Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um einkavæðingu ríkisfyrirtækja og dreifða eignaraðild Setning reglna um dreifða eignaraðild í brennidepli Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti ánægju sinni með hvemig til tókst við sölu FBA. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, var málshefj- andi utandagskrárumræðunnar í gær. Einkavæðing Fjárfest- ingarbanka atvinnulífs- ins var efst á baugi í ut- andagskrárumræðu um einkavæðingu ríkisfyr- irtækja og dreifða eign- araðild sem fram fór á Alþingi í gær. Sverrir Hermannsson formað- ur Frjálslynda flokks- ins hóf umræðuna en til svara var Davíð Odds- son forsætisráðherra. SVERRIR Hermannsson rakti í upphafi máls síns nokkur dæmi um einkavæðingaraðgerðir sem hann taldi vart geta talist vel heppnaðar. Ræddi hann m.a. um einkavæðingu Utvegsbankans og Síldarverksmiðju ríkisins, SR-mjöl, en þar sagði hann miklar eignir hreinlega hafa verið gefnar enda hefðu aðeins 160 millj- ónir króna skilað sér í ríkissjóð að einkavæðingunni lokinni. Sverrir rifjaði upp að þegar um- ræður hófust um einkavæðingu rík- isbankanna hefði því margoft verið lýst yfir af hálfu stjórnvalda að dreifð eignaraðild væri forsenda sölu bankanna. Fullyrti Sverrir að engin sátt hefði náðst um sölu bank- anna nema gegn því að þetta grund- vallaratriði lægi ljóst fyrir. Undirbúningi sölu bankanna hefði hins vegar ekki fyrr verið lokið -en annað hljóð kom í strokkinn. Þar hefði bankamálaráðherrann Finnur Ingólfsson riðið á vaðið og leitað til Wallenberga í Svíþjóð um kaup þeirra á ráðandi hlut í Landsbanka Islands og sagði Sverrir að forsætis- ráðherra hefði veitt þessu frum- kvæði Finns blessun sína. „Það blasti hins vegar við að vara- formaðui' Framsóknarflokksins var þama að gera tilraun til flokksvæð- ingar Landsbankans en Wallen- bergar í Svíþjóð hafa lengi verið innstu koppar í búri kó-operatíva þar í landi, sem lengi voru aðal lóðs- ar gamla SÍS á íslandi. Og liggja víða leyniþræðir. Raunar virðist með sanni mega segja að einkavæð- ing ríkisbankanna snúist um flokks- væðingu Framsóknar og einkavina- væðingar hins stjórnarflokksins, ef að líkum lætur,“ sagði Sverrir. Finnur vilji ekki reglur sem hamli „flokksvæðingu Landsbankans" Sverrir beindi sjónum sínum að sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins og spurði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra hvort hann hygðist beita sér fyrir því að settar yrðu reglur um dreifða eignaraðild að fjármála- fyrirtækjum, svo sem hann hefði ít- rekað lýst vilja sínum til. Sverrir sagði að fyrstu skref við sölu FBA hefðu alls ekki verið í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkis- stjórnarinnar um dreifða eignarað- ild og rakti hann síðan þær deilur sem urðu þegar sparisjóðirnir seldu hlut sinn í FBA. Ge'rði hann einnig nokkuð úr meintum skoðanaágrein- ingi Davíðs og Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra um hvort rétt sé að setja reglur um dreifða eignarað- ild. Vitnaði hann m.a. til viðtals við Finn í Morgunblaðinu þar sem Finnur sagði að hann teldi ekki að til skráðra reglna þyrfti að koma, í ljósi þess hvaða aðilar hefðu á end- anum keypt 51% hlut ríkisins í FBA. ALÞINGI „Þessar fullyrðingar eru í besta lagi bull. Rakalaust rugl, framsett í blekkingarskyni," sagði Sverrir. Fullyrti hann að Finnur vildi ein- faldlega leyfa vinum sínum, „stór- fiskunum í Orca“, að sölsa undir sig FBA í friði „og sjálfur vill hann ekki reglur sem hindra hann við flokks- væðingu Landsbankans þegar þar að kemur“. Baksamningur milli Orca SA og Kaupþings? Davíð Oddsson forsætisráðherra rakti í ræðu sinni aðdraganda að sölu FBA, sem endanlega var leidd til lykta í gær. Hann rakti hvernig sparisjóðirnir og Kaupþing söfnuðu á sínar hendur 28% eignarhlut í FBA og sagði að þessi samþjöppun eignarhlutar hefði gengið þvert á yf- irlýst markmið ríkisstjórnarinnar með sölu FBA. Jafnframt sagði Davíð að ljóst hefði orðið að þessi samþjöppun valda og áhrifa hlyti að kalla á við- brögð af hálfu stjómvalda, „því aug- ljóst var að sparisjóðirnir og Kaup- þing ætluðu að knýja fram vilja sinn um sameiningu Fjárfestingarbanka atvinnulífisins og Kaupþings." Síðsumars 1999 hefðu síðan borist þær fregnir að dótturfyrirtæki Kaupþings í Lúxemborg hefði selt Orca-hópnum 28% eignarhlut sinn í FBA á genginu 2,82 og sagði Davíð að athygli hefði vakið sú mikla leynd sem hvíldi yfir þessari sölu. „Þótti öll sú leynd grunsamleg í hæsta máta,“ sagði Davíð. „Við bættist að fregnir fóru að berast af óeðlilegum aðferðum Kaupþings við söfnun hlutabréfa í bankanum á tíma útboðsins haustið 1998. Fyrir- tækið virtist ekki hafa sést fyrir í ákafanum og keypt og selt sjálfu sér bréf í nafni viðskiptamanna sinna í fjarvörslu og að þeim forspurðum." Sagði Davíð að þetta hefði opin- berast í kjölfar viðskiptanna við Orca. „En þá kom í ljós að a.m.k. ein ástæða leyndarinnar um viðskiptin á milli Kaupþings og Orca var bak- samningur en samkvæmt honum skuldbundu kaupþingsmenn sig til að halda áfram að kaupa bréf Fjár- festingarbankans og ná til sín um það bil 11% hlutabréfa bankans í því almenna útboði á 51% hlut ríkissjóðs í bankanum sem álitið var að stæði fyrir dyrum á haustmánuðum. Með 28% hlut Orcu-manna og viðbótar- hlut annarra hluthafa í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins, sem voru fúsir til samstarfs, svo og þeim 11% viðbótarhlut sem sparisjóðirnir eða Kaupþing áttu að afla í væntanlegu útboði töldu aðilar viðskiptanna sig vera komna með ráðandi stöðu inn- an bankans í kjölfar einkavæðingar- innai’. í framhaldi af því væri mögu- legt að vinna að sameiningu Kaup- þings og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins.“ Davíð sagði áform þessi hafa mið- að beinlínis að því að koma einka- væðingu Fjárfestingarbankans í uppnám. „Kaupþingsmenn töldu að ríkisstjórnin hefði skuldbundið sig til að selja 51% hlut sinn með sölu- fyrirkomulagi sem fyrirtækinu hent- aði. Skeytingarleysið gagnvart hagsmunum ríkissjóðs og annarra hluthafa bankans var algjört.“ Við þetta hefði ekki verið hægt að una og greip ríkisstjórnin því til að- gerða til að verja hagsmuni ríkis- sjóðs, aðgerða sem miðuðu að því að tryggja hámarksverð fyrir öll 51% bréfa ríkissjóðs í bankanum, stuðla að dreifðri eignaraðild í bankanum og tryggja að jafna möguleika allra áhugasamra aðila til að taka þátt í útboðinu, hefðu þeir á annað borð til þess bolmagn. Vel heppnuð einkavæðing Davíð sagði vel hafa tekist til við einkavæðingu FBA. Kaupendur 51% hluta ríkissjóðs þar væru m.a. sumir af stærstu og öflugustu lífeyr- issjóðum landsins, fjársterkir ein- staklingar og lögaðilar, stjórnendur bankans og einnig aðilar tengdir Orca-hópnum svonefnda. Fyrir lægi að öll markmið ríkisstjórnarinnar með sölunni myndu nást fram. Þannig ættu tveir stærstu einstöku hluthafar bankans um 7% hlut í hon- um en aðrir minna. Hluthafar væru talsvert á fjórða þúsund og Orca- hópurinn yrði leystur upp. „Hluthafarnir munu því vinna saman að sameiginlegum hagsmun- um sínum, þ.e.a.s. að auka veg bank- ans. Þegar upp er staðið hefur þess- ari vel heppnuðu einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins lokið með þeim hætti að ríkissjóður hefur fengið um það bil 14,4 millj- arða króna fyrir hlutabréf sín í bankanum, sem er nimum sex millj- örðum króna hærri fjárhæð en sparisjóðirnir voiu reiðubúnir að borga fyrir bankann fyrir aðeins rúmu ári síðan. Einkavæðingin hef- ur því heppnast að þessu leyti til fullkomlega þó að illa hafi litið út um málið á tímabili," sagði Davíð. Hann sagði jafnframt í svari við spurningum Sverris telja nauðsyn- legt að fjármálastofnanir í fámennu landi séu í dreifðri eignaraðild. „Eg tel að þetta hafí heppnast hvað þetta mál varðar. Eg er enn þeirrar skoð- unar að menn eigi að skoða rækilega hér í þinginu möguleika á að setja slíkar reglur og reyna að ná um það sæmilegri sátt.“ Umdeilt hvort lagasetning er rétta aðferðin Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Samfylkingar, sagði í um- ræðum að hann skildi ekki alveg til- gang utandagskrárumræðunnai’ og undir þau orð tók annar þingmaður Samfylkingar, Lúðvík Bergvinsson. Sighvatur sagði ennfremur að fyiir sitt leyti væri hann hlynntur einka- væðingu ríkisstofnana í mörgum til- fellum, en alls ekki hvað varðaði t.d. skóla og menntastofnanir. Hins veg- ar væri hann á þeirri skoðun að erfitt væri tryggja dreifða eignarað- ild með lagasetningu. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra gerði grein fyrir breytingum á fjármagnsmarkaði á undanförnum árum og skýrði m.a. hagkvæman rekstur ríkisbankana á undanförum árum með vísan í formbreytingar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra. Nefndi hann að á árunum 1988-1997 hefði Landsbankinn tapað 13,7 millj- örðum í útlánum en rekstur bankans gengi hins vegar mun betur síðustu misserin. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstrihreyfingai-innar - græns framboðs sagði skrýtna sagnfræði hjá Finni, að þakka betri rekstur ríkisbankanna hlutafélagavæðingu þeiri’a eingöngu. Ögmundur sagði að vitaskuld hefði ekki alltaf staðið deilur um einkavæðingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar en í heildina litið væri enginn vafi á því að þær hefðu orðið til að þjappa saman valdi og fjármunum, einkum í sjávarútvegi. Lýsti Ögmundur stuðningi við að settar yrðu reglur til að tryggja dreifða eignaraðild að fjármálafyrir- tækjum. Pétur H. Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði áhrif einka- væðingar í öllum tilfellum jákvæð. Einkavæðing leiddi af sér aukna samkeppni og væri til mikilla hags- bóta bæði fyrir starfsfólk og neyt- endur. Óskaði Pétur ríkisstjórninni til hamingju með hversu vel hefði tekist til við einkavæðingu FBA. Jóhann Arsælsson þingmaður Samfylkingar sagði sannarlega hafa tekist betur til við sölu FBA heldur en SR-mjöls sem hefði verið sorgar- saga frá upphafi til enda. Sagði hann ágætt að einkavæða þegar tryggt væri að samkeppni yrði fyi’ir hendi en sagði að einkavæðing mætti ekki verða trúarbrögð. Jafnframt sagði Jóhann það rangt hjá Pétri H. Blön- dal að rekstur ríkisíyrirtækja væri í öllum tilfellum misheppnaður. Kristinn H. Gunnarsson þingmað- ur Framsóknarflokksins sagði hlut- verk ríkisins ekki óumbreytanlegt og því væri eðlilegt að menn ræddu reglulega um stöðu mála, líkt og verið væri að gera með þessari utan- dagski’árumræðu. Stjórnarflokkarn- ir væru hins vegar sammála um að halda áfram á einkavæðingarbraut- inni, næst yrðu ríkisbankarnir seld- ir. Segir viðskiptaráðherra fara með ósannindi Við lok umi-æðunnar í gær tók Sverrir Hermannsson aftur til máls og sagði það rakin ósannindi hjá Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra að segja að tap hefði orðið hjá Landsbankanum á árunum 1988- 1997 um 13,7 milljarða. Hins vegar hefðu afskriftir á þessu tímabili ver- ið á milli þrettán og fjórtán milljarð- ar. Sverrir sagði að það tap sem Landsbankinn varð fyrir vegna t.d. gjaldþrots Álafoss hefði ekki orðið til á þessum árum þótt afskriftir hefðu farið fram þá. „Sárasta tap Landsbankans á þessum áram hefur ef til vill verið tap Lindar og þar er hann öllum hnútum kunnugur þessi hæstvirti ráðherra, hann var þar innsti koppur í búri meðan það var og hét og getur upplýst nákvæmlega um hvernig kaupin gerðust á þeirri eyri,“ sagði Sverrir. Hann sagðist skilja vel að forsæt- isráðherra hefði orðið ósáttur með hvemig Orca-hópurinn hefði gert aðför að stefnu ríkisstjórnarinnar við sölu FBA. „En hæstvirtur for- sætisráðherra veit jafnvel og ég, og betur, að þetta var gert með fullri vitund og vilja hæstvirts bankamála- ráðherra, Finns Ingólfssonar. Og ég hygg að ekki síst þess vegna hafi reiði hæstvirts forsætisráðherra verið svo gagnger eins og sannaðist í Hólaræðunni frægu.“ Sverrir sagði forsætisráðheri’a hafa minnst á leynisamning Orca- manna og Kaupþirtgs og að af máli hans hefði mátt ráða að hann hefði komist á snoðir um innihald hans. Sagði Svemr engann vafa á að sala byggð á slíkum samningi hefði verið ógild ef íyrir hendi hefðu verið fast- ai’ reglur um dreifða eignaraðild. Fór Sverrir að síðustu fram á að Davíð svaraði því hvort hann hygð- ist beita sér fyrir lagasetningu í þessum dúr og spurði jafnframt hvort frekari einkavæðingu ríkis- banka yrði ekki frestað uns slíkar reglur hefðu litið dagsins ljós. Davíð Oddsson forsætisráðheri’a svaraði þessum spui-ningum Sverris ekki beint í lokaorðum sínum heldur ítrekaði þá skoðun sína að flestir væra sammála um að þegar upp væri staðið hefði sala FBA farið vel og að ríkissjóður mætti vel við una. Alþingi Dagskrá Rætl um Fljótsdals- virkjun í dag FUNDUR Alþingis hefst í dag kl. 10.30 og ber fyrri umræðu um þingsályktunartillögu iðnaðarráð- herra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun hæst á dag- ski’ánni en fastlega er reiknað með að hún standi fram á kvöld. Dag- ski’áin er annars svohljóðandi: 1. Reynslusveitarfélög, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 2. Framhaldsskólar, frh. 1. um- ræðu (atkvgr.) 3. Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun, fyrri umræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.