Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Shipov og Su- tovski sigra á Mön SKÁK Mön MONARCH ASSURANCE SKÁKMÓTIÐ 6.-14.11.1999 ENSKI stórmeistarinn Nigel D. Short (2.689) virtist ætla að sigra með yfirburðum á Monarch Ass- urance skákmótinu á Mön þegar sex umferðum var lokið af níu. Hann hafði þá unnið fimm skákir og einungis gert eitt jafntefli. Þó að landar hans hafi sniðgengið allt sem franskt er að undan- förnu vegna kjöt- stríðs Frakka og Englendinga, þá lét Short það ekkert á sig fá og tefldi franska vörn við hvert tækifæri. Þannig kom frönsk vöm upp í öllum fimm fyrstu skákum hans. Hann hafði þrisvar svart og tvisvar hvítt og fékk 4% vinning. Jafnteflið var gegn sigurvegaranum frá því í fyrra, Emil Sutovsky (2.587). í síð- ustu umferðunum sneri stríðsgæf- an hins vegar bakinu við Short og hann náði einungis hálfum vinning í viðbót. Þetta notfærðu keppi- nautar hans sér að sjálfsögðu og Short varð að sjá af efsta sætinu í hendur Rússans Sergei Shipov (2.658) og Israelans Emil Sutovsky (2.587), sem fengu báðir 6V2 vinn- ing. Short varð hins vegar að láta sér lynda 3.-10. sætir með 6 vinn- inga. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1.-2. Sergei Shipov (2.658) 6'h v. 1.-2. Emil Sutovsky (2.587) 6'h v. 3.-10. Nigel D. Short (2.689) 6 v. 3.-10. Lev Psakhis (2.581) 6 v. 3.-10. Sergei Tiviakov (2.611) 6 v. 3.-10. Petr Kiriakov (2.554) 6 v. 3.-10. Jonathan Parker (2.523) 6 v. 3.-10. Aleksandr Shneider (2.551) 6 v. 3.-10. Christopher Ward (2.473) 6 v. 3.-10. Bogdan Lalic (2.550) 6 v. o.s.frv. Alls tóku 15 stórmeistarar þátt í mótinu, en þátttakendur voru 53. Stigalágmark í mótinu var 2.000 stig, þótt nokkrir fyrir neðan þau mörk hafi fengið að vera með á mótinu. Meðal þátttakenda að þessu sinni var einn íslenskur skákmaður, Björn Þorfinnsson (2.195). Það var ljóst frá upphafi að það yrði á brattann að sækja fyrir hann vegna styrkleika mótsins. Hann fékk fjóra vinninga og end- aði í 32.-39. sæti. Frammistaða hans var í samræmi við það sem vænta mátti samkvæmt skákstig- um. Monarch Assurance skákmótið nýtur mikillar virðingar og var nú haldið í áttunda skipti. Mótið verð- ur sífellt sterkara, en auk þess sækja þangað ungir og efnilegir skákmenn. Hin 15 ára gamla Alex- andra Kosteniuk, sem hlaut fimm vinninga á mótinu er yngsti kvennastórmeistari í heimi. Þá má nefna hinn 11 ára gamla Murugan Thiruchelvam, sem m.a. Kasparov hefur hælt fyrir mikla hæfileika. Murugan á fjölda heimsmeta fyrir árangur sinn við skákborðið. Björn Þorfinnsson tefldi reyndar við Murugan í fyrstu umferð mótsins og gerði sér lítið fyrir og sigraði þetta undrabarn. Anna Lilja Islandsmeistari í telpnaflokki Keppni í drengja- og telpna- flokki (fædd 1984 og síðar) á Skák- þingi Islands var haldin dagana 13.-14. nóvember. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi með 30 mín. umhugsunartíma. Urslit í drengjaflokki urðu þessi: 1.-3. Stefán Bergsson 7 v. 1.-3. Dagur Arngrímsson 7 v. 1.-3. Birkir Örn Hreinsson 7 v. 4. Guðjón Heiðar Valgarðsson 6‘Æ v. 5. Halldór Brynjar Halldórsson 6 v. 6. -9. Páll Óskar Kristjánsson, Emil Pet- ersen, Víðir Petersen, Guðmundur Kjart- ansson 5'h v. o.s.frv. Þar sem þrír eru efstir og jafnir þarf að heyja aukakeppni um sig- urinn í drengjaflokki. Það verður vafalítið hart barist um titilinn, enda eru þeir Stefán, Dagur og Birkir allir reyndir skákmenn þótt ungir séu að árum. Keppnin um Is- landsmeistaratitilinn fer fram nk. föstudag. I telpnaflokki voru að- eins tveir keppendur: 1. Anna Lilja Gísladóttir 3V2 v. 2. Margrét Jóna Gestsdóttir 3 v. Anna Lilja er því telpnameistari Islands annað árið í röð, en árið þar á undan varð hún í öðru sæti. Anna Lilja, sem er einungis 12 ára, hefur náð ágætum árangri að und- anförnu. Hún varð fyrsti kvenna- meistari Taflfélagsins Hellis fyrr á þessu ári og varð efst í sinum ald- ursflokki á einu fjölmennasta barnamóti ársins, Skák í hreinu lofti. Þá náði hún efsta sæti á kvennaskákmóti Hellis í október ásamt Áslaugu Kristinsdóttur, fyrrverandi Islandsmeistara. Margrét Jóna Gestsdóttir veitti Önnu Lilju harða keppni á íslands- mótinu eins og oft áður, en þessar tvær stúlkur eru báðar mjög efni- legar. Keppendur á íslandsmótinu í drengja- og telpnaflokki voru 31 og er það fækkun um 6 síðan í fyrra. Skákstjóri var Sigurbjörn J. Bjömsson. Skákmót á næstunni 18.11. Hellir. Heliisdeildin. 19.11. SÍ. Unglingameistaramót Islands. 21.11. SÍ/Síminn-Internet. Mátnetsmót. 22.11. Hellir. Fullorðinsmót. 25.11. Hellir. Sveitak. grunnsk. í Breið- holti. 26.11. TR. Klúbbakeppni. 28.11. Hellir. Kvennaskákmót. 28.11. SÍ/Síminn-Internet. Mátnetsmót. Daði Örn Jónsson Margrét Jóna Anna Lilja Gestsdóttir Gísladóttir Veloursloppar Frottésloppar með hettu Náttkjólar, stuttir og síðir lÆey/asYiar, Æu&turoe/ú, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sköpun eða þróun EG var að heyra í útvarp- inu, að þeir þarna vestur í Kansas í Ameríku væru komnir í hár saman út af því, hvort lífríki á jörðinni er sköpun eða þróun. Mun ekki sanni nær að jarðh'fið sé sköpun og þróun? Það er sagt frá sköpunarsögunni fremst í Biblíunni og þar er talað um að jarðríkið sé skapað á sex dögum, en hvað þýðir dagur í þessu sambandi? Það er óralang- ur tími sem enginn kann tölu á. En hvað er svo hver einasti dagur hjá okkur mönnunum frá upprás til sólarlags, er hann ekki hvort tveggja sköpun og þróun? Sköpunarsaga Bibl- íunnar er stórmerkileg, einkum táknlega séð. Og þannig á fyrst og fremst að lesa hana, þar er lífið Mka að þróast frá byijun til okkar dags. Áhugasamur lesandi. Útópía BÆR nokkur í Utópíu er nefndur Kindavík. Þar hafa menn þann sið, að ganga hart fram í að uppræta all- an gróður á landi með því að beita skepnu nokkurri ógurlegri með góðum ár- angri. Svo hart er fram gengið, að þeir í Kindavík hafa nær alveg upprætt gróður í landi sínu og þurfa þvi að herja á önnur lönd í Utópíu. Forráðamenn Kindavíkur eru mjög montnir af dugnaði sinna manna í að beita skepnunni ógurlegu og ekki lætur ár- angurinn á sér standa. Æðsti þingmaður Útópíu er líka ógurlega montinn af dugnaðinum og lætur sig ekki vanta, að mæta á upp- skeruhátíð upprætingar- innar að hausti og fer hátt með það að verja þennan „læf stæl“ eins og hann sjálfur kemst að orði, þó hann í kosningaham segist elska og númer eitt hjá sér sé umhverfisnefnd, en hon- um til málsbóta er jú að hann lifir í Útópíu. Svona er Útópía í dag. Pétur Sigurðsson, Hverfisgötu 34, Hf. Þakkir KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þakklæti til afgreiðslustúlku í dömu- deild Hagkaups í Kringl- unni. Hún hafði farið þang- að til þess að versla eitt- hvað smávegis. Þama var ljóshærð, stuttklippt stúlka sem afgreiddi hana og var alveg sérstaklega hlý og yndisleg. Hún vill þakka stúlkunni fyrir lipra og góða þjónustu. Ánægður viðskiptavinur. Tillögur KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri tillögum til tveggja fyrirtækja í Reykjavík. Annars vegar til ÁTVR um að hafa opið lengur á daginn, í stað þess að selt verði áfengi í matvöruverslun. Hins veg- ar að Landssíminn lækki afnotagjöldin innanlands frekar en að lækka gjöldin til útlanda. Tapað/fundið Gullúr fannst GULLÚR fannst í versl- uninni 11-11 í Breiðholti. Á bakhlið úrsins stendur nafnið Begga. Upplýsingar hjá Magnúsi í síma 587 5363. GSM-sími týndist SVARTUR GSM-sími týndist fyrir stuttu, senni- lega í Kringlunni eða í mið- bæ Reykjavíkur. Síminn var í plastpoka frá Ey- mundsson. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband við Bellu í síma 552 0022. Pappakassi týndist PAPPAKASSI týndist í anddyri Kolaportsins sunnudaginn 24. október sl. á milli kl. 17-18. í kass- anum voru Bing og Grön- dal mæðraplattar, íslenku jólaplattarnir og blóma- vasar ásamt ýmsu fleiru. Skilvís finnandi vinsamleg- ast hafi samband við Stellu í síma 861 6121. Dýrahald Dísarpáfagaukur ÓSKA eftir að fá gefins dísarpáfagauk. Má vera allt að átta ára. Vinsamleg- ast hafið samband við Dagnýju í síma 586 1097. SKAK Lmsjdii Margeir Pélursson STAÐAN kom upp á armenska meistaramótinu í haust. A. Yegiazarian (2500) hafði hvítt og átti leik egn A. Minasian (2600) 31. Hh7+! - Kxh7 32. Dh5+ - Kg7 33. fi>+ - Kxf6 34. Dxb5 og svartur gafst upp. En ágætu herramenn, einhver hlýtur að vita til hvers við erum á þessum fundi. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombdlu 3.145 kr. til styrktar Rauða krossi Islands. Þær heita Hildur Inga Sveinsdóttir og Vigdís Birna Sæmundsddttir. Víkverji skrifar... SVOKALLAÐRI netverzlun vex Stöðugt fiskur um hrygg. í Morgunblaðinu á sunnudaginn var, var greint frá því að talið er að um helmingur farmiða Flugleiða verði seldur á Netinu eftir tvö ár. Slík sala er þegar orðin mikil í Netklúbbi Flugleiða, þar sem oft eru auglýst sérstök ferðatilboð. I viðtali við Sigurð Helgason, for- stjóra Flugleiða, í sama blaði er varpað fram þeirri spurningu að innan tíðar verði komin ferðaskrif- stofa á hverju tölvuvæddu heimili. Fólk getur þá ekki aðeins keypt farmiða hjá Flugleiðum á Netinu, heldur einnig í gegnum ferðaskrif- stofur. Þá er farið inn á heimasíður þeirra og skoðaðir þeir ferðakost- ir, sem í boði eru. Þetta er merki- leg þróun, en kannski ekki jákvæð fyrir mannlega samskipti. Kannski auðveldar þessi háttur fólki einnig að rata í fargjaldafrumskóginum, sem anzi oft reynist ótrúlega villu- gjarn. xxx AÐ ER líka önnur hlið á net- verzluninni. Töluverð brögð hafa verið að því að varningur sé svikinn út með þeim hætti að óprúttnir menn komast yfir korta- númer fólks og nota þau síðan á Netinu. Það er afar mikilvægt að fólk sé verndað fyrir slíkri mis- notkun. Nauðsynlegt er að allar kaupupplýsingar séu dulritaðar, það er að greiðslukortanúmerum sé breytt í leynilega tölvukóða. Þegar fyrir því er full vissa að mis- notkun sé útilokuð, mun þessi verzlun aukast verulega að mati Víkverja. xxx ÍKVERJI átti leið um Suður- land allt austur til Hafnar í Hornafirði fyrir skömmu. Það er í flestum tilfellum skemmtileg akst- ursleið, enda beinn og breiður vegur þangað. Athyglisvert er að sjá hve ferðaþjónustan er langt komin í hinum áður einangruðu sveitum, Öræfum og Suðursveit. Þar eru risin glæsileg hótel og bændagisting er áberandi. Fegurð þessara sveita undir jöklinum mikla er mikil og góður kostur er að gista í sveitunum og fara þaðan í ökuferðir um nágrennið. Þar er margt að sjá. Sömu sögu er einnig að segja frá Nesjum ofan Hafnar. Mikil gróska er í ferðaþjónust- unni, sem virðist vera langt komin með að taka við af hefðbundnum landbúnaði sem undirstaða at- vinnulífsins. XXX DAGUR íslenzkrar tungu verð- ur haldinn hátíðlegur í fjórða sinn í dag. Inntak dagsins í dag verður skólinn og tungan. Áherzla hefur verið lögð á tengingu við upplestrarkeppni grunnskólanema, sem hleypt er af stokkunum í til- efni dagsins og þátttöku skóla- barna í degi íslenzkrar tungu. Vík- verji telur þennan dag góðan þátt í varðveizlu tungunnar, sem er okk- ur svo kær og í raun eitt helzta tákn sjálfstæðis okkar. Það er full þörf á því að stuðla að varðveizlu íslenzkunnar, en því miður hafa tök þjóðarinnar á henni heldur slaknað hin síðari ár, hverju sem menn vilja um kenna. Við þurfum ætíð að standa vörð um tunguna, en ef við sofnum á verðinum, fer illa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.