Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 52
^52 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRHALLA
* FRIÐRIKSDÓTTIR
+ Þórhalla Frið-
riksdóttir fœdd-
ist á Rauðahálsi í
Mýrdal 15. apríl
1915. Hún lést í
Sjúkrahúsi Kefla-
víkur sunnudaginn
7. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þóninn Oddsdóttir,
f. 1875, d. 1959, og
oag, Friðrik Vigfússon, f.
1871, d. 1916. Systk-
ini hennar eru: Vig-
fús. f. 1897, d. 1918.
Sigurður, f. 1898, d.
1980. Þorbergur, f. 1899, d. 1941.
Þórunn, f. 1901, d. 1972. Ragn-
hildur, f. 1902, d. 1977. Odd-
steinn, f. 1903, d. 1987. Árþóra, f.
1904, d. 1990. Högni, f. 1907, d.
1929. Sigríður, f. 1908. Kristín. f.
1910. Olafur, f. 1911, d. 1984.
Ragnheiður, f. 1912, d. 1984.
Þórhallur, f. 1913, d. 1999. Þrír
drengir fæddust andvana.
Friðrik faðir hennar lést í nóv-
ember 1916. Þórunn kona hans
gekk þá með sautjánda barn
þeirra og leið ekki á löngu að svo
barnmörg fjöldskyld tvístraðist.
Þórhöllu var komið fyrir hjá
frænda sfnum, Eyjólfí
Guðmundssyni, og konu hans,
Arnþrúði, að Hvoli í Mýrdal.
Þórunn Oddsdóttir, móðir henn-
ar, flutti síðan til Vestmannaeyja
1921, til sonar síns Sigurðar,
með nokkur yngri barna sinna
þar á meðal Þórhöllu.
Hinn 3. febrúar 1934 giftist
hún Þorvaldi Guð-
jónssyni skipstjóra
frá Sandfelli í Vest-
mannaeyjum, f. 10.
maí 1893, d. 13. ap-
ríl 1959. Þau eign-
uðust eina dóttur,
Hörpu, f. 8. febrúar
1938, maki hennar
er Birgir Guðnason
og eiga þau fímm
börn. Þorvaldur og
Þórhalla skiidu.
Hinn 8. september
1949 giftist hún Ás-
mundi Friðrikssyni
skipstjóra frá Lönd-
um í Vestmannaeyjum, f. 31.
ágúst 1908, d. 17. nóvember
1963. Þeirra börn eru Ása, f. 7.
febrúar 1950, hún giftist Garðari
Sveinssyni og eignuðust þau tvö
börn. Ása og Garðar skildu.
Sambýlismaður Ásu er Sigurður
G. Eíríksson. Árni Ásmundsson,
f. 21. desember 1951, giftur Mar-
gréti Ágústsdóttur og eiga þau
einn son. Ásmundur átti tvö börn
frá fyrra hjónabandi, Friðrik, f.
1934 ogEllu Fríðu, f. 1937.
Hinn 20. ágúst 1966 giftist hún
Brynjólfi Hallgrímssyni frá Felli
í Mýrdal, f. 18. maí 1913, d. 18.
október 1991, og bjuggu þau í
Kópavogi.
Þórhalla starfaði um árabil við
verslunarstörf í Þorsteinsbúð í
Keflavík og Olympíu og Þor-
steinsbúð í Reykjavík.
títför hennar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku amma mín, loks hefur þú
fengið hvíldina sem þú hefur örugg-
lega beðið eftir síðustu mánuði.
Þrátt fyrir það kemur dauðinn allt-
af jafn óvænt og kemur manni úr
jafnvægi. Það sem gerir mér sorg-
ina léttbærari eru minningarnar
sem ég á um þig, amma mín.
Ég man, amma, þegar ég var að
heimsækja ykkur afa til Keflavík-
ur, afi, Arni og Ása sóttu mig til
Reykjavikur á vorin og Keflavíkur-
vegurinn ekinn í rykmekki en gleð-
in í bílnum ógleymanleg og mikið
sungið á leiðinni. Eyjapeyjanum
fannst Keflavík miðpunktur al-
heimsins, þar sem flugvélar flugu
um loftið eins og mý og afi minn ók
^ j£im á svörtum Fíat, með flottan
barðahatt á höfði og spjallaði við
alla kallana á bryggjunni og stjóm-
aði útgerðinni og vinnslunni af
skömngsskap. Fór með mig upp í
' Heiði að líta eftir skreiðarhjöllun-
um og það sem skipti mestu máli;
, afi leyfði mér að stýra Fíatinum og
lengra varð ekki komist í þá daga.
I Ég var ekki jafn ánægður þegar afi
lét þig keyra, þú manst það vel hvað
mér leist hrikalega illa á það. I
þessum bíltúram okkar spurði ég
j um allt sem fyrir augu mín bar og
afi svaraði oftast af sinni alkunnu
hæversku, en stundum lést þú þó
ljós þitt skína og svaraðir mér. Við
höfum oft hlegið að því síðan að ég
trúði aldrei svörunum þínum, sagði
alltaf, er þetta satt afi, ég var bara
ekki búinn að fatta hvað ég átti fjöl-
hæfa og góða ömmu.
Já amma mín, minningamar eru
óteljandi margar og ég vil þakka
þér allt sem þú hefur gert fyrir mig
frá fyrstu tíð, árin í Keflavík og síð-
ar árin á Suunubraut með honum
Binna okkar sem reyndist mér
einnig mjög vel. Einnig eftir að við
Sigga stofnuðum fjölskyldu varð
hún strax hluti af þér og börnin
okkar kveðja langömmu sína með
trega. Eftir andlát Binna fluttir þú
aftur til Keflavíkur í faðm yndis-
legrar fjölskyldu, barna og barna-
barna, sem þú hefur alltaf umvafið
ást og ummhyggju eins og þér einni
er lagið. Missir þeirra og söknuður
er líka mikill. Við munum öll minnst
þín með stolti, við áttum einstaka
ömmu sem hafði yndi af list og fal-
legum munum, eins og heimilið þitt
hefur alla tíð borið vitni um, en fal-
legust af öllu varst þú sjálf, amma
mín, afar glæsiieg kona sem tekið
var eftir. Það var kannski óþarfi að
I
1
!
i
i
Birting afmælis- og minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
> ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti
1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuáborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu ,>p.ARs>
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266-www.utfarastofa.com ■'UgkV&'
<s>.
mæta á háhæluðum skóm í mini-
golf hjá golfklúbbnum í Horn-
bjargi, en þú varst bara akkúrat
svona, þú vildir vera best klædd og
þá skipti ekki máli hvort háir hælar
passi í mini-golf eða ekki. Svona
mun ég alltaf minnast þín. Við
Sigga, Friðrik, María Höbbý, Ása
Hrönn, Erla og Magnús Karl
kveðjum þig með söknuði.
Vertu sæl, amma.
Ásmundur Friðriksson.
Elsku amma, nú ertu búin að
kveðja, þú áttir viðburðaríkt líf en
verst þótti mér að þú skyldir verða
svona veik einsog þú varst sl. fjór-
tán mánuði. Þegar þú fékkst fyrsta
áfallið fyrir ellefu árum varstu svo
ótrúlega fljót að jafna þig og farin
að vinna eftir mánuð. Ég var alltaf
að vona að þú jafnaðir þig líka eftir
annað áfalllið, þvi ósk þín var alltaf
að verða ekki veik á þennan máta,
þú vildir helst ekki á sjúkrahús, þá
fyrst verður maður veikur sagðir
þú, en svona fór og ég veit að þú ert
hvfldinni fegin. Amma dvaldi á
Sjúkrahúsinu í Keflavík þessa
fjórtán mánuði og naut þar frá-
bærrar umönnunar yndilegs starfs-
fólks og þakkar fjölskyldan fyrir
það.
Amma mín var glæsilegasta
kona, hún var reglusöm, ákveðin og
jákvæð og mjög sterkur persónu-
leiki.
Amma giftist ung en hún og Þor-
valdur skildu. Það hlýtur að hafa
verið erfitt en efst í huga ömmu frá
þeim tíma var hversu dóttir hennar
(mamma min) var alltaf Ijúf og góð
en það sagði amma mér óteljandi
oft, hún Harpa mín var alltaf svo
ljúf og góð, svo sá amma alltaf um
að hún væri svo fín, saumaði á hana
fallega kjóla og setti í hana slöngu-
lokka.
Amma bjó lengi við Sunnubraut í
Kópavoginum í mjög fallegu húsi
sem hún og Binni afi létu byggja
fyrir sig. Högna, frænka þeirra,
teiknaði húsið og sköpuðu þau sér
þar yndislegt heimili þar sem gam-
an var að koma. Amma var mikið
fyrir blóm og listræna og einfalda
hluti sem fóra einstaklega vel í
þessu sérstaka húsi. Húsið stendur
í fjöruborðinu og er fuglalíf þar
mikið og hændi amma fuglana að
sér með því að gefa þeim brauð.
Amma var með saumaherbergi þar
sem ófáar flíkurnar voru búnar til,
hún saumaði á okkur systkinin
náttsloppa og fleira og allt var svo
vel gert. Sem lítil minnist ég þess
að við Björk systir dvöldum hjá
ömmu og Binna í vikutíma um
páska, amma fór með okkur í
strætó um alla Reykjavík og sýndi
okkur markverða staði, okkur
fannst þetta mikil upplifun. Þegar
við vorum búnar að fara í bað sótti
amma ný nærföt á okkur og sokka,
sem hún átti inni í skáp, við fengum
alltaf stjömur í augun þegar hún
opnaði einhvem af fjölmörgum
skápum á Sunnubrautinni. Þar var
allt í röð og reglu og öllu svo fallega
raðað, ég man að ég ætlaði alltaf að
hafa skápana hjá mér einsog hjá
ömmu þegar ég yrði stór. Jólaboðið
hjá ömmu á jóladag var fastur þátt-
ur í tilveranni öll árin sem þau
bjuggu í Kópavoginum. Þá kom öll
fjölskyldan saman og amma var
búin að útbúa beinlausa fugla og
frómas, það var kveikt upp í amin-
um og við fengum stundum að hita
sykurpúða á teinum og er þessi
hluti jólanna mér mjög eftirminni-
legur úr æsku. Þegar ég byrjaði í
háskólanum ætlaði ég að búa hjá
ömmu og Binna. Ég var þar reynd-
ar ekki nema stuttan tíma því á
sama tíma kynntist ég manninum
mínum og fóram við fljótlega að
búa saman, en þessa stutta tíma
minnist ég með hlýju. Amma vakti
mig á morgnana og var þá búin að
hella uppá kaffi og rista handa mér
brauð og smyrja og eftir að hún var
búin að skella í mig lýsisskeið sett-
ist hún á móti mér og spjallaði við
mig á meðan ég borðaði morgun-
matinn.
Amma vann lengi í Þorsteinsbúð,
fyrst í Keflavík og síðar í Reykja-
vík, einnig vann hún í Olympiu og
eru ófáir karlmenn sem hún hefur
aðstoðað við að velja jólagjafir á
eiginkonurnar. Amma var ham-
hleypa til allra verka og mætti til
allra starfa vel tilhöfð. Hún var áv-
allt glæsileg til fara og mjög virðu-
leg í fasi. Þær systur, hún og Sigga,
sem ekki síður er virðuleg og glæsi-
leg kona, fóra eitt sinn í bæinn og
ætluðu m.a. að skoða málverk í gal-
leríi í Reykjavík, þær voru mjög
prúðbúnar, í pelsum og með hatta á
höfði. Þegar þær koma inn um
dyrnar er tekið á móti þeim með
bugti og hneigingum (Sigga áttar
sig og fer út en amma gengur inn)
það er komið með glös á bakka og
amma boðin velkomin. Það sniðuga
við þetta var að það var verið að
opna sýningu og von á Vigdísi
Finnbogadóttur sem þá var forseti
Islands og þegar þessi prúðbúna og
virðulega kona kemur inn um dyrn-
ar taldi fólkið að forsetinn væri
kominn. Okkur fannst gaman að
þessari sögu, Vigdís og amma áttu
sama afmælisdag og báðar mjög
glæsilegar og virðulegar konur.
Amma fæddist á þeim tímum
þegar moldargólf vora algeng í
íbúðarhúsum, hús voru oft lek og
köld og var ekki óalgent að tjalda
þyrfti yfir konur á sæng er þær
fæddu börn sín til að verja þær
veðri og vindum. Þegar amma lést
bjó hún í Hornbjarginu í Keflavík
en það er nýtt hús fyrir aldraða.
Húsið er margar hæðir og í því
lyfta, en amma og hennar kynslóð
hefur lifað ótrúlegar breytingar í
lifnaðarháttum og sannanlega lifað
tímana tvenna. Amma var mjög
hrifin af nýjustu tækni, hún veigr-
aði sér ekki við að fljúga og lyftur
voru hin mesta skemmtun, þegar
börnin komu með í heimsókn til
ömmu þurfti alltaf að fara eina ferð
upp og niður með lyftunni, þótt
amma byggi á jarðhæð. Börnin
báðu um lyftuferð og alltaf fór
amma með þau og skemmti hún sér
ekki síður en þau. Amma flutti í
Hornbjarg eftir að Binni dó. Þar
fór einnig vel um hana og var alltaf
gaman að koma til hennar. Henni
fannst mjög gaman að fá gesti og
sagði iðulega við okkur þegar við
vorum í heimsókn: „Mikið er gam-
an, á ég ekki bara að dansa fyrir
ykkur“.
Amma tók virkan þátt í félags-
starfi aldraðra eftir að hún flutti til
Keflavíkur og naut sín vel með
skemmtilegum hóp jafnaldra í
gönguferðum um bæinn og ná-
grenni. Einnig tók hún þátt í pútt-
æfingum og mótum, innan- og ut-
anhúss á vegum sama félagsskaps
og þótti mikið gaman að. Amma
eignaðist þarna marga félaga og er
öll starfsemi félagsstarfs aldraðara
bæjarfélaginu til mikils sóma.
Amma fór með okkur fjölskyld-
unni í sumarbústaðinn við Meðal-
fellsvatn hausthelgi fyrir tveimur
árum, það var svo gaman að hafa
hana með, henni fannst allt svo fal-
legt og yndislegt, drengirnir okkar
voru svo þægir þegar hún var nærri
því hún hafði svo góð áhrif á þá því
hún hrósaði þeim sífellt fyrir
hversu góðir og ljúfir þeir væru,
þetta var manni lexía, það virkar
mun betur að hrósa en skammast.
Ég er svo þakklát að börnin mín og
maðurinn minn, sem þú varst svo
hrifin af, fengu að kynnast þér.
Elsku amma mín, þakka þér
samíylgdina, ég gleymi þér aldrei
og bið góðan guð að geyma þig.
Sóley Birgisdóttir.
Elsku amma, við kveðjum þig
með þessu ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umveQi blessun og bænir,
ég bið að þú sofír rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælter aðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Hafðu þökk fyrir alla hlýjuna
sem þú gafst okkur, Guð blessi þig.
Þín
María og Ási.
Elskuleg amma mín, nú færð þú
loksins hvfld eftir erfið veikindi. Nú
þegar ég sest niður og hugsa til þín,
hugsa ég um hvað ég gæti skrifað
um þá samleið sem við áttum í
gegnum lífið. Mér verður aðallega
minnisstætt þegar ég lít til baka
sem lítill drengur hvað þú og Binni
afi veittuð mér, mömmu og systur
minni, góðvild og kærleika er við
heimsóttum ykkur í Kópavoginn.
Við komum oft um helgar og áttum
með ykkur skemmtilegar stundir
og brögðuðum á stauranum sem afi
átti. Einnig minnist ég þess er ég
og Guðrán giftum okkur hversu
góðleg og hlý þú varst okkur í
gegnum brúðkaupsundirbúninginn
og á bráðkaupsdaginn sjálfan. Og
hversu stolt þú varst af mér og fjöl-
skyldunni minni. Þú lést mig alltaf
finna hvað þér þótti vænt um mig
og mun ég ávallt geyma það í hjarta
mínu. Með þessum orðum kveð ég
þig, Guð veri með þér.
Þinn nafni
Þórhallur.
Elsku amma.
Nú ert þú farin og ég kveð þig
með söknuði en ég veit að framund-
an hjá þér er björt slóð því mig
dreymdi þig svo fallega eftir að þú
fórst. Þú varst svo falleg og þér leið
svo vel. Amma, þegar þú varst á
meðal okkar varst þú ávallt eins og
drottning og barst af öllum hvar
sem þú komst en samt varst þú
bara amma mín.
Minningarnar um þig eru svo
margar og fallegar og þú varst mér
alltaf svo góð og vildir allt fyrir mig
gera.
Ég man svo vel þegar ég var hjá
ykkur afa í Kópavoginum. Alltaf
áður en ég fór í skólann sat ég uppi
á eldhúsborði og borðaði rúgbrauð,
sfld og egg með þér.
Seinna þegar þú fluttir aftur til
Keflavíkur fannst mér svo gott að
stuttværitilþín.
Þegar við mamma komum til þín
varst þú svo glöð og sagðir alltaf:
„Hvað á ég að gera fyrir ykkur? Á
ég ekki bara að dansa fyrir ykkur?“
og svo snerir þú þér í hring, klapp-
aðir og við hlógum allar.
Ég kveð þig með þakklæti, elsku
amma.
Þín
Ragnheiður.
Elsku Þórhalla, mig langar að
minnast þín með fáeinum orðum.
Okkar samleið var ekki nema sex
ár og á þeim sex árum kynntist ég
konu sem alltaf var fín og vel til
höfð. Konu sem var lífsglöð og kát.
Konu sem alltaf tók á móti mér með
hlýju og umhyggju. Konu sem var
örlát og hugsaði vel um fjölskyldu
sína. Þetta veganesti gaf hún Þór-
halla mér út í lífið og fyrir það er ég
henni óendanlega þakklát.
Eg þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfmn úr heimi,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þ.S.)
Hvfl þú í friði.
Þín
Guðrán.
Árstíðir fara og koma, fyrir utan
gluggann á herbergi mínu gnauðar
vindurinn, veturinn er rétt búinn að
boða komu sína, fögra sumarlitirnir
á trjám og blómum era að hverfa,
söngur fuglanna dvínar og þeir á
leið til fjarlægra landa. Mitt í þess-
um breytingum á því lífríki sem
þarna þróast kveður falleg fullorðin
kona líf sitt. Þannig eram við
áþreifanlega minnt á líf og dauða.
Þórhalla bar þann virðuleika sem
eftir var tekið, hreyfingar hennar
voru sérstakar af svo fullorðinni
konu að vera. Hún vakti athygli
fyrir hvað hún var snyrtileg og
klæddist fallegum fötum sem fóru
henni vel. I þessum þætti í lífi sínu
minnti hún okkur samferðafólk sitt
á heimsdömu, í framkomu var hún
sérstök, þessi meðfædda kurteisi
hennar og bros höfðu svo góð áhrif
á hvern þann sem hún umgekkst og
átti samleið með.
Hvað varðaði heimfli hennar var