Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 15

Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 15 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján Gestir sýningarinnar voru á öllum aldri en hún Birna litla frá Húsavík vildi fá að prófa flest tækin. Bæjarfulltrúarnir Vilborg Gunnarsdóttir og Guðmundur Omar Guðmundsson Hefðu viljað sjá verslunarmiðstöð nær miðbænum Fjölsótt úti- lífssýning á Akureyri FJÖLDI fólks lagði leið sína á útilífssýninguna Vetrarsport 2000 í Iþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Félag vélsleða- manna í Eyjafirði stóð fyrir sýn- ingunni nú sem fyrr en sýningar félagsins hafa vaxið og dafnað með árunum. Að þessu sinni voru sýningaraðilar um 30 tals- ins og hafa aldrei verið fleiri. Að sögn Halldórs Arinbjarnar- sonar sýningarstjóra komu um 2.500 gestir á sýninguna, eða mun fleiri en í fyrra. Markmiðið var að sýna gestum sem flest er við kemur útisvist að vetrarlagi. Má þar nefna jeppa, vélsleða, skiðaiðkun, fatnað, fjarskipta- búnað, skotvopn, leiðsögutæki, öryggisbúnað, verkfæri og auka- búnað og ferðaþjónustu. Halldór sagði að félagið hafi að þessu sinni lagt sérstaka áherslu á snjóflóðaýlur, sem væri mikilvægt öryggistæki og þá ekki síst fyrir vélsleðafólk, sem oft væri á ferð um snjóflóða- svæði. Hann sagði það í raun óskiljanlegt að ekki væri al- mennari notkun á snjóflóðaýlu meðal vélsleðamanna en raun ber vitni. Dagur íslenskrar tnngu DAGUR íslenskrar tungu er í dag, þriðjudaginn 16. nóvem- ber, og í tilefni af honum mun Leikfélag Akureyrar í sam- vinnu við Kaffí Karólínu, Bláu könnuna og Bókval bjóða gestum og gangandi að hlýða á ljóðalestur, örverk og fleira. Sigurður Karlsson les í Bókvali kl. 20.30, Saga Jóns- dóttir les örverk eftir Jónínu Leósdóttur í Bláu könnunni kl. 21 og Þráinn Karlsson les ljóð eftir Hannes Pétursson á Kaffi Karólínu kl. 21.30. Þrjú fíkni- efnamál ÞRJÚ fíkniefnamál voru upp- lýst hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri um helg- ina. Hald var lagt á fíkniefni, amfetamín og hass og auk þess voru gerð upptæk tæki og tól til neyslu slíkra efna. VILBORG Gunnarsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og for- maður skipulagsnefndar Akureyrar- bæjar, sagðist geta tekið undir með Ingþóri Asgeirssyni, formanni Mið- bæjarsamtakanna, að staðsetning nýi'rar verslunarmiðstöðvar á Gler- áreyrum væri ekki sá óskastaður sem hún hefði kosið undir þá starf- semi. „Eg minni þó á að við reynd- um annað en fengum ekki stuðning við þær hugmyndir, hvorki í bæjar- kerfínu né utan þess og ekki heldur frá þessum aöilum," sagði Vilborg og á þar við Akureyrarvöllinn og svæðið neðan við Samkomuhúsið. ,Ástæðan fyrir því að við vildum þessa starfsemi nær er nákvæmlega sú að við vildum ekki slíta þetta úr samhengi við miðbæinn. Það bendir flest til þess að lendingin verði sú að þessi starfsemi verði á Gleráreyr- um. Það var búið að leggja mikla vinnu við að leita út um allan bæ að hentugu svæði og auðvitað var hægt að gera eitthvað mjög kostnaðar- samt nær miðbænum, eins og í Skipagötu, en það var ekki talið verjandi." Guðmundur Ómar Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði ekki óeðlilegt að þeir aðilar sem starfí í miðbænum hafi áhyggj- ur af því að verslunarmiðstöð á Gleráreyrum hafi áhrif á verslunar- hætti bæjarbúa. Mitt mat er að það hefði verði eðlilegra að vinna að því að skapa aðstæður fyrir þennan kjarna sem þarna er að rísa nær miðbænum. Þegar svæðin neðan Samkomuhússins og Akureyrarvöll- urinn voru í umræðunni gat ég þó ekki heyrt annað en að kaupmenn, að minnsta kosti sumir hverjir í mið- bænum, væru líka á móti þessari starfsemi þar.“ Draga úr óæskilegum áhrifum Eins og fram kom í Morgunblað- inu á laugardag hafa rekstraraðilar í miðbænum mikiar áhyggjur af því að ný verslunarmiðstöð á Gleráreyr- um komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemina í miðbænum. Ingþór Ásgeirsson, formaður Miðbæjar- samtakanna, sagði þá að þetta mál væri mun alvarlegra en margir héldu og samtökin gerðu athuga- semd við staðsetninguna á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Hann sagði jafnframt að verslunareigendur í miðbænum væru þegar farnir að kanna þann möguleika að flytja starfsemi sína í nýju verslunarmið- stöðina. Vilborg sagði að bæjarráð hafi tekið jákvætt í að ræða við Miðbæj- arsamtökin og að það yrði allt gert til þess að draga úr óæskilegum áhrifum, m.a. að það verði góð göngutenging við þetta svæði. „Við munum jafnframt grandskoða bíla- stæðamál í miðbænum, skoða þær óskir sem fram hafa komið um bfla- umferð um göngugötuna og ýmis- legt fleira sem samtökin benda á. Deiliskipulag miðbæjarins liggur fyrir og mér fínnst koma vel til greina að kynna það betur.“ Guðmundur Ómar sagði ýmislegt að gerast í miðbænum, bæði í Skáta- gilinu og á Torginu, sem væri mjög jákvætt en hann taldi það ekki leið til að lífga upp á miðbænum að hleypa bflaumferð um göngugötuna. „Við þurfum líka að varast það að breyta miðbænum fyrst og fremst í stað með skemmtistaði. Slík starf- semi verður alltaf með, en hún má ekki verða ríkjandi, því þá hverfur verslunin." Kunningsskapur spillir ekki Ingþór benti einnig á að í kringum fyrirhugaða verslunarmiðstöð á Gler- áreyrum væri mikið af ódýru iðnað- arhúsnæði og því myndi það gerast sjálfkrafa að verslanir leituðu inn á þetta svæði. Vilborg sagði ómögulegt að segja til um slíkt fyrirfram. Skinnaiðnaður yrði áfram í stóru húsnæði á þessu svæði og að það gæti hugsanlega deyft þau áhrif. Guðmundur Ómar er hins vegar viss um að hluti af því húsnæði sem í dag er iðnaðarhúsnæði á Gleráreyrum verði verslunarhúsnæði í framtíðinni. Varðandi þau ummæli Ingþórs að of mikið væri um að kunningsskapur réði ferðinni í skipulagsmálum, sagð- ist Vilborg ekki kannast við það. Guð- mundur Omar sagði stutt í kunnings- skapinn í ekki stærra samfélagi og hann spillti ekki fyrir. Það væru hins vegar þeir sem beittu sér sem næðu árangri í þessu eins og öðru. Guðmundur Ómar sagði að þeir aðilar sem eru með starfsemi í mið- bænum þyrftu að fara að sinna þeirri umræðu um hvernig miðbæ þeir vilji hafa og hvað sé hægt að gera til að skapa hér miðbæ, jafnvel þó hluti af versluninni dreifist. „Stór hluti af þeirri verslun sem væntan- lega fer út á Gleráreyrar hefur ekki verið í miðbænum." Heimabíó BeoVision Avant 28" eöa 32” breiötjaldssjónvarp á rafknónum snúningsfæti, meö innbyggöu fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og öflugum hátölurum. BeoVision Avant er næst því sem þú kemst aö vera í bíói án þess að fara að heiman. BeoVision Avant frá Bang & Olufsen: kr. 398.900 Málfrelsi BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráölaus sími. Hann sýnir þér hver er aö reyna aö ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturöu tengt allt aö 5 önnur símtól við sömu línuna og haft þína eigin símstöö á heimilinu. Meö BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvaö til aö tala um. BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: kr. 31.500 Tónleikar ( hvert sinn sem hönd þln nálgast BeoCenter 2300 opnast glerhurðirnar hljóölega og dauft Ijós kviknar. BeoCenter 2300 er fullkomið hljómflutningstæki meö geislaspilara og FM/AM útvarpi. Það er alltaf notalegt aö nálgast BeoCenter 2300. BeoCenter 2300 frá Bang & Olufsen: kr. 108.500 BANG S. OLUFSEN Síðumúla 21. Reykja' Sfmi 581 1100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.