Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 14

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 14
Í4 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Paul Brenner og Edward Pane dvelja nú hér á landi í boði bandaríska sendiráðsins til að kynna aðferðir við forvarnastarf gegn fíkniefnum. Kynning á aðferðum við forvarnastarf gegn fíkniefnum Mikilvægt að venjulegt fólk taki þátt Formaður Alþýðubandalagsins segir ekkert því til fyrir- stöðu að Samfylkingin verði formlegt stjórnmálaafl Umboð til stofnunar nýs stjórnmálaflokks Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar á landsfundi Alþýðubandalagsins. „ÞAÐ ER nær að tala um fíkniefna- vandamálin en fíkniefnavandamálið,“ segir Edward Pane sem er komin hingað til lands ásamt Paul Brenner til að kynna forvarnastarf gegn fíkniefnum sem þeir hafa unnið við að byggja upp í heimabæ sínum Hazleton og nágrenni hans í Penn- sylvaniafylki í Bandaríkjunum. Reynt er að fá sem flesta til að taka þátt og gengur starfið út á að fá fólk til gera sér grein fyrir því að fíkniefnaneysla sé til staðar í samfé- laginu og að það verði að hjálpast að við að reyna að leysa þau fjölmörgu vandamál sem skapa hann og skap- ast af honum. Stór og breiður hópur fólks er fenginn til að vinna gegn þessum vandamálum á beinan og óbeinan hátt, bæði í störfum sínum og daglegu lífi. Forvarnastarf í smærri samfélögum Um 66.000 manns búa á Hazleton- svæðinu og eru Pane og Brenner komnir hingað í boði bandaríska sendiráðsins á Islandi til að kynna hvernig hægt sé að byggja upp öfl- ugt forvarnastarf í smærri samfélög- um. Pane er meðferðarfulltrúi og rek- ur meðferðarheimili fyi'ir þá sem eru ánetjaðir áfengi og/eða fíkniefnum. Brenner rekur endurvinnslustöð og er auk þess í stjórn meðferðarheim- ilis Pane. Þeir voru í hópi fólks sem kom þessu forvarnaverkefni af stað fyrir um hálfu öðru ári en að því starfa bæði þeir sem vegna vinnu sinnar eru í beinum tengslum við fíkniefnavandamálin og aðrir sem eru áhugasamir um að leggja eitt- hvað af mörkum til forvarna. Þar má nefna stjórnendur í sveitarfélögun- um, löggæslufólk, fólk sem starfar að meðferðar- og heilbrigðismálum, GÓÐAR móttökur hafa verið við undirskriftasöfnun Umhverfisvina, þar sem f'arið er fram á að Fljótsdals- virkjun fari í lögformlegt umhverfis- mat, að sögn Ólafs F. Magnússonar, talsmanns samtakanna. Samtökin telja sig þurfa að ljúka undirskrifta- söfnuninni fyrii- jólaleyfi Alþingis. Ólafur segir að viðtökur almenn- ings hafi verið aí'ar góðar. Þrátt fyrir allan þennan velvilja skorti samtökin enn sjálfboðaliða til starfa við undir- skriftasöfnunina þann að hægt verði að nýta þann augljósa meðbyr sem er með þessu málefni í þjóðfélaginu. „Við leggjum áherslu á það í okkar málflutningi að við erum ekki að mót- mæla virkjunum heldur að sameina foreldra og unglinga og segir Pane að brýnt sé að fólk af öllum sviðum þjóðfélagsins starfi saman að þess- um málum því allir hafi eitthvað fram að færa. Brenner bendir á að það sé ekki síst mikilvægt að venju- legt fólk taki þátt í slíku forvarna- starfi. „Það hefur sýnt sig að það er venjulega fólkið sem er yfirleitt í þessu starfi af mestri hugsjón og heilindum, fólk sem hefur engra per- sónulegra hagsmuna að gæta. Stjórnmálamennirnir eru oft með meira til að sýnast og mæta á við- burði til að láta festa sig á filmu, en svo er það hitt fólkið sem sinnir því sem sinna þarf,“ segir Brenner Fundir með þeim sem starfa að forvörnum á Islandi Eitt af markmiðunum sem sett voru í upphafi verkefnis þeirra var að miðla reynslunni til annarra. Þeir hafa kynnt starf sitt annars staðar í Pennsylvaniu, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til annars lands í þessum erindagjörðum. Þeir segjast fagna boði bandaríska sendh’áðsins hér og segja það einmitt mikilvægan þátt í verkefni af þessu tagi að miðla reynslu og kynnast aðstæðum og að- ferðum annarra. í gærmorgun héldu þeir fund með ýmsum þeim sem starfa að fíkniefna- forvörnum á Islandi. „Þetta var góð- ur fundur, þarna sögðum við frá því sem við erum að gera og fengum að heyra hvernig þessum málum er háttað á íslandi," segir Pane. Hann segist ánægður með fundinn og segir að sér lítist vel á það sem hann hafi heyrt af forvarnrstarfi gegn fíkniefn- um hér á landi. I dag halda þeir fund með um fimmtíu fulltrúum sveitarfé- laga á suðvesturhluta landsins til að kynna starf sitt og hvaða árangur það hafi borið. þjóðina um þetta málefni sem er lög- formlegt mat á umhverfisáhrifum sem við teljum grundvöll þjóðarsátt- ar,“ segir Olafur. Hann segir að búið sé að koma út nokkur hundi-uð undir- skriftalistum um allt land. Umhverf- isvinir séu ekki í vafa um það, að ef nægur tími væri til stefnu tækist að bæta met undirskriftasöfnunarinnar Varins lands árið 1974 þegar söfnuð- ust tæplega 56 þúsund undirskriftir. „Það liggur fyrir að okkar hreyfíng er að verulegu leyti lausbeisluð gras- rótarsamtök manna úr öllum stjórn- málaflokkum, öllum stéttum og úr öllum landshlutum. Við höfum ekkert skipulagt aíl á bak við okkur enda ekki skipulögð samtök,“ segir Ólafur. LANDSFUNDUR Alþýðubanda- lagsins gaf formanni og fram- kvæmdastjórn flokksins fullt umboð til að undirbúa stofnun nýs stjórn- málaflokks með aðild Alþýðubanda- lagsins, Aiþýðuflokksins, Samtaka um kvennalista og annarra þeirra sem telja sig til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubandalags- ins, segir að ekkert sé því til fyrir- stöðu að fara undirbúa það að Sam- fylkingin verði formlegt stjórnmála- afl og hún geri sér vonir um að það verði á fyrstu mánuðum næsta árs. Margrét sagði að stofnun stjórn- málaflokks undir merkjum Samíylk- ingarinnar hefði óneitanlega verið aðalmál landsfundarins. Tillaga þessa efnis hefði verið einróma sam- þykkt og á fundinum hefði komið fram mjög mikil ánægja með sam- starfið bæði á landsvísu og í sveitar- félögunum, en í flestum sveitarfélög- um landsins væru þessir sömu flokk- ar að starfa saman, stundum með Framsóknarflokknum, en oftar væri það framboð þessara þriggja flokka. „Þannig að þetta á sér náttúrlega mjög langan aðdraganda og það var einróma ánægja með samstarfið á báðum þessum sviðum," sagði Mar- grét. Hún sagði að mæting á landsfund- inn hefði verið mjög góð og það styrkti hana í þeirri trú að staðið væri að þessum málum með réttum hætti og þau færu með fullt umboð flokksins. Það hefði getað verið erfitt ef mætingin hefði verið léleg, en það hefði alls ekki verið raunin og þessi landsfundur ekki fámennari en þeir hefðu áður veríð. Spennandi verkefni „Ég held það geti ekki verið til meira spennandi verkefni heldur en standa að stofnun þessa nýja flokks í upphafi nýrrar aldar. Þessi flokkur kemur auðvitað með arf úr þeim flokkum og Samtökum um kvenna- lista sem standa að honum, en það AÐEINS með samstöðu félags- hyggjufólks, jafnaðarmanna og kvenfrelsissinna er mögulegt að koma á nauðsynlegum breytingum í íslensku samfélagi, sem tryggja auk- ið lýðræði, jöfnuð og réttlæti. Hin nýju samtök félagshyggjufólks eiga að vera málsvari almannahagsmuna gegn sérhagsmunum, málsvari frjálslyndis gegn fordómum og þröngsýni og málsvari framfara gegn kyrrstöðu og úreltum sjónar- miðum liðinnai- aldar, að því er fram kemur í stjórnmálaálytktun 14. landsfundar Alþýðubandalagsins sem haldinn var um helgina. I stjórnmálaályktuninni segir að alþýðubandalagsfólk hafi mikilvægu hlutverki að gegna við mótun Sam- fylkingarinnar, framtíðarstjórnmála- afls vinstri manna á Islandi. Lögð er áhersla á að félög Alþýðubandalags- ins starfi áfram en skorað á félags- menn flokksins að ganga einnig til iiðs við aðildarfélög Samfylkingar- innar og tryggja þannig að sjónar- mið Alþýðubandalagsins verði sterk innan hennar. Um utanríkismál segir að nauð- synlegt sé að endurskoða þáttöku og áherslur Islendinga í alþjóðasamfé- er löngu orðið tímabært að móta hérna stjórnmálaflokk sem er með rætur vítt um þjóðfélagið og út frá mjög breyttu pólitísku umhverfi frá því umhverfi sem þessir flokkar störfuðu við,“ sagði Margrét. Hún sagði að auk þessa og stjórn- málaályktunarinnar hefði verið rætt um þörfina á því að standa fyrir breytingum og nýjum viðhorfum í stjórnmálum. Menn væru kannski á því að flokkar almennt væru of fast- ir í viðjum liðins tíma. Við byggjum við mjög breytt umhverfi, innan- lands og utan og það þyi’fti að taka upp nýja sýn bæði í utanríkismálum og síðan hvað varðaði stöðu lands- byggðarinnar til dæmis. Byggða- málin hefðu mikið verið rædd og kvótakerfið. Það hafi verið farið vítt yfir og þetta hafi verið mjög góður fundur. „Það er ekkert því til fyrirstöðu að fara að undirbúa stofnun flokks- ins, að Samfylkingin verði formlegt stjórnmálaafl, og ég geri mér vonir um að það verði á fyrstu mánuðum næsta árs sem Samfylkingin verður til sem formlegur stjórnmálaflokk- ur,“ sagði Margrét. Hún sagði að nú þegar væri búið laginu í ljósi þeirra brejdinga sem átt hafí sér stað undanfarin áratug. „Marka þarf landinu sjálfstæða ör- yggisstefnu og endurskoða afstöðu til Atlantshafsbandalagsins byggða á því að herinn fari. Þá þarf að auka alla upplýsingagjöf og fræðslu til al- mennings um málefni Evrópu hvort sem um er að ræða EES-samninginn eða möguleika á auknu samstarfi við Evrópusambandið svo málefnaleg umræða geti farið fram og þjóðin geti myndað sér afstöðu án póli- tískra sleggjudóma." Sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindum I kafla um umhverfi og auðlindir segir að náttúrulegafr auðlindir landsmanna verði nýttar á sjálfbær- an og hagkvæman hátt og fulls jafn- ræðis þegnanna gætt til aðgangs að þeim. Sameign þjóðarinnar á helstu auðlindum, þar með töldum nytja- stofnum innan efnahagslögsögunn- ar verði bundin í stjórnarskrá. „Tekið verði sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindum í þjóðareign til lands og sjávar, einkum fiskveiði- heimilda, sem meðal annars verði notað til þess að standa straum af að stofna kjördæmafélög Samfylk- ingarinnar í sex af átta kjördæmum eftir gömlu kjördæmaskipaninni og það væri verið að undirbúa stofnun þeirra bæði í Reykjavík og Reykja- nesi. Næstu skrefín yrðu að þau fé- lög yrðu til og síðan yrði boðað til stofnfundar á landsvísu. Margi’ét sagði að þessi landsfund- ur væri talsvert öðru vísi en aðrir landsfundir sem hún hefði setið frá því hún hefði tekið við sem formaður Alþýðubandalagsins árið 1995, en landsfundir hefðu nánast verið ár- lega síðan. Það væri dálítið nýtt að það væri hægt að taka stór málefni, eins og sjávarútvegsmálin, sem væru mikið rædd vegna þess að allir væru á því að þau væru undirrót þess byggðavanda sem við byggjum við og ganga frá afgerandi stefnu í þeim efnum sem allir stteðu að. Það segði að það hefði verið þarna ákveðinn hópur, ekki mjög stór, sem hafi verið á annairi vegferð heldur en stærstur hluti flokksmanna. „Þessi klofningur hefur verið til staðar í ár ef ekki áratugi og hann kemur bara upp á yfirborðið við það að við förum að starfa með öðrum flokkum," sagði Margrét ennfremur. þeim kostnaði sem þjóðin ber af nýtingu þeirra og stuðla að réttlátri skiptingu á afrakstri auðlinda og bundinn endir á viðvarandi úthlutun fiskveiðiheimilda.“ Þá segir að áhersla verði lögð á vernd ósnortinna víðerna landsins, minja og landslags, svo og á al- mannarétt og alþjóðlegar skuld- bindingar á sviði náttúruréttar og við skipulag og stjórn hálendisins verði náttúruvernd höfð að leiðar- ljósi. Öll áætlanagerð verði að taka mið af umhverfisvernd og samfé- lagsþróun og mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda sem geti haft veruleg áhrif á náttúrufar verði meginregla. Brýnt sé að endur- skoða núverandi lög um mat á um- hverfisáhrifum og umhverfís- og mengunargjöld verði þróuð sem stjórntæki í efnahags- og umhverf- ismálum. „Ljóst er að aukning þétt- býlis á suðvesturhorninu eykur mengunarhættu og kostar offjár í samgöngumannvirkjum, auk þess sem þessi aukning er skaðleg fyrir byggðaþróun í landinu. Því ber um- hverfisverndar vegna að stuðla að dreifing byggðar í landinu sé eðli- legi’i en nú er,“ segir einnig. Talsmaður Umhverfísvina U ndirskriftasöfn- un fer vel af stað Stjórnmálaályktun 14. landsfundar Alþýðubandalagsins Afstaðan til NATO verði endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.