Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Námsferð Garðyrkju- J skólans til Englands Seinni hluti NEMENDUR Garðyrkjuskóla ríkisins héldu, ásamt kennurum sínum, í námsferð til Suður-Eng- lands í september síðastliðnum. Ferðalag sem þetta er liður í náminu, garðyrkjumenn verða eins og aðrir fagmenn að skoða hvað er að gerast í faginu í öðrum löndum og tileinka sér nýjungar. Astæður þess að England varð fyrir valinu voru þær helstar að þar á garðyrkjan sér langa sögu, sennilega hafa menn þar í landi verið farnir að dunda sér við rækt- un plantna um það leyti sem Ingólfur og félagar fundu öndvegissúlurnar í fjörunni á Islandi. A þess- um langa tíma hefur skapast rík garðyrkjuhefð hjá Englendingum og almennt virðist garðyrkja vera eitt af aðaláhugamálum þeirra. Viðhorf almennings þar í landi til garðyrkju er annars eðlis en hjá Is- lendingum. Þar á bæ er garðyrkjan talin göfug og garðyrkjumenn njóta vegs og virðingar en á Fróni voru garðyrkjumenn lengst af flokkaðir með sér- vitringum þótt það sé nú smám saman að breytast með aukinni garðamenningu. I fyrri greininni um ferðina var skilið við hópinn í konunglega grasa- garðinum í Kew á þriðja degi ferðarinnar. Veð- urguðirnir sýndu hópnum náð og miskunn þennan dag. Um leið og stigið var upp í rútuna í lok dagsins og haldið heim á leið varð skýfall með tilheyrandi ljósasýningu sem gerði nýafstaðinni flugeldasýn- ingu Kringlunnar skömm til. Heimferðin gekk þó klakklaust, þrátt fyrir flóð á götum Lundúnaborg- ar. Fjórði dagur ferðarinnar, rann upp blautur og fagur og nú var haldið suður á bóginn, í átt að borg- inni Winehester. Þar í grennd eru Hillier gróðrar- stöðvarnar með aðsetur sitt og eyddu garðplöntu- og ylræktarbraut morgninum við skoðun á fjölgun- arstöð og pottaræktunarsvæði þeirra Hillier- manna. Skrúðgarðyrkju- og umhverfis- brautarnemar héldu inn til Winchester og skoðuðu þar gamla bæinn. Um há- degið sameinuðust brautirnar og gæddu sér að súpu að hætti heima- manna. Englendingum er margt betur til lista lagt en matargerðarlist ... Eftir hádegið skoðaði hópurinn Hillier- trjásafnið. Það er eitt stærsta trjásafn Evrópu með trjáplöntur úr tempraða beltinu, þar má finna um 11.000 tegund- ir og sortir af trjám og runnum. Garð- urinn var rétt að komast í haustbúning, haustlitirnir farnir að sjást á ýmsum tegundum. Garðyrkjunemarnir komust vel að því þarna hvaða kostir fylgja krónubréiðum trjám því sem fyrr rigndi hrosshausum og klakatorfi og fátt ann- að hægt að gera en leita skjóls undir trjákrónum. Síðustu daga ferðarinnar hélt hver braut sína leið, skrúðgarðyrkjunemar skunduðu um stræti Lundúnaborgar undir styrkri leiðsögn Ragnhildar Skai-phéðinsdóttur, landslagsarkitekts sem leiddi þá í allan sannleika um garðrækt í stór- borgum. Garðplöntunemar skoðuðu frærannsókn- arstöð bresku skógræktarinnar en þangað geta skógarplöntuframleiðendur sent fræ sitt til að kom- ast að því hvort það er nothæft eður ei. Enn fremur skoðuðu þeir stærðarinnar garðplöntusölu, Notcutts Garden Center en það er keðja með 12 sölustöðum víðs vegar um England. Umhverfis- Lárviður í potti, mótaður á skemmtilegan hátt. brautin eyddi síðasta deginum sínum í Thames vatnshreinsistöðinni í London en hún sér stórum hluta íbúa borgarinnar fyrir drykkjarvatni. Reynd- ar er sagt að vatnið sem þar fer í gegn hafí haft viðdvöl þar sex sinnum áður þannig að það hefur nú þegar verið drukkið sex sinnum. Einhvern veginn ýta svona upplýsingar undir ánægju ís- lendinga með vatnið sitt, enn sem kom- ið er er það bara einnota, a.m.k. til drykkjar enda hefur verið sagt að ís- lenski bjórinn smakkist einstaklega vel þar sem menn eru alltaf að bragða hann í fyrsta skipti ... Ylræktarbrautin brunaði í lest upp til York og skoðaði þar rannsóknarstöð á vegum fyrirtækisins Horticultural Res- earch Intemational (HRI) við Stock- bridge House. Þar fara fram tilraunir á vistvænni ræktun matjurta, bæði yl- ræktun og útiræktun. Blómaskreyt- ingabrautin tók þátt í undirbúningi fyr- ir blómaskreytingakeppni sem haldin var í Solihull, ekki langt frá Birmingham. Nemendurnir voru við- staddir keppnina og skemmtu sér svo konunglega í heljarinnar hátíðahöldum eftir keppnina. I lokin má kannski geta þess að hópurinn sýndi öllu garð- yrkjutengdu mikinn áhuga. Af því tilefni var ákveð- ið að heimsækja ræktanda vínviðar, aðallega til að kanna gæði afurðanna hjá honum. Englendingar eru kannski ekki samkeppnishæfír við Frakka eða Ástrali á þessu sviði en vínberjasafinn rann ljúflega niður þurra hálsa íslenskra garðyrkjumanna fram- tíðarinnar. Vestmannaeyjar Vetraráætlun ís/andsflugs Frá Reykiavík Frá Vestm.eyjurn Virka daga 07:30 11:50 17:00 i 08:00 11:50 17:00 11:50 17:00 Laugardaga Sunnudaga 08:15 16:45 19:45 08:45 12:35 17:45 12:35 17:45 vey@islandsflug.is • sími481 3050 • fax481 3050 ISLANDSFLUG gortr fteirum fœrt aö fíjúga www.islandsflug.is sími 570 8090 Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. I Fákafeni 11 • Sínii 568 8055 M www.islamlia.is/kerfisthroun Koli grillaður í bakarofni Feitur koli er einhver sá besti matur sem ég fæ en horaður sá versti, segir Kristín Gestsdóttir, og góður er hann grillaður. A þessum árstíma grillar Kristín hann í bakarofni. AÐ VÍSU verður kolinn jafnvel enn betri grillaður á útigrilli, en ekki er veður til að grilla úti nú þegar kuldaboli hefur tekið völdin. Við þurfum hita og logn til að grilla úti. Alltaf fæ ég vatn í munninn, þegar ég sé feitan glænýjan kola hjá fisksalanum, en kolinn er einmitt feitastur nú í byrjun vetr- ar. Börnin mín virðast ekki hafa erft þennan smekk hjá mér og köll- uðu kola hér áður fyrr sleipan físk og hann var ekki í uppáhaldi hjá þeim. Þegar ég var að alast upp var sjálfsagt að borða roðið á kol- anum. Sjóðandi vatni var hellt yfír það og það skafíð mjög vel. Nú er svo komið að fiskþjóðin, einkum unga kynslóðin, er hrædd við roð og bein, og hryllir sig þegar hún sér innfædda á Spánarstönd borða fisk, en þar er fleira borðað en roð- ið. Það eina sem ég hræðist er hið háa verð á fiskinum sem er svo sannarlega ógnvekjandi. Þegar ég grilla kola vil ég helst hafa hann heilan með beinum og roði, en nú keypti ég hann flakaðan og valdi heldur dökka roðið en þar er fisk- holdið þykkara. Þetta varð afar Ijúffeng máltíð og það brakaði í roðinu þegar bitið var í það. Koli grillaður í bak- arofni 2 frekar stór kolaflök safi úr hólfri sítrónu 2 tsk. salt ______mikið af nýmöluðum pipar___ ____________20 g smjör___________ ólpappír 1. Haldið í sporð flakanna og hellið sjóðandi vatni yfir roðið. Betra er að halda í flakið svo að það soðni ekki í vatninu ef það liggur. Skafið síðan roðið mjög vel. 2. Kreistið safa úr sítrónu og hellið yfir holdhlið flakanna, stráið á þau salti og pipar og látið bíða í 10- 15 mínútur. Leggið flökin á smurð- an álpappír, roðið snúi niður. Setjið álpappírinn með flökunum á grind- ina eða skúffuna úr bakarofninum. 3. Hitið grillið á bakaraofninum í 7-10 mínútur, gi'illið síðan í 3-4 mín- útur. 4. Smyrjið það fat sem þið ætlið að bera fiskinn fram á. Það þarf að vera eldfast og er best að það sé úr stáli. Hitinn á grillinu er mikill og gæti hugsanlega sprengt fatið þótt eldfast sé. Hvolfið fiskinum á fatið, roðið snúi nú upp. 5. Smyrjið roðið með smjöri. Setj- ið fatið í ofninn og grillið nú roðhlið- ina. Erfitt er að áætla tíma, hiti og fjarlægð frá glóð skiptir máli. Hafið þetta ekki alveg upp við glóðina. Fylgist mjög vel með og farið ekki frá ofninum, þetta tekur örfáar mín- útur. Roðið á að harðna en má ekki brenna. Smyrjið roðið einu sinni aftur með smjörinu meðan það er að grillast. Meðlæti: Soðnar kartöflur, smjör og tómatsalat eða annað það græn- metissalat sem ykkur hentar. Tómatsaiat 4 meðalstórir tómatar 1 meðalstör salatlaukur (hvítur laukur) __________6 msk. matarolía_______ 3 msk. gott edik salt milli fingurgómanna 2 skvettur úr tabaskósósuflösku Vi tsk. fljótandi hunang eða V2 tsk. púðursykur 1. Þvoið tómata og skerið í sneiðar. Raðið í hringi á kringlótt fat. Afhýð- ið laukinn, skerið í sneiðar. Takið sneiðarnar sundur í hringi og raðið nokkrum ofan á tómatana. 2. Setjið matarolíu, edik, salt, tabaskósóu og hunang í hristiglas og hristið vel. Hellið yfir tómatana/laukinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.