Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 38

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 JMtogttnHnfelfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TUNGAN OG SKÓLINN DAGUR íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn í dag, afmælisdag Jónasar Hallgrímssonar, listaskálds- ins góða. Inntak dagsins í ár er skólinn og tungan og hefur áhersla verið lögð á tengingu við upplestrarkeppni grunnskóla- nema sem hleypt var af stokkunum í tilefni dagsins og þátttöku skólabarna í degi íslenskrar tungu. Lagt er upp úr því að dagur- inn sé álitinn hátíðisdagur móðurmálsins, dagur sem íslendingar minnast og íhuga sérstöðuna sem endurspeglast í tungunni. Framkvæmdastjórn dagsins hvetur til umræðu um tunguna og skólann. Að flestra mati á móðurmálskennsla að njóta forgangs í kennslu skólanna og enn fremur að leggja þurfi jafna áherslu á lestur og bæði skriflega og munnlega tjáningu. En það er einnig hlutverk skólans að vekja börn til vitundar um sérstöðu tungunn- ar og mikilvægi þess að varðveita hana. Með gildistöku nýrrar að- alnámskrár á liðnu sumri var stigið stórt skref í átt til aukinnar íslenskukennslu. Kennslustundum í móðurmáli var fjölgað auk þess sem ýmislegt í skilgreiningu námsins var fært til nútíma- legri hátta. Sumir hafa þó áhyggjur af því að á sama tíma var kennslustundum í ensku fjölgað hlutfallslega meira sem virðist vera öfugþróun við þær áhyggjur sem þjóðir allt í kringum okkur hafa af stöðu þjóðtungna gagnvart gríðarlegum áhrifum enskunn- ar. En ef áhersla er lögð á að kenna íslensku í enskutímum eða jafnframt erlendum tungumálum eins og gert var í Bessastaða- skóla getur það skilað góðum árangri og eflt þá viðleitni okkar að varðveita móðurmálið. Sömuleiðis hafa sumir áhyggjur af stöðu í íslenskunámi og raunar öðru kennslugreinanámi við Kennaraháskóla Islands. Eins og ítrekað hefur verið bent á hér í Morgunblaðinu er ekki nægjanlegt að þeir sem eiga að kenna móðurmál í grunnskólum landsins hafi ekki nema 12,5 eininga nám að baki í greininni. Hætt er við að tungunni fari ört hrakandi ef ekki verður hugað al- varlega að þessum hlutum. Dagur sem þessi er einmitt til þess ætlaður að ræða opinskátt þann vanda sem steðjar að þessum dýrmæta sjóði okkar, eins og tungan er oft kölluð réttilega. Tung- an varðveitir ekki aðeins merkan menningararf okkar heldur og einstakt sjónarhorn á heiminn, hugsun sem annars myndi hvergi finnast. Hún varðveitir dýrmætustu eign okkar, arfleifðina. MICROSOFT í VANDA AÐ eru í sjálfu sér ekki ný tíðindi fyrir notendur einkatölva að bandaríska tölvufyrirtækið Microsoft hafi yfirburðastöðu á markaðnum. Nær allar einkatölvur í heiminum nota stýrikerfið Windows og kaupendur tölva fá þær yfirleitt uppsettar með fjöl- mörgum Microsoft-forritum til viðbótar, s.s. ritvinnsluforritinu Word og netvafranum Explorer. Sú niðurstaða bandarísks alrík- isdómara að Microsoft væri fyrirtæki í einokunaraðstöðu ætti því í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Það er heldur ekki ólöglegt at- hæfí að ávinna sér yfírburðarstöðu á markaðnum. Það sem hins vegar vekur athygli er að dómarinn kemst jafn- framt að þeirri niðurstöðu að Microsoft hafi misnotað yfirburða- stöðu sína. Fyrirtækið selji stýrikerfi á mun hærra verði en nauð- synlegt sé til að skila hagnaði og beiti jafnframt ólöglegum að- ferðum til að koma í veg fyrir að keppinautar nái að hasla sér völl. Með því að byggja netvafrann Explorer inn í stýrikerfið sé í raun verið að troða honum upp á neytendur og draga úr líkum á því að þeir telji sér hag í að nálgast vafra helsta keppinautarins, Netscape. Dómarinn telur að Microsoft hafi með framferði sínu hamlað nýsköpun í tölvuheiminum og að tækninýjungar hafi ekki litið dagsins ljós er kynnu að hafa komið neytendum til góða. Framleiðendur einkatölva eiga í raun ekki annarra kosta völ en að selja tölvur sínar með stýrikerfi frá Microsoft og framleiðend- ur hugbúnaðar verða að laga hann að þörfum Windows-kerfisins. Urskurður dómarans er liður í málarekstri bandarískra yfir- valda gegn Microsoft er hófst árið 1997. Á næsta ári mun dómar- inn fella úrskurð um hvort Microsoft hafi beinlínis brotið lög. Verði sú raunin er búist við því að bandarísk samkeppnisyfirvöld grípi til harkalegra aðgerða. Hi’ingamyndun og misnotkun á markaðsaðstöðu er litin mjög alvarlegum augum í Bandaríkjun- um og dæmi eru um það að risafyrirtæki, m.a. í olíuframleiðslu og fjarskiptatækni, hafi beinlínis verið bútuð niður. Yfírvöld og dóm- stólar hafa ekki hikað við að ráðast til atlögu við öflugustu fyrir- tæki Bandaríkjanna þyki sýnt að þau hlunnfari neytendur. Fyrir um áratug var farið út í svipaða rannsókn á starfsemi IBM. Tækniframfarir drógu úr yfirburðastöðu þess fyrirtækis. Ekki er hægt að útiloka að hin öra þróun á sviði tölvutækni muni sömuleiðis rjúfa einokun Microsoft áður en hinu lagalega ferli er lokið eða þá að fyrirtækið semji við yfirvöld um lausn á málinu. Það gæti reynst einhver öflugasti leikur Bills Gates að skipta fyr- irtæki sínu upp í einingar er kepptu hver við aðra. Slíkt myndi efla samkeppni á tölvumarkaðnum og vafalaust styrkja stöðu Microsoft þegar þróun Netsins gerir einkatölvuna úrelta. ~4~ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Klámvæðing og nektardansstaðir til umfjöllunar á f]ölmennum fundi á Akureyri Lögreg’la hefur áhyggjur af sívaxandi umsvifum Klámvæðing og nektar- dansstaðir voru umræðu- efni á opnum fundi sem þrjár nefndir Akureyrar- bæjar efndu til í Deigl- unni á Akureyri á laug- ardag. Greinilegt var að umræðuefnið er mörgum hugleikið, salurinn troð- fylltist á undraskömmum tíma og tóku margir þátt í umræðum að loknum framsöguerindum. Mar- grét Þóra Þórsdóttir íylgdist með fundinum. Morgunblaðið/Kristján Fjölmenni var á fundi um klámvæðingu og nektardansstaði sem haldinn var í Deiglunni á Akureyri á laugardag. KARL Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík var fyrstur frum- mælenda á fundinum í Deiglunni og ræddi hann um kynlífs- iðnaðinn út frá sjónarhorni lögregl- unnar í Reykjavík. Á þessu ári hefur lögreglan í Reykjavík rannsakað fímm umfangsmikil mál þar sem klámefni á myndböndum kom við sögu og gerði í framhaldi af því um 8 þúsund spólur upptækar, en sumar þeirra innihéldu barnaklám. Karl Steinar sagði greinilegt að nægur markaður væri fyrir efni af þessu tagi, um leið og einni mynd- bandaleigu væri lokað væri önnur opnuð. Helsta dreifíngai'leið klámefnis nú væri um Netið og væri það að- gengilegt öllum þeim sem það vildu sjá. Mikið af slíku efni væri opið, en vildu menn sjá eitthvað meira og svæsn- ara þyrfti að koma greiðsla fyrir. Hann benti á að leikur einn væri fyrir hvern sem er að komast yfir gulu mið- ana sem fylgja kortanotkun og hirða þar númer til að komast áfram. Hann nefndi einnig að dæmi væru þess að eldri karlmenn notuðu spjallrásir til að nálgast ungar stúlkur. Hann sagði lögreglu hafa áhuggjur af sívaxandi umsvifum á þessum vettvangi en ekki hafa bolmagn til að stöðva þessa þró- un. í Reykjavík bjóða 7 veitingastaðir upp á nektardansstaði, en þeir eru 3 á Ákureyri. Um 60-70 stúlkur munu vera hér á hverjum tíma, en þær hafa leyfi til að dvelja hér á landi í fjórar vikur í senn. Þannig mætti gera ráð fyrir að um 500 stúlkur kæmu árlega til Islands í þessum erindagjöi-ðum. Þær störfuðu samkvæmt undanþágu frá reglum um atvinnuleyfi en ættu að sæta skráningu hjá hagstofu vegna skattamála og greiða 20% tekjuskatt. Vissi Karl Steinar ekki til þess að ein einasta króna hefði skilað sér, en um verulegar fjár- hæðir væri að ræða, dans- ararnir væru um 500 á ári og sögusagnir um að tekjur sumra þeirra væru allt að einni milljón á mánuði. Þá benti hann á að stúlkurnar væru undanþegnar heilbrigðisskoðun og þyrftu engin vottorð að leggja fram við komuna til landsins. Hann kvaðst óttast útbreiðslu ýmissa sjúkdóma, m.a berkla, en margar stúlknanna kæmu frá Austur-Evrópuríkjum þar sem berklar væru algengir. Eitrunaráhrif á fjölskyldulíf Karólína Stefánsdóttir fjölskyldu- ráðgjafi við Heilsugæslustöðina á Akureyri sagist í starfi sínu, sem móð- ir og kona í bæjarfélaginu, verða í vax- andi mæli vör við þau eitrunaráhrif sem þetta ástand hefur á fjölskyldulíf, líðan, samskipti og sjálfsmynd ein- staklinga og þá ekki síst unglinga. „Þetta er eins og meinsemd sem smátt og smátt hefur grafið um sig í okkar þjóðfélagi í skjóli markaðshyggjunnar en hefur blásið upp með ógnarhraða mitt í okkar bæjarfélagi,“ sagði Kar- ólína. Hún sagði fjölskylduna bera alvar- leg einkenni vanrækslu og kreppu þrátt fyrir vaxandi þekkingu nútímans á mikilvægi hennar fyrir heilsu og vel- ferð okkar sem einstaklinga og fyrir samfélagið heild. „Fagfólk sem vinnur með fjölskyldur og börn horfu- al- mennt á vanræksluna sem hina miklu meinsemd nútímans," sagði hún og benti á að tilfinningaleg blinda sem fylgt hefði manninum frá myrkum miðöldum æli af sér sjúkdóma í margskonar mynd, skapaði óheil- brigða spennu og fíkn og vanhæfni í samskiptum sem birtist m.a. í höfnun, hroka, kúgun, ofbeldi og misnotkun, þar á meðal klámi. Klæðskerar klámiðnaðarins Karólína sagði rannsóknir hafa sýnt að margar af þeim konum sem seldu sig inn í klámiðnað og vændi hefðu verið misnotaðar eða illa vanræktar sem börn og einnig sýndu rannsóknir að börn sem hefði verið misboðið með klámi sýndu svipuð einkenni og við- brögð og þolendur kynferðislegrar misnotkunar. „Klámvæðingin virðist mér þannig enn eitt birtingarformið á þessari tilfinningalegu blindu sem er ríkjandi í samfélaginu og hefur gert að verkum að við höfum ekki náð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, lokum augunum fyrir því að við erum að mis- bjóða okkur sjálfum og því nána í sam- skiptun kynjanna, vega að möguleik- um barna og unglinga til að þroska með sér heilbrigða sjálfsmynd og sið- ferðiskennd.“ Karólína sagði alla þekkja muninn á listdansi og klámsýningum. „Samt hefur klæðskerum klám- iðnaðarins á íslandi tekist að markaðssetja sína vöru í gagnsæju dulargervi list- dans. Þegar það blasir einnig við að klámiðnaðurinn er að gera út á neyð kvenna þurfum við alvarlega að fara að velta fyrir okkur hvers konar „menningu" og viðhorf við erum að rækta með okkur í okkar samfélagi." Karlar fremur en konur neytendur kláms Ingólfur Gíslason starfsmaður skrif- stofu jafnréttismála sagði karla hafa tilhneigingu til að gera lítið úr konum og hlutgera þær, en að baki því byggi oft nagandi kvíði karlanna um að þeir væru ekki nægilega eftirsóknarverðir. Að einhverju leyti byggi þetta að baki löngun karla í keypt kynlíf. Hann sagði að því hefði verið haldið fram að konur væru að auka hlut sinn í klám- iðnaði, en sjálfur teldi hann það rangt, það væru fyrst og fremst karlar sem væru neytendur á því sviði. Vitnaði hann til sænskrar rannsóknar í þeim efnum þar sem niðurstöðurnar eru á þá lund. „Konur munu aldrei ná körl- um í neyslu á klámi,“ fullyrti Ingólfur. Hann sagðist efins um gildi þess að banna t.d. rekstur nektardansstaða, undan kynlífsiðnaði yrði grafið með breyttum gildum í þjóðfélaginu. Ýmis- legt væri hægt að gera án þess að beita banni, m.a. að segja upp áskrift að fjölmiðlum sem byðu upp á klám- efni og sniðganga þá staði sem bjóða upp á slíkt. Vissulega væri þægilegt að krefjast þess að ríkisvaldið gerði eitthvað í þessum málum í stað þess að hver og einn axlaði sína persónu- legu ábyrgð. Sá yðar sem syndlaus er „Nú á dögum er ólíkt fyrirhafnar- minna að syndga en áður fyrr. Varla þarf að lyfta neinu nema símtólinu til að drýgja hór,“ sagði sr. Svavar A. Jónsson sóknarprestur í Akureyrar- kirkju. Hann sagði þetta vissulega valda áhyggjum og þegar spurt væri um afstöðu kirkjunnar lægi beinast við að álykta að hún væri á móti þessu öllu, klámefni ætti að banna og nekt- arklúbbum að loka. „Hin svokallaða klámvæðing samfélagsins lýstir sér m.a. í auknu framboði af alls konar kynlífsefni, en tildraga þessarar þró- unar er samt ekki þar að leita. Orsak- irnar eru fyrst og fremst í flekkuðum hugum og samvisku samtíðarinnar. Þangað vill kii-kjan beina athyglinni," sagði Svavar. „I bænum, þar sem þúsundum óharðnaðra unglinga er stefnt saman alls staðar að af landinu um verslunar- mannahelgina til stóðlífis af verstu gerð og smokkum meira að segja drefit til þeirra eins og sælgæti, þar hefja menn upp vísifing- urna, þegar konur taka að iðka lostafullan dans inni á dimmum lókölum, þangað sem enginn má komast nema stórfé eigi. Sá yðar sem syndlaus er.“ Sr. Svavar sagði að fyrir löngu væri farið að taka sem gefnu að hvaðeina mætti kaupa fyrir peninga, við keypt- um hamingju, yrðum við fyrir óham- ingju gætum við keypt áfallahjálp, við keyptum mat og ætum við yfir okkur og svo keyptum við megrunarsápu. Allt væri falt. Allt gert að vöru, mann- eskjan verður varningur, kynlífið neysluvara og reyndar ein sú mikil- vægasta í samfélagi okkar. Lélegur vitnisburður um kynlíf bæjarbúa Hann sagði það smánarblett á Akureyi-i að allt í einu þrifust þar þrjár klámbúllur. „Það er fyrst og fremst vitnisburður um flekkaða hugi og samvisku okkar sem hér búa auk þess sem það er afar lélegur vitnis- burður um kynlíf okkar bæjarbúanna í það heila tekið og afstöðu okkar til þess. Eða eins og líka mætti orða það: Því fleiri klámbúllur, sem eru á einum stað, því færri fyrirfinnast þar sem eitthvað kunna fyrir sér í raunveru- legi'i bólfimi." Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður á Akureyri fjallaði m.a. um þróun lög- gjafar í þessum efnum og sagði laga- ákvæði hafa mildast á síðustu áratug- um. Hann benti á að fleiri hliðar væru á málinu en sú ein að banna starfsemi nektardansstaða og sagði ýmsu hægt að breyta, en það væri spurning um tíma. Hann benti á að það væru fyrst og fremst peningar, gróðavonin sem spilaði stórt hlutverk og í gegnum skattakerfið væru möguleikar á að stemma stigu við þessari öru þróun sem orðið hefði á þessu sviði. Kristín Sigfúsdóttir formaður áfengis- og vímuvarnarnefndar Akur- eyrar sagði áfengisneyslu nær undan- tekningarlaust vera forsendur fyrir rekstri klámbúllna, gesth nektarstað- anna væru narraðir til að kaupa rán- dýrt áfengi og áfengisneysla og nekt- ardans ýttu undir lægstu hvatir mannsins. Hún benti á hættu á út- breiðslu kynsjúkdóma í tengslum við starfsemi nektardansstaðanna, sem og lifrarbólgu, HIV og berkla sem og einnig neyslu og dreifingu eiturlyfja. Svæsin klámblöð hjá Andrési Ond Jón Hjaltason benti á við umræður að loknum framsögum að svæsin klámblöð væru í hillum bókabúða við hliðina á Andrési Önd og ættu börn að þeim greiðan aðgang. Veiti hann fyrir sér hvort ekki væri nær að byrja þar í stað þess að loka nektarstöðum, sem væru lokaðir staðir fyrir fullorðna. Valgerður Bjarnadóttir spurði af hverju ekki væri hafist handa strax, vitað væri að mikið væri um klám á þessum stöðum og lög þar um væru brotin. Af hverju þyrfti endilega að nota þol- inmæðina í þessu sam- bandi. Sr. Gunnlaugur Garðarsson taldi einnig tíma kominn til að grípa til aðgerða og Sigrún Stefánsdóttir benti á að starfsemi af þessu tagi fylgdi fíkniefnaneysla og því rétt að sporna við frekari fjölgun þessara staða. Níls Gíslason sagði að með betra almennu siðferði í þjóðfélaginu myndu þessir staðir ekki þrífast. Þorsteinn Péturs- son lögreglumaður á Akureyi’i sagðist oft hafa komið inn á nektarstaðina og í einhverjum tilfellum rekið þaðan út ungmenni, en dyravai-sla væri þó al- mennt góð á stöðunum. Hann kvaðst þess fullviss að þær stúlkur sem á stöðunum dönsuðu væru ekki í þessu starfi vegna lífshamingju, þvert á móti sagðist hann hafa skynjað djúpan sársauka þeirra á meðal. Hann sagðist viss um að fundurinn ætti eftir að gera gagn „því orð eru til alls fyrst“. I_ I Gróðavonin spilar stórt hlutverk Hefur blásið upp með ógn- arhraða SYKURSÝKI er vaxandi vandamál í heiminum og er áætlað að um 230 milljónir manna verði með sjúkdóm- inn eftir 10 ár. Þetta kom m.a. fram í fyrirlestri sem dr. med. Hrafnhild- ur Soffía Guðbjörnsdóttir hélt á málþingi um sykursýki á laugardag- inn í tilefni af 25 ára afmæli göngu- deildar sykursjúkra hér á landi. Hrafnhildur er yfírlæknir við syk- ursýkideild Sahlgrenska sjúkra- hússins í Gautaborg, en fyrirlestur hennar var haldinn til heiðurs Þóri Helgasyni, fyrrverandi yfirlækni og stofnanda göndudeildar sykur- sjúkra. Hún segir að í Svíþjóð sé verið að samræma þjónustu við sykursjúka um allt landið og setja ákveðin markmið í baráttunni við sykursýki. Um 10% af heildarútgjöldum Svía til heilbrigðismála eru vegna sykursýki og sjúkdómum henni tengdri. I sam- tali við Morgunblaðið sagði Hrafn- hildur að þrisvar sinnum ódýrara sé að beita fyrirbyggjandi aðgerðum gegn sykursýki, heldur en að takast á við afleiðingar sjúkdómsins. Góður árangur hefur náðst hér á landi við meðhöndlun sykursýkinn- ar, en Ástráður B. Hreiðarsson, yf- irlæknir á göngudeild sykursjúkra, segir að löngu sé orðið tímabært að fjölga starfsliði á deildinni, enda hafi aðsókn stöðugt farið vaxandi. Talið er að hátt í 2.000 manns séu haldnir sykursýki hér á landi, tegund 2, án þess að vita af því, en slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar. Tíðni sykursýki hefur tvöfaldast í máli Hrafnhildar kom fram að sykursýki er vaxandi vandamál í Svíþjóð og í öllum heiminum. Þetta á fyrst og fremst við um tegund 2 af sykursýki, sem oft hefur verið köll- uð insúlín óháð sykursýki og hrjáir aðallega eldra fólk. I Svíþjóð er reiknað með að um 15% landsmanna fái sykursýki og þar af um 85% teg- und 2 af sykursýki. Talið er að um 20% af þeim sem eru eldri en 80 ára séu með sykursýki. Aukning hefur einnig orðið í tegund 1 af sykursýki, eða insúlín háðri sykursýki, en Hrafnhildur segir að tegund 2 verði sífellt algengari og megi líkja við farsótt. Hún segir að talið sé að tíðni tegundar 2 af sykursýki muni tvö- faldast í heiminum á næstu árum, úr 100 milljónum í 200 milljónir sykur- sjúkra. Áætlað er að árið 2010 verði um 230 milljónir manna haldnir syk- ursýki í heiminum. Sykursjúkir með tegund 1 af syk- ursýki veikjast öft á unga aldri og þurfa daglega insúlíngjafir til að stemma stigu við háu sykurmagni í blóðinu. Án insúlíns leiðir þessi teg- und sykursýki til dauða. Fólk sem er með tegund 2 af sykursýki getur haft sjúkdóminn í mörg ár án þess að vita af því. Á meðan sjúkdómur- inn greinist ekki og viðeigandi ráð- stafanir ekki notaðar, skemmir syk- ursýkin ýmis líffæri og veldur alvar- legum sjúkdómum, s.s. nýrnabilun- um, hjarta- og æðasjúkdómum og blindu, en sykursýki er algengasta orsök blindu. Alvarlegasta afleiðing sykursýkinnar í dag er þó aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum og eru sykursjúkir karlar tvöfalt lík- legri til að fá slíka sjúkdóma og hjá konum eru líkurnar fjórum sinnum meiri. Stærsta gagnasafn í heimi um sykursjúka Offita, hreyfingarleysi og lélegt fæði eru helstu orsakir þess hve tíðni tegundar 2 af sykursýki fer vaxandi og er það sem kalla má vel- megunarsjúkdóm. Erfðaþættir eru einnig mikilvæg ástæða sykursýki. Hrafnhildur segir að fjöldi sjúklinga fari vaxandi í Svíþjóð, en á móti kemur að til eru góð meðferðarúr- ræði og þekking á sjúkdómnum verður meiri. Hún segir að fyrirbyggjandi að- gerðir skili mestum árangri, bæði fyrir sjúklingana og ríkissjóð sem stendur straum af kostnaði við með- ferð sykursjúkra. Að hennar sögn eru kostnaður við fyrirbyggjandi að- gerðir aðeins um þriðjungur af kostnaði við að takast á við afleið- ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 39 j. Sykursýki er vaxandi vandamál velmegunar Fjöldi fólks með tegund 2 af sykursýki fer vaxandi og er sjúkdómurinn að verða mikið vandamál í hinum vestræna heimi. A málþingi kom fram að þrátt fyrir að vandamál tengd sykursýki aukist eru ýmsir möguleikar á fyrirbyggjandi aðgerðum sem sparað geta mikla fjármuni og stuðlað að betri líðan og batahorfum einstaklinga. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér málið. Morgunblaðið/Sverrir. Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, yfirlæknir við sykursýkideild Sahl- grenska sjúkrahússins í Gautaborg, ásamt Þóri Helgasyni, fyrrverandi yfirlækni og aðalhvatamanns að stofnun göngudeildar sykursjúkra á Landspítalanum. alanum og hófst þá skipuleg þjón- usta við sykursjúka hér á landi. Að- al hvatamaðurinn að stofnun Göngudeildarinnar var Þórir Helga- son yfírlæknir, en í setningarávarpi Ástráðs B. Hreiðarssonar á mál- þinginu kom fram að samtök sykur- sjúkra og öflug stjórn þeirra hafi skipt sköpum í að koma deildinni á laggimar. Alþjóðadagur sykur- sjúkra var 14. nóvember sl., en sá dagur er jafnframt fæðingardagur kanadíska læknisins Fredericks Banting sem uppgötvaði aðferðir til að meðhöndla sykursýki með insúl- íni og varð þar með lífgjafi milljóna manna. Aðsókn á göngudeildina hefur ~ farið vaxandi ár frá ári og náði há- marki á síðasta ári með 4.240 heim- sóknum. Ástráður segir að þrátt fyrir þessa aukningu hafi ekki fjölg- að í starfsliði deildarinnar, en það sé löngu orðið tímabært ásamt því að lengja opnunartíma til að taka við auknu álagi og veita sykursjúk- um betri þjónustu. Á málþinginu kom fram í máli marga að einstaklega góður árang- ur hefur náðst á Islandi við með- höndlun sykursýkinnar, t.d. hvað snertir meðgöngu sykursjúkra kvenna. Fyrir 1975 var ekki óal- gengt að 10% barna dæju en frá ár- inu 1983 er tíðnin nánast komin nið- - ur í núll og er þetta alveg sérstakt hér á landi. Einnig er blinda af völd- um sykursýki mun fátíðari hérlend- is en í öðrum löndum, en sykursýki er einn helsti orsakavaldur blindu. Ástráður segir að göngudeild syk- ursjúkra eigi stóran þátt í þessum árangri. Komið hefur verið á reglu- bundnu eftirliti, meðferðum og fræðslu meðal sykursjúkra á öllu landinu. ingar sykursýkinnar. Með öfiugri fyrirbyggjandi aðgerðum og fljótari greiningu á sjúkdómnum er því hægt að bæta líðan sjúklinga veru- lega auk þess sem fylgikvillarnir eru a.m.k. þrisvar sinnum dýrari við- fangs. Arið 1996 hófst í Svíþjóð vinna við að skrá upplýsingar um alla sjúk- linga og áhættuþætti varðandi syk- ursýki. Tveimur árum seinna voru 40.000 manns skráðir í þessa svokölluðu þjóðarsykursýkisskrá og er þetta stærsta gagnasafn um syk- ursjúka í heiminum. Að sögn Hrafn- hildar er þessi skrá mikilvægt hjálp- artæki við bætta meðferð sjúklinga. Lögð verður áhersla á aukin réttindi sjúklinganna og virkari þátttöku þeirra í meðferðinni, sem á að vera sú sama hvar sem fólk býr í landinu. I könnun sem gerð var fyrir nokkr- um árum kom í ljós að gæði þjónust- unnar voru misjöfn og þörf var á ná- kvæmum markmiða- og vinnulýs- ingum við meðferð sykursjúkra. I skránni fást nákvæmar upplýs- ingar um árangur meðferða vegna sykursýki og hvað megi betur fara í starfinu. Um 90% allra aðspurðra sykursjúkra gáfu vilyrði sitt fyrir að vera með í skránni, en persónunúm- er fylgir upplýsingunum aðeins í þrjú ár. Hrafnhildur segir að verið sé að ræða þann möguleika að per- sónutengja upplýsingar lengur, til þess að hægt sé að vinna meiri upp- lýsingur úr skránni. Hrafnhildur segir að þótt skrá um sykursjúka sé gott hjálpartæki sé hún auðvitað ekki nægjanleg ein og sér. Til þess að sporna við tegund 2 af sykursýki eru það fyrst og fremst hollari og heilsusamlegri lifnaðar- hættir sem skipti miklu máli og ekki síður að uppgötva sjúkdóminn á frumstigi. „Það eru margar rann- sóknir sem hafa sýnt það að með fyrirbyggjandi aðgerðum má stór- bæta líðan og horfur einstaklinga með sykursýki.“ Góður árangur náðst á íslandi Göngudeild sykursjúkra var stofnuð fyrir 25 árum á Landsspít- Greina þarf sykursýki á frumstigi Ástráður segir að vaxandi fjöldi þeirra sem eru með tegund 2 af syk- ursýki sé að verða sama vandamálið - hér á landi og annars staðar í heim- inum og að þessi sjúkdómur sé mun hættulegri en áður var talið. Rann- sóknir hafa sýnt að hér á landi eru um 4.200 manns með tegund 2 af sykursýki og 40% þeirra hafa ekki vitneskju um að þeir séu með sjúk- dóminn. Að sögn Ástráðs þyrfti að hefja aðgerðir til að hafa upp á þessum einstaklingum, því viss hluti þeirra sé kominn með augn- skemmdir og nýrnaskemmdir eða aðra fylgikvilla þegar þeir loksins greinast með sykursýki. „Þannig að ef hægt væri að finna þessa einstak- linga fyrr væri hægt að koma í veg fyrir þetta. Draumurinn er kannski sá að fmna þetta fólk áður en það fær sykursýki. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir marga slæma sjúk- dóma af völdum sykursýkinnar, sem eru gífurlega dýrir fyrir þjóðfé- lagið,“ segir Ástráður. * *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.