Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Bannað að nota þalöt í mjúk plastleikföng
Efnið getur verið
skaðlegt fyrir ungbörn
Morgunblaðið/Ásdís
Efnið sem um ræðir er m.a. að finna í naghringjum úr plasti sem ætl-
aðir eru ungbörnum sem eru að taka tennur.
5 % verðhækk-
un hjá Vífílfelli
EVRÓPUSAMTÖK neytenda
(BEUC) og Samtök neytendasam-
taka um staðlamál (ANEC) fagna
ákvörðun Evróupsambandsins um
að banna svokölluð þalöt í fram-
leiðslu leikfanga. Þalöt eru m.a. not-
uð til að mýkja plast, t.d. í barna-
leikföngum og eru talin geta verið
skaðleg fyrir ungböm.
Burt með hindranir
Samtökin, sem sameiginlega
sendu frá sér fréttatilkynningu í
vikunni, segjast hafa vonast eftir
skjótum viðbrögðum hjá öllum að-
Odarríkjum um að taka vöruna hið
snarasta af markaði en komist að
því að um slíkt sé ekki að ræða
vegna hindrana. Samtökin telja á
hinn bóginn að þegar í ljós hafi
komið að efnin séu hættuleg heilsu
bama eigi engar hindranir að vera í
vegi fyrir því að hætta sölu leik-
fanga sem era með umræddu efni.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að í
ljósi þeirra upplýsinga að þalöt sé
talið krabbameinsvaldandi eigi ís-
lensk yfirvöld þegar í stað að gera
hreint fyrir sínum dyram og banna
sölu og innflutning á slíkum leik-
föngum.
Þalöt notuð sem mýkingarefni
„Þalöt hafa verið notuð sem mýk-
ingarefni í leikfóng og hluti sem era
úr svokölluðu PVC (pólývínýlklóríð)
plasti“ segir Sigurbjörg Gísladóttir,
forstöðumaður eiturefnasviðs hjá
Hollustuvernd ríkisins. „Þalöt í
leikföngum hafa þegar verið bönn-
uð með reglugerð í Danmörku, Nor-
egi og Svíþjóð. Bann við sölu og
dreifingu tekur þó ekki gildi fyrr en
í byrjun næsta árs. Hér á landi er
verið að leggja lokahönd á vinnu við
reglugerð um að banna þalöt í leik-
föngum fyrir börn yngri en þriggja
ára og má vænta þess að bann við
sölu og dreifingu leikfanga og hluta
úr mjúku plasti fyrir þennan aldurs-
hóp taki gildi hér á landi í byrjun
næsta árs.
Granur leikur á því aðtiltekin þa-
löt geti haft skaðleg áhrif á heilsu
fólks og er jafnvel talið að þau geti
verið krabbameinsvaldandi eða-
traflað hormónastarfsemi líkam-
ans. Ekkert þeirra efna sem hafa
verið í umræðunni sem mýkingar-
efni í leikföng hefur þó verið flokkað
þannig enn sem komið er en verið er
að rannsaka hvort og hve hættuleg
þessi efni era fyrir heilsu manna.
Áhyggjur manna varðandi barna-
leikfóngin snúa fyrst og fremst að
þvi að talin hefur verið nokkur
hætta á því að böm sem sjúga leik-
föng og hluti úr mjúku plasti gætu
leyst út mýkingarefnin úr plastinu
og þannig fengið í sig óeðlilega mik-
ið magn af efnunum."
Sigurbjörg segir að hjá Evrópu-
sambandinu hafi menn verið að
reyna að finna aðferð til að mæla
hve mikið af þalötum gæti lekið úr
leikfangi við slíkar aðstæður og ætl-
unin var að setja takmarkanir varð-
andi þann þátt. Nú hafa menn hins-
vegar komist að því að vonlaust er
að mæla eða fylgjast með því hve
mikið af þalötum geti borist úr leik-
föngum til barna sem naga og sjúga
þau og því hefur verið ákveðið að
fara sömu leið í takmörkunum og
valin hefur verið hér á landi þ.e. að
nota varúðarregluna og banna
alfarið notkun slíkra efna í leikföng
og hluti fyrir ung börn. „Afram mun
hinsvegar verða unnið að nánari
rannsóknum á skaðsemi þessara
efna og verður notkun þeirra tak-
mörkuð frekar ef niðurstöður gefa
tilefni til þess."
VÍFILFELL hefur hækkað
verð á framleiðsluvörum sínum
um 5% að meðaltali og tekur
hækkunin gildi frá og með 1. des.
nk. og er þetta önnur verðhækk-
un þeirra á árinu.
Að sögn Þorsteins M. Jóns-
sonar, foratjóra Vífilfells, stafar
hækkunin af því að framleiðslu-
kostnaður hefur hækkað hlut-
fallslega meira en vöraverð á síð-
ustu áram. Þar sé um að ræða
hækkun á ýmsum aðföngum,
bæði innfluttum og innlendum,
til að mynda hafí bragðefnið og
plastið hækkað í verði, svo og
hafi orðið hækkun á eldsneyti og
tryggingum. Einnig segir hann
hafa orðið mikið launaskrið sem
hafi m.a. þessi áhrif.
„Þetta er ill nauðsyn og við
höfum setið á okkur á síðustu ár-
um. Við hækkuðum 1. febrúar
1997 og svo ekkert fyrr en 1. jan-
úar sl. og svo nú 1. desember,11
segir hann. „Við erum stöðugt í
því að hagræða í rekstri okkar til
þess að hamla gegn þrýstingi á
verðhækkanir og hefur það tek-
ist ágætlega.“
Aðspurður segir Þorsteinn
engin tengsl milli hækkana á
framleiðslu Vífilfells og þess að
Ölgerðin hækkaði verð á vörum
sínum fyrir skömmu.
Að sögn Arna Ingvarssonar,
innkaupastjóra hjá Nýkaupi,
verður þessari verðhækkun velt
út í verðlagið því verslanir hafi
ekki svigrúm til þess að taka þær
á sig. Ekki hefur verið tekin end-
anleg ákvörðun um hve hækkun
til neytenda verði mikil. „Gos-
drykkjaframleiðendur era báðir
að hækka verð á svipuðum tíma
og munu neytendur fá að sjá það
í hærra vöruverði.“
Kannast þú við einhver
eftirfarandi einkenna ?
H Svitakóf
á besta aldri ?
■ Nætursvita
■ Einbeitingarskort
H Þunglyndi
H Þróttleysi
H Hjartsláttartruflanir
H Þurrk í leggöngum
Ef þú kannast við einn eða fleiri
ofangreindra kvilla þá getur Menopace
öfluga vítamín- og steinefnablandan
e.t.v. hjálpað þér.
Menopace hentar einnig konum sem
taka inn hormónalyf.
enopaœ
Sl,r<U
^rr/SioTics
Fæst aðeins í lyfjaverslunum
Þótt þú hafir ekki unnið 9 Ólympíugull
eins og Carl Lewis, getur þú samt átt við
bólgur og stirðleika að stríða, eins og
hann átti, en íþróttaiðkun og þrotlausar
ætingar voru verulega farnar að setja
mark sitt á liðamót hans. Með heilsusam-
legu líferni og hollu mataræði sem m.a. inni-
heldur staðlaða engiferextraktinn Zinaxin,
heldur Carl Lewis sér í góðu formi.
Ih»xin
Fæst í apótekum, lyfja- og heilsubúðum
HUSASKILTI
Pöntunarfrestur fyrír
jól er 20. nóvembcr
PIPAROGSALT
Klapparstíg 44 ♦ Sími 562 3614
ý^TAL AGEfcS*
ISLENDINGAR
Hátíðarsamkoma í
Fjölbrautaskóla Suðurlands
á Selfossi kl. 16.30 þar sem veitt
veróa Verðtaun Jónasar Hallgrímssonar
og viðurkenningar fyrir störf í þágu
íslenskrar tungu.
Val á bestu dagskrárgerðarmönnunum
bein útsending frá Hótel Borg kl. 16.15.
Samtenging Rásar 2, Bylgjunnar, Mono,
Stjörnunnar, Matthildar, Sögu og fleiri
stöðva.
Upplestrarkeppni grunnskólanema
hefst í skólum landsins.
Menningararfurinn: Varðveisla og
aðgengi í Ljósi nýrrar tækni,
máLþing haLdið í ÞjóðarbókhLöðunni
kl. 9.00-16.00.
Dagskrá og upplestur
í tiíefni útkomu á nýrri ævisögu
Jónasar HaLLgrímssonar, á Súfistanum í
húsi Máls og menningar, Laugavegi 18,
kL. 20.00.