Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Raust fram-
tíðarinnar?
„Kannski erþetta samt ekki köttunum
aö kenna heldur útúrboruhætti sem er
auðvitað ekki sjúkdómur heldur hvim-
leiður ogsvolítið hlœgilegur lífstíll. “
KETTIR eru yndisleg
dýr en vissir ókostir
fylgja umgengni okk-
ar tvífætlinganna við
þau eins og eðlilegt er. Eitt af því
sem fundið er að þeim er að þeir
geri þai'íir sínar í
sandkössum barnanna og
breiði þannig út smitandi sjuk-
dóma. Líklega eru kettirnir á
Akureyri alveg óvenju harð-
skeyttir í þessum efnum. Að
minnsta kosti hefur eitthvað
komið fyrir rjómann af ungum
sjálfstæðismönnum þar, þeir
virðast hafa fengið í sig slæma
veiru sem eyðir dómgreind og
umburðarlyndi.
Kannski er þetta samt ekki
köttunum að kenna heldur út-
úrboruhætti sem er auðvitað
ekki sjúkdómur heldm’ hvimleið-
ur og svolítið hlægilegur lífstíll.
Hann er samt ekki fyndinn þegar
hann getur
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
orðið til stór-
vandræða og
sært aðra.
Ungu sjálf-
stæðismennirnir fyrir norðan
hafa áhyggjur af þvi að íslenskan
sé í hættu, þeir vilja vemda
menningu okkar og móðurmál.
Sem er auðvitað hið besta mál.
Engu skiptir hve miklir heims-
borgarar við viljum vera, okkar
eigin menning er það sem okkur
stendur næst að reyna að varð-
veita og hlú að. En einhvern tíma
var líka sagt að öll alþjóðleg
menning sem væri einhvers virði
væri þjóðleg að uppruna og góð
þjóðleg menning væri alþjóðleg.
Akureyringarnir vildu kannski
ekki gera annað en að hvetja til
þess að fólk af erlendum upp-
runa lærði íslensku ef það vildi fá
borgararétt í þessu örlitla samfé-
lagi okkar. Tónninn í samþykkt-
inni þeirra er því miður annar.
Það sem verra er, svona forn-
eskjutaut kemur óorði á mál-
vernd og gerir starfið erfitt fyrir
þá sem vilja ganga hart fram í
því að útlendingum læri sam-
skiptatunguna hér til þess að
þeim gangi betur að laga sig að
aðstæðum. Ekki langar mig til að
vera spyrtur saman við þá sem
tala af þjósti niður til nýbúa og
segja þeim nánast að hunskast
burt. Þá skiptir engu þótt menn
reyni að klæða fordómana í um-
hyggju fyrir íslenskunni.
Þeir vilja að útlendingum sé
meinað að fá ríkisborgararétt
nema þeir standist grunnskóla-
próf í íslensku. Og yfirskrift sam-
þykktarinnar er: Island fyrir Is-
lendinga. Svona þankagangur á
sér vissulega rætur í ung-
mennafélagahreyfingunni gömlu
frá því um aldamótin en miklu
fleiri tengja hann við öllu þekkt-
ari og ógeðfelldari fyrirbæri í
sögunni; öfgafulla þjóðernis-
stefnu og nasisma.
Hvers vegna er ég að þenja
mig yfir þessum strákapörum/
einfeldningshætti/dómgreindar-
leysi? Vegna þess að tillagan um
að skikka útlendinga til að læra
strax tungu innlendra til fulls eða
hypja sig ella er eins og hún hafi
verið samin í herbúðum glóru-
lausa ofstækislýðsins sem gerir
fólki með annað litarraft en hvítt
nú lífið svo leitt í grannlöndum
okkar. Versta undirmálshyskið í
þessum löndum er byrjað að
kveikja í húsum útlendinga, hóta
börnunum þeirra, myrða þá
landa sína sem gagnrýna mál-
flutning nýnasista.
Vita Akureyringarnir ekki að
fordómar gagnvart útlendingum
eru að verða alvarlegt vandamál í
friðasældarlöndum eins og Sví-
þjóð og Danmörku? Er framlag
ungu sjálfstæðismannanna til
þeirra flóknu viðfangsefna sem
vaxandi hópur útlendinga í sam-
félaginu hér færir okkur ekki
annað en að bregðast „til varnar
þjóðerninu" með aðferðum sem
þóttu gjaldgengar í fásinninu hér
um aldamótin? Hvers konar leið-
toga fáum við eftir nokkra ára-
tugi ef sandkassinn er svona?
Ungir sjálfstæðismenn á Ak-
ureyri era búnir að mála sig svo
vandlega út í hom að flokks-
bræður- og systkin þeirra verða
að sverja af sér að eiga einhverja
samleið með þeim í stjómmálum
nema afsökun berist. Þeir eru
ekki hótinu skárri en sérvitring-
arnir á hinum fúaspýtu-endanum
sem enn halda að hægt sé að
troða leifum úr þrotabúi marx-
ismans upp á fólk.
Full rök era auðvitað fyrir því
að best sé að útlendingar sem
vilja setjast hér að læri tungu
landsmanna. Og jafnvel þótt við
séum jákvæð gagnvart öllu því
sem nýir Islendingar færa okkur
væri það bamaskapur að vilja
ekki horfast í augu við hættumar
ef þjóðin þarf fyrirvaralaust að
venjast því að lifa í fjölþjóðlegu
samfélagi. Þanþolið gæti reynst
of lítið.
Við eram hvorki betri né verri
en aðrar þjóðir í þessum efnum
og að einu leyti stöndum við illa
að vígi: Okkur skortir langan að-
lögunartímann sem margar aðr-
ar þjóðir, til dæmis Bretar, hafa
fengið til að venjast breyttri
þjóðarímynd.
I sumum grannskólunum okk-
ar eru börn af erlendum upprana
drjúgur hluti nemenda. Og þegar
við þurfum að fá útrás fyrir reiði
vegna ímyndaðra eða raunveru-
legra misgerða eigum við það til
að ráðast á þann sem er öðravísi.
Einelti í skólum beinist undan-
tekningalítið að þeim sem skera
sig úr, annaðhvort í útliti eða
framferði.
Kynþáttafordómar og andúð á
útlendingum eru birtingarform
þessarar áráttu. En líka óttinn
við að allt sé á hverfanda hveli,
engu sé að treysta, allt sem við
þekktum sé á undanhaldi. Heim-
urinn sé að svíkja okkur og
heimta af okkur sveigjanleika
sem við eigum ekki alltaf til nóg
af.
Ef okkur finnst óþarfi að horf-
ast í augu við þessar óþægilegu
staðreyndir eram við að láta eins
og slíkir árekstrar milli ólíkra
menningarheima séu af einhverj-
um dularfullum ástæðum óhugs-
andi hér. Þeim mun harkalegri
verður að vakna upp við vondan
draum.
En lausnirnar verða að byggj-
ast á þekkingu, byggjast á samúð
og skilningi en ekki of beldi
meirihlutans. Og þess vegna
þurfum við að kveða niður raust-
ir fortíðarinnar sem vilja láta
hræðsluviðbrögðin ráða ferðinni
en ekki velgrandaðar aðgerðir
sem miða að því að draga úr
hættunni á slysum. Aðgerðir sem
leggja grann að mannsæmandi
samskiptum nýbúa og okkar
hinna.
Fagfélög Sagnfræðingafélag Islands er dæmi um fagfélag sem
hefur eflst vegna feikilegs fjölda fræðimanna. Gunnar Hersveinn
__fræddist um gildi, áhrif og starfsemi þessa fagfélags._
Endursköpun
samfélagsins
Morgunblaðið/Kristinn
Stjórn Sagnfræðingafélags Islands: Már Jónsson, Ragnheiður
Kristjánsdóttir, Kristrún Halla Helgadóttir, Björgvin Sigurðsson og
Sigurður Gylfi Magnússon, formaður.
• Er ástæða til að
stofna sjóð
vegna fyrir-
lestra fræði-
manna?
HVÖRF hafa , orðið á
fræðastarf á íslandi nú
við aldamót vegna feiki-
legrar fjölgunar
menntamanna. Framboð á fræðir
legu efni er orðið veralega mikið;
bækur, tímarit og vefrit og fyrir-
lestrar. Þessi þróun hefur líka leitt
til þess að fagfélög menntamanna
hafa eflst, og má gera ráð fyrir að
þau taki þátt í endursköpun samfé-
lagsins á nýrri öld. Nefna má að há-
skólamir rúma ekki alla þá sem
gætu miðlað þekkingu sinni og lagt
til rannsóknir, og er Reykjavíkur
akademían sem er samfélag sjálf-
stætt starfandi fræðimanna úr ýms-
um greinum hug- og félagsvísinda,
e.t.v. dæmi um viðbrögð við því.
Markmið RA er að virkja fræði-
menn til samstarfs, skapa þeim
starfsaðstöðu og ný tækifæri til
rannsókna. Jafnframt er þar leitast
við að efia tengsl þeiiTa við erlenda
fræðimenn og stofnanir. Miðstöð
RA er á Hringbraut 121 þar sem
rúmlega 40 fræðimenn hafa aðset-
ur. Þannig era nýir fræðimenn að
finna sér stað í samfélaginu.
Fagfélög era oft líftaug fræði-
manna sem fást við rannsóknir,
kennslu og önnur fræðistörf með
beinum og óbeinum hætti. Dagskrá
þeirra getur verið viðamikil og
hjálpar mönnum til að halda sér við
í faginu. I fréttabréfi fagfélagsins
Sagnfræðingafélag Islands nr. 110
stendur: „Allt árið 1998 og fram á
vor 1999 tóku alls 72 fræðimenn
þátt í fyrirlestrahaldi félagsins með
beinum hætti, það er fluttu fyrir-
lestra eða styttri pistla á kvöldfund-
um, hádegisfundum og ráðstefnum
félagsins. Langflestir þeirra voru
sagnfræðingar eða um það bil 58.“
Einnig er ljóst að sagnfræðingar
héldu fyrirlestra hjá öðram félög-
um og samtökum á tímabilinu. Á
starfsárinu 1999-2000 virðist svipað
ætla að verða uppi á teningnum.
I fréttabréfi Sagnfræðingafé-
lagsins kemur einnig fram að það
vilji vera undir það búið að vera
með í endursköpun samfélagsins
með þessum fjölda fræðimanna. „...
umsvif Sagnfræðingafélagsins hafa
breyst mikið á síðustu árum og mun
breytast enn meira með sífellt fleira
vel menntuðu fólki sem ekki kemur
til með að fá stöður innan háskóla-
kerfisins."
Fjölsóttir hádegisfundir
„Frá 1980 hafa námsmenn
streymt út í framhaldsnám og fleiri
en áður komið heim. Núna eru stór-
ir hópar fólks að koma heim frá
námi í útlöndum með doktorspróf
og Sagnfræðingafélagið nýtur góðs
af því,“ segir Sigurður Gylfi Magn-
ússon, formaður félagsins, „og það
hefur áhuga á að efla tengslin við
þetta fólk.“
Áhyggjuefnið er að mati Sigurð-
ar, að háskólastofnanir hafa ekki
vaxið í hlutfalli við fjölda nýrra
fræðimanna, og því er hætta á að
verðmætum (þekking/kunnátta) sé
kastað á glæ. Vonbrigði hafa verið
fyrir marga að koma hámenntaðir
heim og fá ekkert að gera. „Hópur-
inn hefur verið illa nýttur, en það er
hægt að koma til móts við fræði-
mennina,“ segir Sigurður.
Ein birting þess hversu stór hóp-
urinn er, er að Sagnfræðingafélagið
hefur nú á annað ár verið með há-
degisfundi tvisvar í mánuði um fé-
lagssögu, 98-99, hagsögu haustið 99
og frá 4. janúar 2000 um póstmód-
emisma. Þeir eru haldnir í Þjóðar-
bókhlöðunni og í hádeginu í dag er
Halldór Bjamason doktorsnemi
með lesturinn: „Hugleiðingar um
vandamál íslenskrar sagnfræði,
einkum hagsögu: Ástand og mai'km-
ið í rannsóknum og kennslu: Saman-
bm'ður söguþróunar og beitingu
kenninga". „Fundimir hafa leitt fólk
saman í umræður og verið mjög vel
sóttir,“ segii- Sigm'ður Gylfi. Hádeg-
isfundimir eru orðnir fastur liður
Sagnfræðingafélagsins, þeir hafa
spurst út og áhugamenn úr öðram
greinum sækja þá gjarnan. Þeir
svöruðu því þörf sem var til staðar.
Þurfa fræðimenn að
gefa vinnuna sína?
,Á hinn bóginn svíður okkur sárt
að geta ekki borgað fólki fyrir fram-
lag sitt,“ segir hann, „við vorum
minnt á hversu óeðlilegt það er að
allir gefi vinnu sína þegai' góðviljað-
ur fræðimaður sendi okkur reikn-
ing, með þeim skilaboðum að hann
ætlaðist ekld til að fá greitt en vildi
gera okkur ljóst hversu mikil vinna
lægi á bak við fyrirlestur," segir
Sigurður.
Formenn Sagnfræðingafélags-
ins, Félags íslenski-a fræða, Félags
þjóðfræðinga og Félags stjórn-
málafræðinga ákváðu í framhaldi af
þessu að vinna saman að lausn
þessa vanda. „Ef áfram verður ætl-
ast til þess að fólk gefi vinnuna sína,
má reikna með atgervisflótta úr
greinunum. Við viljum vinna að því
sem fagfélag að skjólstæðingar
okkar fái borgað fyrir vinnuna sína.
Ég held að stjórnvöld skilji ekki
hversu mikill mannauður fer for-
görðum þegar menntaður einstakl-
ingur hættir í fagi sínum sökum
þess að þekking hans er ekki met-
in.“
Niðurstaða formanna félaganna
var að senda Gísla Sigurðssyni, for-
manni Hagþenkis, bréf með eftir-
farandi tillögu:
„Við viljum leggja fram þá tillögu
að Hagþenkir stofni sjóð sem greiði
þeim sem flytja fyrirlestra á opin-
beram vettvangi styrki fyrir fram-
lag þeirra til fræðanna. Stofnun
sjóðs af þessu tagi myndi vera til
þess fallin að vekja athygli á hversu
stóran þátt fræðimenn eiga í al-
mennu menningarlífi í landinu og
hversu þýðingarmikið það sé að
hlutur þeirra verði metinn að verð-
leikum.“
Söfnun heimilda um
stjórnmálamenn og skáld
Sagnfræðingafélagið stendur
auk hádegisfundanna fyrir tveimur
fyrirlestram á hverju misseri, nú
síðast með Páli Björnssyni sagn-
fræðingi um karlímynd frjáls-
hyggjumanna á 19. öld. (Sjá Dag-
legt líf, 12/11, bls. 2) Félagið
undirbýr útgáfu stéttarfélagstals,
að siðareglur verði lagðai' fram árið
2000 og stærri og minni ráðstefn-
um. Málþing verður t.d. haldið um
bamamenningu nk. febrúar í sam-
ráði við Félag þjóðfræðinga. Ráð-
stefna verður í Skagafirði í apiíl
2000 sem ber heitið Islendingar á
faraldsfæti og fjallar m.a. um búfer-
laflutninga, þjóðílutninga til Amer-
íku, flakk og ferðalög. Hliðarþema
verður heimildakvikmyndh' og
miðlun sögunnar. Ætlunin er að
halda árlega ráðstefnu á lands-
byggðinni.
Sagnfræðingafélagið og Félag
þjóðfræðinga hélt nýlega ráðstefnu
um safnamál í landinu. „Mörgum
hefur fundist sem söfnin hafi verið
sein að tileinka sér nýjungar og að
alla samvinnu vanti á mOli þeirra,“
segir Sigurður, „safnafólk hefur svo
kvartað yfir áhugaleysi fræðimanna
á uppbyggingu safnanna." Á ráð-
stefnunni leiddu menn saman hesta
sína. „Það ríkir ófremdarástand í
safnamálum á Islandi, sem kemur
niður á starfi fræðimanna. Handrit,
skjöl og söfn berast inn á brettum,
en söfnin era of fáliðuð til að vinna
úr þeim.“
Sigurður segir að sáralítið sé
unnið úr söfnum helstu skálda og
stjórnmálamanna þjóðarinnar.
Mörg mildlvæg gögn liggi einhvers
staðar uppi á háalofti í heimahúsum
og enginn er að bera sig eftir þeim.
Saga þekktra stjómmálamanna er
oft ekki varðveitt. Hann nefnir sem