Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 34

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ fslensk verk á tónleikum Baltnesku fflharmóníunnar í Bandaríkjunum Guðmundur Atli Heimir Mist Þorkell Jóhann Emilsson Sveinsson Þorkelsdóttir Sigurbjörnsson Hjálmarsson Fyrnska og framandleiki TONLEIKAR Baltn- esku fílharmóraunnar og kórs Brown-háskól- ans undir stjórn Guð- mundar Emflssonar í Mfller-leikhúsinu í New York sl. miðvikudag fá ágæta dóma í New York Times á laugardag. A tónleikunum voru flutt ný verk eftir þrjú íslensk og þrjú banda- rísk tónskáld, auk þess sem kórinn söng verk eftir finnsk tónskáld. Tónleikarnir voru liður í tónleikaröð undir yfirskriftinni Langferðir, en með henni er minnst landafunda norrænna manna vestanhafs. Fjórir slagverksleikarar frá Brown-háskólanum gengu til liðs við hljómsveitina og kórinn í loka- verki tónleikanna, tónverki í niu þáttum eftir bandaríska tónskáldið William Hudson Harper, sem byggist á ljóði Jóhanns Hjálmars- sonar, Marlíðendum, og texta úr Eyrbyggju. „Verk Harpers reynd- ist vera viðeigandi samantekt á tónleikum kvöldsins. Rétt eins og önnur ný verk á tónleikunum var Marlíðendur mótað í íhaldssömu, ef ekki nýrómantísku máli, með inn- skotum af formlegum, þjóðlegum þemum, knúið áfram af þrálátum töktum. Af þeim verkum sem höfðu vísun til hins íslenska sagnaai-fs var þetta hið eina sem var með texta, sem bar með sér bæði fyrnsku og framandleika," skrifar tónlistargagnrýnandinn Allan Kozinn m.a. i dómi sínum í New York Times. Trillur og þrástef sköpuðu dramatísk áhrif Af hinum bandarísku verkunum telur Kozinn Fire and Ice eftir Mark W. Phillips meira sláandi, „samþjappað, léttkrómatískt verk, þar sem trillur og þrástef sköpuðu dramatísk áhrif.“ Þá segir hann fiðlukonsert Gerald M. Shapiro’s, Intrigue, þar sem Sigrún Eðvalds- dóttir var einleikari, sömuleiðis hafa haft sitt aðdráttarafl, jafnt í þyrlandi opnunarþættinum sem í lokaþættinum, sem hafði fjörleg Parísareinkenni. Dolorosa, sem Atli Heimir Sveinsson samdi í minningu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur, lýsir gagnrýnandinn sem stuttu, angurværu strengjasveitarverki með heillandi blæ- brigðabreytingum og tilvísun í hefðbundinn íslenskan útfararsálm. Kvinnan fróma, verk Mistar Þorkelsdóttur, er byggt á sögu Guð- ríðar Þorbjarnardótt- ur. Gagnrýnandinn segir tónskáldið nota strengjaplokk sem hún setji upp á móti löngum, fljótandi línum, og óblíðar rytmískar myndir til að skapa tilfínningu fyrir frá- sögn. „Verk hennar bar með sér feiknar ferskleika," skrifar Kozinn. Verki Þorkels Sigurbjömssonar, Good Night, lýsir hann sem var- færnislegu og vekjandi söngverki í glæsilegum flutningi messósópr- ansöngkonunnar Lynn Helding. „Maður velti því fyrir sér hvort lettnesku strengjaleikurunum hafi þótt þeirra eigið þjóðerni týnast í þessu öllu saman. Hljómurinn sem þeir sköpuðu var almennt aðlað- andi, ef ekki beinlínis fágaður, og það komu augnablik þar sem tón- listin virtist útheimta meiri orku en hljóðfæraleikararnir lögðu af mörkum," skrifar Kozinn ennfrem- ur og endar dóminn á því að hrósa kómum fyrir söng sinn. Nýjar bækur • STÚLKA með fingiir er eftir Þórunni Valdimarsdóttur. I kynningu segir að bókin sé þroskasaga Unnar Jónsdóttur, ungrar alþýðustúlku úr höfuðstað íslands. Barnung er hún send í sveit til sýslumanns þar sem hún kynnist sérkennilegu fólki og framandi lífsháttum. Og allt er annað en það sýnist. Hér er sagt frá glímu Unnar við nýjar aðstæð- ur og af kynnum hennar af for- boðnum ástum sem hafa afdrifa- ríkar afleiðingar. Þórunn Valdimarsdóttir er sagnfræðingur að mennt, en hef- ur stundað ritstörf frá því hún lauk cand. mag,- prófi frá Há- skóla Islands. Síðasta bók hennar, Alveg nóg, var tilnefnd til Menningar- verðlauna DV 1997. Árið 1989 hlaut bók Þór- unnar, Snomi á Húsafelli, ís- lensku bókmenntaverðlaunin. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 314 bls. prentuð í' Svíþjóð. Kápuhönnun: Jón Asgeir íAðal- dal. Verð: 4.280 kr. í TILEFNI þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Málfríðar Einarsdóttur rithöf- undar stendur Snorrastofa fyrir dagskrá í Safnaðar- sal Reykholtskirkju á morgun, miðviku- dag, kl. 20.30. Málfríður var Borgfirðingur í húð og hár; hún fæddist í Munaðarnesi 23. október árið 1899, en bjó allan sinn upp- vöxt í Þingnesi í Bæjarsveit. Það var ekki fyrr en hún var orðin 78 ára að hún gaf út sína fyrstu frumsömdu bók, Samastað í tilverunni, eftir að hafa sinnt skriftum og þýðingum í fjölda ára. Á sjötta áratugnum birtust í tíma- ritum og voru flutt í útvarpi eftir hana sögur og ljóð og eftir að hún gaf út fyrstu bókina náði hún að skrifa fimm til viðbótar áður en hún lést árið 1983, bæði sjálfsævi- sögulegs eðlis og skáldskap. Ríkis- útvarpið veitti Málfríði viðurkenn- ingu úr Rithöfunda- sjóði stofnunarinnar árið 1982. I Reykholti verða erindi flutt um verk Málfríðar og ævi, auk þess sem lesið verður úr verkum hennar. Þuríður Kristjánsdótt- ir frá Steinum í Staf- holtstungum mun fjalla um kynni sín af Málfríði, Helga Kress um skáldskaparmál hennar, Ingunn Þóra Magnúsdóttir um strammaskáldskap hennar og Bergur Þorgeirsson mun við opnun dagskrárinnar koma inn á tengsl hennar og bókmenningar í Borgarfirði. Upplesari verður Steinunn Garðarsdóttir, Ung- mennafélagi Reykdæla, og fund- arstjóri verður Guðný Ýr Jóns- dóttir. Sýnishorn af svokölluðum strammaskáldskap Málfríðar, list- rænum krosssaum, sem hún fékkst við mestalla ævi, verður til sýnis á staðnum. Aðgangseyrir er 400 kr. Dagbækur bænda ÞRIÐJI fyi-irlesturinn í fyrirlestraröðinni Byggð og menn- ing, sem haldinn verður í Byggða- safni Árnesinga í Húsinu á Eyrar- bakka, verður annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Davíð Olafsson, sagnfræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni, flytur fyrirlestur sem nefnist: Menningargerð í mótun. Þéttbýl- isvæðing í spegli íslenskra dag- bóka á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Davíð mun bera saman dagbækur bænda og þéttbýlisbúa á áratugunum fyrir síðustu aldamót og greina breyt- ingar á menningargerð vegna byggðaþróunar og samfélags- breytinga á þessum tíma, eins og þær birtast í „sjálfstjáningu“ dag- bókanna. Síðasti fyrirlesturinn í fyrir- lestraröðinni verður fimmtudag- inn 25. nóvember er Axel Kristins- son sagnfræðingur fjallar um ríki Árnesinga á 11. og 12. öld. Snorrastofa Aldarafmæli Málfríðar Einarsdóttur Málfríður Einarsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir Dagur íslenskrar tungu STÓRA upplestrarkeppnin í 7. bekk grunnskóla er nú haldin í fjórða sinn. Dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, er formleg- ur upplestrardagur keppninnar en henni lýkur með upplestrarhá- tíð í hverju byggðarlagi í mars. Þá koma saman bestu upplesarar úr hverjum skóla og lesa fyrir gesti sögur og ljóð. Keppnin hefur smátt og smátt breiðst út um landið síðan hún hóf göngu sína í Hafnarfirði haustið 1996.1 ár taka um 80 grunnskólar þátt í keppn- inni. M'arkmið keppninnar er að stuðla að því að hlutur hins talaða máls, sjálfs framburðarins, verði meiri í skólum landsins og vitund þjóðarinnar en verið hefur. Það er ekki aðalatriði keppninnar að finna hinn hlutskarpasta, heldur að fá sem flesta til að leggja rækt við lestur sinn. Dagur íslenskrar tungu markar upphaf þriggja mánaða tímabils þar sem gert er ráð fyrir að kenn- arar leggi meiri rækt en endra- nær við undirbúinn upplestur í skólastofunni og listrænan flutn- ing texta. Að keppninni standa Heimili og skóli, Islensk málnefnd, Islenska lestrarfélagið, Kennaraháskóli ís- lands, Kennarasamband íslands og Samtök móðurmálskennara. Súfistinn I tilefni Dags íslenskrar tungu á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, verður á Súfistanum, í verslun Máls og menningar á Laugavegi, dagskrá á morgun, þriðjudag, kl. 20, helguð Jónasi Hallgríms- syni. Tilefnið er útkoma ævisögu Jónasar og mun Páll Valsson, höf- undur bókarinnar, lesa úr henni, Signý Sæmundsdóttir, sópran, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson við Ijóð Jónasar og valinkunnir Islendingar lesa eftirlætisljóð sín eftir skáldið. Fjölbrautaskóli Suðurlands Hátíðarsamkoma verður í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi í dag, þriðjudag, kl. 16:30. Þar verða veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og viðurkenning- ar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Bdkasafnið í Hveragerði Á degi íslenskrar tungu, í dag, þriðjudag, kl. 17, flytja nemendur úr 6. bekkjum grunnskólans í Hveragerði dagskrá um Jóhannes úr Kötlum á Bókasafninu. Um er að ræða bæði frumsamið efni nemendanna sjálfra, svo og upplestur og leiktúlkun nokkurra ljóða Jóhannesar. Nemendur unnu þessa dagskrá nýlega í "tón- menntaviku" undir stjórn Kristín- ar Sigfúsdóttur tónmenntakenn- ara. Leikfélag Akureyrar í tilefni Dags íslenskrar tungu verður upplestur félaga í Leikfé- lagi Akureyrar í samvinnu við Kaffi Karolínu, Bláu könnuna og Bókval á Akureyri. Menningarvaka leikskólakennara Félag íslenski-a leikskólakenn- ara gengst fyrir menningarvöku í tilefni af Degi íslenskrar tungu í Reykjavík og á Akureyri. Menn- ingarvakan í Reykjavík verður í húsi BSRB, Grettisgötu 89, og á Akureyri í Deiglunni. Dagskrá hefst kl. 20.30 á báðum stöðum. Á dagskrá er upplestur, söngur, ljóðalestur o.fl. í umsjón og flutn- ingi leikskólakennara. Háskóla- tónleikar tileinkaðir Goethe HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða á morgun, miðvikudaginn 17. nóv- ember, í Norræna húsinu kl. 12.30. Þá syngur Marta Guðrún Halldórsdóttir við undirleik Arnar Magnús- sonar nokkur ljóða Goethes við lög eftir Schubert, en á þessu ári eru liðin 250 ár frá fæðingu Goeth- es. Marta Guð- rún Halldórs- dóttir stundaði framhaldsnám i Miinchen í Þýskalandi og lauk þaðan prófi árið 1993. Hún hef- ur komið fram á tónleikum sem ljóðasöngvari og einsöngvari með kórum og hljómsveitum. Hún hefur og verið í aðalhlut- verkum á sviði Þjóðleikhússins og íslensku óperunnar. Þá hefur hún sungið inn á geislaplötur. Á efnisskrám hennar eru jafnan verk frá flestum tímabilum tón- listarsögunnar. Hún hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum víða í Evrópu. Örn Magnússon hefur komið fram á fjölda tónleika og leikið inn á geislaplötur bæði sem ein- leikari og kammertónlist. Hann hefur farið í tónleikaferðir um Austurlönd fjær og hefur leikið á tónleikum á Norðurlöndum, í Bretlandi og á mcginlandi Evrópu. Hann er einkum þekkt- ur fyrir flutning íslenskrar tón- listar. Samstarf Mörtu Guðrúnar og Arnar hefur varað óslitið frá árinu 1990. _ Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskírteina. -----♦ ♦♦----- Nýjar bækur • ÆVISAGA Jónasar Hall- grímssonar er eftir Pál Valsson. Bókin kemur út í dag, á Degi ís- lenskrar tungu, fæðingardegi- Jónasar, 16. nóvember, og verður mennta- málaráðherra, Birni Bjarna- syni, afhent fyrsta eintakið af þókinni. í fréttatil- kynningu segir að „Listaskáldið góða“ sé sú einkunn sem þjóðin hafi gefið skáldinu Jónasi. Þjóðin hafi löngum séð fyrir sér mynd af viðkvæmum ljúflingi sem elskaði blómin og eina stúlku sem hann fékk ekki að eiga. Þessi mynd hafi óhjákvæmilega vakið upp andstæðu sína: af beiskum drykkjumanni og auðnuleysingja sem orti fáein kvæði. Hvorug myndin er rétt, eins og Páll Vals- son leiðir í ljós í þessu verki um ævi og störf Jónasar Hall- grímssonar - þótt báðar feli í sér sannleikskorn. Á síðum þessarar bókar þar sem saman fer sannferðug og ti'aust fræðimennska og fjörleg framsetning kviknar samtími Jónasar og fjöldi litríkra persóna kemur við sögu. Páll Valsson er íslenskufræð- ingur og var einn af ritstjórum Ritverka Jónasar Hallgrímssonar I-IV. Hann hefur um árabil rannsakað ævi og verk Jónasar. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 528 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Hallgrímur Helgason. Verð: 4.980 kr. Páll Valsson Marta Guðrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.