Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf Smáfólk I U)A5 THINKIN6 OF 6IVIN6 T0U A PIFFERENT KINP OF P06 FOOP T0NI6HT.. BUT THEN I 5AID TO MY5ELF;'P06 F00P 15 P06 FOOP..WHAT'5 THE PIFFERENCE?" _ l/ C'yn (c' <s '‘l ■-—" ( 'c' / LÍllÍÉI MY AUNT MARIAN WA5 RI6HT, BUT I F0R60T WHAT5HE5AIP.. Ég er ad hugsa um að gefa þér öðruvísi hundamat ikvöld. En þá sagði ég við sjálfan mig, „hvcr er munurinn á hundamat og hundamat?” Svo, gerðu svo vel. María frænka hafði rétt fyrir sér, en ég man ekki hvað hún sagði. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Oryrkjar Islands á örlagastund Frá Sigrúnu Ó. Marinósdóttur: EG telst til lægstu stéttar þessa þjóðfélags, sem kallar sig lýðræðis- ríki. - Eg er öyrki en það er fólk sem misst hefur heilsuna vegna veikinda, slysa eða meðfæddrar fötlunar. Fólk sem enga sök ber á hvernig lífið hefur leikið það „svo grátt“. Þessi flokkur manna og kvenna, unglinga og barna, hangir hér á horriminni og á ekki málungi matar síðustu viku eða 10 daga sér- hvers mánaðar. Þannig er ástandið mánuð eftir mánuð, svo árum skipt- ir. Slíkt hlutskipti er ótrúlega nið- urlægjandi og sálarskemmandi. Hefði einhver sagt mér fyrir 10 ár- um (ég hef verið öryrki í rúm 7 ár), að ég mundi ekki hafa nóg að eta og drekka vegna fátæktar, - hefði ég talið þann sama aldeilis snældugal- inn rugludall. En nú er svo komið fyrir mér og mínum „kollegum", öryrkjum þessa lands. Ekkert blasir við utan eilíft andstreymi, engin von til að geta lifað mannsæmandi lífi á þessu kalda landi, íslandi. Er ekki nóg hegning hverju mannsbami að missa heilsuna og geta ekki unnið fyrir sér og sínum? Þarf ekki þessi sjálfumglaða ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar að fara að sýna nokkur vott af virðingu. - hlusta á „harmkvæli" okkar og neyðaróp, - við erum jú manneskj- ur, - þó svo ófullkomnar séum. Það verður að hækka lífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins og hætta að skerða það sem unnið hef- ur verið fyrir í Lífeyrissjóðum landsins. Flest okkar þurfum dýr lyf og læknisþjónustu því við erum ekki heilbrigð á líkama eða sál, - stundum hvoru tveggja. Þetta hangir allt saman því auðvitað verða flestir veikir á sálinni sem búa við þessar smánarlegu lágu lí- feyrisbætur. Eg missti heilsuna um fimmtugt og hryllir við að verða jafnvel 75 ára og það við því líka, ömurlega lífshætti, sem ég get „varla veitt mér“. Hvað era Samfylkingin og Vinstri grænir að hugsa á hinu háa Alþingi? Ætla þau ekkert að hreyfa við málum öryrkja? Eg tel enga von til þess að núverandi ríkisstjórn geri nokkurn skapaðan hlut fyrir okkur, - hún er á eilífðar „fjár- magnsfylliríi", en þar við sögu koma engir öryrkjar. Nú er orðið t.d. skammt til hátíð- ar ljóssins, jólanna, og blessuð börnin fara brátt að hlakka til. Það gera öryrkjar ekki. Því þeir hafa enga ástæðu til þess. Öryrkjar hafa ekki efni á að „halda jól“ sam- kvæmt íslenskri uppskrift. Fyrir þremur áram þurfti ég að leita til „Mæðrastyrksnefndar", - því ég átti ekki matarbita í „kot- inu“. Hafði keypt smájólagjafír handa bömum og barnabörnum, borgað mín lyf og læknisþjónustu, húsaleigu og annað sem þarf til lífs í landinu kalda. Slíka meðferð þoldi ekki minn „peningapungur". Síðan hef ég ekki látið mig dreyma um ,jólamat“ til hátíðabrigða, - horft á sjónvarið og séð jólasteikumar hverja af annarri fljúga hjá. Það hafa verið mínar ,jólasteikur“ í anda, - enda bragðið óvenju dauft. Eg skammast mín ekki fyrir að hafa þurft að leita til „Mæðra- styrksnefndar", - enda var mér tekið þar alveg einstaklega elsku- lega, - svo aldrei gleymist. En ég skammast mín fyrir þjóð mína, - sem knýr fólk eins og mig til slíks úrræðis vegna þess eins að hafa misst það dýrmætasta, sem okkur er gefið, heilsuna. Þetta er þjóðar- ósómi og skömm fyrir forystu Sjálf- stæðisflokksins og kellingarinnar „Framsóknar“. Megi ný og mannleg öfl fá í hend- ur stjórn þessa lands hið bráðasta eða áður en við öryrkjar deyjum úr skömm, vonleysi og veikindum. SIGRÚN Ó. MARINÓSDÓTTIR, Hátúni 10-B, 105 Reykjavík. Opið bréf til Þorsteins Antonssonar Frá Gunnari Thorsteinson: MER sýnist ljóst að niðurlagið í svargrein minni, (sem féll að vísu niður vegna mistaka, en birtist sem leiðrétting í næsta blaði) hafi alveg farið framhjá þér. Forðastu svoddan fíflsku-grein, framliðins manns að lasta bein: (Passíusálm. Hallgr. Pét.) Þú segir í seinni grein þinni að ég vilji láta þögnina eina geyma minningu frænda míns Haraldar Hamars. Reyndar tel ég að hver sæmilega pennafær maður geti skrifað af meiri samúð og sann- girni um látinn mann, sem á sínum tíma fór halloka í lífinu. Þú nefnir í niðurlaginu, að út- skúfun í lifanda lífi réttlæti ekki að þögnin ein geymi minningu manns, hvorki afkomanda þjóð- skálds né annarra. Hafi einhver útskúfað Haraldi Hamar ert það þú sjálfur. Ekki get ég heldur lesið annað út úr grein þinni, en það sé mér þungt í vöfum að vera ættingi þjóðskálds og bera nafn hans, þó persónulega telji ég að það geti reynst þér þyngra í vöfum að bera rithöfundartitilinn. Ekki nenni ég að munnhöggvast frekara við þig, lít á þessa seinni grein þína sem máttlaust yfirklór og tel þögnina geyma þig best. GUNNAR THORSTEINSON strætisvagnabflstjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.