Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Ný tískuverslun sem starfar eingöngu á Netinu
Býður lægra verð
á tískufatnaði
Morgunblaðið/Jim Smart
Heimasíða tískuverslunarinnar tiska.is á Netinu.
Afhending hlutabréfa í FBA
Morgunblaðið/Sverrir
Sig'urður Þorkelsson, ríkisféhirðir, afhendir Gesti Jónssyni, hæstarétt-
arlögmanni og umboðsmanni Ijárfestanna 26, hlutabréf ríkisins í FBA.
Afskiptum
ríkisins lokið
NÝ tískuverslun hefur verið opnuð
á Netinu, tiska.is, á slóðinni
www.tiska.is. Eva Dögg Sigurgeirs-
dóttir er eigandi og framkvæmda-
stjóri. Að hennar sögn mun tiska.is
geta boðið mun lægra verð á tísku-
fatnaði en gerist og gengur.
„Það er ódýrara að reka netversl-
un og þar af leiðandi er hægt að
bjóða lægra verð,“ segir Eva Dögg
en tekur undir að stofnkostnaður sé
töluverður. Hún segir tisku.is fylla
upp í ákveðið tómarúm en verslunin
er eingöngu á Netinu og fyrsta slíka
tískuverslunin á íslenskum mark-
aði.
Eva Dögg segir aðdragandann að
opnuninni um 6-8 mánuði en hug-
myndin hafí vaknað mun fyn-. „Það
er staðreynd að margir vilja frekar
eyða frítíma sínum með fjölskyld-
unni en að ganga á milli verslana.
Eins það að karlmenn virðast hafa
minni áhuga á að versla en konur.
Við ætlum að höfða til hóps sem vill
fylgjast með þeim tískustraumum
sem eru í gangi í heiminum. Netið
er nú sístækkandi vettvangur til
þess, ekki síst á meðal ungs fólks.
Þetta er verslun fyrir ungt fólk á
öllum aldri, bæði á landsbyggðinni
og á höfuðborgarsvæðinu," segir
Eva Dögg.
í boði er dömu- og herrafatnaður
frá breskum, dönskum og ítölskum
tískuvörumerkjum og sér Eva
Dögg sjálf um innkaup. Meðal
merkja sem boðið er upp á eru
Blend of America, Pepe, Vila og
Virus. „Eg heflanga reynslu afinn-
kaupum fyrir íslenskar tískuversl-
anir og hef komið mér upp sam-
böndum erlendis."
Ótímabundinn skilafrestur
Eva Dögg segist bjartsýn á fram-
haldið. „Eg nota netverslanir sjálf
mikið en þetta er það sem koma
skal,“ segir Eva Dögg. Hún bjó í
Bandaríkjunum um fjögurra ára
Morgunblaöiö/Jim Smart
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir,
framkvæmdastjóri tisku.is.
skeið og kynntist Netinu þar vel.
tiska.is hefur þegar verið opnuð á
Netinu og fólki gefinn kostur á að
skrá sig á póstlista. „Nú fer í hönd
reynslutími þar sem við sjáum
hvernig markaðurinn tekur þessu.
Við leggjum áherslu á ótímabund-
inn skilafrest og að hafa umgjörðina
eins notendavæna og hægt er,“ seg-
ir Eva Dögg.
Vefsíðan og verslunarkerfið er
sérhannað af SALT. „Allar upplýs-
ingar sem fara um kerfið eru rugl-
aðar með 40 bita SSL-öryggislykli
frá VeriSign. Þetta tryggir notand-
anum að vefsvæðið tilheyri löggild-
um aðOa og að allar upplýsingar séu
100% öruggar," segir Eva Dögg.
Aðspurð segir hún að allri sam-
keppni verði tekið fagnandi. „Netið
er það sem koma skal og fleiri net-
verslanir munu áreiðanlega skjóta
upp kollinum í framtíðinni. Við höf-
um þó ákveðið forskot þar sem við
sérhæfum okkur í sölu á Netinu en
rekum ekki hefðbundna verslun
líka. Þegar verslanir eru reknar
bæði á Netinu og á hefðbundinn
hátt, geta þær átt undir högg að
sækja í samkeppni við hreinar net-
verslanir vegna þess að verðið er
hærra,“ segir Eva Dögg.
AFHENDING á 51% hlut ríkisins
í Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins, sem 26 fjárfestar keyptu í
kjölfar útboðs á vegum fram-
kvæmdanefndar um einkavæð-
ingu, fór fram í gær. Það var Sig-
urður Þorkelsson, ríkisféhirðir,
sem afhenti Gesti Jónssyni, hæsta-
réttarlögmanni og umboðsmanni
fjárfestanna 26, hlutabréf ríkisins í
FBA eftir að greiðslur höfðu bor-
ist ríkisféhirði frá öllum kaupend-
um, alls rúmar 9.710 milljónir
króna en nafnverð bréfanna er um
3.468 milljónir króna. Er afskipt-
um ríkisins af FBA þar með lokið.
Stærsti hluthafi í FBA eftir sölu
á hlut ríkisins er Lífeyrissjóðurinn
Framsýn, sem á alls 7,13% hlut.
Næststærstir eru, með 7% hlut
hver, Óháði fjárfestingasjóðurinn
hf., sem er í eigu Sveins R. Eyj-
ólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar,
Jón Ólafsson & co sf., í eigu Jóns
Ólafssonar, Oddeyri ehf., í eigu
Þorsteins Más Baldvinssonar og
Gaumur ehf., í eigu Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar og fjölskyldu.
Þá eignaðist Lífeyrissjóður
verslunarmanna 6,00% hlut, Þró-
unarfélag íslands hf. 5,50% og
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
hf. á sjálfur 5,39%.
í kjölfarið af þátttöku bankans
sjálfs í kaupunum bauð hann
starfsmönnum sínum að eignast
hlutabréf fyrir allt að 50 milljónir
króna á genginu 2,8. Alls 73 starfs-
menn óskuðu eftir að kaupa hluta-
bréf samkvæmt þessu.
„Þetta er mjög ánægjulegur
dagur fyrir Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins. Fjárfestar hafa nú
tekið öllum hlutabréfum í bankan-
um og hafa mjög spennandi fjár-
festingu í höndunum. Á þessum
um það bil tveimur árum frá því að
bankinn var stofnaður hefur ríkið
fengið tæpa fimmtán milljarða fyr-
ir söluna á bankanum," segir
Bjai'ni Ármannsson, forstjóri FBA
í samtali við Morgunblaðið.
Það var FBA sem kom greiðsl-
um fjárfesta til ríkisféhirðis. Að-
spurður segir Bjarni að greiðslan
hafi farið fram með rafrænum
hætti. „Það er enda ekki hægt að
skrifa stærri ávísun en einn millj-
arð, og því hefðu þær þurft að vera
tíu talsins," segir Bjarni.
Þess í stað var notast við svo-
nefnda SWIFT greiðslu, og af-
henti Bjarni Sigurði Þorkelssyni,
ríkisféhirði, staðfestingarkvittanir
fyrir því að peningafærslan hefði
farið fram. „Jú, þetta hefur líklega
verið með hærri SWIFT greiðsl-
um sem fram hafa farið hér á
landi,“ samsinnir Bjarni aðspurð-
ur.
HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA
= HÉÐINN = á
Stórás 6 »210 Garðabæ
sími 569 2100 • fax 569 2101 1
#
Media II lánar Gagarín ehf.
Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín
ehf. hefur fengið úthlutað 18,6 mil-
ljóna króna víkjandi láni til að
standa að framleiðslu á tölvuleik-
num „The Worid of Yggdrasil", úr
Media II áætlun Evrópusamban-
dsins.
í fréttatilkynningu frá Gagarín
segir að þetta sé eitt hæsta framlag
sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið
frá Media, sem einnig styrkir fram-
leiðslu kvikmynda og sjón-
varpsefnis. Jafnframt er þetta í
fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki
fær úthlutað úr margmiðlunarsjóði
Media.
tilkynningunni segir einnig að
lánveitingin sé einnig ákveðinn
gæðastimpill, en verkið var eitt ör-
fárra sem valið var úr stórum hópi.
„Við munum byrja á því að gefa
leikinn út á Islandi. Strax í kjölfar
þess verður hann gefinn út á öðrum
norðurlöndum, og síðar í öðrum
Evrópulöndum og vestan hafs,“
segir Geir Borg, framkvæmdá-
stjóri Gagarín ehf. í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir að Gag-
arín sé búið að taka þátt í tveimur
erlendum sýningum. „Það eru kom-
in á sambönd við mögulega dreif-
ingaraðila í þessum löndum. Það er
því verkefni næstu mánaða að
ganga frá samningum um það.“
Söguþráður leiksins mun byggj-
ast á sögunni af því þegar jötuninn
Þrymur stal hamri Þórs, Mjölni, og
mun henta einstaklingum frá 10 ára
aldri.
þigalltaf langað
til að heyra hvað hann er að segja
Við biðjumst velvirðingar á því að
flest hljómtæki okkar hljóma svo
skýrt að þú heyrir gjarnan eitthvað
sem þú áttir ekki von á.
<
Conrad-Johnson CAVS0 lampamagnari
REYNISSON
& BLÖNDAL
WWW.ROGB.IS
SÉRVERSLUN MEÐ HLJÓMTÆKI • SKIPHOLTI 25 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 6333 • INFO@ROGB.IS