Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 47

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 47 UMRÆÐAN Látum málið okkur varða Guðrún Dóra Anna María Harðardóttir Gunnarsdóttir MÁLTAKAN er sennilega eitt flókn- asta verkefnið sem maðurinn fæst við á lífsleiðinni og á fyrstu æviárunum er grunn- urinn lagður að mál- þekkingu einstakl- ingsins. Börn eru sífellt að læra ný hljóð og orð, málfræði, setningafræði o.s.frv. Talið er að við fimm ára aldur hafi börn lært um 80% þess orðaforða sem þau munu nota í framtíð- inni. Margir foreldrar velta því fyrir sér hvort bömin þeirra fylgi jafnöldrunum í mál- þroska. Lítið er til af aðgengilegu fræðsluefni fyrir foreldra og því oft erfitt fyrir þá að meta hvort framvinda máltökunnar sé innan eðlilegra marka. Af þessum sökum hefur mikil ábyrgð hvílt á herðum starfsfólks heilsugæslu og leik- skóla, þ.e. að meta hvaða bömum þurfi að vísa áfram í nánari athug- un. Til skamms tíma höfðu þessir aðilar ekki ábyggileg mælitæki sem tóku mið af málþroska ís- lenskra barna. Nú em hins vegar komin á markað tvö mælitæki sem eru sérstaklega ætluð til að finna þessi börn. Annað mælitækið heit- ir Orðaskil og er eftir Elínu Þöll Þórðardóttur, talmeinafræðing, ætlað bömum á aldrinum 18-36 mánaða. EFI er hitt mælitækið eftir talmeinafræðingana Elmar Þórðarson, Friðrik Rúnar Guð- mundsson og Ingibjörgu Símonar- dóttur. Málþroskaskimunin EFI er ætluð til notkunar við þriggja og hálfs árs skoðun á heilsugæslust- öðvum. Talmeinafræðingar binda Tungan Málið, segja Anna María Gunnarsdóttir og Guðrún Dóra Harðardóttir, er dýr- mætasta eign okkar. miklar vonir við að með tilkomu þessara mælitækja fari málþrosk- araskanir að greinast fyrr en nú er. Greining vandans er forsenda þess að viðeigandi inngrip geti haf- ist og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar verður seint ofmetið. Málþroski felur ekki aðeins í sér hvað barnið getur sagt og hvernig það segir það heldur líka hvort það skilji málið, kunni að hlusta eftir merkingu máls og geti fært hugs- anir sínar í orð. Kannanir sýna að foreldrar taka mest eftir fram- burði barna sinna og er líklegast að þeir láti í ljós áhyggjur hvað það varðar. Framburðargallar eru þó oftast auðleysanlegir, en vandamál sem tengjast málskilningi og -tjáningu eru oft djúpstæðari og líklegra að þau hafi langtíma áhrif. Foreldrar eru börnum sínum mik- ilvæg fyrirmynd og geta haft veru- leg áhrif á framvindu málþroskans. Því meira sem þeir tala við börnin sín því betra, en til þess að það komi sem best að gagni verða að myndast samræður milli tveggja aðila, þ.e. virk samskipti. Barnið lærir ný orð í gegnum reynslu, skoðun, í leik, við lestur bóka o.fl. Lestur bóka er ómissandi þáttur í málörvun. Mikilvægt er að bæk- urnar séu við hæfi barnsins og að foreldrar kanni hvort barnið hafi skilið innihaldið með því að spyrja viðeigandi spurninga. Til frekari upplýsinga til foreldra um mál- þroska bendum við á bæklinginn Málþroski - Málþroski barna er mál foreldra, sem gefinn er út af menntamálaráðuneytinu. Málið er ein dýrmætasta eign okkar. Málþroskaraskanir geta haft alvarleg áhrif á nám, samskipti og aðra félagslega þætti svo sem sjálfstæði og hegðun og geta raunverulega skert lífsgæði og hamingju ein- staklingsins. Við skorum því á heil- brigðisyfirvöld og sveitarstjórnir að taka þessi mál föstum tökum því gott forvarnarstarf stuðlar að heil- brigði þjóðarinnar. Höfundar eru talmeinafræðingar hjá Talþjálfun ReyUjavíkur og (stjórn Félags talkennara og talmeinafræðinga. Konur eru besta fólk Námsaðstoð í stærðfræði Nánari upplýsingar í síma 551 5592 TÖLVU- OG STÆRÐFRÆÐIÞJÓNUSTAN chf. NÝJAR VÖRUR í HVERRIVIKU Jakkar frá kr. 5.900 Buxur frá kr. 1.690 Pils frá kr. 2.900 Blússur frá kr. 2.800 Anna og útlitíð verðiir með fatastíls- og litgreiningamámskeið Uppl. í síma 892 8778 , Nýbýlavegi 12 Q\JGA2» Kópavogi Sími 554 4433 Sérprentum fyrir fyrirtæki • islenskar vetrarljósmyndir og fjöldi fallegra jólamynda • Stök og í neytendaumbúðum • Verslunar- og innkaupastjórar hafið samband í símum 552 2930 & 552 2865 fax 562 2935 netfang litbra@vortex.is PISTILL minn á heimasíðu Heimdall- ar, frelsi.is, fyrir skömmu hefur vakið deilur og umræður. Nokkuð hefur verið snúið út úr efni pistils- ins, ég sakaður um kvenfyrirlitningu og kallaður flestum illum nöfnum. Það er sjálf- sagt mér sjálfum að kenna, þar sem fram- setning pistilsins var ekki nógu skýr. Um hvað snerist pistillinn? I fyrsta lagi var ég að reyna að nota hag- fræðina til að útskýra af hverju laun kvenna væru lægri en karla. Þar greip ég til alkunnrar stað- reyndar, um að sama verð væri allt- af, til langs tíma a.m.k., borgað fyr- ir sömu vöru á frjálsum markaði. Sá sem byði upp á vöru á hærra verði en aðrir yrði undir í sam- keppninni. Kannski finnst sumum það harkalegt og óvenjulegt að tala um vinnu kvenna og karla sem „vöru“, en það er hún engu að síður. Sem skýringu á „launamun" karla og kvenna nefndi ég þá líf- fræðilegu staðreynd að konur (ekki kariar) bera afkvæmi undir belti og geta á meðan ekki sinnt vinnu. Liggur það ekki alveg ljóst fyrir? I öðru lagi sagði ég að fæðingar- orlof ætti ekki að vera lögbundið. Foreldrar (að vísu notaði ég orðið konur, en þó þannig að ég tók fram að feður tækju oftast þátt í kostn- aðinum. Eg viðurkenni að ég hefði átt að taka fram að karlar hafa líka skyldu til að bera kostnaðinn) ættu að taka á sig kostnaðinn við fæðing- arorlof. Ekki ríkið. Það segi ég vegna þess að hugsjón mín geng- ur út á það að Jóna lesbía eigi ekki að borga barneign Þor- finnu kynvísu. Grundvallar- ágreiningur Þarna birtist grund- vallarágreiningur frjálshyggju- og fé- lagshyggjufólks um hlutverk ríkisins. Eg var ekki að lýsa yfir andúð á konum, enda er ekkert út á þær að setja. Ég á til að mynda einni konu allt mitt að þakka, móður minni, sem kom mér í heiminn og hugsaði um mig í rúm- lega tvo áratugi (hún er jafnvel enn að). í kjölfar pistilsins fékk ég yfir mig skæðadrífu af illmælgi og við- urnefnum („mannfyrirlitning", „kvenhatari") úr eigin herbúðum, frá fólki sem er skráð í Heimdall og Sjálfstæðisflokkinn, en ætti í raun betur heima í röðum félagshyggju- fólks. Það þótti mér miður. Þessum upphrópunum fylgdu engin rök, enda er sjálfsagt erfitt fyrir þetta fólk að verja vinstrisjónarmið. Bestu og málefnalegustu rökin gegn pistlinum komu fram á heima- síðu Grósku, groska.is, en þar er greinilegt að höfundur skammast Súrefinisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía ívar Páll Jónsson | í dag er Ií [5G dag er langlangbesti tíminn.. en bara í dag! -1- i Kynin Þarna birtist, segir fvar Páll Jónsson, grundvall- armunur frjálshyggju- og félagshyggjufólks um hlutverk ríkisins. sín ekki fyrir félagshyggjuna og kemur fram af heilindum, án skít- kasts. Þá vil ég benda á góða um- fjöllun Björgvins Guðmundssonar um efnið á frelsi.is. Mér þótti líka miður að formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna skyldi hlaupa í ríkisútvarpið með þá yfiriýsingu að pistillinn væri ekki í samræmi við stefnu SUS. Formaður Heimdallar kom líka fram í fjölmiðlum og sagðist per- sónulega ekki vera sammála mér. Ég hafði talið þessa menn sam- herja mína í baráttunni fyrir hug- sjóninni um rétt einstaklinga til að halda eigum sínum. Framganga þeirra særði mig og olli mér von- brigðum._________________________ Höfundur er hagfræðinemi og fyrrverandi stjómarmaður í Heimdalli fus. UGBÚNAÐUR RIR WINDOWS Frá bær þjónusta m KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun LITBRÁ HÖFÐATÚN 12* PRENTSMIÐJA KORTAÚTGÁFA 105 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.