Morgunblaðið - 16.11.1999, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Yfírmaður rússneska hersins harðorður
Sakar vestræn ríki
um hernaðarógnun
Moskvu. Reuters
ANATOLÍ Kvashnín, yfirmaður
rússneska hersins, réðst í gær að
NATO og Bandaríkjunum er hann
sagði, að bandalagið kynni að beita
hervaldi í fv. sovétlýðveldum og að
Bandaríkjastjórn væri ákveðin í að
brjóta afvopnunarsamninga.
Sagði Kvashnín að hernað-
armáttur NATO-ríkja væri óbreytt-
ur en ekki væri víst, að það ætti við
um fyrri yfirlýsingar þeirra um að
þau hygðust ekki ógna Rússum.
„Evrópsk öryggismál ættu að
grundvallast á ÖSE, Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu, en vest-
ræn ríki, einkum Bandaríkin, vilja,
að þau byggist á NATO,“ sagði
hann. Rússar hafa tekið gagnrýni
vestrænna ríkja á hernaðinn í
Tsjestsjníu mjög illa og halda því
fram, að Bandaríkin vilji sjálf seilast
til áhrifa í Kákasus. Hafa þeir verið
mjög herskáir í yfirlýsingum að
undanförnu en Kvashnín sagði þó,
að Rússar kærðu sig ekkert um
nýtt, kalt stríð.
notciðci bflo
Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins meó notaða bíla af öllum stærðum og
geróum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select vió
Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi.
_ Hyundai Atos,
Renault Megane RT, árg. 05/98, 1000,
árg. 02/98, 1600, 5 g., 5 d., grænn, /
4 ssk., 4 d., blár, ek. 48 þ. km. / ,,
\ ' 25 þ. km. y*
Renault Megané
' Williams, árg. 07/97,
2000, 5 g., 3 d., j
gulur, 25 þ. km.
VerÓ 730 þús
Toyota Corolla Luna,
árg. 09/97, 1600,
5 g., 5 d., blár,
ek. 25 þ. km.
Hyundai Accent GLSI.
árg. 10/96, 1500,
ssk., 5 d., grænn, j
ek. 16 þ. Lm _ am(i||tT
Renault Kangoo, árg.
|06/99, 1400, 5 g., 5 d.,
P|. gullur, ek. 18 þ. km.
Verð 890 þús
Honda Accord LSI,
árg. 05/95, 2000,
ssk., 4 d., grár,
HÉ^ek. 58 þ. km.
Land Rover Discovery
Windsor, árg. 08/98,
3900, ssk., 5 d., blár,
ek. 12 þ. km.
Hyundai Sonata GLSI,
árg. 06/96, 2000,
ssk., 4 d., blár,
...... ek. 90 þ. km.
RenaultTwingo,
árg. 05/98, 1 200,
5 g., 3 d., rauður,
ek. 15 þ. km.
Hyundai Starex 4x4, árg.
07/98, 2400, 5 g.,
5 d., grænn,
ek. 30 þ. km.
Veró 1.290 þús.
MMC Pajero,
árg. 12/93, 3000,
ssk., 5 d., rauður,
ek. 103 þ. km.
Veró 2.050 þús.
Grjóthálsi 1, sfmi 575 1230
notaðir bilar
Anwar-
réttarhaldi
frestað
RÉTTARHALDINU yfir
Anwar Ibrahim, fyrrverandi
aðstoðarforsætisráðherra Mal-
asíu, hefur verið frestað um óá-
kveðinn tíma. Hugsanleg
ástæða fyrir frestuninni er sú,
að Mahathir Mohammad for-
sætisráðherra vilji losna við
þann „pólitíska höfuðverk"
sem réttarhaldið er, nú þegar
kosningar eru framundan.
Pawanacheek Marican, lög-
maður Anwars, tjáði Reuters
að í bréfi frá hæstarétti lands-
ins hefði sér verið tilkynnt að
réttarhaldinu, sem átti að
halda áfram í dag, þriðjudag,
hefði verið frestað. Engin
ástæða hafi verið tilgreind né
neitt nefnt um það hvenær
fram yrði haldið.
Réttarhaldið hefur gríðar-
mikla þýðingu fyrir malasísk
stjórnmál þar sem Anwar, sem
situr í fangelsi, er forsætisráð-
herraefni fjögurra flokka
bandalags stjórnarandstöðunn-
ar í þingkosningum sem fram
fara hinn 29. þ.m. og boðað var
til með mjög skömmum fyrir-
vara.
A1 Fayed
fyrir rétt
HAFIN voru í Lundúnum í
gær réttarhöld í meiðyrðamáli
sem Neil Hamilton, fyrrver-
andi þingmaður brezka Ihalds-
flokksins, heyr gegn Mo-
hammad AI Fayed, eiganda
Harrods-stórverzlunarinnar.
Hamilton neyddist til að afsala
sér þingmennsku árið 1997,
skömmu fyrir kosningar sem
íhaldsflokkurinn tapaði stórt,
eftir að hafa viðurkennt að
hafa gengið erinda A1 Fayeds
á þingi seint á 9. áratugnum.
Hamilton neitar því hins vegar
að hafa þegið 25.000 sterl-
ingspund í þóknun frá A1 Fay-
ed, sem sá síðamefndi heldur
fram að hafa greitt þingmann-
inum. Um þetta snúast réttar-
höldin, sem vekja mikla eftir-
tekt í Bretlandi ekki sízt fyrir
þær sakir að í þeim verður A1
Fayed, sem er Egypti að upp-
runa, kallaður í vitnastúku í
opnu brezku réttai-haldi í
fyrsta sinn frá því hann hóf
umsvif sín í Bretlandi. A1 Fay-
ed hefur tvisvar verið formlega
neitað um brezkan ríkisborg-
ararétt.
Franskir
vísindaspeki-
menn dæmdir
DÓMSTÓLL í suður-frönsku
borginni Marseille dæmdi í
gær fimm meðlimi í Vísinda-
spekikfrkjunni svokölluðu
(Church of Scientology) seka
um fjársvik, en búizt er við að
dómurinn geri félagsskapnum
erfiðara um vik að fá viður-
kenningu sem trúarsöfnuður í
Frakklandi. Fengu þeir 6
mánaða til tveggja ára fangels-
isdóma, skilorðsbundna að
hluta, og gert að greiða sektir.
Tveir voru sýknaðir. Rannsókn
málsins hófst árið 1990, eftir að
fólk sem hafði yfirgefið félags-
skapinn kærði forsprakka hans
fyrir fjársvik, ólöglegar gervi-
lækningar og ofbeldi. Tals-
menn Vísindaspekikirkjunnar
segja málaferlin hafa verið
pólitísk.