Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Yfírmaður rússneska hersins harðorður Sakar vestræn ríki um hernaðarógnun Moskvu. Reuters ANATOLÍ Kvashnín, yfirmaður rússneska hersins, réðst í gær að NATO og Bandaríkjunum er hann sagði, að bandalagið kynni að beita hervaldi í fv. sovétlýðveldum og að Bandaríkjastjórn væri ákveðin í að brjóta afvopnunarsamninga. Sagði Kvashnín að hernað- armáttur NATO-ríkja væri óbreytt- ur en ekki væri víst, að það ætti við um fyrri yfirlýsingar þeirra um að þau hygðust ekki ógna Rússum. „Evrópsk öryggismál ættu að grundvallast á ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en vest- ræn ríki, einkum Bandaríkin, vilja, að þau byggist á NATO,“ sagði hann. Rússar hafa tekið gagnrýni vestrænna ríkja á hernaðinn í Tsjestsjníu mjög illa og halda því fram, að Bandaríkin vilji sjálf seilast til áhrifa í Kákasus. Hafa þeir verið mjög herskáir í yfirlýsingum að undanförnu en Kvashnín sagði þó, að Rússar kærðu sig ekkert um nýtt, kalt stríð. notciðci bflo Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins meó notaða bíla af öllum stærðum og geróum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select vió Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. _ Hyundai Atos, Renault Megane RT, árg. 05/98, 1000, árg. 02/98, 1600, 5 g., 5 d., grænn, / 4 ssk., 4 d., blár, ek. 48 þ. km. / ,, \ ' 25 þ. km. y* Renault Megané ' Williams, árg. 07/97, 2000, 5 g., 3 d., j gulur, 25 þ. km. VerÓ 730 þús Toyota Corolla Luna, árg. 09/97, 1600, 5 g., 5 d., blár, ek. 25 þ. km. Hyundai Accent GLSI. árg. 10/96, 1500, ssk., 5 d., grænn, j ek. 16 þ. Lm _ am(i||tT Renault Kangoo, árg. |06/99, 1400, 5 g., 5 d., P|. gullur, ek. 18 þ. km. Verð 890 þús Honda Accord LSI, árg. 05/95, 2000, ssk., 4 d., grár, HÉ^ek. 58 þ. km. Land Rover Discovery Windsor, árg. 08/98, 3900, ssk., 5 d., blár, ek. 12 þ. km. Hyundai Sonata GLSI, árg. 06/96, 2000, ssk., 4 d., blár, ...... ek. 90 þ. km. RenaultTwingo, árg. 05/98, 1 200, 5 g., 3 d., rauður, ek. 15 þ. km. Hyundai Starex 4x4, árg. 07/98, 2400, 5 g., 5 d., grænn, ek. 30 þ. km. Veró 1.290 þús. MMC Pajero, árg. 12/93, 3000, ssk., 5 d., rauður, ek. 103 þ. km. Veró 2.050 þús. Grjóthálsi 1, sfmi 575 1230 notaðir bilar Anwar- réttarhaldi frestað RÉTTARHALDINU yfir Anwar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Mal- asíu, hefur verið frestað um óá- kveðinn tíma. Hugsanleg ástæða fyrir frestuninni er sú, að Mahathir Mohammad for- sætisráðherra vilji losna við þann „pólitíska höfuðverk" sem réttarhaldið er, nú þegar kosningar eru framundan. Pawanacheek Marican, lög- maður Anwars, tjáði Reuters að í bréfi frá hæstarétti lands- ins hefði sér verið tilkynnt að réttarhaldinu, sem átti að halda áfram í dag, þriðjudag, hefði verið frestað. Engin ástæða hafi verið tilgreind né neitt nefnt um það hvenær fram yrði haldið. Réttarhaldið hefur gríðar- mikla þýðingu fyrir malasísk stjórnmál þar sem Anwar, sem situr í fangelsi, er forsætisráð- herraefni fjögurra flokka bandalags stjórnarandstöðunn- ar í þingkosningum sem fram fara hinn 29. þ.m. og boðað var til með mjög skömmum fyrir- vara. A1 Fayed fyrir rétt HAFIN voru í Lundúnum í gær réttarhöld í meiðyrðamáli sem Neil Hamilton, fyrrver- andi þingmaður brezka Ihalds- flokksins, heyr gegn Mo- hammad AI Fayed, eiganda Harrods-stórverzlunarinnar. Hamilton neyddist til að afsala sér þingmennsku árið 1997, skömmu fyrir kosningar sem íhaldsflokkurinn tapaði stórt, eftir að hafa viðurkennt að hafa gengið erinda A1 Fayeds á þingi seint á 9. áratugnum. Hamilton neitar því hins vegar að hafa þegið 25.000 sterl- ingspund í þóknun frá A1 Fay- ed, sem sá síðamefndi heldur fram að hafa greitt þingmann- inum. Um þetta snúast réttar- höldin, sem vekja mikla eftir- tekt í Bretlandi ekki sízt fyrir þær sakir að í þeim verður A1 Fayed, sem er Egypti að upp- runa, kallaður í vitnastúku í opnu brezku réttai-haldi í fyrsta sinn frá því hann hóf umsvif sín í Bretlandi. A1 Fay- ed hefur tvisvar verið formlega neitað um brezkan ríkisborg- ararétt. Franskir vísindaspeki- menn dæmdir DÓMSTÓLL í suður-frönsku borginni Marseille dæmdi í gær fimm meðlimi í Vísinda- spekikfrkjunni svokölluðu (Church of Scientology) seka um fjársvik, en búizt er við að dómurinn geri félagsskapnum erfiðara um vik að fá viður- kenningu sem trúarsöfnuður í Frakklandi. Fengu þeir 6 mánaða til tveggja ára fangels- isdóma, skilorðsbundna að hluta, og gert að greiða sektir. Tveir voru sýknaðir. Rannsókn málsins hófst árið 1990, eftir að fólk sem hafði yfirgefið félags- skapinn kærði forsprakka hans fyrir fjársvik, ólöglegar gervi- lækningar og ofbeldi. Tals- menn Vísindaspekikirkjunnar segja málaferlin hafa verið pólitísk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.