Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + SOFFÍA K. LÖVE, Hlíf 1, ísafirði, lést á Landspítalanum sunnudaginn 14. nóvember. Eínar H. Þorsteinsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Ingibjörg Reynisdóttir, Baldvin E. Einarsson, Erla Sjöfn Jónsdóttir, Guðrún Agnes Einarsdóttir, Heiðar Sverrisson, Uni Þór Einarsson, Þorieifur K. Kristmundsson, Svanhildur Ólafsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓNAS EYSTEINSSON kennari, Brávallagötu 42, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 13. nóvember. Guðrún Vilborg Guðmundsdóttir, Rósa, Aðalheiður, Eysteinn Óskar, Erla Björk og Sigrún Huld. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengafaðir, afi og bróðir, HÖRÐUR SIGURBJÖRN GUÐLAUGSSON, varð bráðkvaddur að kvöldi föstudagsins 12. nóvember 1999. Fyrir hönd aðstandenda, Hannelore Helga Jáhnke. + Elskulegur sambýlismaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN KRISTJÁN JOENSEN, Langanesvegi 10, Þórshöfn, lést á Sjúkrahúsi Suðumesja laugardaginn 13. nóvember. Guðný Jósefsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabamaböm. + Ástkær móðir okkar, GUÐLAUG HELGADÓTTIR frá Baldursheimi, Norðurgötu 56, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 14. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN G. FENGER, Lynghaga 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 13. nóvember. Geir U. Fenger, Pétur U. Fenger, Sigrún Guðmundsdóttir Fenger, Anna Kristín Fenger, Steinar Jónsson, Ida Hildur Fenger, Skafti Jóhannsson og barnaböm. HARALDUR S. GÍSLASON + Haraldur S. Gislason fæddist í Hafnarfírði 15. ágúst 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 9. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru: Gísli Gíslason matsveinn f. 12.12. 1904 á Stokkseyri, d. 21.7. 1972 og Ásta Kristjánsdóttir hús- freyja, f. 4.7. 1907 í Seli, Miklaholts- hreppi, d. 29.5. 1979. Fósturforeldrar Haraldar voru Yngvi Kristjánsson sjómað- ur, f. 4.3. 1904, og Sigríður E. Tómasdóttir húsfreyja, f. 12.10. 1904, d. 17.9. 1986. Hálfsystkin Haraldar, sammæðra, eru: Sunna Emanúelsdóttir, Guð- mundur H. Emanúelsson, látinn, og EHert Emanúelsson. Hálf- systkin Haraldar, samfeðra, eru: Guðrún Gísladóttir og Kristín Þ. Gísladóttir. Hinn 25.1. 1955 kvæntist Haraldur Guðrúnu Gunnar- sdóttur frá Stykkishólmi, þau slitu samvistum árið 1994. Þeirra böm em: 1 Sjöfn, mynd- listarmaður, f. 25.1. 1953, 2. Hlöðver skipstjóri, f. 15.6. 1954, búsettur í S-Afríku. Synir, Pálmi Haraldsson, nemi og Benedikt Haraldsson. 3. Sif, snyrtifræð- ingur, f. 22.11. 1955, búsett í Bandaríkjunum. Maki Benedikt Sveinsson forstjóri. Börn: Thelma Benediktsdóttir nemi og Benedikt Bene- diktsson. 4. Sigríð- ur I., sjúkraliði, f. 2.9. 1957. Maki: B. Gunnar Ingvarsson, húsasmíðameistari. Börn: Aron Kristjánsson hand- boltamaður og nemi búsettur í Danmörku, sambýl- iskona Hulda Bjarnadóttir kenn- ari. Bam: Óskírður Aronsson. Guðrún E. Gunnarsdóttir nemi og Haraldur L. Gunnarsson. 5. Valdís H. lyfjatæknir, f. 2.1. 1959. Maki: Björn Guðmundsson fjármála- stjóri. Böm: Sif Björnsdóttir nemi og Guðmundur Björnsson. 6. Magnea Á., fatahönnuður, f. 24.5. 1962, búsett í Sviss. Sam- býlismaður: Marios Zimmer- mann forstjóri. Sonur: Albert Dean. 7. Albert, f. 4.10. 1963, skipstjóri, búsettur í Chile, son- ur Jósef H. Albertsson. Haraldur útskrifaðist sem raf- virki frá Iðnskóla Reykjavíkur árið 1950 og fékk meistararétt- indi árið 1953. Haraldur starfaði sem rafverktaki mestan hluta ævi sinnar í Stykkishólmi og ná- grenni, einnig stundaði hann kennslustörf við Iðnskóla Reykjavíkur. Sambýliskona Haraldar sl. ár er Ingibjörg Axelsdóttir. Útför Haraldar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku hjartans pabbi minn, kveðja vil ég þig með þessum orð- Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnu að hafaþighér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirum ókomnatíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Kg umvefji blessun og bænir, ég bið þess þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, Þín veröld er björt og ný. (Þórunn Sig.) Þín dóttir Sigríður. Vertu guð faðir faðir minn ifrelsaransjesúnafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svoallrisyndéghafni. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá Faðir mína önd munégsvoglaðurdeyja. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku pabbi. Þegar ég hugsa um farinn veg er um margt að velja. Stutt er síðan í sumar uppi í Skíða- skála þegar að þú varðst sjötugur og börnin þín sem á landinu eru og börnin hennar Ingu ásamt fjöl- skyldum komu saman og samföng- uðu þér og Bergþór Pálsson kom og söng fyrir þig, þú varst svo glað- ur þá. En dýpstu stundirnar áttum við tvö síðustu vikurnar þínar. Dag- urinn á Eyrarbakka nú í haust, þótt þú kvalinn værir, er mér mjög kær, er þú komst til að skoða málverkin mín áður en þeim var pakkað til New York. Þú sýndir svo opinn áhuga og áttaðir þig á mörgu enda byrjaður að fikta við pensilinn svona á efri árum og hafðir mjög gaman af. Þú varst fagurkeri í raun og síðustu dagana þína á líknar- deildinni í Kópavogi kunnir þú vel við þig enda ræddum við mikið um hönnun, list og handverk, þar nefndir þú atriði sm þig hefði áður langað til að fara dýpra í. Pabbi minn, þær umræður tökum við upp næst þegar við hittumst. Nú ertu ekki kvalinn lengur og fékkst hvíld- ina miklu. Eg náði að koma heim sama morgun og þú sofnaðir fallega og sitja hjá þér ásamt Siggu og Völu. Hin systkinin sem eru búsett erlendis náðu ekki til þín nógu snemma en þau kvöddu þig í síman- um, Sif í Bandaríkjunum, Magga í Sviss, Hlölli í S-Afríku og Albert í Chile. Þau eru nú öll komin ásamt fjölskyldum sínum og þau fá að heyra hve blítt þú brostir rétt áður en þú sofnaðir rólega svefninum. Inga mín, þakka þér allt. Guð blessi minningu þína, pabbi minn og okk- ar allra. Hvíl þú í friði. Þín elsta dóttir, Sjöfn. Mig langar svo að minnast hans pabba míns, hann pabbi lést á líkn- ardeild Landspítalans sl. þriðju- dag, eftir stranga baráttu við krabbamein. Þegar pabbi lagðist þar inn fyrir nokkrum vikum var ætlunin að ná betri tökum á veik- indum hans, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. I dag kveð ég elskulegan föður með miklum söknuði. I veikindum sín- um leyfði pabbi okkur öllum að snúast í kringum sig og þótti okkur mjög vænt um það. Pabbi var bæði harður og traustur maður alla ævi. Hann streittist ákaft á móti sjúk- dómnum ógurlega sem lagði hann svo að velli, það vitum við sem feng- um að vera hjá honum síðustu dag- ana, mín minning um þig gleymist aldrei. Heiðurinn mestur Á farseðil lífs míns faðir minn reit, þau fegurstu boðorð sem hugurinn veit. Að efna sín loforð og halda sín heit, er heiðurinn mesti í gæfunnar leit. (G.G.G.) Þín dóttir Valdís. Kæri tengdapabbi. Á kveðjustund leitar hugurinn til liðinna stunda með þér. Þær stund- ir eru orðnar allmargar á síðustu 25 árum. Þegar ég kom fyrst inn á þitt heimili á Laufásveginum í Stykkis- hólmi hófst strax mikil og góð vin- átta okkar á milli sem aldrei bar skugga á þó oft væri tekist á í orði í rökræðum um hin ýmsu málefni líðandi stunda. Það reyndist enda oftast árangurslaust að snúa þér á mitt band ef við vorum ósammála. I gegnum árin hafðir þú það fyrir sið að kíkja í heimsókn á laugardög- um eða sunnudögum um leið og þú fékkst þér bíltúr og þú vildir fá fréttir af börnunum okkar Siggu og ekki var verra ef ég gat sagt fréttir úr Hólminum eftir að við vorum báðir fluttir í Hafnarfjörðinn. Þess- ara heimsókna verður sárt saknað af öllum á mínu heimili. Oft var spjallað um húsbyggingar og það sem við störfuðum, þ.e.a.s. þú í raf- magni og ég við smíðar. Eg veit það að sá sem fékk þig til að vinna fyrir sig í rafmagni, við nýlagnir eða lag- færingar, var ekki svikinn af þinni vinnu. Nákvæmnin var oft slík að sumum þótti nóg um. Eg fór ekki varhluta af þessu því þú lagðir fyrir mig rafmagn í tvö hús, eitt í Hólm- inum og annað í Hafnarfirði. Eg þurfti ekki að hafa nokkrar áhyggj- ur af þessum verkþætti enda allt sjálfsagt af þinni hálfu. Nákvæmni þín og næmt auga fyrir fallegum hlutum kom fram á nýjan hátt þeg- ar þú fórst að teikna og mála mynd- ir fyrir fáum árum síðan. Síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir vegna veikinda enda var það nýtt fyrir þér að vera veikur. Nú hefur þú fengið hvíldina löngu of fljótt og of snöggt. En svona er lífið. Hvíl í friði, Gunnar. í dag verður lagður til hintu hvílu tengdafaðir minn, Haraldur S. Gíslason frá Stykkishólmi. Við Haraldur kynntumst fyrir rúmum 22 árum, þegar við Valdís vorum að kynnast. Það er margs að minnast þegar ég hugsa um allar góðu stundirnar með Haraldi og fjöl- skyldu hans vestur í Stykkishólmi og síðar í Hafnarfirði. Haraldur og eiginkona hans, Guðrún Gunnars- dóttir, eignuðust sjö böm, fimm stelpur og tvo stráka, Sjöfn, Hlöð- ver, Sif, Sigríði, Valdísi, Magneu og Albert. Þegar allur þessi hópur kom saman ásamt mökum og barnabörnum var alltaf mikil gleði og ánægja, og leyndi sér aldrei stolt hans af börnum sínum og fjölskyld- um. Þá fékk hann fréttimar hjá öll- um, strákunum sínum, og stelpun- um sínum og mökum þeirra og barnabörnum. Þá var nú ekki verra að ræða aðeins um úrslit síðustu leikja FH og Hauka í handboltan- um en þar fylgdist Haraldur vel með barnabömum sínum. Haraldur var sterkur persónuleiki, glaðlynd- ur og heiðarlegur í öllum samskipt- um. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og vildi að fólk tæki al- varlega á öllu sm það tæki sér fyrir hendur, vinnan, námið og allar skuldbindingar númer eitt og síðan kemur afraksturinn í eðlilegu fram- haldi. Þessi ákveðna afstaða Hara- ldar til lífsins, sem hann kunni svo vel að njóta hefur örugglega hvatt bömin hans til góðra verka. Hara- ldur var rafvirki að mennt og starf- aði sem rafverktaki mestan hluta lífs síns. Gæfan var honum ávallt hliðholl í starfi, það gerði honum kleift að sjá svo vel fyrir sinni stóm fjölskyldu. Hjá Haraldi gerðu veikindi vart við sig fyrir ekki löngu, en hjá hon- um eins og svo mörgum tók þessi sjúkdómur völdin og lést hann af hans völdum 9. nóvember sl. Þetta gerðist svo hratt, finnst okkur öll- um, enginn var viðbúinn þessu. I dag kveð ég þig, Haraldur, og þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni með því að vera samferða þessi ár, Guðmund- ur og Sif, bömin okkar Völu, sakna nú sárt afa síns en vita hvert þín liggur leið. Guð geymi þig, Hara- ldur, vertu sæll. Fyrrv. eiginkonu votta ég samúð mína og elskulegum dætmm þínum og sonum og börn- um þeirra og Ingibjörgu sem veitti þér svo mikla hlýju og stuðning. Björn Guðmundsson. Kveðja til afa. Ég kveð þig, elsku afi minn þú stefnu tókst á himininn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.