Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
FILTTEPPI
frá 275 kr./m2
C
ÓDÝRI MARKAÐURINN
KNARRARVÓGI 4 • S: 568 1190
. ÁLFABORGARHÚSINU ,
Misbeiting Alþingis
í DAG hefst ákaf-
lega dapur kafli í sögu
Alþingis, þegar tekin
verður á dagskrá til-
laga Finns Ingólfsson-
ar iðnaðarráðherra
um að Alþingi lýsi
stuðningi við að Eyja-
bökkum verði sökkt.
Með þessu er slegið á
sáttahönd okkar, sem
ekki höfum lagst gegn
Fljótsdalsvirkjun
heldur þvert á móti
sagt að við myndum
una niðurstöðu lög-
formlegs mats á um-
hverfisáhrifum, - hver
sem hún yrði. Það
töldum við leikreglur lýðræðisins.
Ríkisstjómin er á öðru máli. Hún
kýs fremur stríð við sína eigin þjóð
sem að yfirgnæfandimeirihluta er
henni andsnúin i málinu. I dag sér
enginn fyrir endann á þeim átökum
sem hún efnir í með ákvörðun sinni.
Hitt er víst að þau verða sárari en
þjóðin hefur upplifað áður.
Gjörbreytt viðhorf
Sumir ráðherranna, sér í lagi
Finnur Ingólfsson, halda því fram
að við, sem gerum kröfu um mat á
umhverfisáhrifum áður en ráðist
verður í Fljótsdalsvirkjun, séum í
senn á móti virkjunum og stóriðju.
Viðleitni ráðherrans til að hvít-
skúra vonda samvisku með því að
gera eintrjáninga úr andstæðing-
um sínum dæmir sig sjálf. Lang-
flestir andstæðingar ríkisstjórnar-
innar í þessari deilu eru hvorki á
móti álveri í kjördæmi Halldórs As-
grimssonar né vatnsaflsvirkjunum
í sjálfu sér. Fleinninn í holdi okkar
eru Eyjabakkar.
Eyjabakkar eru tákn um breytta
lífshætti íslendinga og gjörbreytta
afstöðu landsmanna til síns eigin
umhverfis. Astæðan er ekki aðeins
alþjóðleg vakning um
umhverfísvemd sem
góðu heilli hefur líka
náð til Islands. Hún
felst ekki síður í að
þjóðin hefur uppgötv-
að og lært að njóta
þeirra einstöku ger-
sema sem landið stát-
ar af í formi hrikaleg-
rar og einstakrar
náttúru. Þetta hefur
gerst vegna þess að
hálendið hefur opnast
landsmönnum með
tvennum hætti. Tug-
þúsundir landsmanna
ferðast um það árlega
f'yrir tilstilli margs
konar útivistarsamtaka. Samhliða
hafa öflugir fjölmiðlar á borð við
Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið
gert landsmönnum kleift að kynn-
ast hálendinu náið án þess endilega
ferðast milli endimarka þess. Af-
leiðingin er sú að viðhorf okkar Is-
lendinga til hálendisins hafa gjör-
breyst. Um það er reyndar ekki
pólitískur ágreiningur eins og sést
af því að ríkistjórnin telur nú sjálf
nauðsynlegt að kanna afstöðu
þingsins upp á nýtt þar eð „nokkuð
er um liðið síðan heimildir voru
veittar til að reisa og reka Fljóts-
dalsvirkjun." Hin breyttu viðhorf
speglast í því að í dag hafnar þjóðin
því að ráðist sé með jarðýtum og
dínamíti á náttúru landsins án þess
að búið sé að beita öllum varúðar-
reglum áður. Þess vegna setti hún
sér skýrar leikreglur sem mæltu
fyrir um mat á umhverfisáhrifum
stórframkvæmda. Glæpur ríkis-
stjómarinnar felst í einbeittum ás-
etningi hennar til að skjóta sér á
bak við lagaklæki til að þurfa ekki
að hlíta leikreglum lýðræðisins.
Það er eina ástæðan fyrir hinum
hörðu viðbrögðum við offorsi ríkis-
stjórnarinnar.
Umhverfismat
Ríkisstjórnin er að lítils-
virða og misnota Al-
þingi, segir Össur
Skarphéðinsson, þegar
hún beitir keyri flokks-
agans til að kúska þing-
meirihluta sinn til að
stimpla „umhverfísmat“
hagsmunaaðila eins og
Landsvirkjunar.
Skrípaleikur um lýðræði
Við, sem höfum eindregið viljað
umhverfismat, höfum stigið ákaf-
lega stórt skref til sátta við ríkis-
stjórnina. Krafan um mat á um-
hverfisáhrifum felur nefnilega
sjálfkrafa í sér yfirlýsingu um að
menn muni una niðurstöðunni,
enda er þá leikreglunum hlítt. Hvað
þýðir það fyrir okkur? Ferill hins
Íögmælta mats er að sönnu flókinn,
en í umdeildum málum hafa deilu-
aðilar þann lokakost að skjóta nið-
urstöðu skipulagsstjóra til úr-
skurðar umhverfisráðherra. Krafa
okkar felur því í sér yfirlýsingu um
að við erum reiðubúin til að hlíta
endanlegum úrskurði Sivjar Frið-
leifsdóttur umhverfisráðherra. All-
ir þekkja feril hennar í málinu.
Þetta ætti að undirstrika hversu
langt er stigið til samkomulags.
Það er ekki hlægilegt, heldur
grátbroslegt, þegar iðnaðarráð-
herra heldur því fram að leikreglur
lýðræðisins séu virtar með því að
gera Alþingi að sérstökum um-
hverfisdómstól varðandi Eyja-
bakka. Það sést á einföldum saman-
burði á hinu lögskipaða matsferii
og þeim skrípaleik sem Finnur Ing-
ólfsson hefur nú þröngvað upp á
þingið. Tvennt er ákaflega mikil-
vægt frá sjónarhóli lýðræðisins
varðandi lögbundna ferlið. Sam-
kvæmt því leggja sérfræðingar
Skipulagsstofnunar sjálfstætt og
hlutlaust mat á frumskýrslu fram-
kvæmdaaðila. Telji hinir óháðu
sérfræðingar að í skýrsluna skorti
upplýsingar, eða framkvæmdaaðil-
inn dragi úr gildi mikilvægra stað-
reynda, þá biður stofnunin um
frekari rannsóknir. Þannig er kom-
ið í veg fyrir að framkvæmdaaðil-
inn, sem eðli máls samkvæmt er
aldrei hlutlaus, geti beitt rangind-
3 LISTHUS REKIN AF
15 LISTAMÖNNUM
J tcá£
INGA ELIN
ÓFEIGUR
MEISTARIJAKOB
Össur
Skarphéðinsson
um. Hitt, sem er enn mikilvægara
frá sjónarhóli lýðræðisins, er ótví-
ræður andmælaréttur borgaranna.
Hann birtist í því að sérhver lands-
maður getur kært niðurstöðu
Skipulagsstofnunar til umhverfis-
ráðherra. Þetta er það sem mestu
skiptir af sjónarhóli hinna borgar-
alegu réttinda til að hafa áhrif á
mikilvægar ákvarðanir í umhverfis-
málum.
Friðrik er leikstjórinn
„Alþingismat" Finns felst í því,
að frumskýrsla Landsvirkjunar, í
endanlegrigerð fjögurra verkfræð-
inga, er lögð fyrir þingið. Alþingis-
menn fengu eina helgi og einn
mánudag til að lesa 520 blaðsíður af
tyrfnum texta. í umræðunni í dag
fær svo hver þingmaður einungis
tvö korter til að tjá sig um þessi
gríðarlegu gögn. Þótt deilan standi
einungis um umhverfisþætti máls-
ins fær umhverfisnefnd þingsins
málið ekki til afgreiðslu, heldur iðn-
aðamefnd.
Allra náðarsamlegast hefur þó
Finnur Ingólfsson tilkynnt að um-
hverfisnefnd fái að gefa umsögn um
málið! Astæðan er vitaskuld sú að í
umhverfisnefnd er meirihluti fyrir
því að senda framkvæmdina í hinn
lögmælta feril matsins.
Þingnefndimar geta ekki óskað
eftir frekari rannsóknum. Þær geta
ekki heldur óskað eftir nýrri
skýrslu. Það er sannarlega miður,
því hraðlestur á þeim köflum sem
tengjast náttúmfari Eyjabakka
gefur tilefni til mjög alvarlegra
spurninga um vinnulag þeirra sem
bera ábyrgð á endanlegri gerð-
skýrslunnar. Allra versti gallinn
felst þó í því að andmælaréttur
borgaranna er íyrir borð borinn.
Iðnaðarráðherra getur að sönnu
ekki komið í veg fyrir að þingnefnd-
ir kalli til sín hvern þann sem þær
vilja. Það breytir ekki hinu að
grundvallarréttur borgaranna til
andmæla er fótumtroðinn. Hinn
lögmælti ferill og aðferð Finns eru
því ólík í gmndvallaratriðum.
Hlutverk Alþingis er að setja
leikreglur í formi laga fyrir samfé-
lagið. Um það hefur ekki verið
deilt. Ríkisstjórnin er því að lítils-
virða og misnota Alþingi þegar hún
beitir keyri flokksagans til að
kúska þingmemhluta sinn til að
stimpla „umhverfismat“ hags-
munaaðila eins og Landsvirkjunar.
Að sjálfsögðu þarf ekki að spyrja að
því hver stýrir leikritinu. Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, steig á föstudaginn af stalli sín-
um og tilkynnti Alþingi gegnum
fjölmiðla hversu lengi stykkið má
ganga. Mikil er náð hans og meiri
en reisn þingsins.
Höfundur er alþingismaður.
Site*í
MsWÍIIfS'
*
■ » .
Innkaupastjórar og verslunarmenn
Höfum mikið úrval af jólaútiskrauti, jólasveina, snjókarla og margt fleira
Landsins mesta úrval af úti og inni jólaseríum. Einstök gæðavara
Verið velkomin!
HeildsölugaUerí ehf.,
Fnxnfeni 10 (bnkatil) -101 Reykjavík
sími 533 5888 - fax 533 5880