Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 31

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 31 ERLENT Kuldi ógnar fórnarlömbum jarðskjálftans 1 Tyrklandi Litil von um að fleiri fínnist á lífí Duzce. AP, AFP, The Daily Telegraph. Reuters fbúar í Bolu-héraði hafa margir hverjir flúið héraðið af étta við frek- ari skjálfta. Fjölskylda í bænum Duzce hleður eigum sínum á vagn. VITAÐ er um meira en 450 látna og mörg hundruð manna er enn saknað eftir jarðskjálftann sem varð í norð-vestur hlutaTyrklands á föstudag. Að minnsta kosti 3000 eru slasaðir og yfir 700 byggingar jöfnuðst við jörðu í skjálftanum. Meira en 1.200 hjálparstarfsmenn frá um 20 löndum vinna nú við björgunarstörf á svæðinu. Jarðskjálftinn, sem var 7,2 á Richter, varð í Bolu-héraði sem er aðeins um 70 kflómetnim austur af því svæði sem verst varð úti í jarð- skjálftanum í ágúst þegar 17.000 manns fórust. Ibúar í bænum Duzce, þar sem tjón vegna skjálftans varð einna verst, hafa hafst við úti undir ber- um himni síðustu sólarhringa af ótta við frekari skjálfta. Mjög kalt er nú á þessum slóðum, hiti hefur farið niður fyrir frostmark. Kuld- inn dregur úr líkum á því að fleiri fórnarlömb flnnist á lífí í rústunum. Mikill skortur er á tjöldum og öðr- um hjálpargögnum fyrir íbúa á svæðinu. Fólkið hefur þurft að hýr- ast undir ábreiðum og hafa margir áhyggjur af heilsu barna og gama- lmenna við þessar aðstæður. Það þykir hafa verið bót í máli að þurrt hefur verið í veðri en nú er óttast að fari að rigna. Vonast er til þess að hjálparsendingar nái til fólksins áður en algert neyðarástand skap- ast. Þurfa að aflima fólk til að bjarga því Hjálparstarfsmenn eru enn að grafa í rústum húsa í þeirri von að takast megi að bjarga fólki á lífi. Vegna kuldans hefur þurft að af- lima fólk sem hefur verið fast í rústum húsa svo takast mætti að bjarga því. Þungaðri konu og ófæddu bami hennar var bjargað með því að skera af handlegg kon- unnar sem var fastur milli steypu- klumpa. Þegar jarðskjálftinn mikli reið yfír í ágúst voru stjómvöld í Tyrk- landi harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við. Margir af þeim sem komust lífs af úr skjálft- anum á föstudag hafa aftur á móti hælt stjórnvöldum fyrir skjót við- brögð nú. Fjölmiðlar í landinu hafa einnig sagt að stjórnvöld hafí verið mun betur undir hörmungamar búin en áður. Ótti við frekari skjálfta Jarðskjálftafræðingar hafa var- að við því að vænta megi frekari skjálfta í vesturhluta Tyrklands. Skjálftavirkni á þessu svæði stafar af flekamótum sem þar em og spá vísindamenn því að virkni geti stað- ið yfír í nokkra mánuði. Enn er tal- ið að mikil spenna sé á mótum jarð- skorpuflekanna og velta menn vöngum yfir því hvort hún muni geta orsakað fleiri stóra skjálfta eða röð minni skjálfta. Áhyggjur manna hafa ekki síst beinst að höfuðborginni, Istanbul, en ljóst er að afleiðingar af öflugum jarðskjálfta í nágrenni hennar gætu orðið skelfilegar. í þessu sambandi hefur einnig verið bent á fund ÖSE í Istanbul síðar í vikunni, þar sem margir af leiðtogum Evrópuríkja, auk forseta Banda- ríkjanna og Rússlands, verða sam- an komnir. Norð-vestur hluti Tyrklands er eitt mesta jarðskjálftavíti á jörð- inni. Á tímabilinu fí-á aldamótum til ársins 1995 hafa orðið 34 jarð- skjálftar þar. Kjötdeila óleyst Reynt að afstýra málaferlum London, París. AP, AFP. FORSÆTISRÁÐHERRAR Bret- lands og Frakklands áttu í gær 40 mínútna langt samtal í síma um lausn kjötdeilunnar svokölluðu sem enn er óleyst. Ráðamönnum í báðum löndum er mikið í mun að finna pólitíska lausn á málinu og koma þannig í veg fyrir að það fari fyrir Evrópudómstólinn í Lúxem- borg. Þeir Tony Blair og Lionel Jospin urðu ásáttir um að vísindamenn frá löndunum tveimur hittust á ný til að fara yfir þær aðferðir sem not- aðar eru í Bretlandi til að tryggja að nautakjöt sé ekki sýkt af veiru sem getur valdið Kreutzfeldt-Ja- kob heilahrörnunarsjúkdómnum í mönnum. Vísindamennirnir hittust í síðustu viku að ósk Frakka sem hafa neitað að aflétta innflutnings- banni á bresku nautakjöti, þrátt fyrir úrskurð vísindanefndar fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins um að kjötið sé hæft til neyslu. Frakkar segjast enn ekki sannfærðir um að aðferðir Breta séu nægilega öruggar til að þeir sjái sér fært að aflétta banninu. I dag rennur út sá frestur sem framkvæmdastjórnin hafði tekið sér til að ákveða hvort hún höfði mál gegn Frökkum. í gær sendi Nick Brown, landbúnaðarráðherra Bretlands, framkvæmdastjórn ESB bréf þar sem hann sagðist vænta þess að hún hæfí undirbún- ing að málsókn gegn Frökkum um leið og fresturinn rynni út. DAIHATSU Lipur og sprækur Daihatsu Cuore er ofursparneytinn fimm dyra smábíll á einstöku verði. Liprari borgarbíl er vart að finna, en Cuore er jafnframt ótrúlega rúmgóður. Vélin er þrælspræk en eyðir þó aðeins 5,3 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, með beinskiptingu, samkvæmt Evrópustaðli. Cuore uppfyllir ströngustu kröfur Evrópusambandsins um árekstravörn. brimborg Tvisturinn Faxastíg 3B, Vestmannaeyjum Sfmi 481 3141 -u; Brimborg Akureyri Bíley Betri bílasalan Bílasalan Bílavik Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrfsmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Reykjanesbæ Sfmi 462 2700 Sfmi 474 1453 Sfmi 482 3100 Sími 421 7800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.