins gerði Lester 11 mín- útna langa stuttmynd, The Runn- ing, Jumping and Standing Still Film, (’59). Tileinkuð þöglum gam- anmyndum fyrstu ái'atuganna, með Sellers, Spike Milligan og Leo McKern \ slíkum ærslagangi að hún vann til Óskarsverðlauna. Með tónlistarlegan bakgrunn, fjörugt ímyndunarafl og jákvætt viðhorf á málefnum unga fólksins, þótti nútímamaðurinn Lester kjör- inn til að leikstýra Ring-a-Ding Rhythm, (’62) tónlistarmynd með helstu poppurum þessara tíma, eins- °g Chubby Checker, Gene Vincent °g Helen Shapiro. Þessi fyrsta langa mynd leikstjórans, þótti frískleg, en vakti takmai'kaða athygli. Árið 1963 olli straumhvörfum í lífi ungs fólks, ekki síst vegna bylting- Richard Lester að störfum, vel vopnaður. Sean Connery og Audrey Hep- bum í Robin and Marian, kald- hæðnislegri úttekt á vopna- burði og kvennamálum útlagans í Skírisskógi - er hann nálgast fimmtugt. arinnar sem var að gerjast í dægur- tónlistinni. United Artists fékk hinn galsafengna Lester til að gera mynd um fjóra unga Liverpoolpilta á upp- leið. Afraksturinn varð A Hard Days Night, (’64) og breytti útliti tónlistarmynda í einu vetfangi. Lester kryddaði ódauðleg Bítlalögin með farsakenndum efnistökum og látbragðsleik að hætti Marxbræðra. Beitti myndavélinni í anda frönsku nýbylgjumannanna. Samvinna þeirra ól einnig af sér Help, ári síð- ar. Um svipað leyti var frumsýnd kynlífsgamanmyndin The Knack... and How To Get It, samtíma lýsing á hinu nýja frjálslynda viðhorfi í kynferðismálum. Fátt fyndið gerð- ist í A Funny Thing Happened On the Way To the Forum, (’66) kvik- myndagerð vinsæls leikrits, með ur- mul gæðaleikara. Þá kom How I Won the War, (’67) alvarleg og und- arleg stríðsádeila sem kolféll, þrátt fyrir þátttöku erkibítilsins Lennons. Petulia kom ári síðar, frábær mynd sem bætti stöðu leikstjórans á ný. Ferillinn varð aftur fyrir áfalli með viðtökum The Bed Sitting Room, (’69) mislukkaðrar gamanmyndar um Bretland eftir kjaraorkustríð. Næstu árin fékkst Lester ein- göngu við auglýsingamyndir, en komst enn og aftur í gang með nýrri útgáfu The Three Musketeers, (’73). í Juggernaut, (’74) reyndi hann við stórslysamyndiraar, sem þá tröll- riðu kvikmyndahúsunum, og tókst bærilega upp. Öllu verri var Royal Flash, (’75) grínaktug búningamynd með ótrúlega vondri írammistöðu Malcolms McDowell í aðalhlutverk- inu. Það geislaði hins vegar af Sean Connery og Audrey Hepbura í Rob- in and Marian, (76) í bráðhressri og nýstárlegri skoðun á hetjunum í Skírisskógi. Næstu þrjár myndir hans, The Ritz, (’76) Butch and Sundance: The Eai'ly Days, (’79) Cuba, (’79) eru ekki áhugaverðar. Lokakafli gleðigjafans Lesters snerist þó ekki um gamanmál, held- A Hard Day’s Night, myndm sem hellti bensmi a Bitlaæðið, skaut einnig nafni leikstjórans upp á sljörnuhimininn. Lester fyrir miðri mynd ásamt fjórmenningunum frægu og framleiðanda myndarinnar. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. ur teiknimyndahetjuna Superman, sem Richard Donner stýrði fyrstur með ágætum árangri ’77. Lester var einn framleiðenda og tók sjálfur að sér leikstjóm mynda nr. 2 og 3. Önn- ur myndin er sú besta í þessum myndaflokki og síðasta umtalsverða mynd leikstjórans, sem settist í helgan stein eftir framhaldsmynd um musterisriddarana þrjá, (’89). A HARD DAY’S NIGHT (’64) ★★★★ - Gœðavara Gjafavara — matar- og kaffistell. Allir veróflokkar. . Heinisírægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. * Sígild tónlistarmynd um erfiðan dag í lífí þeirra Johns, Pauls, George og Ringo, í lestarferð frá Liverpool til London. Tónlistin klassisk á sínu sviði og leikstjóm Lesters ótrúlega lífleg. Hugmyndaflugið takmarka- laust, galsinn og kátínan bráðsmit- andi og smellpassar persónuleikum hijómsveitarinnar. Þeir fíflast af lífí og sál sem aldrei fyrr eða síðar, ekki annað að sjá en þeir hafi átt a.m.k. einn glaðan dag saman. Lögin eru ekki af verri endanum, auk titillags- ins taka þeir m.a. Can’t Buy Me Lo- ve, o.fl. perlur. Ekki síðri skemmtun í dag en fyrir 35 árum. THE KNACK, (’65) ★★★% Á sínum tíma (árin gætu hafa sett strik í reikninginn) framúrstefnuleg kynlífsgamanmynd um óramfærinn (í kvennamálum) kennara (Michael Crawford) sem kvelst undir brakinu í rúminu hjá leigjandanum (Ray Brooks). Crawford fær aukatíma hjá Brooks til að læra hvemig hann eigi að bera sig að hlutunum, þegar stúlka (Rita Tushingham) bætist í leigjendahópinn. Þriðji karlinn kem- ur í spilið til að flælga hlutina enn frekar. Spuming hvort sú tækni í kvennamálum dugar í dag sem kennd er í þessari hálffertugu mynd, sem ótvírætt er dæmigert bam síns tíma. Ætti að hafa staðist tímans tönn sem heimild um skemmtanalífið á London sjötta ára- tugarins. ROBIN AND MARIAN (’76) ★★★V4 Hróinn í titlinum er enginn annar en sá sem kenndur er við höttinn, hér fáum við að sjá þessa frægu hetju, kappana hans og Marian (Audrey Hepbum) í nýju og óvæntu ljósi. Hrói snýr aftur í Skírisskóg úr útlegð, grár og miðaldra, af honum mesti glansinn. Sama að segja um erkifjanda hans, fógetann í Notting- ham (Robert Shaw). Þeir eiga þó eftir að elda saman grátt silfrið enn og aftur. Myndin er í uppáhaldi, Connery fimagóður, tónninn kald- hæðnislegur, yfirbragðið allt gjör- ólíkt hliðstæðum myndum. Ferskur andblær fer um miðaldirnai' og goð- sagnimar. Leikhópurinn einkar glæsilegur. Auk aðalleikaranna þriggja gefst kostur á að sjá Richard Harris, Nicol Williamson, Denholm Elliott og Ian Holm, alla úr landsliðinu. Sæbjörn Valdimarsson L lli LAFÖTIN ABÖRNIN RU KÖMIN! éitajXfi. 4>il{I6i BARNAVÖRUVERSLUN Glæsibæ * Sími 553 3366

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.