Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 20

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslendingar ánægðastir ellefu Evrópuþjóða með vöru og þjónustu Islendingar með flest stig á ánægiuvog Morgunblaðið/Jim Smart Þorlákur Karlsson frá Gallup og Andrea Rafnar frá Gæðastjórnunar- félagi Islands kynna niðurstöður íslensku ánægjuvogarinnar. ÍSLENDINGAR eru almennt ánægðastir meðal ellefu Evrópu- þjóða, með vöru og þjónustu sem mæld er samkvæmt svokallaðri ánægjuvog. Þetta kemur fram í könnun meðal almennings sem unnin var á vegum Samtaka iðnað- arins, Gæðastjómunarfélags Is- lands og Gallup, en með sérstök- um stuðningi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær af þeim Þorláki Karlssyni frá Gallup, Davíð Lúðvíkssyni frá Samtökum iðnaðararins og Andreu Rafnar fyrir hönd Gæðastjómunarfélags Islands. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar er meðal ánægjuvog ís- lendinga í 74,81 stigi, en meðaltal hinna landanna tíu er 69,77. Skal- inn í niðurstöðum er á bilinu 0-100, þar sem 100 myndi endurspegla fullkomna ánægju.,, íslendingar með meiri tryggd en ánægju í rannsókninni var einnig könn- uð tryggð almennings við fyrir- tækin í þeim greinum sem könnuð voru. Þar kom einnig fram að Is- lendingar hafa mestu tryggðina til fyrirtækjanna að meðaltali. Meðal- tal íslenskra svara var 79,78 stig, en 72,89 stig hjá hinum löndunum. Islendingar em því tryggari en þeir eru ánægðir í garð viðkom- andi fyrirtækja. Neytendur í fímm öðrum löndum vora einnig trygg- ari en þeir voru ánægðir, og var það í Frakkalandi, á Spáni, í Finnlandi, á Italíu og í Svíþjóð. Könnunin fór fram með síma- könnun dagana 7. júní til 26. júlí á þessu ári, og vora hátt í 7.000 ein- staklingar á aldrinum 15 til 75 ára í úrtaki og rætt var við um 4.500, sem valdir höfðu verið með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Bankar, tryggingarfólög, far- símafélög og matvælafyrirtæki Fyrirtækin sem könnuð voru í íslensku ánægjuvoginni eru við- skiptabankar, tryggingarfélög, farsímafyrirtæki og fyrirtæki úr matvælaiðnaði, annars vegar úr gosdrykkjaiðnaði og hins vegar framleiðendur áleggs. Bankarnir sem kannaðir voru eru Búnaðarbankinn, Landsbank- inn, íslandsbanki og sparisjóðirn- ir. Tryggingarfélögin vora Sjóvá- AJmennar, Tryggingamiðstöðin og VIS. Farsímafyrirtækin voru Tal og Síminn GSM. I matvælaiðnaði var könnuð afstaða almennings til Vífílfells og Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar meðal gosdrykkjafyr- irtækja, og til Ali (Síldar og físks), Kjötumboðsins (Goða), SS og ann- arra framleiðenda áleggs. Mest ánægja reyndist vera með- al almennings með bankana, og hlutu þeir 76,76 stig. Kom fram í máli Þorláks Karlssonar að þeir hefðu hlotið óvenju háa einkunn væri miðað við önnur Evrópulönd. Þar á eftir kom kjötálegg, gos- drykkir og þjónusta farsímafélaga, en minnst var ánægjan með vá- tryggingarfélögin og hlutu þau 70,38 stig. Fylgni milli ánægjuvogar og arösemi eigin fjár í máli Davíðs Lúðvíkssonar kom fram að í ljós hefði komið að marktæk fylgni væri milli breyt- inga á niðurstöðum ánægjuvogar annars vegar, og arðsemi eigin fjár hjá fyrirtækjum hins vegar. Þegar jákvæð breyting væri á stöðu fyrirtækis samkvæmt ánæguvog væri breyting á arðsemi eigin fjár að jafnaði jákvæð einnig. En væri hún neikvæð, sem endur- speglar minnkandi ánægju neyt- enda með fyrirtækið, hafa niður- stöður sýnt neikvæða þróun arðsemi eigin fjár að jafnaði. Þorlákur sagði aðspurður að á næsta ári væri í ráði að fjölga þeim greinum vara og þjónustu sem kannaðar væru. Til dæmis væri hugsanlegt að kanna ánægju íslendinga með ýmsa opinbera þjónustu. Einnig væri ætlunin að birta á næsta ári niðurstöður ein- stakra fyrirtækja, en ekki aðeins greinarinnar í heild eins og nú væri. cTóníistarnámsst<gið IngóCfs: Lctrðu að njóta tóníistar- Kfassíífrómantíi^ 18.-19. aícfar í Safzburg, Vín, ‘Prag. Sjársjóðir snitfinganna-l.-29. feb. 2000 Ingólfur Guðbrandsson Haydn Mozart ‘Beethoven SchuBert ‘Brafvns Haldið í safnaðarsal Háteigskirkju kl. 20-22 á þriðjudagskvöldum 5x2 stundir,- Erindi Ingólfs Guðbrandssonar tónlistarmanns með völdum tóndæmum í flutningi snillinga og ferðaívafi með lýsingu á umhverfi fortíðar og nútímans. Reynsla af fyrri námsskeiðum: „Skemmtilegt og fróðlegt, gaman að heyra ólíkar upptökur og raddir. Notaleg kvöldstund, sem ég hlakkaði alltaf til. Lauk upp dýrðarheimum tónlistar fyrir mér. Fullkomið að mínu mati. “ Námskeiðsgjald aðeins kr. 5.000. Innritun nærri lokið, sími 56 20 400. Listasjóður Heimsklúbbs Ingólfs - c/o WORLD CLUB, Austurstræti 17, R. 12:30 -13:45 Dir. Rory Simpson flytur fýrirlesturinn „Þekking sem stjómtæki". 13:45 -14:00 Stutt hlé. 14:00 -14:40 Prófessor Josep Valor 14:40 -15:00 Pallborðsumræður Pallborð skipa: 15:00 -15:25 15:25 ■ 15:30 . Samantekt Leading IT companies to the next millennium". Um er að ræða símafund frá Spáni. Frosti Sigurjónsson foestjóri Nýherja Frosti Bergsson stjórnarformaður Viðar Viðarsson framkvæmdastjóri starfsmanna OG UPPLÝSINGATÆKNISVIÐS SÍMANS Þórarinn V. Þórarinsson forstjóri Símans Pallborðsaðilar sitja fyrir svörum. Samantekt og málþingi slitið. Þátttaka er ókeypis en tilkynna skal fjölda þátttakenda í netfang: siminn@simi.is. Fundarstjórn: Viðar Viðarsson Pallborðsstjórnandi: Ólafur Þ. Stephensen Setning og sut málþings: Hansína B. Einarsdóttir forstjóri Skref fyrir skref CÖkref ~ \ skref SÍMINN Stjórnunarskóli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.