Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Islenskur
skáldsagna-
stíll 1850-
1968
FÉLAG íslenskra fræða efnir til
fundar í Skólabæ, Suðurgötu 26,
á morgun, miðvikudag, kl. 20.30,
með Þorleifi
Haukssyni.
Þorleifur
mun kynna
rannsóknar-
verkefni sitt
„íslenskur
skáldsagnastíll
1850-1968“ og
fjallar þar um
skáldsagnastíl
frá dögum Jóns
Thoroddsens til
Halldórs Laxness. Hann hefur
undanfarin ár unnið að rannsókn
á Iistrænum lausamálsstfl 20.
aldar og stefnir að því að ljúka
bókarhandriti á næsta ári. Þor-
Ieifur er annar höfunda bókar-
innar Islensk stílfræði sem út
kom árið 1994.
Þorleifur Hauksson lauk
cand.mag.-prófi í íslenskum bók-
menntum og málfræði og latínu
árið 1971. Að loknu tveggja
missera framhaldsnámi í Oxford
var hann lektor í íslenskum bók-
menntum við Háskóla Islands í
fjögur ár en siðan útgáfustjóri
Máls og menningar og ritstjóri
Tímarits Máls og menningar.
Frá 1983 til 1990 var hann ís-
lenskur lektor við Uppsalahá-
skóla í Svíþjóð en hefur siðan
unnið að stilfræðirannsóknum.
Eftir framsögu Þorleifs verða
almennar umræður.
Þorleifur
Hauksson
Leitum að
ungri
stúlku í
Iðnó á ný
SÝNINGAR á verðlauna-
leikritinu Leitum að ungri
stúlku eftir Kristján Þórð
Hrafnsson hefjast á ný í há-
degisleikhúsi Iðnó miðviku-
daginn 17. nóvember nk.
Leikritið var frumsýnt í febr-
úar sl.
Verkið fjallar um unga
stúlku sem kemur i áheyrnar-
prufu til ungs kvikmyndaleik-
stjóra sem er að gera sína
fyrstu stuttmynd. Leikarar
eru Linda Asgeirsdóttir og
Gunnar Hansson.
Vantaði „punkt-
inn yfir i-ið4<
TÖJVLIST
Viðistaðakirkja
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Páll Jóhannesson og Ólafur
Vignir Albertsson fluttu íslenska
og erlenda söngva. Laugardaginn
13. nóvember.
PÁLL Jóhannesson hefur hlotið
í vöggjugjöf einstaklega fagra ten-
órrödd og nær oft að nýta eigin-
leika hennar á réttan hátt, með vali
á söngverkum er eiga samleið með
smekk og tilfmningu hans og gefur
rödd hans tækifæri til að blómstra.
Efnisval tónleikanna hentaði ekki
rödd og söngmáta Páls og á stund-
um vantaði á fullæft öryggi, bæði
hvað varðaði texta og tóntak. Tón-
leikarnir hófust á La donna e mobi-
le, úr óperunni Rigoletto eftir
Verdi. Þarna blómstraði rödd Páls
en mótun lagsins var samt ekki í
jafnvægi og sama má segja um
Rondine al nido, fallegt lag eftir V.
de. Crescenzo. I tveimur lögum eft-
ir Tosti, Non t’amo piu, löngu lagi
og þvælnu, og hinu fræga Ideale,
var söngur Páls ekki í jafnvægi,
hvorki hvað varðar túlkun né ör-
yggi í meðferð texta og lags, enda
sungið að mestu frá bókinni. Heim-
ir og Kata litla í koti eftir Kaldalóns
stóðu á skakk við önnur viðfangs-
efni fyrir hlé. Heimir var nokkuð
vel sunginn en Kata litla í koti mun
lakar, sérstaklega hvað snertir leik-
ræna túlkun. Dein ist mein ganzes
Herz, úr Brosandi landi eftir
Lehár, er lag sem hentar rödd Páls
og var það best sungið, því þar naut
sín flæðandi tenórhljómurinn. Tvö
trúarleg verk voru á efnisskránni,
Ingemisco úr sálumessu Verdis og
Panis Angelicus eftir Cesar
Franck. Þrátt fyrir að rödd Páls
væri þarna á réttu sviði vantaði, t.d.
í Ingemisco, alla mótun og öryggi í
flutninginn en Panis Angelicus var
nokkuð vel flutt. Það er vandasamt
verk að byggja upp söngskrá og
þar tókst Páli ekki vel upp. Misráð-
ið var af Páli að velja sér Adelaide
eftir Beethoven og síðasta lagið úr
Vetrarferðinni, Der Leiermann,
eftir Schubert, því bæði henta þau
illa tenórrödd Páls og voru auk
þess illa flutt. Þá var samskipan
þessara laga við Celeste Aida úr óp-
erunni Aidu eftir Verdi ekki pass-
andi og að syngja Sveinkadans eftir
Kaldalóns á eftir Celeste Aida er
ósmekkleg niðurröðun viðfangs-
efna á söngtónleikum. Celeste Aida
er tónlist sem Páll á að leggja rækt
við og í lokalaginu, Nessum dorma
úr óperunni Turandot eftir Puccini,
blómstraði rödd Páls það besta sem
hún getur. Bestu lögin voru Dein
ist mein ganzes Herz, Celeste Aida
og Nessum dorma, enda blómstrar
frábær rödd hans í þessum lögum,
þótt sitthvað megi finna að túlkun
og mótun þessara söngverka, því
það vantaði í raun aðeins „punktinn
yfir i-ið“ á að flutningur þeirra væri
góður Undirleikari var Olafur
Vignir Albertsson, er lék af öryggi
og fylgdi söngvaranum hið besta.
Jón Asgeirsson
Söng'ur Rutar
TOIVLIST
I) óin k i r kj a n
KIRKJUTÓNLEIKAR
Verk eftir J.S. Bach, Eben og
Purcell. Sesselja Kristjánsdóttir
mezzosópran; Marteinn H.
Friðriksson, semball, orgel,
píanó. Sunnudaginn
14. nóvember kl. 20:30.
SÍÐUSTU tónleikar á Tónlistar-
dögum Dómkirkjunnar fóru fram á
sunnudagskvöldið var. Marteinn H.
Friðriksson lék fyrst röggsamlega
fjóra dúetta fyrir sembal úr 3. hluta
Hljómborðsæfinga, er minntu á
tveggja radda Invensjónimar en
ívið lengri. Eftir Petr Eben, tékkn-
eskan heiðursgest Tónlistardag-
anna, var fluttur „Söngur Rutar“
fyrir mezzosópran og orgel, snotra
nútímaaríu á þýzku við hinn fallega
stað í Rutarbók (1;16-17) þar sem
segir: „Því hvert sem þú ferð, þang-
að fer ég...“ Sönglagið var í þrískipt-
um takti, og stíllinn keimlíkur út-
víkkuðu tónalíteti íhaldssamari
miðevrópski-a módemista á fyrstu
áratugum eftir seinni heimsstyrj-
öld. Tókst Marteini og söngkonunni
þar mjög vel upp. Orgelspilið var á
lágum nótum en lipurt og studdi vel
við sönginn. Mezzo-rödd Sesselju
Kristjánsdóttur var óvenju hljóm-
mikil, og kirkjurýmið veitti eftir
endurbætur sumarsins áberandi
betri fyllingu og svöran en áður
hafði verið, þó að ómtími sé enn
mjög stuttur.
Marteinn lék þvínæst tíu sálmfor-
leiki úr áðurgetnu Hlljómborðsæf-
inga-safni á sembal, og var áferðin
þar þykkari en í dúettunum, stíllinn
heldur aftursæknari, margt fúgerað
eða unnið með cantus firmus-tækni,
svo jafnvel gat minnt á kórfantasíur
úr kórkantötum meistarans. Mar-
teinn lék þessi töluvert þétt hlöðnu
verk af öryggi og lipurð, þó að ekki
færi hjá því, að komið væri nærri
þreytuþröskuldi undir lokin, enda
hljóðfærið í flestra eyram einhæf-
ara og með almennt skemmra hlust-
unarþol en bæði píanó og pípuorgel.
Síðasti liðurinn á þessum klukku-
stundar löngu tónleikum samanstóð
úr tveim „Divinc Hymns“ [sic; div-
ine(?)] eftir Henry Purcell í útsetn-
ingu aðdáanda hans, Benjamins
Brittens og Peters Pears, fyrir
söngrödd og píanó. Hymnumar
vora „We sing to him“ og „Evening
Hymn“. Söngsviðið lá hér svolítið
ofar en hjá Eben, og fór Sesselja
Kristjánsdóttur hreint á kostum
með sinni glæsilegu mezzo-rödd, er
fyllti hvern krók og kima með birtu
og yl. Píanómeðleikurinn virtist hér
bera svolítinn vott um takmarkaða
samæfingu við söngvarann. Hann
var á köflum leitandi í sér, og söng-
ur og spO á stöku stað ekki alveg
samtaka, auk þess sem fremur
ójafnt rúbató átti til að draga úr
dansandi hrynferii Purcells í þrí-
skiptum takti með tíðum kross-
rytmum og hemíólum.
Söngurinn var að vísu ekki heldur
með öllu vankantalaus; t.a.m. hefðu
textasamhljóðar oft mátt vera
hvassari. En þó að vottaði endram
og eins fyrir svolitlum rytmískum
reikulleika og daufum tónum á
neðsta sviði var fátt annað út á
hljóðfæri Sesselju að setja. Söng-
rödd hennar var sem fyn- sagði
hljómmikil og glansandi í hæðinni
og ætti að lofa mjög góðu með auk-
inni reynslu og tilslípun.
Ríkarður O. Pálsson
WTipl
k~4 I M,
%
IÆ t? 1 fvfi
'M ■* 1 •
Reuters
Skilað eftir tuttugu ár
ÞREMUR málverkum eftir gamla
hollenska meistara var skilað til
uppboðshaldara í New York um
helgina en verkunum var stolið
1978 úr M.H. de Young Memorial-
safninu í San Francisco. Banda-
ríska alríkislögreglan rannsakar'
málið en þeim sem skilaði verkun-
um láðist að láta nafns síns getið.
Hér má sjá eitt málverkið, „Inni í
kirkju heilags Lárentíusar, Rott-
erdam“, eftir Anthonie de Lorme.
í leit að tónmáli
TðlVLIST
S a I n r i n n
EINLEIKSTÓNLEIKAR
Guðni Franzson flutti einleiksverk
fyrir klarinett og segulband.
Sunnudaginn 14. nóvember.
VIÐ öll aldaskil á sviði tónlist-
ar hefur ný tónlist ávallt útrýmt
gamalli. Endurreisnin markaði
nýtt tímabil, sem féll úr tísku
með tilkomu barokktónlistar, og
klassíkin varð til þess að barokk-
tónskáldin gleymdust með öllu og
í rómantíkinni lá við að klassík-
inni yrði vikið til hliðar en þá
varð það rómantískt að uppgötva
gamla listamenn og þegar nútím-
inn hélt innreið sína, um aldamót-
in síðustu, var allt tekið til endur-
mats, rómantíkin varð fyrirlitlega
væmin og við tók tími tilrauna
með hljóðið, sem náði hámarki
um 1970-80. Því hafði verið spáð,
að tóntilraunir manna ættu eftir
að leiða til niðurstöðu, að menn
fyndu nýtt tónmál, en einmitt það
er í andstöðu við skilning manna
á framvindu hugmyndanna, svo
að enn er ófundið tónmál samtím-
ans, nema ef vera skyldi, að popp-
ararnir hafi fundið lykil þann, er
tónskáld framtíðarinnar læri að
nota til að opna leyndarskrín
framtíðarinnar. Það er þá ekki í
fyrsta sinnið, sem danstónlist
byltir tónlistarsögunni og frelsar
manninn undan vanabundnu lær-
dómsoki. Á tónleikum þeim er
Caput gengst fyrir í Salnum, þar
sem tekin eru fyrir nútímaverk,
samin fyrir einleikshljóðfæri, og
haldnir hafa verið í Salnum, lék
Guðni Franzson sl. sunnudags-
kvöld níu nútímaverk, það elsta
frá 1919 og það yngsta frá 1997.
Uppsetning tónleikanna var að
nokkru frábrugðin því sem venju-
legt er, því fyrstu fimm verkin
voru leikin í einni samfellu, eins
og um eitt verk væri að ræða
Fyrsta verkið, Hræringar, er eft-
ir Guðna sjálfan og hefst á hjart-
slætti hans leiknum af segulbandi
en síðan heyrast söngraddir sí-
syngjandi sama þríhljóminn og
þegar Guðni birtist hefst leikur
hans og hélt ég að um væri að
ræða nefndar Hræringar Guðna
en fannst þær fljótlega sériega
líkar Stravinskí, og var ekki beint
sáttur við að Guðni væri farinn að
stæla hann. Eftir nokkrar vanga-
veltur rann það upp fyrir mér, að
Guðni var að leika þrjú smástykki
eftir meistara Stravinskí og gerði
það aldeilis vel. Með löngum
millitóni færði Guðni sig á næsta
nótnapúlt, hóf síðan að leika
Domaines eftir Boulez, sem er
samið 1948 fyrir klarinett og 21
hljóðfæri, þar sem gerð er tilraun
með óvenjulegt skipulag sam-
spils, bæði áfram og aftur á bak.
Að þessu sinni flutti Guðni aðeins
klarinetturöddina og aðeins
áfram, svo að nokkuð vantar á
heildarskipan upprunalegrar
gerðar verksins. Eftir Donatoni
lék Guðni verk sem nefnist Clair
(1980), sem er í tveimur köflum,
þeim fyrri hressilegum og kraft-
miklum og er sá seinni andstæða
þess fyrri hvað snertir styrk og
jaðartæk blæbrigði. Fyrri hluta
tónleikanna var lokað með verki
eftir Þórólf Eiríksson, sem nefnd-
ist Mar og er það fyrir klarinett
og segulband, þar sem hljóðefnið
er vatnsbusl hvala. Eftir hlé var
sama leikhúsformið á uppfærslu
tónleikanna og lék Guðni fyrst
klarinettsólóna úr kvartettinum
um endalok tímans eftir Messia-
en. Þá tók við, án innöndunar,
Intermezzo eftir Hauk Tómasson
og þar næst Lied eftir Berio og
síðasta verkið, fyrir ellefu klarin-
ett, er eftir Steve Reich, sem
hann nefnir Counterpoint. Guðni
hafði áður hljóðritað fyrir tíu
klarinett og lék sjálfur elleftu
röddina. Þetta er þrástefja min-
imal-leikur, þar sem þráleikin eru
sérlega lagræn stef, er gefur
verkinu þægilega áferð, sem þó
víkur um síðir fyrir yfirþyrmandi
fábrotinni síendurtekingu. Það
var í raun fátt nýtt í þeim verkum
sem Guðni Franzson lék á þess-
um tónleikum og það hefur ekki
komið fram neitt nýtt í leit þeirra
tónskálda, er hér áttu hlut að
máli, að nýju tónmáli, tónskálda
sem gengið hafa í spor Stravins-
kís og Messiaens, og leit þeirra
því leitt til þess sama og hjá þeim
er forðum leituðu sannleikans og
heim komnir skildu það fyrst að
hann er hvergi að finna. Það sem
vakir í huga hlutstandans er ótrú-
lega glæsilegur leikur Guðna,
hvort sem hann fæst við mótun
blæbrigða eða fær tækifæri til að
útfæra leiktækni sína. Leikur
hans í verkunum eftir Boulez,
Donatoni og Berio var hreint út
sagt glæsilegur en fyrir undirrit-
aðan var það þó fiutningur Guðna
á klarinetteinleiksþættinum Hyl-
dýpi fuglanna, úr Kvartett um
endalok tímans eftir Messiaen,
sem var hápunkturinn á þessum
stórglæsilegu tónleikum, því að
þar ríkti „fegurðin ein ofar hverri
kröfu".
Jón Ásgeirsson