Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 44

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Heljur MAÐUR er ákærð- ur fyrir alvarleg kyn- ferðisafbrot gegn dótt- ur sinni. Réttarhöldum er lokað af tillitssemi við þátt- takendur í harmleik- num. Málið er rekið fyrir dómi og þar er aflað ýmissa gagna sem talin eru geta snert sakarefnið með margvíslegum hætti. Yfirheyrslur fyrir dómi taka heilan dag. Fram fer málflutning- ur, þar sem farið er ít- arlega í sókn og vöm yfir efni málsins, sönn- unarfærsluna og lögfræðilega hlið þess. Niðurstaða æðsta dómstóls þjóðarinnar verður sú, að ekki hafi verið færðar fram sannanir um sök ákærða sem leitt geti til áfellisdóms yfir honum. Hann er því sýknaður. Við birtingu dómsins er gætt nafn- leyndar. Málflutningur í útvarpi Að dóminum gengnum er settur réttur úti á götu. Meðal annars flyt- ur reglulegur pistlahöfundur í Rík- isútvarpinu landsmönnum þann boðskap, að maðurinn sé sekur þrátt fyrir sýknudóminn. Hann tek- ur tvo útvarpsþætti undir þetta, tal- ar lengi og lætur eins og hann viti mikið um efni málsins. Hann hefur þó sýnilega ekki kynnt sér annað en dómana sjálfa sem birtir hafa verið á internetinu. Reyndar virðist ekki skipta miklu máli hvað þessi maður kynnir sér. Allt fellur á aðra hliðina hjá honum. Hann sleppir því úr sem hann veit að hentar ekki niður- stöðunni. Ræða hans er svo hlut- dræg, að hún þætti áreiðanlega vond sem málflutningsræða fyrir dómi. Þar komast menn ekki upp með að fara rangt með og sleppa úr. Það geta menn aðeins gert fyrir framan almenning, sem ekki hefur kynnt sér nein gögn og er því ekki í aðstöðu til að koma auga á rang- færslumar. I ofstækisfullum mál- flutningi sínum nafngreinir hann reglulega dómarana sem kváðu upp sýknudóminn svona eins og til að tryggja, að hlustandinn gleymi því ekki hvert hann eigi að beina, fordóm- um sínum. A honum má skilja, að dómar- arnir séu einstaklingar sem eigi sér ekki aðra ósk heitari en að koma kynferðisglæpamönn- um undan refsiábyrgð. Hann ræðst líka á sér- fræðinga sem gáfu álit, sem ekki hentar málflutningi hans, og ber þá sökum. Hann áfellist meira að segja dómstólinn fyrir að hafa leyft þessum gögnum að kom- ast að í málinu. I lokin klykkir hann út með að nefna nafn ákærða, þótt nafnleynd hafi verið viðhöfð í mál- inu. Nafnleyndin var auðvitað öðr- um þræði ákveðin til hlífðar dóttur- inni og öðrum fjölskyldumeðlimum. Með því að birta nafn mannsins er nafn dótturinar og annarra í fjöl- skyldunni birt á óbeinan hátt. Ut- vai'pshetjan hirðir ekkert um það. Þeir ómerkilegu hagsmunir verða að víkja fyrir þörf hans fyrir að slá sjálfan sig til riddara. Gaman væri að vita, hvort Ríkis- útvarpið hyggst bjóða hinum sýkn- aða manni tíma til jafns við pistla- manninn til að flytja málið fyrir dómstóli götunnar. Dómur í síðdegisblaði Leiðarahöfundur í síðdegisblaði fellir sams konar dóm og dregur ekki af sér. Á honum er ekki fremur en pistlamanninum neitt hik við uppkvaðningu áfellisdóms yfir hin- um sýknaða manni. Þeir eru ekki vanir að hika þessir höfðingjar. Leiðaramaðurinn hefur að vísu ekki fremur en pistlamaðurinn kynnt sér gögn málsins. Hvorugur þeirra hefur séð skjölin eða hlustað á yfir- heyrslurnar og málflutninginn. Þeir þurfa þess ekki, enda er svo sem ljóst, að það myndi engu breyta. Leiðaramaðurinn ræðst eins og pistlamaðurinn af mikilli heift á dómstólinn sem sýknaði. Síðast þegar þessar hetjur tjáðu Jón Steinar Gunnlaugsson sig um meðferð dómsvalds í landinu var það til þess að áfellast sama dómstól fyrir að hafa sakfellt sak- borninga í alvarlegum morðmálum fyrir mörgum árum. Þá helgaðist gagnrýni þeirra af því, að sakbom- ingar hefðu ekki verið látnir njóta vafans um sönnunarfærsluna, eins og þeir hefðu átt að gera í réttar- ríki. Leiðaramaðurinn ritstýrði reyndar á þeim tíma dagblaði, sem átti hvað mestan þátt í múgæsing- um í kringum málið. M.a. sátu þá saklausir menn lengi í gæsluvarð- haldi við undirspil leiðaramannsins. Þeim er sama Nú nýtur sakbomingur vafans. Þá ráðast þessar hetjur á dómstól- inn fyrir það. Og það meira að segja án þess að hafa átt þess kost að kynna sér málsgögnin að nokkru gagni. Þeim er sýnilega alveg sama þótt saklausir menn kunni að verða dæmdir. Það skiptir hetjurnar sem sagt engu máli, hvort meðferð dómsvaldsins í landinu er í sam- Hæstaréttardómur Nafnleyndin var auðvitað öðrum þræði ákveðin, segir Jdn Steinar Gunnlaugsson, til hlífðar dótturinni og öðrum fjölskyldu- meðlimum. ræmi við gmndvallarreglur í rétt- arríkjum. Þeir eiga sér ekki aðra hugsjón en að slá sjálfa sig til ridd- ara í augum almennings. Þetta era bara „snúðar“. Þeir spila þá plötu sem þeir halda að lýðurinn vilji heyra hverju sinni. I pistlum þessara manna felast örugglega alvarleg brot gegn rétt- indum mannsins, sem dómstóllinn sýknaði. Þeir vita þó að hann er ólíklegur til að lögsækja þá. Með því myndi hann aðeins draga þenn- an fjölskylduharmleik á langinn. Þetta vita hetjurnar og brosa með sjálfum sér. Þær era óhultar. Það samfélag sem á svona hetjur þarf ekki á skúrkum að halda. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Hvert stefnir? AÐ undanfömu hef- ur ríkt mikil óvissa um framtíð skólatann- lækninga. Engin svör hafa fengist þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspumir í þá vera. 10. nóvember sl. lagði Ogmundur Jónasson alþingismað- ur fram fyrirspum á alþingi: Hvaða áform væru uppi varðandi forvarnarstarf til stuðnings góðri tann- heilsu, bama og ungl- ^ inga. í svari Ingibjarg- ' ar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra kom m.a. fram að „það væri á valdi foreldra, að hafa vak- andi auga með tannheilsu bama sinna“. Mig langar í mestu vinsemd, að benda hæstvirtum ráðherra á, að heilsugæsla barna á ekki að vera einkamál foreldra. Við búum í sam- félagi þar sem þegnar okkar hafa ákveðin réttindi. Góð heilsugæsla og grannmenntun, á að vera óumdeil- anlegur réttur hvers bams. Við höf- um státað af góðri tannlæknaþjón- ustu skólabama. Vissulega hefur tannskemmdum fækkað. En engin keðja er sterkari en veikasti hlekk- urinn. Talið er, að á bilinu 10-15% skólabama njóti engrar tannlækna- þjónustu. Eram við þá að sinna skyldum okkar _ gagnvait þessum börnum? Varla. í okkar tölvuvædda samfélagi ætti ekki að vera erfitt að ná til þessara bama. Nú á tímum, þar sem verið er að lengja viðvera barna í skól- um, ætti einmitt heil- brigðisþjónustan að vera endurmetin og aukin. Forvamarstarf og heilbrigðisþjónusta ættu að mínu mati að vera hluti af grann- skólanum. Þar sem hún nær til allra, allir sitja þar við sama borð. Öll grannskólaböm ættu að fá fræðslu um tannhirðu og hollt mat- aræði. Einnig finnst mér að öll flúormeð- ferð ætti að færast yfir í grannskólana. Nú er það svo, að einn tannfræðingur hefur sinnt höf- uðborgarsvæðinu undanfarin ár, með þvi að fara milli skóla með fyrir- lestra. Þetta mætti að sjálfsögðu stórauka og fá fleiri til starfa. En hvemig á að ná til þeirra bama, sem ekki skila sér í tann- læknastólana? Það er hægt að byrja með bréflegri áminningu og ef því er ekki sinnt innan tiltekins tíma, hefur tanntæknir eða tannfræðingur við- komandi skóla samband við for- eldra. Það þarf varla að taka það fram, að hlutverk þess sem hringir er að greina vandann, en ekki að predika. Reyndar held ég, að það séu aðallega þrjár ástæður fyrir því aðböm fara ekki til tannlæknis: 1) Tímaleysi foreldra: Langur vinnutími, persónuleg vandamál, í of mörg hom að líta. Skólatannlækningar / Eg skora á heilbrigðis- ráðuneytið, segír Anna Margrét Jónsdóttir, að endurskoða þetta mál með hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi. 2) Peningaleysi: í okkar velferð- arþjóðfélagi lifa margir undir fá- tækramörkum. þeir sem skulda hjá tannlækni veigra sér við að senda böm í skoðun. 3) Tannlæknahræðsla: Fælni af ýmsu tagi getur valdið sálarmeini, sem nauðsynlegt er að meðhöndla. Þegar rætt er við foreldra þarf að benda þeim á leiðir til úrlausnar. Ef málið er umfangsmikið þarf einnig að ræða við hjúkranarfræðing skól- ans. Markmið tannlækninga skóla- bama getur ekki verið minna en 100% mæting. Einnig þarf að fylgj- ast vel með þeim bömum, sem era í sérstökum áhættuhópum varðandi tannskemmdir. Ef þessi markmið eiga að nást verður að halda fast ut- an um þessa þjónustu. Eg skora því á heilbrigðisráðu- neytið, að endurskoða þetta mál. Taka síðan ákvarðanir með hags- muni heildarinnar að leiðarljósi. Höfundur er tannlæknir ískáhi. Anna Margrét Jónsdóttir Sekastur „SAKLAUS þar til sekt er sönnuð" er yfirskrift greinar eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmann sem birtist í Morg- unblaðinu síðastliðinn föstudag. Tilefnið er líklega grein mín „Sek- ur - sekari" sem birt- ist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. nó- vember í kjölfar Hæstaréttardómsins þar sem faðir var sýknaður af ákæru um áralanga kynferð- islega misnotkun á dóttur sinni. Hann nefnir ekki greina- skrif mín eða sér ástæðu til að bera til baka það sem þar kemur fram en talar um umfjöllun í fjöl- miðlun sem hafði í rauninni verið ótrú- lega lítil miðað við al- vöru málsins. Jón Steinar Gunnlaugsson heldm- fram sakleysi ákærða þótt viðkomandi hafi játað á sig sakir sem, að mínu mati og þeirra fjölmörgu sem hafa kynnt sér dóminn og haft sam- band við mig, flokkast undir kyn- ferðislegt ofbeldi. Að halda fram sakleysi ákærða, þótt hann hafl verið sýknaður af fyrirliggjandi kæru, ber að mínu áliti vott um siðblindu sem gefur tilefni til að efast um að viðkomandi ætti að starfa í dómskerfinu. Framburður ákærða Lestur á framburði ákærða fyr- ir héraðsdómi vekur undran og reiði þeirra sem til málsins þekkja. „Aðspurður segir ákærði að hann telji líklegast að D (dóttir hans) hafí kært hann þar sem hún hafi ákveðið að taka sér stöðu við hlið móður sinnar í deilum þeirra foreldranna út af E, yngri systur hennar, sem komið hafi upp haust- ið 1996.... Um ásakanir K (fyrrver- andi eiginkonunnar) á hendur hon- um varðandi yngri dóttur þeirra segir ákærði þær skýrast af því að hann hafi verið byrjaður að vera með annarri konu þegar þetta var og K ekki viljað að hann fengi að umgangast barnið með henni." Þessai’ tilvitnanir og fleira sem kemur fram í framburði ákærða eru uppspuni eða hugarórar hans og getur hver sem þekkir til máls- ins borið vitni um það. Hann held- ur því einnig fram að kæra dóttur hans hafi verið í kjölfarið á skiln- aði. Hið rétta er að skilnaðurinn var í beinu framhaldi af játningu kæranda fyrir móður sinni. Einnig skáldar hann upp sögur um af- brýðisemi móðurinnar og forræð- isdeilu. Það er í rauninni ótrúlegt að ákærða og verjanda hans skuli hafa tekist á þennan hátt að slæva dómgreind dómara og að þessir þættir skuli hafa haft áhrif á sýkn- un mannsins. Það er líka ótrúlegt að það skuli þykja ótráverðugt að stúlkan skuli hafa þurft að komast út úr vítahringnum og safna kjarki áður en hún kærði föður sinn. Viðbrögð móður Það áfall sem móðir verður fyrir þegar hún stendur frammi fyrir eins alvarlegum hlut og hér um ræðir hlýtur að vera augljóst hverjum hugsandi manni. Fyrir konu, sem tráir á fjölskylduna og hefur lagt sig fram um að halda henni saman, hrynur heimurinn. Til eru mörg sorgleg dæmi um að konur treysta sér ekki til að trúa barninu sínu og taka afleiðingun- um af því. Samkvæmt upplýsing- um eru heldur ekki nema fá tilvik sem þetta kærð. Þessi móðir tráði dóttur sinni, enda hafði hún ekki ástæðu til annars, og stóð eins og klettur við hliðina á henni allan tímann. Það þarf ekki lærða sér- fræðinga í kynferðisafbrotamálum til að sjá í gegnum hugaróra ákærða. Móðir sem hafði óbilandi og endalausa trá á hið góða stóð frammi fyrir því að maðurinn hennar hafði beitt dóttur þeirra kynferðislegu ofbeldi. Veraleiki sem knúði hana til að endurmeta líf sitt og lífsafstöðu og taka afleið- ingunum. Ekki lítið verkefni. Hver einasta móðir reynir að verja börnin sín undir slíkum kring- umstæðum. Ekki var um forræðisdeilu eða afbrýðisemi að ræða heldur var móðir að verja barnið sitt gegn kynferðislegu ofbeldi. Eldri systirin var að vernda yngri systur sína og ótti vegna hennar hvatti hana til að kæra föður sinn. I raun ætti ekki að þurfa að fjalla um þetta skólabókar- dæmi. Ein til frásagnar Það var Ijóst frá upphafi máls- ins að kærandi yrði ein til frá- sagnar um framferði föður síns gagnvart henni. Þó bára vitni tvær vinkonur kæranda sem höfðu orðið fyrir áreiti af hálfu ákærða. Það og margt fleira sem fram kemur í málsgögnum renndi stoð- um undir trúverðugleika frásagn- Dómur Það er mikilvægt að leiðrétta, segír Ólöf Guðný Valdimars- dóttir, að kærandi varð ekki fyrir höfuðhöggi við aftanákeyrsluna. ar kæranda. Neitun ákærða frá upphafi gaf ekki tilefni til að ætla að hann myndi breyta framburði sínum um annað en hann hafði ját- að þótt málið færi aftur fyiir hér- aðsdóm. Málinu var vísað aftur heim í hérað á þeirri forsendu að kærandi hafði lent í aftanákeyrslu og þannig hugsanlega orðið fyrir persónuleikatruflunum og afla þyrfti gagna um geðheilsu hennar. Þetta era að mínu mati ótvíræð skilaboð um að meta eigi sönnun- argildi munnlegs framburðar hennar m.a. á niðurstöðum geð- rannsókna og á því eigi að byggja dómsniðurstöður. Það er mikil- vægt að leiðrétta að kærandi varð ekki fyrir höfuðhöggi við aftan- ákeyrsluna eins og haldið er fram í málsgögnum. Vafasöm gögn Fá, ef nokkurt, fórnarlömb kyn- ferðislegs ofbeldis á íslandi hafa verið rannsökuð eins mikið og kærandi, sem fór í mörg erfið og flókin sálfræðipróf. Meðferð sem mörgum hefði verið ofviða undir þessum kringumstæðum. Krafa Hæstaréttar er að mínu áliti frá- leit ef ljóst var frá upphafi að ekki átti að styðjast við niðurstöður þeirra geðrannsókna við endanleg- an dóm. Það vægi sem álit Þuríðar J. Jónsdóttur taugasálfræðings, Grétars Guðmundssonar sérfræð- ings í taugalækningum og Högna Óskarssonar geðlæknis á geð- heilsu kæranda, sem þau höfðu aldrei séð, fékk í dómsniðurstöð- um meirihluta Hæstaréttar vekur undrun. Hvemig þessi þrjú álit eru tilkomin, og ég hef áður rakið, vekur spurningar og efasemdir um gildi þeirra. Vekur það óneit- anlega líka þá hugsun að það hafi verið undir niðurstöðum geðrann- sóknanna komið hvort tillit yrði tekið til þeirra við dóm. Dómurinn er dauðadómur yfír réttarstöðu fórnarlamba kynferð- isofbeldis og gefur tilefni til að endm’skoða réttarkerfið með tilliti til þess. Höfundur er skyldmenni kærnndu. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.