Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 53
það sama snyrtimennskan sem
mætti manni. Þar var allt búið hús-
gögnum sem höfðu verið valin af
kostgæfni og innsýni í fegurð og
smekkvísi enda var hún fagurkeri
sem hafði gaman af því að fara á
málverka- og listmunasýningar til
að skoða það sem fyrir augu bar og
margir voru þeir fallegir og vel-
gerðir munirnir sem prýddu heim-
ilið hennar eftir ýmsa listamenn.
Drottinn, gerðu hljótt í hjarta
mínu.
Þessi ljóðlína gæti auðveldlega
verið lífssaga hvers og eins í
hnotskum, saga af fallegri konu í
gegnum lífið sem tók öllu með jafn-
aðargeði og rólyndi, að kvarta eða
barma sér var eitthvað sem hún var
ekki gjörn á og þegar komið var inn
til hennar mætti manni alltaf fal-
legt hlýtt bros.
Vinátta hefur löngum verið það
besta sem hver og einn getur eign-
ast frá öðrum á þeirri vegferð sem
er okkar hér í þessari jarðvist og
svo sannarlega sparaði Þórhalla
ekki að veita öðrum vináttu sína og
gleði þar sem hún gat því við komið.
Þórhalla var félagslynd kona, hún
var bæði í púttklúbb Suðumesja og
félagi eldri borgara. I báðum þess-
um félögum var hún mjög virk í því
sem þau höfðu fram að færa á fé-
lagslega svæðinu.
Nú þegar Þórhalla er farin á vit
feðra sinna og orðið að lúta því lög-
máli sem enginn kemst undan, að
hverfa aftur til uppmna síns, jarð-
arinnar, sem hún var líffræðilega
tengd við, þá er það óumflýjanlegt
að það myndist söknuður í hugum
vina hennar og kunningja.
Egveitum landbakvið
hnúka og höf
þar sem hamingjublómið
grær
það töfrar handan við takmörk
rúms
ogtíma-eðaennþáfjær
þaðlandrísnafnlaustí
ókunnri átt
með ævintýranna blæ
í purparahúmi hljóðlátrar
þrár
það hillir úr draumsins sæ
Og nú þegar komið er að kveðj-
ustund vil ég þakka árin sem við
hjónin áttum samleið með henni og
biðjum henni guðs blessunar á
þeim vegum sem hennar eru nú.
Við vottum ættingjum hennar og
vinum dýpstu samúð okkar.
Magnús Þór Helgason.
Fátækleg orð á blaði geta ekki
lýst þakklæti mínu fyrir að hafa
orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að
kynnast og þekkja jafn mikla og
góða konu sem Halla var.
Eg minnist hennar með söknuði
og þakklæti fyrir það atlæti sem
hún sýndi mér ávallt þegar ég hitti
hana. I huga mínum standa upp úr
minningar frá námsárum mínum
þegar ég heimsótti hana og hún
varð svo glöð að ég skyldi koma.
Hún töfraði alltaf fram eitthvert
góðgæti, annaðhvort heitt súkkul-
aði með ís eða rjóma eða hún heimt-
aði að ég borðaði með þeim og þá
bjó hún til stórkostlega ofnrétti úr
engu og kallaði þá La Brama.
Best man ég þó hvað mér fannst
gaman að horfa á hana þegar hún
var að hafa sig til og var að fara
eitthvað. Hún var þeim eiginleikum
gædd að það var alveg sama í hvað
hún fór, hún var alltaf stórglæsileg
og bar sig svo tignarlega. Þó tók
hún gjarnan bara eitthvað gamalt
úr skápunum, mátaði og setti eitt-
hvað lítið „fifferí“ á flíkina eins og
t.d. gamalt varalitahulstur og flíkin
var sem ný og stórhugguleg.
Ég skildi heldur aldrei hvernig
hún gat verið svona glampandi el-
egant í gömlum gallabuxum, skyrtu
og lopapeysu þegar hún var að fara
í sveitina og hestana rneð Binna. Ég
sagði einu sinni við Asu: „Mig lang-
ar að verða eins og hún mamma þín
þegar ég verð stór.“ Ég varð bara
stór og næ aldrei broti af þessum
persónueinkennum Höllu sem mér
þóttu svo eftirsóknarverð en litla
brussan hefur samt lært margt af
kynnunum og þakkar fyrir sig og
kveður með virðingu og eftirsjá.
Guðbjörg Ingimundardóttir.
ÞÓRÐUR
AXELSSON
+ Þórður Axelsson
fæddist í Reykja-
vík 12. júlí 1948.
Hann lést á Skógar-
bæ 6. nóvember
1999. Foreldrar
hans voru Hulda Ás-
geirsdóttir, húsmóð-
ir, f. 28. nóvember
1912, og Axel Eyj-
ólfsson, húsgagna-
smiður, f. 23. mars
1911, d. 27. apríl
1989. Systkini hans
eru: Jakobína,
píanókennari, f. 21.
janúar 1937, Eyjólf-
ur, húsgagnasmiður, f. 20. nó-
vember 1940, Sigríður, innan-
hússarkitekt, f. 7. september
1946, hálfbróðir Matthias, f. 20.
ágúst 1958.
Þórður kvæntist 28. desember
1973 Grímhildi Hlöðversdóttur,
f. 29. október 1950.
Dætur þeirra eru:
Hulda, f. 5. septem-
ber 1971, Herdís, f.
20. desember 1973,
sambýlismaður
hennar er Björn
Jónsson, f. 27. maí
1965, og þeirra
dóttir er Erla
Björg, f. 28. janúar
1999.
Þórður lauk námi
í innanhússarkitek-
úr árið 1971, starf-
aði síðan hjá Axis
hf. til 1987 er hann
tók við rekstri Selkó hf., hurða
og innréttingasmiðju. Hann
starfaði við það uns heilsan brást
17. febrúar 1996.
Útför Þórðar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
Kæri bróðir og mágur. Þá er
langri og erfiðri baráttu lokið. Þú
varst allt of ungur, þegar alvarleg
veikindi lögðu þig að velli í blóma
lífsins. Þetta er búinn að vera erfið-
ur tími íyrir þig og þína nánustu.
En nú vitum við að þú ert kominn
þangað sem við öll lendum.
Snemma kom í ljós kappsemi og
dugnaður í fari þínu. Mér er svo
minnisstætt, þegar þú varst lítill
strákur og komst inn og óskaðir
eftir að eignast strigaskó eins og
Jenni vinur þinn átti, því hann hlypi
hraðar en þú, og það var bara út af
strigaskónum hans. Ungur fórst þú
að vera í sveit á sumrin, og hændist
mjög að dýrum. Sérstaklega urðu
hestar þér mjög kærkomnir, enda
stundaðir þú hestamennsku á með-
an heilsa þín leyfði.
Þú varst mjög virkur í öllu sem
viðkom hestamennskunni. Varst
t.d. dómari á mörgum hestamótum.
Þú varst lánsamur þegar þú kynnt-
ist Grímhildi konu þinni. Þið byrj-
uðuð búskap í risíbúð á Hverfisgötu
og keyptuð þið síðan hús uppi í
Mosfellsdal. Þar undir þú þér vel,
enda fallegt umhverfi, með hest-
húsið og hestana þína á lóðinni.
Okkur eru ofarlega í huga öll ferða-
lögin sm við og þið Grímhildur fór-
um í, bæði hér heima og erlendis.
Það var ávallt skemmtilegt að vera
með ykkur og þú ávallt hrókur alls
fagnaðar og þökkum við fyrir allar
samverustundirnar.
Við sendum allri fjölskyldunni
samúðarkveðjur, þó sérstaklega
mömmu, sem hefur staðið sig svo
vel í gegnum allt hans veikinda-
tímabil, Grímhildi, Huldu, Herdísi,
Bimi og litlu dótturdótturinni, sem
aldrei fékk að kynnast afa sýnum.
Það hefur verið erfiður tími hjá
þeim, en alltaf hugsuðu þau jafn vel
um hann í hans erfiðu veikindum.
Blessuð sé minning Þórðar Ax-
elssonar.
Eyjólfur og Sólveig.
Elsku litli bróðir Tóti er dáinn.
Sjúkralega þín var löng og það er
gott að þú færð hvfld. Þá er tómlegt
að vita ekki af þér og minningamar
hrannast upp. Mig langar að kveðja
þig með nokkrum orðum.
Þú varst alltaf besti vinur minn
og mikið höfum við átt margar
gleðistundir saman. Sem böm sváf-
um við í sama herbergi og þá var
mikið spjallað og mörgu velt fyrir
sér. Eftir að ég fluttist til Dan-
merkur bjóst þú hjá okkur um
skeið þegar þú lærðir til arkitekts.
Þú smíðaðir flest húsgögnin okkar.
Þú kynntist Grímhildi úti sem líka
bjó hjá okkur, þetta var góður tími
og framtíðin brosti við okkur.
Eftir að þið fluttuð heim var allt-
af sjálfsagt að við byggjum hjá ykk-
ur og yndislegu dætram ykkar. Þú
varst natinn við að ná i og keyra
okkur út á völl. Hestamennskan
veitti þér mikla lífsfyllingu.
Þú varst góður vinur vina þinna
og hrókur alls fagnaðar og þér þótti
gaman að taka lagið. Heimili ykkar
var mikið sótt af vinum og stóð allt-
af opið allan sólarhringinn.
Eg fylltist alltaf óstjórnlegri
gleði þegar þú og Grímhildur rann-
uð í hlað uppi í Hraundal. Við fóram
í góðar gönguferðir, veiðar, tíndum
sveppi og ber, sungum mikið og
nutum lífsins. Ég þakka þér fyrir
þessar ljúfu minningar.
Elsku Grímhildur, dætur og
bamabarn og mamma. Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
Kalliðerkomið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefúr hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Sigríður Axelsdóttir Vinther.
Við vorum fimm alsystkinin, en
tvö eru dáin núna. Þórður sem var
okkar yngstur dó 6. þessa mánaðar
51 árs, og Sigurður dó tæplega
tveggja ára 1946.
Við sem eftir lifum eram Jak-
obína, Eyjólfur og Sigríður.
Mér fannst alltaf jafn ánægjulegt
þegar nýtt barn fæddist og dró með
mér krakkaskara að skoða nýjasta
undurveraldar, barnið. Krakkarnir
vora nú ekki alltaf jafn hrifnir, og
fannst þetta ekkert merkilegt.
Þegar Þórður fæddist var ég 11
ára gömul og fannst ég vera mikils
virði að fá að passa litla bamið, ef
pabbi og mamma skryppu frá.
Þórður var orðinn 3ja ára þegar
hann var skírður. Pabbi hafði kom-
ið því á að kalla hann „Kút“ og það
tók óratíma að venjast nýja nafn-
inu. Séra Halldór Jónsson á Reyni-
völlum í Kjós skírði Þórð, en hann
var fósturfaðir pabba.
Eitt lýsti Þórði vel. Hann fór
venjulega að gráta á aðfangadag.
Allt sem var fallegt og gott gerði
hann viðkvæman. Hann grét oft af
gleði. Seinna fóram við Þórður oft
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: f sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útfór
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi.
saman í kirkju á aðfangadagskvöld.
Þegar Þórður var 11 ára eignað-
ist ég son sjálf, sem ólst upp hjá
mér á heimili móður minnar. Þórð-
ur var honum alla tíð eins og góður
eldri bróðir. Þeir vora alltaf miklir
mátar. Þegar Ásgeir sonur minn
giftist var Þórður svaramaður
hans.
Asgeir Bragason sonur minn er
búsettur úti í Noregi. Hann er þar
yfirlæknir á sjúkrahúsi og er giftur
og á þrjú böm. Yngsta bamið á að
fara á spítala í aðgerð í dag. En þau
biðja öll kæriega að heilsa heim.
Þórður tók gagnfræðapróf frá
unglingaskólanum á Reykjanesi.
En eftir það lá leiðin til Kaup-
mannahafnar að læra að verða inn-
anhússarkitekt. Systir mín hafði
lært aridtektúr í sama skóla, og var
gift dönskum manni. Þórður bjó hjá
þeim mestallan tímann sem hann
var að ljúka námi í Kaupmanna-
höfn.
Arið 1971 fóram við Asgeir sonur
minn til Finnlands og komum við
hjá systkinum mínum í Kaup-
mannahöfn. Ég man að við komum
inn í herbergi til Þórðar þar sem
hann var að teikna. Hann var með
heymartól á höfðinu og spurði
hvort ég vildi hlusta. Og viti menn.
Hann var þá að spila Keisarakon-
sertinn eftir Beethoven. Hafði
keypt sér Philips-hljómflutnings-
tæki og alla 5 píanókonserta Beet-
hovens með Wilhelm Kempf.
Vinkonur mínar vora vanar að
segja ef ég minntist á Þórð, „Já,
bróðir þinn sjarmörinn."
Þórður var mikill smekkmaður.
Sést það best á konuvali hans þar
sem Grímhildur kona hans er. Þau
kynntust úti í Kaupmannahöfn og
eiga tvær dætur, tengdason og
barnabarn.
I veikindum Þórðar brást Grím-
hildur hvergi. Hún sýndi fádæma
dugnað, alúð og hlýju. Hún fór ótal
ferðir til hans og sat oft tímunum
saman hjá honum og taldi í hann
kjark. Hún tók hann líka stundum
heim í hjólastól. Og síðastliðin tvö
aðfangadagskvöld var Þórður með
okkur mömmu hjá Grímhildi.
Þórður fékk heilablæðingu fyrir
tæpum fjóram áram. Hann lamað-
ist algerlega líkamlega, og gat ekki
talað eða tjáð sig.
Mamma okkar hefur staðið sig
eins og hetja. Hún er 87 ára og hef-
ur oft tekið stafinn sinn og farið ein
að heimsækja yngsta bamið sitt
hann Þórð. Hún hefur líka oft verið
keyrð upp í Skógarbæ, en þar fékk
Þórður afburða aðhlynningu og
umönnun. Þórður var alla tíð mikill
pabbastrákur. Pabbi okkar dó
1989. Vonandi era þeir famir að
tala saman handan móðunnar
miklu.
Jakobína Axelsdóttir.
jinniiiiiiiiiir
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
H
H
P E R L A N
Sími 562 0200
ítrxxxxixiixxxxxu
Kæri vinur!
Loksins fékkst þú að hvfla þig,
eftir hartnær fjögurra ára baráttu
milli heims og helju. Við hjónin eig-
um enga betri ósk þér til handa, en *
þú fáir nú að þeysa um sléttur ei-
lífðarinnar á einhverjum þeirra
glæsifáka sem þú áttir og hurfu á
undan þér yfir móðuna miklu.
Þannig viljum við einnig muna þig,
sterkan og hraustan gleðigjafa,
sem ávallt varst tilbúinn að ganga á
vit ævintýranna, fullur áhuga og til-
hlökkunar, sérstaklega þó ef ævin-
týrin buðu upp á sléttar grandir
þar sem hið fræga yfirferðartölt
gæðinga þinna fékk notið sín til
fulls.
Við minnumst allra góðu stund-
anna með ykkur Grímu við undir- c
búning þessara ævintýra, þar sem
yfirgripsmikil þekking þín á land-
inu, staðháttum, ömefnum og
duttlungum móður náttúra kom að
góðum notum. Sérstaklega var
notalegt að fá þig í eldhúskrókinn
til okkar, þar sem ferðast var í hug-
anum á landakortum og leiðalýs-
ingum, meðan sötrað var úr nokkr-
um kaffibollum. Þá era ótaldar
allar skemmtflegu stundirnar sem
við áttum með ykkur í sumarbúst-
aðnum vestur í Hraundal, þar sem
náttúran skartar sínu fegursta og
möguleikar tfl ferðalaga era óþrjót-
andi. Á þessum stað voru áhyggjur
hversdagslífsins á bak og burt.
Okkur langar einnig til að rifja upp -
skemmtilegu skíðaferðimar til
Austurríkis, sem við fóram saman,
sérstaklega þó fyrstu ferðina fyrir
níu áram, sem þú lagðir upp í, af
þinni alkunnu bjartsýni, án þess að
hafa nokkurn tíma stigið á skíði.
Það tók mann með þitt hugarfar
ekki nema þrjá daga að læra listina
það vel að brátt varð einhverjum að
orði að Alpamir væra varla nógu
stórir fyrir þig. En vegir drottins
era órannsakanlegir og því er það
okkur öllum óskiljanlegt hvers
vegna hann kaus að kalla þig til sín í
blóma lífs þíns. Hið eina sem hægt
er að hugga sig við er að einhvers
staðar segir: „Þeir sem guðirnir
elska deyja ungir.“ Að hafa fengið
að eiga þig fyrir vin mun ekki
gleymast og við munum ávallt
sakna þín og vináttu þinnar.
Elsku Gríma, Hulda og Herdís,
við sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur til ykkar svo og allrar fjöl-
skyldunnar.
Kristín og Jón.
Stofnað 1990
✓
Utfararþjónustan ehf.
Aðstoðum við skrif minningarrgreina
Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri
Sími 567 9110
LEGSTEINAR
f rúmgóðum sýningarsölum okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða úr
íslenskum og erlendum steintegundum
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalist;
Ii S.HELGASON HF
■ STEIIMSMIÐJAI
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410