Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ^MBLJS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK árekstri KARLMAÐUR slasaðist alvarlega og var fluttur til aðgerðar á slysa- deild með sjúkrabifreið í gær- kvöldi eftir harðan árekstur stræt- isvagns og bifreiðar við gatnamót Sæbrautar og Klapparstígs á sjötta tímanum. Hinn slasaði var fastur í flaki bílsins eftir slysið og kalla þurfti út tækjabifreið Slökkviliðs Reykja- víkur til þess að ná honum út. Sæ- braut var lokuð í eina og hálfa klukkustund meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig. Strætisvagn dreginn á brott með kranabifreið UNGFRUIN góða og húsið, kvikmynd Guðnýjar Halldórs- dóttur, var valin bíómynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem Siglingar milli Færeyja og Bandaríkjanna Eimskip gerir tilraun EIMSKIP ætlar að gera tilraun með beinar siglingar milli Færeyja og Ameríku, sem með- al annars auðveldar færeyskum fiskútflytjendum að flytja ferskan fisk vestur um haf. Til- raunaferð verður farin næst- komandi sunnudag. Erlendur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri utanlandssviðs Eimskips, segir að verið sé að kanna hvort hægt sé að stytta flutningstímann milli Færeyja og Bandaríkjanna og sé það gert að beiðni færeyskra fiskútflytj- enda, en engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhaldið. Samkvæmt frétt færeyska blaðsins Dimmalætting verður farið frá Færeyjum til Argentia á Nýfundnalandi og tekur ferðin um flmm daga, þaðan til Shelbourne, Boston, New York og Norfolk og svo til Reykjavík- ur. Selfoss fer þessa fyrstu ferð í tilraunaskyni, en ef ákveðið verður að halda áfram verður Hansewall einnig notað. Dimmalætting hefur eftir Svavari Ottóssyni, fulltrúa Eimskips í Færeyjum, að ein aðalástæðan fyrir því að þessi leið sé reynd sé sú að veita fær- eyskum flskútflytjendum tæki- færi til að komast inn á banda- ríska markaðinn. Edduverðlaunin veitt í fyrsta sinn í gær Slasaðist alvarlega í hörðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Indriði G. Þorsteinsson tekur hér við heiðursverðlaunum Islensku kvikmynda- og sjónvarpsakademi'unnar í gærkvöld úr hendi Gunnars Eyjólfssonar og Kristbjargar Kjeld. Þau léku aðalhlutverkin í kvikmyndinni 79 af stöðinni sem gerð var eftir sögu Indriða. Ungfrúin góða og húsið hlaut flest verðlaun Farþega strætisvagnsins sakaði ekki í slysinu en draga þurfti vagn- inn burtu með kranabíl til skoðun- ar. Rannsókn málsins var ekki lok- ið og því ekki vitað hver orsök slyssins en mikil hálka var á göt- um borgarinnar í gær. Forsætisráðherra segir skeytingarleysi forystumanna Kaupþings í FBA-málinu algert Skuldbundu sig með bak- samningi til að kaupa 11% hlut DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við umræður um einkavæðingu fyrirtækja og dreifða eignaraðild, sem fram fóru utan dag- skrár á Alþingi í gær, að forsvarsmenn Kaup- þings og Orca SA hefðu unnið að því öllum ár- um að tryggja sér ráðandi stöðu í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins með það að markmiði að sameina Kaupþing og FBA. Fordæmdi forsæt- isráðherra kaupþingsmenn fyrir það skeyting- arleysi sem þeir hefðu sýnt gagnvart hagsmun- um ríkissjóðs og annarra hluthafa bankans í FBA-málinu. Davíð sagði að skv. leynilegum baksamningi sem gerður hefði verið á milli forsvarsmanna Kaupþings og Orca-hópsins svonefnda, um það leyti sem Orca keypti 28% hlut Kaupþings og sparisjóðanna í FBA, hefðu forystumenn Kaup- þings skuldbundið sig til að halda áfram að kaupa hlutabréf í FBA með það að markmiði að ná til sín um það bil 11% hlutabréfa bankans í því al- menna útboði á 51% hlut ríkissjóðs í bankanum sem álitið var að stæði fyrir dyrum á haustmán- uðum. „Með 28% hlut Orcu-manna og viðbótarhlut annarra hluthafa í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, sem voru fúsir til samstarfs, svo og þeim 11% viðbótarhlut sem sparisjóðirnir eða Kaup- þing áttu að afla í væntanlegu útboði töldu aðilar viðskiptanna sig vera komna með ráðandi stöðu innan bankans í kjölfar einkavæðingarinnar,“ sagði Davíð. „I framhaldi af því væri mögulegt að vinna að sameiningu Kaupþings og Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins." Davíð sagði áform þessi hafa miðað beinlínis að því að koma einkavæðingu á FBA í uppnám. „Kaupþingsmenn töldu að ríkisstjórnin hefði skuldbundið sig til að selja 51% hlut sinn með sölufyrirkomulagi sem fyrirtækinu hentaði. Skeytingarleysið gagnvart hagsmunum ríkis- sjóðs og annarra hluthafa bankans var algjört." Við þetta hefði ekki verið hægt að una, sagði Davíð, og því hefði ríkisstjórnin gripið til aðgerða tO að verja hagsmuni ríkissjóðs, aðgerða sem miðuðu að því að tryggja hámarksverð fyrir öll 51% bréfa ríkissjóðs í bankanum, stuðla að dreifðri eignaraðild í bankanum og tryggja jafna möguleika allra áhugasamra aðila til að taka þátt í útboðinu, hefðu þeir á annað borð til þess bol- magn. Dreifð eignaraðild verði tryggð I ræðu sinni í gær fór Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sem var máls- hefjandi utandagskrárumræðunnar í gær, fram á að forsætisráðherra beitti sér fyrir því að settar yrðu reglur sem tryggðu dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum, auk þess sem hann mæltist til þess að áformaðri einkavæðingu ríkisbank- anna yrði frestað uns búið væri að setja slíkar reglur. ■ Markaður/10 haldin var í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Myndin var einnig valin til að taka fyrir hönd Is- lands þátt í forkeppni fyrir Óskarsverðlaunin í Bandaríkj- unum. Guðný Halldórsdóttir var val- in besti leikstjórinn fyrir kvik- mynd sína Ungfrúin góða og húsið en auk hennar voru til- nefndir sem bestu leiksljóramir þeir Agúst Guðmundsson og Viðar Víkingsson. Tinna Gunn- laugsdóttir var valin leikkona ársins fyrir leik sinn í myndinni. Besti leikarinn var valinn Ingvar E. Sigurðsson fyrir leik sinn í Slurpinn og Co. Þá hlaut Indriði G. Þorsteins- son rithöfundur sérstök heið- ursverðlaun fyrir framlag sitt til íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld afhentu Ind- riða verðlaunin og sögðu að Ind- riði hefði í list sinni leitast við að endurspegla lífið í landinu og að hann hefði ratt brautina fyrir ís- lenskar kvikmyndir á íslenskri tungu með þátttöku sinni í' Eddafilm og ísfílm og lagt grunninn að íslenska kvik- myndavorinu. Að Edduverðlaununum stend- ur Islenska kvikmynda- og sjón- varpsakademían og vora þau veitt í fyrsta sinn í gær en fyrir- hugað er að verðlaunaveitingin verði framvegis árlegur viðburð- ur. Björn Bjamason mennta- málaráðherra afhenti verðlaunin fyrir kvikmynd ársins. ■ Úngfrúin/6 Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan þurfti að nota klippur til að ná hinum slasaða úr bflnum. FBA greidd- ur með raf- rænum hætti KAUPENDUR að 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins gerðu upp kaupin hjá ríkisféhirði síðdegis í gær og kom FBA greiðslunni til hans með rafrænum hætti, með svonefndri SWIFT-greiðslu. Er þetta talin ein stærsta greiðslan sem fram hefur farið með þeim hætti hérlendis. Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki væri unnt að skrifa hærri ávísanir en upp á einn milljarð og hefðu þær því þurft að vera tíu talsins. Var því rafræna aðferðin notuð. Gestur Jónsson, hæstaréttar- lögmaður og umboðsmaður 26 fjárfesta sem keyptu hlut ríkis- ins, tók við hlutabréfunum hjá Sigurði Þorkelssyni ríkisféhirði þegar hann hafði móttekið alls 9,7 milljarða króna frá kaup- endunum. Nafnverð bréfanna er um 3.468 milljónir króna. Af- skiptum ríkisins af FBA er hér með lokið. ■ Afskiptum/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.