Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gagnrýni sérfræðinga á skýrslu Landsvirkjunar um umhverfísáhrif Fljótsdalsvirkjunar Dregið úr áhrifum framkvæmdarinnar Morgunblaðið/RAX „Reynsla til að meta hættu af þessu tagi, það er rof við miðlunarlón, er mjög takmörkuð hér á landi,“ segir Ólafur Arnalds, náttúrufræðingur hjá RALA. Skýrsla Landsvirkjun- ar um mat á umhverfis- áhrifum Fljótsdals- virkjunar verður rædd á Alþingi í dag. Ragna Sara Jónsdóttir fékk nokkra sérfræðinga til þess að leggja mat á niðurstöður skýrslunn- ar í ljósi þess að hún fer ekki hefðbundið ferli formlegs mats á umhverfísáhrifum. SKÝRSLA Landsvirkjunar verður ekki lögð fram hjá Skipulagsstofnun eins og gert er við framkvæmdir sem hafa veruleg áhrif á umhverfíð, af ástæðum sem flestum er iíklega kunnugt um. Alþingismenn munu út- frá skýrsiunni meta hvort umhverf- isáhrif virkjunarinnar séu það lítil- væg að þeir samþykki þingsályktun- artillögu iðnaðarráðherra um fram: hald framkvæmda við virkjunina. í samtali við Morgunblaðið í dag segja sérfræðingar á sviði gróðurrann- sókna, fuglalífs, rofs og uppblásturs að þeir telji skýrsluna vel unna en þó bera keim af því að dregið sé úr áhrifum framkvæmdarinnar. Snorri Baldursson doktor í plöntu- erfðafræði og framkvæmdastjóri Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) telur umfjöllun skýrslu Landsvirkjunar um gróður á Eyjabökkum hallast í átt til þess að verið sé að réttlæta framkvæmdina. Hann segir að skýrslan leggi frekar áherslu á það sem er algengt og líkt með öðrum svæðum fremur en að draga fram það sem er sérstakt og einstakt á svæðinu. „í skýrslunni segir til dæmis að á Eyjabökkum sé ekki að finna staði sem séu einstakir í sinni röð hvað varðar gróður, heldur eigi hann sér Afsökunar- beiðni í Lesbók Morgunblaðsins 23. októ- ber sl. birtist grein um Harald Hamar Thorsteinsson. Birting greinar þessarar óbreyttrar voru mistök, sem Morgunblaðið biður að- standendur Haraldar afsökunar á. Ritstj. ...fyrir systur, fyrir bræður... sterling verslun ^ HAFNARSTRÆTI11 REYKJAVÍK SÍMI 551 4151 hliðstæður víða á hálendinu. Þetta má vera rétt ef gróður er skoðaður á einstökum reitum innan svæðisins. Athyglisvert er að ekki er talað um svæðið í heild sinni eða um flæðilönd almennt, sem eru afar sjaldgæf á há- lendinu," segir Snom. Snom segir að vegna þessa virðist sem mörgum spurningum sé enn ósvarað í skýrslunni hvað varðar áhrif framkvæmdarinnar á gróður. „Það hefði þurft að svara því hvar á hálendinu er að finna stórar lands- lagsheildir sem eru sambærilegar að grósku og í vistfræðilegu tilliti og Eyjabakkar. Eins væri gott að fá að vita hve stórt hlutfall af grónu flæðilandi í yfir 600 metra hæð fer á kaf við þessar framkvæmdir og hvar annars staðar á landinu er að finna samfellt gróðurlendi sem nær alveg frá sjó og upp að jökulsporði. Eg er sannfærður um að ef slíkur saman- MAGNÚS Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að framkvæmdavaldið, í þessu tilviki umhverfisráðuneytið eða undirstofnanir þess, hafi engar lagalegar forsendur til að krefjast þess að fram fari formlegt mat á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkj- unar. Þetta kom fram í máli hans þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum ráðuneytisins við túlk- un Aðalheiðar Jóhannsdóttur lög- fræðings á lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Morgunblaðið birti í fyrri viku við- tal við Aðalheiði, sem er einn höfunda ft-umvarps til laga um mat á um- hverfisáhrifum, þar sem hún heldur því fram að hæpið sé að undanskiija Fijótsdalsvirkjun slíku mati vegna þess að framkvæmdaleyfi virkjunar- innar hafi ekki verið gefið út áður en EES-samningurinn tók gildi. Magnús segir lagatúlkun Aðal- heiðar ekki breyta á nokkum hátt eindregnu áliti ráðuneytisins. „í raun má segja að það sé mat ráðu- neytisins að framkvæmdavaldið hafi burður yrði gerður reyndust Eyja- bakkar einstakir í sinni röð,“ segir Snorri. Gróðurrannsóknir ofmetnar Snom segir að grónir jökulgarðar sem finna má á Eyjabökkum og tveimur öðrum stöðum í heiminum, séu töluvert mikilvægari en gefíð er í skyn í skýrslunni. Þeir séu náttúr- fyrirbæri sem beri að vernda fyrst þeir finnist eingöngu á svo fáum stöðum í heiminum. Snorri gagnrýnir upplýsingar um gróðuirannsóknir sem settar eru fram í skýrslunni. „I skýrslunni er sagt að gróðurrannsóknir hafi verið stundaðar á svæðinu í 25 ár með hlé- um. Þetta er í rauninni rangt að mínu mati en rannsóknir fóru fram á gróðri á Eyjabökkum frá 1975 til 1979. Síðan hafa mér vitanlega fáar ef nokkrar rannsóknir verið gerðar engar lagalegar forsendur til að krefjast þess að mat á umhverfisá- hrifum framkvæmda við væntanlega Fljótsdalsvirkjun fari fram. Enda séu þessar framkvæmdir í samræmi við útgefið virkjunarleyfi og það er í raun eingöngu Alþingi sem getur breytt því,“ segh- Magnús. Magnús segist ekki vita til hvaða EB-dóma Aðalheiður vitnar þegar hún segir að dómafordæmi þeirra sýni að skylda stjórnvalda til að láta meta umhverfisáhrif framkvæmda sé mjög rík. Þvert á móti hafi geng- ið dómar hjá Evrópudómstólnum þar sem allur vafi sé tekinn af um það að það sé íslenskra stjórnvalda, í þessu tilviki umhverfísráðherra, að skera úr um það hvort viðkomandi framkvæmd sé háð mati á umhverf- isáhrifum eða ekki. Magnús bendir á að ráðuneytið hafi skoðað lagai’amma Fljótsdals- virkjunai’, ei’lenda dóma og tilskip- anir. í fljótu bragði séð virðist ekki sem breytingar verði á fyrrgreindri túlkun ráðuneytisins á lögunum. Hann segir jafnframt að í skipulagi þar, þangað til Ágúst H. Bjarnason rannsakaði fyrir Landsvirkjun fyrir skömmu," segir Snorri. Hann segir að þótt rannsóknirnar frá áttunda áratugnum séu í fullu gildi sem slíkar beri þær keim af tíð- arandanum. Þær hafi verið með fyrstu gi’óðurrannsóknum sem gerð- ar voru vegna virkjanafi’amkvæmda og hafi miðað að því að skrá gróður- fjölbreytni fremur en að leggja mat á gróðursamfélagið í heild sinni og bera það saman við önnur svæði. „Það skortir því enn rannsóknir á gróður- vistfræði Eyjabakka og samanburð við önnur svæði í svipaðri hæð yfir sjó. Fyrr en slíkar rannsóknir hafa verið gerðar, getum við ekki vitað með vissu hversu einstakt svæðið er eða hverju við erum að fórna með því að sökkva því,“ segh’ Snom. Ólafur Ai-nalds, náttúrufræðingur hjá Rannsóknarstofnun Landbúnað- miðhálendisins sem staðfest var sl. vor hafi verið mjög skýrt kveðið á um það að Fljótsdalsvirkjun sé ekki matsskyld framkvæmd samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Öllum heimilt að höfða mál Aðspurður um skoðun hans á þeirri túlkun Aðalheiðar að rétt sé að einstaklingar fái úr því skorið fyrir íslenskum dómstólum hvort þeir eigi rétt á að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar verði metin samkvæmt lögum meðal annars svo þeir geti nýtt sér þau réttindi sem matsferillinn færir þeim, sagði Magnús: „Það er vissulega eitt af megin- markmiðum laga um mat á um- hverfisáhrifum að auka vægi og þátttöku almennings í meiriháttar framkvæmdum. Það breytir ekki því að lögin um mat á umhverfis- áhrifum eru ekki afturvirk og fram- kvæmdir sem búið var að veita heimild fyrir falla ekki undir lögin. En það er að sjálfsögðu öllum heim- ilt að höfða mál.“ arins, segir að sá kafli skýrslunnar sem fjallai’ um jarðvegseyðingu sé að mörgu leyti góður, til dæmis séu efn- isatriði og forsendur þehra mjög skýi’. í skýrslunni sé fjallað um tvö aðskilin ferli, annars vegar hættu á jarðvegsrofi út frá strandlínunni sem síðan getur þróast í umfangsmeira jarðvegsrof og hins vegar fok úi’ lón- stæðinu þegar lítið vatn er í lóninu og á sér einkum stað á vorin. „í skýrslunni eru færð fyrir því rök að myndun lónsins muni ekki valda verulegum vandamálum, hvorki út frá strandrofi eða vegna uppblásturs af sendnum aurum. Eg hef litlar for- sendui- til að rengja þessar ályktanir en tel þó vert að minna á þrjú atriði. I fyrsta lagi er reynsla til að meta hættu af þessu tagi, það er rof við miðlunarlón, mjög takmörkuð hér a landi. í öðru lagi er íslenskum jai’ð- vegi og framburði í botni lóna mjög hætt við foki, miðað við erlendan jarðveg og því kann hæjta á upi> blæstri að vera vanmetin. I þriðja lagi færa skýrsluhöfundar ekki rök fyrir þvi' af hverju þeir telja litla hættu á rofi í mýra- og móajarðvegi útfra sti’androfi. Það er ekki víst að for- sendur sem eru gefnar fyiir tengslum halla fjöruborðs og rofs, standist þar sem móar og mýrar liggja að lón- stæðinu,“ segir Ólafur. Hann bendir á að ekki sé fjallað um þróun rofabai’ða sem talin eru mynd- ast sums staðar við lónið og hugsan- legar mótvægisaðgerðir til að sporna við eyðingu jarðvegs í skýrslunni. „Ég tel hugsanlegt að skýrsluhöf- undar seilist nokkuð langt í að sann- færa lesendur sína um að það verði engin vandamál vai’ðandi rof af völd- um framkvæmdarinnar," segir Ólafur og bendir á að skýrsluhöfundar segi að fok úr lóninu á vorin verði ekki mikið meira en gengur og gerist á svæðinu núna. „Eg hef ekki forsend- ur til að rengja það, en þegai’ litið er til þess að þarna verður um 10-15 km2 sandsvæði þá er hugsanlegt að það fjúki verulega úr því. Ekki er víst að sandsvæðin sem fyrir eni séu sama eðlis og þau sem kunna að myndast, segir Olafur Arnalds. Dregið úr mikilvægi svæðisins Ólafur Einarsson, fuglafræðingur og stjórnarmaður í Fuglaverndarfé- lagi Islands segir að skýrslan sé vel unnin en hún hafi þann galla að vera- lega sé dregið úr vægi Eyjabakka,- svæðisins í náttúrufarslegu tilliti. „Eyjabakkar eru afskaplega mikil- vægt búsvæði fyrir fugla ef tekið er tillit til þess mikla fjölda heiðagæsa sem fellir fjaðrir þar. Þá er svæðið al- þjóðlega mikilvægt, samkvæmt Al- þjóðlegu fuglaverndai’samtökunum og það er á nýjum lista yfir mikilvæg fuglasvæði í Evrópu. Það er ekki í anda Ramsarsamningsins um vernd votlendis að sökkva Eyjabökkum en við hljótum að eiga að haga okkur samkvæmt honum þar sem við höfum skrifað undir hann,“ segir Ólafur. Ólafur segir að í skýrslunni sé nokkuð dregið úr mikilvægi Eyja- bakkasvæðisins fyrir fugla. Sagt sé í henni að fjaðrafelli taki 3-4 vikur en gæsirnar séu allt upp í 10 vikur a svæðinu. Þá segir hann að með tilliti til fuglalífs sé gróður á Eyjabökkum einstakur og það komi ekki nægilega vel fram í skýrslunni. „Það er gefið í skyn að mörg svipuð búsvæði og Eyjabakkar séu til á íslandi en það er alls ekki rétt,“ segir Ólafur. Hann segir að í skýrslunni sé ekki svarað þein’i spurningu hvaða áhrif framkvæmdin muni hafa á heiða- gæsastofninn og lítið sé vitað um hvernig stofninnn bregðist við. Ekk- ert annað svæði hérlendis sé svipað Eyjabökkum sem búsvæði fugla nema Þjórsárver. Að lokum segir Ólafur að í skýrsl- unni sé bent á að ekki eingöngu vh’kj- anir hafi áhrif á gæsastofninn, heldur séu milli 30-40.000 gæsir skotnar ár- lega af sportveiðimönnum. „Það kem- ur þessu máli ekkert við og bendir til þess að verið sé að reyna að réttlæta framkvæmdina með því að benda á þetta atriði. Munurinn er hins vegar sá að annars vegar erum við með virkjun sem er óafturkræf fram- kvæmd og hins vegar skotveiði sem eiu framkvæmdir sem hægt er að stjórna og stöðva ef svo ber undir.“ Ráðuneytisstjóri umhverfísráðuneytis um matsskyldu Fljdtsdalsvirkjunar Engar lagalegar forsend- ur til að krefjast mats
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.