Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 35

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gustmikið píanókvöld TONLIST S a I ii r í ii ii PÍANÓTÓNLEIKAR Beethoven: Sónata í f Op. 2,1: Són- ata í c Op. 111. Chopin: 14 valsar úr Op. 18, 34, 42, 64, 69, 70 og Op. posth. Jónas Ingimundarson, píanó. Laugardaginn 13. nóvember kl. 16. STÆRSTI sérhannaði salur landsins fyrir kammertónlist er greinilega þegar orðinn of lítill. Miðað við æ tíðari húsfylli að und- anförnu mætti hann að skaðlausu vera 500 sæta en ekki 300. Tónleik- ar Jónasar Ingimundarsonar sl. laugardag voru þar engin undan- tekning, hvort sem trekkti betur vinsældir píanistans eða ríflegur skammtur af tónverkum höfuðsnill- inga. Tvær Beethoven-sónötur og helmingur valsaframleiðslu Chop- ins eru alldrjúgur biti á einum tón- leikum, og minnir mann ekki í svip að jafnstórt hafi verið upp í sig látið á píanókvöldi hér um slóðir á allra síðustu misserum. Hinar 32 píanósónötur Beetho- vens marka vatnaskil í sögu slag- hörpubókmennta og hafa jafnframt þótt mynda nokkurs konar tón- sköpunardagbók hans sjálfs, enda spanna þær svo til allan ferilinn frá því er hann fluttist rúmlega tvítug- ur til Vínar fram að fimm árum fyr- ir andlátið. Jónas valdi hér til flutn- ings fyrstu og síðustu sónöturnar, þ.e. nr. 1 úr Op. 2 (tileinkaða Haydn) frá 1793-95 og Op. 111 frá 1821-21, er Beethoven tileinkaði vini sínum og nemanda Hróðólfi erkihertoga. Oneitanlega náði mikið vatn að renna þar á milli. Fyrsta sónatan var sprottin úr vínarklassískum farvegi Haydns og Mozarts, sú síð- asta hins vegar úr lokatónsköpun- artímabili Beethovens, er framkall- aði þvflíka „framtíðartónlist" með orðbragði Wagners, að hljómaði enn jafn nýstárleg á síðustu ára- tugum aldarinnar og á tilurðar- tíma. Ef ætlunin var að sýna fram á Egill Sæbjörns- son sýnir í Berlín EGILL Sæbjörnsson mynd- listarmaður tekur þátt í sýn- ingu í galleríinu Urban Issue sem rekið er af ungum arki- tektum í Berlín og hefur það að markmiði að rannsaka mörk arkitektúrs og mynd- listar. A sýningunni mun Egill sýna verk sem sérstaklega er unnið fyrir galleríið. Verkið er unnið á tölvu með svokallaðri Quicktime (sýndarveruleiki) Virtual Reality-tækni sem byggist á því að ljósmyndum er raðað saman til að líkja eftir raunverulegu rými. í verkinu, sem einnig er sýnt á tölvu, getur áhorf- andinn staðið fyrir framan tölvuskjáinn og skoðað næsta nágrenni gallerísins út frá 78 mismunandi sjónarpunktum. A hverjum sjónarpunkti getur áhorfandinn snúið sér í hring ' og séð það sem umhverfis er. Síðan eru myndimar tengdar þannig innbyrðis að frá einni mynd getur hann farið í þá næstu. Sjónarpunktarnir mynda eins konar net og eftir þessu neti getur áhorfandinn fikrað sig áfram um svæðið. Egill ber saman raunverulegt rými og rými sem búið er til í tölvum, svokallað sýndarrými eða sýndarveruleika. stflræna breidd er naumast hægt að finna meiri hjá einum og sama tónhöfundi. Tilviljun eða tilvitnun? Hvort heldur sem er, þá hefst 1. píanósón- ata Beethovens í f-moll á nákvæm- lega sama rísandi rakettuframi og hinar sex upphafsnótur í lokaþætti 40. sinfóníu Mozarts í g-moll. En samanborið við píanósónötur Mozarts frá því 15-20 árum fyrr er úrvinnsla Beethovens þegar orðin djarfarí og dýnamískari. Þetta mátti og heyra í meðförum Jónas- ar, þótt tærleiki nótnaruna léti stundum nokkuð gruggast í I. þætti. Sterkasta hlið Jónasar, syngjandi mýkt og streymandi flæði, skilaði sér hins vegar ljóm- andi vel í Adagióinu, og þó að sumt verkaði hálffeimnislegt í Menúett- inum og loka-Prestissimóinu, ásamt svolítið ójöfnum þríólugangi í vinstri hendi, var margt vel gert í æskusónötu Beethovens. Síðasta Beethoven-sónatan var ólíkra heima og kröfuharðari, eink- um í mótun stórhendinga. Eftir ábúðarmikinn Maestoso-inngang I. þáttar fór allt af stað í í Allegro con brio ed apassionato, og ekki með öllu óstraffað í nístingserfiðu 16- parta rununum, en hinar mörgu og sérkennilegu tilfinningasveiflur þáttarins, sem gera óvægnar kröf- ur til víðfeðmis og yfirsýnar flytja- ndans, komu þó yfirleitt vel fram. Hin lurksvetrarlanga Aríetta, loka- þáttur verksins í frjálslegri til- brigðaútfærslu, útheimtir nánast yfirskilvitlegt túlkunarnæmi á stóru formi til að verða ekki lang- dregin, og virtist þar vanta nokkuð upp á heildarsýn og blæbrigða- auðgi í flutningi - að ekki sé minnnzt á líflegra tempó - til að frá því yrði forðað. En við þvflíkar út- haldskröfur er það eitt að komast stórslysalaust í gegn afrek út af íyrir sig. Eftir þessa tröllaþraut lifnaði heldur yfir í seinni hluta tónleik- anna hjá meistara Chopin. Sá var maður smærri forma, án þess þó að slá af spilakröfum, enda ekki ómerkari framkvöðull nýrrar hljómborðstækni en Beethoven. Andríkir Parísarvalsar Chopins eru fremur hugsaðir fyrir fótaburð hugans en líkamans; gæddir mikilli fjölbreytni og óþrjótandi lagrænum frjóleika. Gat að heyra marga og háttelskaða valsa innan um aðra minna þekkta en ekki síður áhuga- verða, og má segja að Jónas hafí haft salinn í hendi sér allt frá fyrsta atriðinu, hinum sópandi „Valse brillante" í Es Op. 18, og til hins síðasta, virtúósíska valsins í e Op. posth. Túlkun Jónasar á Chopin var lif- andi, blæbrigðarík og leiftraði af spilagleði. Þó vakti kannski eitt at- hygli manns umfram annað. Það var ofumæmt tímaskynið í tempó- vali og smekklegii rúbatóbeitingu, sem verkuðu hvarvetna „hárrétt" og sannfærandi (nema hugsanlega h-mollinn Op. 69,2, sem var heldur hraðari en maður á að venjast). Tíminn í upplifun hlustenda, sem tognað hafði úr í seinni Beethoven, tók nú heldur betur á rás í þessum litlu gimsteinum. Ekki sízt fyrir hæfileika Jónasar Ingimundarson- ar til að draga fram og aðgreina persónuleg sérkenni hvers verks fyrir sig. Meðal eftirminnilegri augnablika mætti nefna hemíólað- an As-dúrinn Op. 42, hinn heróískt þrungna tóntegundabróður hans Op. 34,1 cís-mollinn fræga Op. 64,2, hinn silfurtæra ferska vals í As (eða réttara f) Op. 70,2 við líðandi skala- bassa og - vitaskuld - Mínútuvals- inn (Des, Op. 64,1), sem enginn leikur að vísu á minna en 90 sek- úndum, en hér feykti ryki úr öllum hornum á vel viðunandi tæpum 2 mínútum. Það var virkilega gaman að þess- um tónleikum. Dálæti Jónasar á Chopin reyndist bráðsmitandi, og ófeimni slaghörpuleikarans við að taka áhættu og tefla stundum á tæpara vaðið hleypti aukakryddi og spennu í gustmikið píanókvöld. Ríkarður Ö. Pálsson ♦ ♦ ♦ Njrjar plötur • HIMNASTIGINN hefurað geyma djassballöður í flutningi Sig- urðar Flosasonarsaxófóneikara, en með honum leika Eyþór Gunnars- son á píanó og Lennart Ginman á kontrabassa. A plötunni eru m.a. lögin Willow Weep for Me, Gone with the Wind, Winter Moon og Stair- way to the Stars. Sigurður hef- ur sent frá sér fjölda hljómdiska með frumsömdu efni. Utgefandi er Mál ogmenning. Hljóðritun var gerð af Stafræna hljóðupptökufé- laginu íSal FÍH16. ogl7. ágústsl., en platan er framleidd af Sony í Austurríki. Vilborg Anna Björns- dóttir hannaði bækling. Verð: 2.190 kr. Sigurður Flosason Herra&ukl.ar Herrajakkar Buxur Dömupeysur Lcggings Mamasizc nærbuxur Einnig raikiö drval af vönduðiun bamafatnaði Föt á alla £)öisi<cyiduna a frábæru verai Fatamarkaðurinn Laugavegi 103 Sími: 562 3311 FLUGÞING 99 ÁBYRGÐ OG HLUTVERK RiKISINS FLUGSAMGÖNGUKERFI ÍSLANDS^2^ ÖLDINNI llí Kl S RE KSTU R • II LUTAFÉ LAGAVÆÐING EINKAFIARMÖGNUN • EINKAREKSTUR 17. NÓVEMBER 1999 RADISSON SAS HÓTEL SAGA FLUGMALASTJÓRN ÍSLANDS 08:30 Skmniiií; jnittiakcncla hcfst. 09:00 Hilmar B. Baldursson. forniaður flugráðs. Flugþing '99 sett. 09:10 Stuiia Böðvarsson. samgönguráðherra. Avarp. HLUTVERK HINS OI’INBERA I I LUGSAMGONGUMALUM I itmlarstjóri: ÞórAiir Friójóiissoti, forstjóri ÞjónViavssiofmtnar 09:15 Gunnar Finnsson. deildarstjöri stjórnunarsviðs flugvalla- og nugumferðaÞjónustu hjá Alþjóðallugmálastoliuinni. Kanada. Ahyrgð ríkisins í nugsamgöngum. 09:45 Michael Ayral. franikvæmdastjóri, stjórnardeildar fhigsamgöngumála hjá franikvæindastjörn Evrópusambandsins (IX! VII). Belgíu. Stefnumútun Fvrúpusamhundsins í þrúun nugsiimgúngukertis FS. 10:15 KafTihlc. 10:40 Þorgeir Pálsson. flugmálastjóri. Hlutverk I lugmálast júrnar í niitíð og ITamtíð. 11:05 Philip Bultervvorth-Hayes, ritstjóri Jane's Information Group. Bretlandi. Frúun í rekstri llugvalla- og lluguinlerðarþjúnustu erlendis. 11:35 IIreinn Loftsson, formaður einkavæðingiirnefndar ríkisstjórnarinnar. Straumarog steliiur í ríkisrekinni þjúniistustartsemi. 12:00 Hádegisverður. BREYTINGAR Á OPINBERRI l’JÖNUSTU VIÐ I LUGSAMGÖNGUR Fiuularstjóri: Rannvci^ Rist. Jórstjóri ISAL. 13:30 Brian MeDonnell, foiMjóri Irish Aviation Aúthority. N iðskiptavæðing írsku llugnuílastjúrnarinnar. 14:00 Bob Mccleod. forstjóri Highlands and Islands Airports. Skotlandi, Kekstur Highlands and Islands ílugvallanna íSkotlandi. 14:30 Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður hjá Hagfræðistofnun Háskóla Islands. Markaðsvæðing llugvalla- og llugumrerðarþjúmistu á íslandi. 15.00 Kafíihlé. 15:20 Gylfi Magnússon, dósentr hjá Hagfræðistofnun Hásköla íslands. Finkaf jármöguun ilugstöðvar á Keykja\ íkurtlugvelli. 15:45 Steingrimur J. Sigfiisson, alþingismaðurog fyrrverandi samgönguráðherra. Gagnrýni á hlutafélaga- eða einkav;eðingu nugsamgöngukeiiisins. I’ALLBORÐSUMRÆÐUR 16:15 Stjórnaiuli: Olafnr Sit’urósson, varajrcttastjóri Sjónvarpsins. 17:00 17:10 Þorgeir Pálsson. flugmálastjóri. liugþingi ‘99 slitið. Múttaka. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku SÍMI 569 4113 FAX 562 3619 E-mail flugthing@caa.is Altir velkomnir • Aðgangur ókeypis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.