Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Samningur Kína og Bandarrkjanna eykur líkur á aðild Kma að WTO
Kínamarkaður opnaður
fyrir erlendri samkeppni
Peking. AP.
efsky, viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna, og Shi Guangsheng, utan-
ríkisviðskiptaráðherra Kína, sem
undirrituðu samkomulagið, en að
því búnu fór Barshefsky til fundar
við Jiang Zemin, forseta Kína.
Mörg ljón í veginum
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, sem var í Ankara í Tyrklandi
í gær, fagnaði samkomulaginu sem
„mikilvægum áfanga“ í samskipt-
um Bandaríkjanna og Kína og
sagði, að það myndi ekki aðeins
verða lyftistöng fyrir viðskipti milli
ríkjanna tveggja, heldur fyrir alla
heimsbyggðina.
Shi, fulltrúi Kínverja, sagði, að
samningurinn væri sigur fyrir bæði
ríkin og vonuðust Kínverjar til að
verða orðnir fullgildir aðilar að
WTO innan árs. Til þess verða þó
Kínverjar að ná samkomulagi við
önnur ríki einnig fyrir 30. þessa
mánaðar þegar fulltrúar aðildar-
ríkjanna 134 koma saman í Seattle.
Samkomulagið varð til þess, að
gengi hlutabréfa í Hong Kong
Reuters
Chariene Barshefsky, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, og Shi
Guangsheng, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, skiptast á skjölum að
undirritun lokinni. Samningurinn opnar Bandaríkjamönnum miklu
betri aðgang en áður að Kínamarkaði, 1,2 milljörðum manna.
FULLTRÚAR Bandaríkjanna og
Kína náðu í gær samkomulagi, sem
rutt getur brautina fyrir aðild Kín-
verja að Heimsviðskiptastofnun-
inni, WTO. Var ritað undir það að
loknum viðræðum, sem stóðu næst-
um dag og nótt í sex sólarhringa, en
13 ár eru liðin síðan Kína sótti fyrst
um aðild að WTO. Þrátt fyrir þenn-
an áfanga eiga Kínverjar mörgum
samningum ólokið við önnur ríki og
ólíklegt er, að þeir verði í höfn fyrir
WTO-fundinn í Seattle í Bandaríkj-
unum um næstu mánaðamót.
I yfirlýsingu frá sendiráði
Bandaríkjanna í Peking segir, að
með samningnum heiti Kínverjar
að lækka innflutningsgjöld úr
22,1% til jafnaðar í 17% og jafn-
framt að opna nokkuð hinn tiltölu-
lega lokaða, kínverska markað fyr-
ir bandarískum bönkum, trygg-
ingafélögum, fjarskiptafyrirtækj-
um og bandarískum kvikmyndum.
Útflutningsuppbætur verða af-
numdar og tollar á landbúnaðaraf-
urðum verða lækkaðir.
Það voru þau Charlene Barsh-
hækkaði mikið og hefur ekki verið
hærra í tvö ár.
í Genf var haft eftir sendimanni
hjá WTO, að það mætti kallast
kraftaverk hjá Kínverjum að ganga
frá öllum samningum á þessu ári,
hvað þá fyrir fundinn í Seattle. Sem
dæmi má nefna, að enn eru mörg
mál óútkljáð milli Kínverja og
Evrópusambandsins en Kínverjar
vonast augljóslega til, að samkomu-
lag þeirra við Bandaríkjamenn
verði fyrirmynd að samningum
þeirra við aðra.
Talsmenn bandarískra fyrir-
tækja fögnuðu samningnum í gær
en sögðu, að þeir þyrftu að kynna
sér hann vel áður en þeir kvæðu
upp úr með hann.
Mikil áhrif á kínverskt
efnahagslíf
Fái Kínverjar aðild að Heimsvið-
skiptastofnuninni mun það hafa
mikil áhrif á efnahagslífið í landinu,
sem er að stórum hluta ríkisrekst-
ur, og auka verulega samkeppnina
á innanlandsmarkaði við erlenda
vöru.
Jafnframt er nokkur hætta á
aukinni félagslegri ólgu í landinu
þegar ríkisfyrirtækin verða gjald-
þrota með tilheyrandi atvinnuleysi.
Komi Clinton samningnum í
gegnum þingið verður það mikill
sigur fyrir hann en hann hefur lagt
mikla áherslu á að ljúka honum í
forsetatíð sinni. Verði hann felldur
yrði það aftur mikið áfall fyrir sam-
skipti Kína og Bandaríkjanna, sem
hafa verið stirð síðan stýriflaugum
var skotið á kínverska sendiráðið í
Belgrad.
i
M ARK
Hádegisverðarfundur
◄fíMARK
á Hótel Sögu, Sunnusal, 1. hæð,
miðvikudaginn 17. nóvember
frá kl. 12.00 til 13.30
Horfur á sjónvarpsmarkaði
Miklar hræringar hafa orðið á sjónvarpsmarkaði
undanfamar vikur. Sjónvarpsstöðvar hafa skipt um
eigendur, fréttatímar verið færðir til og stofnað
morgunsjónvarp - og margt virðist enn geta gerst
á þessum vettvangi.
Hver verður þróunin í framtíðinni?
Hvað mun „digitaFsjónvarp þýða fyrir hinn
almenna neytanda?
Eiga nýjar stöðvar eftir að skjóta upp kollinum?
Hvemig ætla stjómendur sjónvarpsstöðva að laða
að sér áskrifendur og auglýsendur?
Hver verður framtíð afnotagjalda?
Ræðumenn
• Ami Þór Vigfússon,
framkvæmdastjóri Skjás 1.
1 Viktor Ólason,
auglýsingastjóri íslenska útvarpsfélagsins.
1 Þorsteinn Þorsteinsson,
forstöðumaður markaðssviðs RÚV.
'Tundarstjóri
Leópold Sveinsson,
framkvæmdastjóri AUK auglýsingastofu.
Verð
1.850 kr. fyrir þá sem greitt hafa félagsgjöld ÍMARK
en 2.850 kr. fyrir aðra.
Innifalinn er léttur hádegisverður og kaffi.
Spánarkon-
ungur á Kúbu
Havana. AP, AFP.
JUAN Carlos Spánarkonungur og
Sofia drottning komu til Havana,
höfuðborgar Kúbu, á sunnudag.
Tilefni heimsóknar þeirra er fund-
ur þjóðarleiðtoga Rómönsku-
Ameríku sem hófst þar í gær og
Iýkur í dag. Heimsóknin er fyrsta
heimsókn Spánarkonungs til
Kúbu. Hér heilsast konungur og
Fidel Castro Kúbuleiðtogi.
Alls sitja leiðtogar 14 ríkja Róm-
önsku-Ameríku leiðtogafundinn í
Havana, auk fulltrúa Spánar og
Portúgals. Þrátt fyrir að nokkrir
leiðtogar ríkja í Mið- og Suður-
Ameríku hafi ekki mætt til fundar-
ins í mótmælaskyni við stjómvöld á
Kúbu, er fundurinn talinn sigur
fyrir Kastró í því „kalda stríði“
sem ríkir milli stjómar hans og
Bandai-íkjanna. Bandaríkjastjóra
hefur allt frá valdatöku kommún-
ista á eyjunni árið 1959 reynt að
Reuters
Juan Carlos Spánarkonungur og Fidel Castro Kúbuleiðtogi takast
í hendur þegar sá fyrrnefndi kom til Kúbu á sunnudag.
einangra Kúbu á alþjóðavettvangi. vera forseta Chiles og Argentínu
Forsetar E1 Salvador, Costa Rica til komin vegna tilrauna spænska
og Nicaragua mættu ekki til fund- dómarans Garzóns til að fá Pin-
arins til að tjá andstöðu sína við ochet, fyrrverandi einræðisherra í
sljómvöld þar. Aftur á móti er fjar- Chile framseldan til Spánar.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti í Tyrklandi
Heitir nánari tengsl-
um við Y esturlönd
Ankara, Aþena. AFP, AP, Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti hét
því við upphaf þriggja daga heim-
sóknai’ sinnar til Tyrklands í gær að
leggja sitt af mörkum til að styrkja
tengslin milli Tyrklands og Banda-
ríkjanna og aðstoða Tyrki við að
verða hluti af sameinaðri Evrópu.
„Eg er staðráðinn í að styðja inn-
göngu Tyrklands í Evrópusamband-
ið, og hef til þess góðar ástæður,“
sagði Clinton á fréttamannafundi
með Suleyman Demirel, forseta
Tyrklands. Sagði Clinton að yrði
Tyrkland fullgildur meðlimur í sam-
bandinu, sem virti trúarlegan og
menningarlegan mun aðildarríkj-
anna og hefði í heiðri lýðræði og
mannréttindi, myndu stærstu
vandamálin sem upp munu koma á
næstu áratugum verða mun auð-
veldari viðfangs.
Demirel lagði áherslu á mikilvægi
Tyrklands á vettvangi alþjóðast-
jómmála, með hliðsjón af legu
landsins. „Við vinnum saman að því
að stuðla að friði, stöðugleika, vel-
ferð og öryggi á gríðarstóru lands-
væði, frá Balkanlöndum, Kákasus,
Mið-Asíu, Mið-Austurlöndum og allt
tö Evrópu,“ sagði Demirel. „Við þró-
um í sameiningu pólitíska stefnu í
samræmi við breytt stjómmála-
ástand í heiminum."
Clinton átti einnig fund með Bul-
ent Ecevit, forsætisráðhema Tyrk-
lands, og ávarpaði tyrkneska þingið
síðdegis í gær. Minnti hann þar á
nauðsyn þess að mannréttindi væm
virt og tilgreindi sérstaklega tján-
ingar- og skoðanafrelsi.
Heimsókn forsetans til Tyrklands
er fyrsti liðurinn í tíu daga ferð hans
um Miðjarðarhafslönd. A fimmtu-
dag og föstudag mun hann sitja fund
Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu (ÖSE) í Istanbúl, en síðan
liggur leið hans til Grikklands, Ita-
líu, Búlgaríu og Kosovo.
Viðræður um Iausn
Kýpur-deilunnar
Helsta umræðuefni Clintons við
ráðamenn í Ankara og Aþenu verð-
ur deila Tyrkja og Grikkja um Kýp-
ur. Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti á
sunnudagskvöld að óformlegar við-
ræður milli Glafcos Clerides, forseta
Kýpur, og Rauf Denktash, leiðtoga
Kýpur-Tyrkja, myndu fara fram í
New York 3. desember. Clinton
fagnaði íyrirhuguðum viðræðum
Tyrkja og Grikkja í gær, en varaði
við því að varla mætti búast við
skjótri lausn á deilunni, sem staðið
hefur í 25 ár.
I
I