Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 13

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR * Helmingur Islendinga hlynntur álveri í Reyðar- fírði samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Fleiri fylgjandi Fljótsdalsvirkjun en andvígir s Islendingar eru al- mennt jákvæðir í garð þeirrar stóriðju sem starfandi er í landinu og helmingur lands- manna er hlynntur byggingu álvers í Reyðarfirði, sam- kvæmt könnun Félags- vísindastofnunar. MEIRIHLUTI landsmanna er fylgjandi því að áfram verði haldið að virkja vatnsafl en flestir eru hlutlausir eða óvissir þegar spurt er um byggingu Fljótsdalsvirkjun- ar, er niðurstaða nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar. Af þeim sem taka afstöðu eru þó talsvert fleiri fylgjandi virkjun en andvígir. Formaður Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi kveðst ánægður með niðurstöðurnar og vekur sérstaka athygli á stuðningi meðal kjósenda stjómarandstöðu- flokkanna við hugmyndir um álver. Félagsvísindastofnun Háskóla Islands vinnur að könnun á við- horfum Islendinga til ýmissa hliða stóriðju- og virkjanamála á íslandi fyrir Samstarfsnefnd um staðar- valsathuganir iðnaðarsvæða á Reyðarfírði, STAR. Ekki hefur verið unnið úr henni að fullu en upplýsingar um meginniðurstöður voru kynntar í gær. Um 64% landsmanna eru al- mennt jákvæð í garð þeirrar stór- iðju sem starfandi er í landinu en 15% neikvæð, eins og fram kemur í meðfylgjandi teikningu, og 50% landsmanna eru hlynnt byggingu álvers við Reyðarfjörð en 25% andvíg. Meirihluti landsmanna tel- ur að bygging álvers við Reyðar- fjörð styrki mikið byggð og at- vinnulíf á Austurlandi. Meirihluti landsmanna, eða 59%, er fylgjandi því að íslending- ar haldi áfram að virkja vatnsafl, þrátt fyrir að virkjunum fylgi oft röskun af völdum miðlunarlóna, en 24% andvíg. Hins vegar eru flestir hlutlausir eða óvissir þegar spurt er um afstöðu til byggingar Fljóts- dalsvirkjunar. Meðal þeirra sem taka afstöðu eni nokkuð skiptar skoðanir um málið þó talsvert fleiri séu virkjuninni fylgjandi (36%) en andvígir (25%). Skiptar skoðanir meðal Samfylkingarfólks I greinargerð Félagsvísinda- stofnunar kemur fram að svo virð- ist sem afstaða til virkjana og stór- iðju tengist talsvert stjórnmála- skoðunum fólks. Þannig eru yfir 70% þeirra sem kusu ríkisstjórn- arflokkana jákvæðir í garð stóriðju almennt, yfir 60% þeirra vilja ál- ver við Reyðarfjörð, tveir af hverj- um þrem eru fylgjandi áframhald- andi virkjun vatnsafls og um helm- ingur þeirra er hlynntur byggingu Fljótsdalsvirkjunar. Afstaðan er ekki alveg einlit innan ríkisstjórn- arflokkanna, þannig eru 16,5% stuðningsmanna stjórnarinnar á móti álveri við Reyðarfjörð og tæp 15% andvíg Fljótsdalsvirkjun. Andstaða er mest á meðal þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna - grænt framboð en yfir helmingur kjósenda flokksins er andvígur byggingu álvers og áframhaldandi virkjun vatnsfalla og nær 60% þeirra eru andvíg Fljótsdalsvirkj- un. Afstaða kjósenda Samfylking- arinnar er blendnari og liggur af- staðan í flestum tilvikum einhvers staðar á milli stuðningsmanna rík- isstjórnarflokkanna og Vinstri- hreyfingarinnar. Þannig eru 39% kjósenda Samfylkingarinnar hlynnt álverinu en 33% andvíg og 26% Samfylkingarfólks eru hlynnt Fljótsdalsvirkjun en 35% á móti. Almennt er lítill munur á af- stöðu fólks eftir búsetu. íbúar Reykjavíkur og Reykjanesskjör- dæmis eru þó heldur neikvæðari í garð stóriðju og virkjunar en landsbyggðarfólk. Karlar eru al- mennt hlynntari stóriðju og virkj- unum en konur, konurnar eru þó frekar hlutlausari eða óvissari en beinlínis andvígari þessu efni en karlar. Stjórnendur eru hlynntari stóriðju- og virkjanaframkvæmd- um en aðrir og þvi næst kemur iðnmenntað fólk. „Eg er afar sáttur við niðurstöð- ur könnunarinnar,“ sagði Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, í gær þegar hans álits var leitað. „Stuðningur við þann mál- stað sem við almennt höfum hér eystra er meiri og kannski jafnari á landinu en ég átti von á og fullyrð- ingar um að við værum að kljúfa þjóðina í tvennt, eftir höfuðborgar- svæði og landsbyggð, standast ekki.“ Smári telur líklegt að skýra megi hátt hlutfall óákveðinna í af- stöðunni til Fljótsdalsvirkjunar með þvi að fólki finnist erfitt að taka afstöðu til málsins vegna þess hversu flókið það er. Ánægjulegt sé þó til þess að vita að fleiri séu fylgjandi virkjun en andvígir. Smári kveðst einnig ánægður með stuðning innan stjómarand- stöðuflokkanna við hugmyndir um virkjun og þó sérstaklega álver við Reyðarfjörð. Segir að það komi sér þægilega á óvart að tæplega 40% kjósenda Samfylkingarinnar lýsi sig hlynnt byggingu álvers og 21% kjósenda Vinstri grænna. Tel- ur Smári að þessar niðurstöður hljóti að hafa þau áhrif að þessir tveir þingflokkar, og þá sérstak- lega Samfylkingin, endurmeti af- stöðu sína til málsins fyrir umræð- urnar sem hefjast í dag á Alþingi um Fljótsdalsvirkjun. Þekkja ekki til umhverfismats Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að nærri 80% landsmanna þekkja lítið eða ekk- ert til þess hvað felst í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Smári Geirsson lýsir þeim skoðun sinni að þessi niðurstaða hljóti að hafa þau áhrif að fólk líti í öðru ljósi en áður niðurstöður kannana um af- stöðu fólks til lögformlegs um- hverfismats Fljótsdalsvirkjunar og undirskriftasöfnunar þar sem slíks mats er krafist. Liðlega helmingur landsmanna telur stóriðju með tilheyrandi virkjunum og ferðaþjónustu fara vel saman á Austurlandi en liðlega fjórðungur telur þetta fara illa saman. Loks má geta þess að 58% landsmanna telja að hægt sé að sætta sjónarmið umhverfisverndar og virkjunar á hálendi Austurlands en um 22% telja það ekki unnt. Könnunin var gerð dagana 26. október til 11. nóvember síðastlið- inn. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðski-á sem náði til 1500 einstak- linga á aldrinum 18 ára og eldri. Nettósvörun varð 67%. Félagsvís- indastofnun telui- fullnægjandi samræmi milli skiptingar svarenda- hópsins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu og þvi megi ætla að svarendahópurinn endur- spegli allvel þjóðina, 18 ára og eldri. Sturla Böðvarsson og Simon Olsen handsala sanminginn. Samstarfssamningur milli íslands og Grænlands í ferðamálum Stefnt að 30% fjölgun farþega milli landanna SAMGÖNGURÁÐHERRAR ís- lands og Grænlands, Sturla Böðvarsson og Simon Olsen, undir- rituðu í gær í Ráðherrabústaðnum samstarfssamning milli landanna á sviði ferðamála. Tilgangur samn- ingsins, sem hefur fengið nafnið SAMIK, er að auka ferðalög á milli Islands og Grænlands. Stefnt er að því að fjölga farþegum á milli land- anna um a.m.k. 30% á samnings- tímanum sem er til ársloka 2002. Einnig er stefnt að því að þeir erlendu ferðamenn sem koma til landanna geti heimsótt bæði löndin í sömu ferðinni. Löndin leggja fram jafnháa upphæð til samstarfs- ins, eða tíu milljónir íslenskra króna á ári. Hvor aðili tilnefnir þrjá fulltrúa i stjórn SAMIK. Á blaðamannafundi þar sem samningurinn var kynntur kom fram að til þess að af þessu mætti verði þyrfti að vinna áfram að því að bæta samgöngur á milli íslands og Grænlands, en öruggar og tíðar ferðir á sanngjörnu verði væru undirstaða þess að þessi aukning gæti orðið. Gert er ráð fyrir auknu sam- starfí á sviði markaðsmála en til grundvallar liggur greining á þeim samgönguhindrunum sem enn eru til staðar. Um verði að ræða frek- ari markaðssetningu á löndunum sem komustöðum skemmtiferða- skipa auk þess sem skipulagðar verði ferðir sem hafa það að megin- markmiði að kynna menningu þjóðanna fyrir ferðamönnum. Hvatt til meiri ferðalaga I samningnum er lögð áhersla á að íbúar landanna beggja fei-ðist meira innbyrðis og er fjallað sér- staklega um samskipti í atvinnu- og menningarmálum, vinabæjar- tengsl og námsferðir enda sé um að ræða samskipti sem líkleg eru til að mynda tengsl og auka skiln- ing á milli þjóðanna. Til þess að auka þessi samskipti mun SAMIK veita styrki til ofangreindra aðila enda séu markmið heimsóknanna skýr og í anda samstarfsins. Áhersla er lögð á samskipti land- anna á sviði menntunar í ferða- þjónustu og að nemendur eigi greiðan aðgang að skólum sem bjóða upp á ferðatengt nám enda uppfylli þeir þau skilyrði sem sett eru. Andlát EGGERT STEINÞÓRSSON EGGERT Steinþórs- son læknir andaðist 13. nóvember s.l., 88 ára að aldi-i. Eggert fæddist 3. maí 1911 á Litlu- Strönd í Mývatnssveit, sonur Steinþórs Björnssonar, bónda og steinsmiðs og konu hans Sigrúnar Jóns- dóttur, húsfreyju. Hann varð stúdent frá M.A. árið 1932 og cand. med. frá H.í. ár- ið 1938. Hann hlaut al- mennt lækningaleyfi 30. júlí 1940 og sérfræðingsleyfi í handlækningum og þvagfærasjúk- dómum 20. febrúar 1961. Hann stundaði sérfræðinám í Kanada og Bandaríkjunum 1941-1945. Eggert var starfandi læknir og sérfræðingur í handlækningum í Reykjavík frá október 1945. Að- stoðarlæknir á Landspítalanum, handlækningadeild, 1945 til 1946 og röntgendeild frá janúar 1947 til desember 1948. Skurðlæknir við Sjúkrahús Hvíta- bandsins í Reykjavík 1947 til 1968 og við Landakotsspítala 1968 til 1980. Trúnaðar- læknir Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá 1964 til ársloka 1991. Hann var formaður Stúdentaráðs 1934 til 1935. I stjórn Lækna- félags Reykjavíkur 1956 og formaður samninganefndar fé- lagsins 1959. í stjóni Domus Medica frá upphafi og for- maður hennar 1978 til 1990. 1 hús- ráði Domus Medica frá upphafi og formaður þess 1980 til 1990. I stjórn Nesstofu um ár-abil. Eftirlifandi eiginkona Eggerts er Gerður Jónasdóttir, f. 10 mars 1916, húsfreyja og tungumálakenn- ari. Þau eignuðust þrjú börn, Ótt- ar, Sigrúnu og Guðrúnu, sem öll lifa föður sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.