Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 55

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 55 I I 1 í 4 5 1 um við góðar stundir með þér, Hilmar, og Vilborgu eins og endr- anær. Við keyrðum einnig um há- lendið eitt árið þegar jeppans naut við. Sú ferð var frábær og að lokum tókum við í spil er við komum að leiðarenda. Ofarlega í huga okkar Mumma eru ferðirnar með þér og Vilborgu erlendis síðastliðin ár. Þar áttum við öll gefandi og góðar stundir saman. An efa áttir þú þar mikinn þátt í hve vel þær heppnuð- ust. Betri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér heldur en þig og Vil- borgu. Við Mummi munum sakna þess sárt að ferðirnar okkar fjög- urra verða ekki fleiri. Við ráðgerð- um í síðustu viku að næsta ferð okkar yrði eftir áramót en sú ferð bíður. Lundarfar þitt, Hilmar, var með miklum ágætum og minnist ég þess ekki að þú hafir skipt skapi. Skoðunarlaus varst þú þó ekki, hafðir skoðanir bæði á mönnum og málefnum og sennilega meiri en mörgum renndi grun í. Eftir því sem árin liðu, Hilmar minn, hef ég skynjað betur þá mannkosti sem þú bjóst yfir. Einn af þínum bestu kostum tel ég vera hversu bamgóð- ur þú varst og efast ég ekki um að öll þau börn sem hafa verið í samn- eyti við þig séu mér sammála. Við Mummi skynjum áþreifanlega þá hlýju og elsku sem streymir til þín frá okkar börnum. Elsku Vilborg, systir mín, og að- stendendur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Kæri vinur, ég kveð þig að sinni. Ég mun sakna þín sárt. Sofðu rótt. Þín Guðbjörg. Elsku Hilmar minn. Hugurinn reikar um liðnar stundir á þessum sorgartíma. Þær eru margar minningarnar sem ég hef átt með þér, Hilmar minn, og þinni fjölskyldu. Manstu, Hilmar, ferðimar sem farnar voru upp í Bláfjöll og í Hveradali? Aldrei neitt mál að keyra okkur Gunnar son þinn þangað. Ég og Gunnar fórum á okkar svigskíði og Vilborg á sín gönguskíði. Eða ferðirnar sem farnar voru í Munaðarnes á sumrin með afa og ömmu. Þar höfðum við það svo sannarlega gott og mikið var spilað á spil í þessum ferðum, þú hafðir alltaf svo gaman af að spila. Að koma í Fellsmúlann á heimili ykkar Vilborgar var ávallt svo gott. Þær voru ófáar næturnar sem ég gisti á heimili ykkar sem barn. Við Gunnar frændi minn svo miklir vinir, það var svo gaman. Oft vorum við þrjú ég, Gunnar og Mikael. Og þjónustan sem við feng- um í Fellsmúla var ávallt sú besta. Og árin liðu, ég varð fullorðin kona komin með mína fjölskyldu. Þú spurðir alltaf þegar ég hitti þig hvernig við hefðum það. Hvernig við, ég, Geir og dætur okkar, hefð- um það í leik og starfi. Alltaf spurt með umhyggju og áhuga. Elsku Hilmar, ég gleymi seint ferðinni sem við fórum haustið 1996 að Hvalsá. Þar leið þér svo sannarlega vel og þú varst strax hrifinn af um- hverfinu og húsinu að Hvalsá. Þú spurðir svo oft þegar við hittumst: „Hvenær förum við aftur á Hval- sá?“ Svo sannarlega ætluðum við öll þangað aftur. En því miður verður ekki af þeirri ferð. Þú hefur lagst í lengra ferðalag, elsku Hilm- ar. Margseraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Vilborg og aðrir aðstend- endur, megi góði Guð styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Hilmar minn, ég kveð þig í hinsta sinn en minninguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Hvíl í friði. Berglind Guðmundsdóttir. Nú þegar leiðir okkar skilja tímabundið, Hilmar minn, er ástæða til að staldra við og líta yfir farinn veg. Vegferð okkar hefur staðið í um tuttugu og fimm ár. Ég var nýorðinn átján ára unglingur þegar ég og dóttir þín tókum að stinga saman nefjum. Allar götur síðan höfum við haft náið samband eins og vera ber. Við höfum átt góð- ar stundir saman bæði í Fellsmúl- anum og einnig á ferðalögum inn- anlands og erlendis. Þið hjónin hafið alltaf lagt ykkur fram um að halda gott heimili sem ávallt var op- ið öllum í ykkar stóru fjölskyldu. Margar voru gleðistundimar hjá ykkur þegar tekið var í spil með Gunnari heitnum og Málfríði svo dæmi séu tekin. Þú munt ávallt vera sá maður í mínum huga og einnig fjölda annarra, maður sem var hvers manns hugljúfi. Þú vildir öllum vel og gerðir engum illt. Þú varst alltaf viðræðugóður og þægi- legur maður í umgengni. Þrátt fyr- ir heilsuleysi þitt nú seinni ár varstu ekki að bera á torg þau óþægindi og vanlíðan sem þú mátt- ir þola. Ég er þeirrar skoðunar að allur sá vinahópur sem þú hefur eignast í gegn um tíðina, Hilmar, standi í þakkarskuld við þig. Ef til vill fyrst og fremst fyrir það eitt að þú kunnir svo vel að njóta líðandi stundar og gefa af þér þá gleði sem þú naust við slík tækifæri, þótt þú hefðir kannski frekar átt að huga meira að heilsufari þínu nú seinni ár. En það er nú einu sinni svo að manni hættir stundum til að hugsa minnst um sjálfan sig og þá þeim mun meira um aðra. Um leið og ég votta eiginkonu þinni samúð mína, Hilmar minn, þakka ég samferðina. Það er nú einu sinni svo að manni finnst kallið hafa komið skyndilega og að stund- irnar hefðu mátt vera fleiri. En við munum hittast að nýju einn góðan veðurdag og rifjum þá upp gamlar minningar. Sigurþór Charles Guðmundsson Elsku Hilmar. Okkur systumar langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Okk- ur er efst í huga ferðin sem við fór- um í til Portúgals sumarið 1998. Þar varstu mjög barngóður. Alltaf varstu að grínast með að hafa farið á ströndina kl. 7.00 á morgnana áð- ur en við krakkamir vorum vöknuð. Það var mjög gaman í þessari ferð sem við áttum saman. Élsku Hilm- ar, það er svo margt sem við höfum gert saman, en í Portúgal kynnt- umst við þér mest. Takk fyrir allt. Hvíl þú í friði. Linda María og Freyja Björk. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög BJARNI VILHJÁLMSSON + Bjarni Vil- hjálmsson fædd- ist á Hamri í Gaul- verjabæjarhreppi 18. ágúst 1913. Hann lést á Landspítalan- um 6. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Vilhjálmur Guðmun- dsson, bóndi, f. 26. mars 1880, d. 8. febrúar 1971 og kona hans, Helga Þorsteinsdóttir, f. 11. apríl 1878, d. 24. inaí 1961. Þau hjón- in eignuðust átta börn og komust sjö þeirra til fullorðinsára. Elst- ur var Guðmundur Ingvi, f. 31.7. 1905, d. 9.8. 1983, næstur kom Þorsteinn, f. 26.8. 1907, d. 22.10. 1907, Friðfínnur, f. 18.6.1909, d. 27.2. 1975, Ingunn, f. 19.5. 1912, d.14.3. 1990, þá Bjarni, síð- an Guðmundur, f.20.3. 1915, d. 16.9. 1985, Þorgerður, f. 27.2. 1918, d. 4.10. 1996 og Þórarinn Vilhjálmur Helgi, f. 12.4.1921. Bjarni var ókvæntur og barn- laus. Hann fluttist til Reykjavíkur 1947 og starfaði lengst af við bygg- ingarvinnu. Síðustu tvö árin dvaldi hann á Elliheimil- inuGrund. títför Bjama fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Bjami okkarvNú kveðjum við þig í síðasta sinn. Á tímamótum sem þessum reikar hugurinn til baka og við minnumst alls þess sem við áttum með þér, elsku frændi. Við minnumst þess þegar við vor- um litlar stelpur og bjuggum í kjall- aranum hjá þér, Todda og Mínu á Kirkjuteignum. Samgangurinn á milli var mikill, við gátum trítlað upp hvenær sem var og alltaf var okkur tekið opnum örmum. Við vorum svo heppnar að eiga þar tvo afa og ömmu til viðbótar við það sem við áttum fyrir. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og hefur fylgst með uppvexti okkar frá fyrstu tíð. Þú gast t.d. alltaf huggað Þórunni þegar eitthvað bjátaði á hjá henni. Þú lést heldur ekki þitt eftir liggja ef það vantaði ráð, t.d. til að bæta hárvöxt Gerðu á hennar fyrstu ár- um. Eftir að við fluttum af Kirkju- teignum héldum við áfram að vera þar heimagangar og samband okk- ar hefur alltaf verið mikið. Þú fylgdist með okkur fram á síðasta dag. Sérstaklega hafðir þú gaman að fylgjast með fatastíl okkar og oft spurðir þú Dagnýju hvenær hún ætlaði að labba hringinn í kringum landið á þykkbotna skónum sínum. Þú varst viss um að hún gæti farið tvo ef ekki þrjá hringi í kringum landið því svo þykkbotna voru skórnir. Við höfðum ekki síður gaman af að fylgjast með þér, Bjami okkar, því þú varst sannkallaður listamað- ur. Þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni við gerð bauka, tréskurð, að ógleymdum fuglunum sem þú varst að tálga fram á síðasta dag. Þú varst alveg einstaklega vinnusam- ur og þér leið ekki vel nema þegar þú hafðir nóg efni til að vinna úr. Þegar þú fluttir á Grund varst þú ekki lengi að koma þér upp vinnu- aðstöðu og erum við vissar um að þar era margir sem sakna þess að geta ekki fylgst með þér lengur. Það var líka hægt að ræða við þig um heima og geima enda varst þú einstaklega fróður maður. Það er margt sem við systurnar höfum lært af þér í gegnum árin. Elsku frændinn okkar, við þökk- um fyrir allt sem við áttum með þér. Sérstaklega erum við þakklát- ar fyrir að hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að fylgja þér síð- ustu sporin. Minningarnar um þig geymum við í hjörtum okkar. Elsku Toddi og Mína, missir ykkar er mestur. Við biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk á erfiðum tímum sem þessum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- insdegi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þínar frænkur, Gerða, Þórunn og Dagný. Hann Bjarni Vilhjálmsson frændi er farinn frá okkur, nú situr hann ekki lengur í horninu sínu á Elliheimilinu Grund og tálgar og sker út fugla, hunda, klukkur og fleiri hluti úr tré og netahringjum. Það eru margir fallegir munir sem Bjami frændi bjó til sem prýða heimili okkar. Ég man fyrst eftir Bjarna, föður- bróður mínum, í Skjólunum hjá afa, síðan á Kirkjuteigi 14, þar bjó hann með bróðir sínu, honum Þóri, og hans konu, Ingibjörgu. Síðustu tvö árin bjó Bjarni á Grund og naut góðrar umönnunar þai-. Bjarni sagði okkur margar sögur sem við munum geyma í minning- unni þegar hann var til sjó og í verðbúðum og í byggingarvinnu á ýmsum stöðum. Bjarni hafði mik- inn áhuga á hestum og átti hann nokkra góða gæðinga. Hann fór oft austur í Gaulverjarbæjarhrepp og dvaldist þar og hjá systur sinni á Selfossi. Bjarni andaðist á Landspítalum laugardaginn 6 nóvember 1999 eft- ir stuttveikindi. Hvenær sem kallið kemur kaupir sér enginn frí; þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgrímur Pétursson.) Minning um Bjarna lifi, við send- um Þóri, Ingibjörgu, Helgu og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Hugnín og Halldór. Ilmur af grænni töðu fyllir vitin á hlaðinu enda hefur fyrsta tuggan náðst góð í fjóshlöðuna og allt er á fullu að nýta þurrkinn. Ekki of mik- ill mannskapur á bænum og vé- laöldin rétt í fyrstu hjólförunum. Örlar á verkkvíðni hjá kai'li föður mínum því mikið liggur flatt. Veð- urspáin er ótrygg. Jón í Túni kemur á sinni þriðju- dagsáætlun með rykskýið á eftir sér niður fyi-ir Eilífsskjól. Er hann trallandi stöðvar rauða Bensinn á bæjarhlaðinu sést að farþegi er meðferðis. Á Guðjóni bónda léttist brúnin mjög. Að óvörum er Bjarni Vilhjálms nefnilega mættur úr höf- uðborginni og ætlar að taka nokk- urra daga sumarfrí. Örugglega meira en til í heyskaparvinnu. Hans kraftar verða vel þegnir. Það eru ljúfar minningar tengd- ar Bjama Vill hér í Gaulverjabæ. Upphaf þess er að faðir minn gerði sér ferð til Reykjavíkur á öðru ári búskapar til að ráða Bjarna frá Hamri sér til sumarvinnu. Faðir hans Vilhjálmur spurði hvort hann hefði nú efni á að borga svona ful- lorðnum manni kaup í upphafí bú- skapar. Hann kvað eftir að reyna á það, en hann hefði hins vegar ekki efni á að ná lélegum heyjum. Og þetta átti eftir að verða hið mesta happ. Áhugi og vinnusemi Bjarna var ómetanleg og hann þekkti allt út og inn tengt heyskap og skepnu- haldi. En þetta var líka upphaf vin- skapar og ti-yggðar Bjama við Gaulverjabæ og sveitina sína sem var einstök til hinsta dags. Fleiri en húsráðendur fylltust ánægju með komu Bjarna. Þó ógift- ur væri sjálfur og baralaus var hann einstakur í samskiptum við böm og unglinga. Ef fullorðnir og eldri voru einhvers staðar á tali var Bjarni óðar horfinn úr þeirra hópi og farinn að glettast við yngri kyn- slóðina. Auk okkar systkinanna bast hann einnig vinaböndum við marga sem voru hér í kaupa- mennsku og jafnvel á bæjunum í kring. Glettni og gamansemi fylgdi honum og margir minnast hinna furðulegustu orða sem Bjarni hafði á vörum og í góðlátlegri stríðni fræddi ungmennin um að ættu við hina ólíklegustu hluti. Dæmi um slíkt er smallkjói, könnusteypir og bunustokkur svo eitthvað sé nefnt. Sparsemi og hóf vai' einkenni hans til allra hluta nema neftóbaks. Það veitti Bjarni sér í talsverðu magni og varð lítt meint af. Ekki var undirritaður hár í loftinu þegar hann byrjaði glettnislega að bjóða í nefið. Éf maður þáði þá setti hann væna rönd á lítið handarbakið en neytti þess síðan sjálfur með bros á vör. Iðjusamur og góður verkmaður var Bjarni og laginn við skepnur. Hann hafði yndi af hestum og átti nokkra hér á bæ til margra ára. Hann fylgdist grannt með stóðinu og folöldunum á vorin. Sem fleiri naut hann þess að fara ríðandi nið- ur á Miklavatnsmýri á góðum sum- ardegi með útsýnið, tiginn fjalla- hringinn og alla kyrrðina sem þar er í annars þéttbýlum Flóanum. Hann var sögumaður ágætur og minnið trútt fram á síðustu ár. Iðjulaus gat hann illa verið. Er hann slæmur í fótum og liðum eftir erfiðisvinnu hætti störfum, þá tók hann til óspilltra málanna við hand- verk ýmiskonar. Hann útbjó úrvals hnífa sem enn eru notaðir hér. Tó- baksbauka úr horni, skai’ út stof- uklukkur og loks alla fuglana á síð- ustu árum, sem víða hafa farið. Er við hér kveðjum Bjarna Vil- hjálmsson fylgja aðeins hlýjar minningar tengdar einstökum heimilisvini í huga okkar allra héð- an frá Gaulverjabæ. Samúðarkveðjur til ættingja. Valdimar Guðjónsson. Hafóu þökk fyrir hjartans mál, hugogþrek ogvilja. Gleðji nú Drottins góða sál, gefiossréttaðskilja. (Hannes Hafstein.) Með nokkrum orðum viljum við sem einhverju sinni vorum böm á efri hæðinni við Kirkjueig 14 minn- ast Bjama Vilhjálmssonar. Þær minningar eru fullar hlýju og þakk- lætis fyrir þá greiðu leið sem við áttum niður á hæðina fyrir neðan og þær móttökur sem við jafnan fengum. Hann var ákaflega barn- góður og við dvöldum oft löngum stundum og fylgdumst með honum smíða sína fallegu gripi. Með aðdá- un horfðum við á hann skera út úr tré fugla, klukkur og að ógleymd- um tóbakshornum sem var hans að- alsmerki. Á meðan sagði hann okk- ur skemmtilegar sögur frá sínum uppvaxtarárum sem við hlustuðum á með athygli. Fyrir þessar stundir viljum við nú þakka af alhug og er- um þess fullviss að þær hafa gert okkur ríkari og hæfari til að takast á við það sem síðar beið okkar. Mínu og Todda og öðrum aðstan- dendum vottum við innilega samúð. Unnur og Garðarsbörn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svernr Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.