Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 27
t
ÚRVERINU
Nýtt hafrannsóknaskip kostar 1,6-1,7 milljarða króna
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í smi'ðum í Chile en gert
er ráð fyrir að skipið komi hingað til lands í næsta mánuði.
Smíði skipsins er Iangt komin eins og sjá má af þessari mynd
af dekki skipsins.
Kostnaður ekki
farinn fram úr
áætlunum
Brú skipsins er um 100 fermetrar og hin
glæsilegasta eins og sjá má.
KOSTNAÐUR við smíði nýs haf-
rannsóknaskips verður um 1,6-1,7
milljarðar króna og er samkvæmt
áætlunum, að sögn forstjóra Haf-
rannsóknastofnunarinnar. Afhend-
ingu skipsins hefur seinkað nokk-
uð, meðal annars vegna aukahljóða
í skrúfubúnaði en sérfræðingar
hafa þegar fundið lausn á vandan-
um.
Nýtt hafrannsóknaskip, Arni
Friðriksson, er nú í smíðum í Asm-
ar-skipasmíðastöðinni í Chile. Jó-
hann Sigurjónsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar, segir kostnað
við smíði skipsins á áætlun, en
hann verði á bilinu 1,6 til 1,7 millj-
arðar króna. Samningurinn við
skipasmíðastöðina hafi hljóðað upp
á eitthvað lægri upphæð en þá séu
eftir samningar við véla- og tækja-
framleiðendur. Upphaflega stóð til
að afhenda skipið í september sl.
en Jóhann gerir ráð fyrir að skipið
verði komið hingað til lands í des-
ember, þótt endanleg dagsetning
hafi ekki verið ákveðin. Kostnaður-
inn við þessa töf verði bættur, líkt
og smíðasamningur geri ráð fyrir.
Vandi vegna aukahljóða í
skrúfubúnaði verið leystur
Jóhann segir að seinkunina megi
meðal annars rekja til aukahljóða í
skrúfubúnaði skipsins en gerðar
séu mjög strangar kröfur um að
búnaðurinn verði sem hljóðlátast-
ur. „Skipið er dísel-rafknúið vegna
þess að við viljum fá það sérstak-
lega hljóðlátt. Það standa yfir próf-
anir á búnaðinum og sérfræðingar
hafa þegar fundið lausn á málinu.
Auðvitað koma alltaf upp einhver
atriði í skipasmíði sem menn
kannski gerðu ekki ráð fyrir, sér-
staklega þegar um flókinn búnað
er að ræða eins og í þessu tilfelli.
Mestu máli skiptir að við berum
ekld fjárhagslegan skaða af þess-
um töfum og að
við fáum gott
skip,“ segir Jó-
hann.
Samkvæmt lög-
um sem sett voru
í lok árs 1996 var
hlutverki Þróun-
arsjóðs sjávarút-
vegsins breytt
þannig að sjóður-
inn skyldi taka
lán til kaupa eða
smíði á nýju rann-
sóknaskipi fyrir
Hafrannsóknast-
ofnun og var
gjaldtaka á úthlutaðar aflaheimild-
ir framlengd um tvö ár til að
standa undir þessum útgjöldum.
Miðað var við að þá yrði lokið
styrkjum sjóðsins til úreldingar
fiskiskipa og fiskvinnslustöðva.
Gjaldið verður lagt á í síðasta sinn
1. september árið 2007. Við undir-
ritun smíðasamnings greiddi sjóð-
urinn um 250 milljónir króna og
gert er ráð fýrir að sjóðurinn
greiði samtals um einn milljarð
króna af smíðaverði skipsins.
SLOPPAR
fyrir dömur
og herra
satín^frotte'A'velúr
HVERGI MEiRA ÚRVAL
lympia.
Kringlunni 8-12, 553 3600
Bjóðum mjög hentuga fataskápa.
Aðeins vönduð vara úr gæðastáli.
Mjög gott verð!
Þjónusta ■ Þekking • ráðgjöf • Aratuga reynsla
- gæði fyrir gott verð
SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Nýársnóttin i Þjóðleikhúsinu.
ListakLúbbur Leikhúskjallarans kl. 20.30.
Nokkrir af elstu leikurum okkar leiklesa
verkið.
Upplestur félaga í Leikfélagi Akureyrar
á þriðjudagskvöldið í samvinnu við Kaffi
KaroLínu, Bláu könnuna og Bókval
Aó tillögu menntamálaráðherra ákvað rikisstjórn íslands haustið 1995 að
16. nóvember ár hvert yrði dagur íslenskrar tungu. í framhaldi af því hefur
menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu
móðurmálsins og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti hefur
athygli þjóðarinnar verið beint að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir
þjóðarvitund okkar og menningu.
íslenskt mál og menntun.
Málþing íslenskrar málnefndar í
hátiðarsal HáskóLa ísLands Laugardaginn
20. nóvember kl. 11.00.
Leiksýning í Borgarleikhúsinu
túLkuö á íslenskt táknmáL 20. og 28.
nóvember. Sigrúnu Edda Theódórsdóttir
túLkar sýninguna „Leitin að vísbendingu
um vitsmunaLíf í aLheiminum".
DAGUR
ISLENSKRAR
TUNGU
16* NÓVEMBER