Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Júlíus
Búið er að grafa skurð í Suðurgötuna við vestur-
enda flugvallarins, þar sem verið er að leggja ræsi
frá flugvellinum og út í sjó, en framkvæmdir við
flugvöllinn hófust um mánaðamótin.
Framkvæmdir
við Reykjavíkur-
flugvöll hafnar
Reykjavíkurflugvöllur
FRAMKVÆMDIR við
Reykjavíkurflugvöll
hófust um mánaðamótin,
en að sögn Brynjars
Brjánssonar, verkefnis-
stjóra ístaks, er byrjað að
leggja frárennslislagnh- á
svæðinu frá Suðurgötu
suður fyi’ir aðstöðu Flug-
félags Islands, eða við
austur-vestur ílugbraut-
ina. Þá er einnig verið að
setja upp ný ljós við flug-
brautina, en allar þessar
framkvæmdir eru hluti af
gagngerum endurbótum á
flugvellinum, sem munu
standa yflr í fjögur ár og
kosta um 1,5 milljarða
króna.
Að sögn Brynjars hefur
austur-vestur flugbrautin
verið stytt tímabundið
vegna framkvæmdanna
og í gær var Suðurgatan
grafin upp að hluta, þar
sem verið er að leggja
ræsi frá flugvellinum og
út í sjó. Á meðan Suður-
gatan er sundurgrafin er
umferð beint inn fyrir
girðingu flugvallarins.
„Meiningin er að þetta
fari ekki á fulla ferð fyrr
en í mars á næsta ári,“
sagði Brynjar. „Þá hefst
vinnan við flugbrautmn-
ar.“
Brynjar sagði að lagna-
vinnunni lyki um áramótin
og að í mars hæfist vinna
við endurbætur á norður-
suður flugbrautinni. Hann
sagði hugsanlegt að vinna
við suðurenda flugbraut-
arinnar hæfist strax um
áramótin, en til stendur að
stækka flugvallarsvæðið í
þá áttina. Þá verður gerð-
ur grjótgarður og göngu-
stígurinn, sem liggur með-
fram sjónum, færður til.
Brynjar sagði að þessi
vinna gæti þó tafist um
eitt ár.
Ný ljós sett upp
Að sögn Þorgeirs Páls-
sonar flugmálastjóra eru
starfsmenn Flugmála-
stjómar þessa dagana að
setja upp ný ljós við aust-
ur-vestur flugbrautina, en
búist er við því að verkinu
verði lokið fyrh- lok mán-
aðarins. Þorgeir sagði að
lengi hefði staðið til að
bæta úr ljósamálum flug-
vallarins, en of langt er á
milli ljósanna.
Frágangur og uppsetn-
ing ljósanna við austur-
vestur flugbrautina er til
bráðabirgða, en gengið
verður frá þeim næsta
sumar eða um leið og farið
verður að endurbyggja
sjálfa brautina. Þorgeir
sagði að ljós við aðrar
flugbrautir og akbrautir
yrðu endurnýjuð samhliða
öðrum framlwæmdum á
flugvellinum. Heildar-
kostnaður við endurnýjun
á ljósabúnaði flugvallarins
er á þriðja hundrað millj-
ónir, að hans sögn.
Nýr leikskóli 1 Mosfellsbæ
Biðlista
útrýmt
Mosfellsbær
LEIKSKÓLINN Huldu-
berg við Lækjarhlíð í Mos-
fellsbæ var formlega vígð-
ur sl. laugardag og er
þetta fjórði leikskólinn
sem tekur til starfa í bæn-
um.
Gert er ráð fyrir að um
110 börn fái leikskólavist á
Huldubergi og segir
Þuríður Stefánsdóttir leik-
skólastjóri að með nýja
ieikskólanum verði að
mestu hægt að útrýma
biðlista eftir leikskóla-
plássi í Mosfellsbæ. Ekki
verður þó hægt að mæta
kröfum allra um vistunar-
tíma, því 22 börn verða á
heilsdagsdeild á meðan 88
geta hlotið hálfsdagsvist-
un.
Hulduberg tók til starfa
2. nóvember sl. og eru
rúmlega fimmtíu börn
þegar byrjuð í leikskólan-
um. Að sögn Þuríðar
munu börn halda áfram að
bætast, í hópinn fram í jan-
úar því skólinn er ekki
fullmannaður eins og
stendur. Þá hefur Varmár-
skóli afnot af einni deild
og hluta fjölnotarýmis
fyrsta skólaárið, en Huldu-
berg er byggt sem fjög-
urra deilda leikskóli.
Endurvinnsla og um-
hverfismenntun
Áhersla verður Iögð á
umhverfisvernd og um-
hverfismenntun barnanna
á Huldubergi. Leikföng og
leiktæki verða t.d. sem
mest úr náttúrulegum
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Suðurlandsbraut 12 fær andlitslyftingu þessa dagana.
Hótelframkvæmdir
við Laugardalinn
Reykjavík
MIKLAR framkvæmdir
standa yfir við Suðurlands-
braut 12 líkt og glöggir veg-
farendur hafa eflaust tekið
eftir og húsið, sem hefur ekki
verið fullnýtt frá því það var
byggt, breytist nú í Fosshót-
elið Dal.
Fjárfestai' Hótels Dals eru
Hamra ehf. í Kópavoginum.
Gengið var frá lokasamning-
um fjái'festa og Fosshótela sl.
laugardag og verður Dalur
annað Fosshótelið sem stai'f-
rækt verður í Reykjavík.
Hótel Dalur er 4280 fermetr-
ar að stærð, með 99 herbergj-
um og 300 manna ráðstefnu-
sal sem verið er að reisa í
bílageymslu hússins. En ráð-
stefnusalurinn mun ekki ein-
ungis auka rekstrargrundvöll
hótelsins, heldur telst hann
einnig nauðsynleg forsenda
þess að ná til dæmis inn á
N orðurlandamarkað.
Hugmyndin gömul
Hamra ehf. hefur lengi haft
hug á að breyta Suðurlands-
braut 12 í hótel. Hamra ehf.
keypti helming hússins 1996
og voru þá þegar uppi hug-
myndir um að breyta húsinu í
hótel. Gengið var frá kaupum
á síðari hlutanum um síðustu
áramót og hefst hótelrekstur í
sumai'byrjun næsta árs.
Kristján Sverrisson, annar
eigenda Hömru ehf., segir
það hafa verið samdóma álit
manna að Suðurlandsbraut
byði upp á góða staðsetningu
fyrir hótelrekstur. Bæði
vegna nándar við önnur hótel
og eins vegna Laugardalsins.
„Við fengum mikil viðbrögð,“
segir hann og útskýrir að
Suðurlandsbrautin eða mið-
borgin hafi verið taldh' hent-
ugustu staðirnir.
Hótel Dalur á að sögn
Kristjáns að verða 3-4
stjarna hótel. Þótt vinna sé
enn í fullum gangi við hótelið
hafa viðbrögð verið góð og
þegar hefur borist inn mikið
magn pantana, en Fosshótel
kynntu Hótel Dal til að
mynda á erlendri kaupstefnu
um síðustu helgi.
Endurhönnun Suðurlands-
brautar 12 er í höndum Alark
arkitekta sf., sem eni þeir
Jakob Líndal og Ki'istján Ás-
geirsson sem m.a. hönnuðu
menningarmiðstöð Kópavogs.
Húsið verður klætt áli, boga-
laga skýli prýðir jarðhæðina
og sjöundu hæðinni verður
bætt ofan á húsið og her-
bergjafjöldi þannig aukinn.
Iðnaðarmenn fengnir
víða að
Kristján segir vinnu við
endurbæturnar nú vera í full-
um gangi og kveður hann
verktakana, Vélsmiðjuna GOs,
vera á áætlun. En Vélsmiðjan
á að skila hótelinu af sér 20.
apríl á næsta ári.
Vélsmiðjan hefur því í nógu
að snúast því aldrei vai' lokið
við byggingu hússins á sínum
tíma og veggh' og gólf víða
orðin mosagi'óin. „Við erum
búnh' að rífa nánast allt innan
úr húsinu," segh' Björn
Gunnarsson, fjármála- og
skrifstofustjóri Vélsmiðjunn-
ar Gils og kveður mikla vinnu
felast í endurbótunum. Enda
reiknar Vélsmiðjan með að
um 70 manns starfi við end-
urbætur á húsinu þegar mest
lætur.
Nokkuð hefur hins vegar
borið á skorti á iðnaðarmönn-
um á höfuðborgarsvæðinu í
ár og hefur Vélsmiðjan því
fjárfest í skrifstofuhæð ná-
lægt höfuðstöðvum sínum í
Kópavogi, og er þessa stund-
ina verið að breyta hæðinni í
dvalarstað fyrir iðnaðarmenn
sem sækja þarf lengra að.
Bjöm segir um 20 starfs-
menn geta nýtt sér húsnæðið
sem hann vonar að geri Vél-
smiðjunni auðveldara um vik
að fá iðnaðarmenn utan af
landi. Bjöm telur líka ekki
vanþörf á, því nóg verði að
gera eigi að ljúka endurbót-
unum á réttum tíma.
m^a'VT'TÍfMÍa'ii;4..
Morgunblaðið/Jim Smart
efnivið og börnunum verð-
ur kennt að umgangast og
nýta sitt nánasta umhverfi.
Sem dæmi má nefna að
þau taka þátt í ræktun
maljurta og segir Þuríður
þau einnig flokka sorp og
endurvinna, til að mynda
með aðstoð grænmetis-
safnkassa. En endurvinnsl-
an á að verða hluti af dag-
legum venjum barnanna,
að því er Þuríður segir.
„Við ætlum að leggja
meira upp úr því að njóta
náttúrunnar," segir hún
um umhverfismenntunina
og verður farið í regluleg-
Ungir Mosfellsbæjarbúar skoða nýjasta leikskólann á svæðinu. ar gönguferðir. Börnunum
verður til að mynda sýnd
fjaran og þau látin skoða
steina og velta fyrir sér
sögu hvers staðar. Auk
þessa verða tínd ber og Iit-
ur berjanna jafnvel notað-
ur til föndurgerðar, þá
verður te unnið úr jurtum
sem finna má í nágrenninu
og kapp lagt á að börnin
séu í nánum tengslum við
umhverfið.
Elísabet Gunnarsdóttir,
arkitekt á ísafirði, á heið-
urinn að hönnun Huldu-
bergs, en nafnið átti Elín
Jónína Clausen sem sigraði
í nafnasamkeppni sem efnt
var til fyrir leikskólann.