Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 57 í faðmi drottins nú þú býrð í björtu ljósi og litadýrð. Er svefn á sækir þú kemur inn og kossi smellir á vanga minn á nóttu sem degi, hvar sem ég er veitégþúvakiryfir mér. (B.G.) Eg sakna þín, elsku afi minn. Þinn Haraldur Leví. Elsku afi minn. Það er erfitt að kveðja þegar ein- hver sem manni þykir svona vænt um er tekinn frá manni. Hvernig gast þú orðið svona veikur svona skyndilega? Aldrei mun ég skilja það, en ég veit að þér líður vel núna og það tók einhver á móti þér á himnum með opnum örmum. En Guð einn veit hve mikið þín verður saknað. Það var alltaf svo gaman að fá þig í heimsókn, alltaf varstu eitthvað að stríða manni. Þú spurðir hvort koppamir væru ekki dottnir undan bílnum okkar og mundir alltaf að þakka fyrir rjómatertuna áður en þú fórst, jafnvel þótt þú hefðir bara fengið kaffisopa. Og þó svo þú vær- ir orðinn mikið veikur þá var glettn- in sko ennþá fyrir hendi. Þegar ég kom í heimsókn til þín um daginn skildir þú ekki hvaða vitleysingur þetta var eiginlega þama hjá þér, en þetta var nú bara hún Gudda þín, eins og þú varst vanur að kalla mig. En afi minn, með þessum fáu orðum kveð ég þig og ég veit við munum hittast aftur síðar. Þín Guðrún Eva. Það var á skýjuðum rigningar- degi á þessu fallega og litríka hausti sem þú afi minn kvaddir þessa jarð- vist. Enginn átti von á því að þú færir svona fljótt frá okkur, en eng- inn veit sína ævi fyrr en öll er. Það er svo margt sem ég á eftir að segja þér og svo margt sem við áttum eft- ir að upplifa saman en þær minn- ingar og þær samverustundir sem við áttum saman gleymast aldrei. Eg lifi í fallegri minningu um afa sem elskaði barnabörnin sín meira 1 en nokkuð annað. Ég gleymi því seint þegar við fór- um alltaf saman í sunnudagsbíltúr á Volvoinum þínum þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu í Stykkis- hólminn. Það var alveg toppurinn á tilverunni að sitja frammi í hjá afa og rússa um bæinn. Ég er alveg ofboðslega lánsöm að hafa átta afa eins og þig sem þótti svo vænt um mann og sýndir öllu því sem maður tók sér fyrir hendur mikinn áhuga. Þú hafðir alltaf svo sérstakar skoðanir á öllum hlutum. Þú gafst okkur gott veganesti inn í framtíðina sem gleymist seint. Elsku afi minn ég sakan þín ofboðs- lega mikið og að missa ástvin eins og þig er alveg afskaplega sárt og það að þurfa að sleppa hendinni af einhverjum sem maður vill hafa hjá sér til þess að upplifa það með sér hvað framtíðin ber í skauti sér er erfitt að sætta sig við og ég geri sjálfsagt aldrei. Ég veit að þú verður alltaf hjá mér elsku afi minn því þú átt alltaf stað í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Þín Þóaú kali heitur hver hylji dali jökull ber steinartaliallthvaðer aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Sif. Mig langar í nokkrum orðum að minnast elsku afa míns sem dó svo skyndilega frá okkur. Þegar ég kvaddi þig daginn sem ég fór heim til Ameríku eftir sum- ai-vinnu á íslandi hefði mig aldrei grunað að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi þig á lífi. Ég vissi að þú varst veikur en ég bjóst fastlega við því að sjá þig aftur, brosandi eins og alltaf og hressan og alltaf með eitthvað skemmtilegt að segja frá þegar ég kæmi aftur til íslands um jólin. Þú varst ekki fylgjandi því að við flyttum út, þú sagðir að á Islandi væri best að vera, hreina vatnið, hreina loftið og besti fiskurinn og ekki má gleyma Gullfossi og Geysi sem þú heillaðist mikið af. Þú varst stoltur íslendingur. Nú veit ég hvað þú varst að tala um, afi. Það var alltaf gaman að hitta þig og tala við þig, þú sagðir frá sögum úr Hólminum þegar þú varst vinn- andi rafvirki þar og að ala upp sjö bömin og hvernig lífið var nú ekki alltaf dans á rósum. Mér fannst gaman að hlusta á þig segja frá. Þú hafðir alltaf áhuga á að vita hvérnig mér gekk í skólanum, hvernig kennararnir vom og ekki síst hvernig mér gekk í hestunum. Mér fannst erfitt að geta ekki verið hjá þér í veikindunum og gert eitthvað fyrir þig, elsku afi, það eina sem ég gat gert var að bíða eft- ir að síminn hringdi með fréttir af þér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig fyrir afa og þakklát fyrir allar stundimar sem við áttum saman þótt ég hefði gjarnan viljað hafa þær fleiri. Elsku afi, það verður tómlegt að koma til Islands og hafa engan afa að fara til. Vonandi líður þér betur núna þegar þú hefur fengið hvfld frá veikindum þínum. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Thelma. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA Þ. OTTESEN, síðast til heimilis á dvalarheimili aldraðra, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, lést á Landakotsspítala að kvöldi sunnu- dagsins 14. þ.m. Hrafnhildur Sigurðardóttir, Halldór Kristinsson, Hildigunnur Sigurðardóttir, Jónas Jónsson, Jónas Sigurðsson, Guðrún Skúladóttir, Þráinn Sigurðsson, Hrönn Finnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR H. TRYGGVASON múrarameistari, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðviku- daginn 17. nóvember kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarfélög njóta þess. Fanney Þorsteinsdóttir, fris Eiríksdóttir, Högni P. Sigurðsson, Tryggvi Eiríksson, Margrét Ósk Arnarsdóttir, Eyjólfur Róbert Eiríksson, Lilja Sigurðardóttir og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, Kjalarlandi 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans og Heimahlynningu Krabbameins- félags íslands fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Ólöf Gísladóttir og fjölskylda. Lokað Vegna jarðarfarar ÞÓRÐAR AXELSSONAR, fyrrv. framkvæmda- stjóra, verður fyrirtæki okkar lokað í dag, þriðjudaginn 16. nóvember, frá kl. 13.00—15.00. Hegas ehf., heildverslun, Smiðjuvegi 8, Kópavogi. Lokað Vegna jarðarfarar ÞÓRÐAR AXELSSONAR verður lokað í dag frá kl. 13.00-15.00. AXIS húsgögn ehf., Smiðjuvegi 9. + Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, AXELJÓHANNESSON frá Gunnarsstöðum, Aflagranda 40, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 11. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Sigurbjörg Malmquist Jóhannsdóttir, Kristín Margrét Axelsdóttir, Ámi Árnason, Guðrún Bóel Guðjónsdóttir, Viðar Hjartarson, Ellert Guðjónsson, Sólveig Guðbjartsdóttir og afabörn. t Bróðir minn, mágur, föðurbróðir og fósturbróðir, HÖRÐUR HINRIKSSON frá Framnesi, andaðist á Heimili aldraðra, Mýrargötu 18, Neskaupstað, fimmtudaginn 11. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 14.00. Halldór Hinriksson, Katrín Rósmundsdóttir, Hinrik Halldórsson, Ragna Halldórsdóttir, Elmar Halldórsson, Rósa Halldórsdóttir, Rakel Halldórsdóttir, Sigríður Ósk Halldórsdóttir, Sigríður Mýrdal, Guðný Þórðardóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför HAFSTEINS SVEINSSONAR, Jökulgrunni 6 v/Hrafnistu, áður til heimilis í Nökkvavogi 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks taugadeildar Landspítalans. Pétur Sveinsson, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Pétursson, Ólöf Högnadóttir, Droplaug Pétursdóttir, Áskell Jónsson, Þóra Pétursdóttir, Flosi Jakobsson. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS JÓNSSONAR garðyrkjumanns, Reykjamörk 13, Hveragerði, Sérstakar þakkir til starfsfólks og forstjóra HNLF(. Guð blessi ykkur öll. Gunnlaug Antonsdóttir, Björn Eiríksson, Gabirech, Kristín Eiríksdóttir, Jón Eiríksson, Elín Óskarsdóttir, Páll Eiríksson, Harpa Sigurðardóttir, Sverrir Eiríksson, Sif Káradóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS H. BJARNASONAR, Lynghaga 8. Bergljót Guttormsdóttir, Sigríður H. Ólafsdóttir, Guttormur Ólafsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Ásthildur S. Rafnar, Eggert B. Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.