Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 283. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogafundur Evrópusambandsins 1 Helsinki Tyrkland viðurkennt sem tilvonandi aðildarríki Aðildarviðræður hafnar á næsta ári við sex ríki til viðbótar Helsinki. AP, AFP, Morgnnblaðið. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) ákváðu í gær, á fyrra degi fundar síns í Helsinki, að hefja að- ildarviðræður af alvöru við sex ríki til viðbótar og staðfestu jafnframt að Tyrkland væri tilvonandi aðildar- ríki. Viðræður um aðild gætu þó ekki hafízt fyrr en stjórnvöld þar hefðu bætt sig í mannréttindamál- um og komið á betri samskiptum við nágrannaríki sín. „Við höfum ákveðið að staðfesta að Tyrkland sé tilvonandi aðildar- ríki Evrópusambandsins," sagði Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, en hann er gestgjafi leið- togafundarins. Suleyman Demirel, forseti Tyrklands, fagnaði ákvörð- uninni. Javier Solana, æðsti tals- maður ESB í utanríkismálum, hélt í gær í skyndiheimsókn til Ankara til að útskýra nákvæmlega fyrir tyrk- neskum ráðamönnum hvað í sam- þykktinni fælist. Leiðtogarnir ákváðu ennfremur frekari breytingar á stofnanakerfi sambandsins og skipulagi ákvarð- anatöku, en þessar breytingar eru nauðsynlegar vegna væntanlegrar fjölgunar um allt að tólf ný aðildar- ríki. Skuldbundu leiðtogarnir stofn- anir sambandsins til að hafa lokið við að gera ákvarðanatökuna skil- virkari fyrir lok árs 2002, þannig að sambandinu yrði ekkert að vanbún- aði að veita fyrstu ríkjunum sem bíða aðildarinngöngu á árinu 2003. Það eru Lettland, Litháen, Slóv- akía, Rúmenía, Búlgaría og Malta sem með ákvörðun leiðtoganna bæt- ast eftir áramótin í hóp Eistlands, Póllands, Tékklands, Ungverja- lands, Slóveníu og Kýpur, en síðar- nefndu ríkin sex hafa átt í fullgild- um aðildarviðræðum í á annað ár. Eflt varnar samstarf samþykkt Leiðtogarnir samþykktu einnig að koma á sameiginlegri stefnu í varnarmálum og koma upp fyrir ár- ið 2003 viðbragðshersveit með allt að 60.000 hermönnum, sem hægt væri að senda til að stilla til og gæta friðar á svæðum nærri sambandinu. Alistair Campbell, talsmaður brezka forsætisráðherrans Tony Blairs, sagði að tilgangurinn með þessu væri alls ekki sá að grafa und- an Atlantshafsbandalaginu, heldur að gera Evrópuríkjunum kleift að grípa til friðarstillandi aðgerða í deilum í álfunni, sem Bandaríkja- menn kærðu sig ekki um að blanda sér í með beinum hætti. Fundurinn hófst hálfbrösulega, þar sem á viðræður leiðtoganna skyggðu tvö erfið deilumál. Ákvörð- un Frakka um að viðhalda innflutn- ingsbanni á brezkt nautakjöt hleypti illu blóði í Breta, sem beittu sér fyrir vikið af enn rneiri einurð en ella gegn sameiginlegum áformum ESB-ríkjanna um 20% skatt á fjár- magnstekjur fyrirtækja og einstakl- inga, sem fengnar eru í öðru ESB- landi. Þykja Bretum áformin ógna viðskiptum á verðbréfamarkaðnum í Lundúnum, einkum skuldabréfa- viðskiptum, og neituðu að ræða málamiðlunartillögu. Engin niðurs- taða fékkst því í málið, þar sem ein- róma samþykki þarf fyrir því. Leið- togafundinum lýkur í dag. Um 5.000 finnskir bændur mót- mæltu landbúnaðarstefnu Evrópu- sambandsins í Helsinki í gær en þeir eru óánægðir með framlögin frá sambandinu, einkum bændur í suðurhluta landsins. • • Oryggismál í fyrirrúmi Jerúsalem. AP, AFP. ÍSRAELAR ætla að leggja áherslu á öryggismálin í friðarviðræðum sín- um við Sýrlendinga en ekki ræða brottflutning frá Golan-hæðum fyrr en síðast. Var þetta haft eftir tals- manni Ehuds Barak, forsætisráð- herra ísraels, í gær. Gadi Baltiansky, talsmaður Bar- aks, sagði, að ekki yrði rætt um af- hendingu Golan-hæða til Sýrlend- inga fyrr en önnur mál hefðu verið útkljáð en ísraelar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðu sinni til afhendingarinnar. Gerir það Barak erfitt fyrir í viðræðunum, sem hefj- ast í Washington í næstu viku. Meginkrafa Sýrlendinga er að fá aftur Golan-hæðirnar og landamær- in verði eins og þau voru 1967. Skýrsla um Sviss á dögrim síðari heimsstyrjaldar Gyðingum neitað um hæli þótt dauðinn biði þeirra Bern. AFP, AP. SVISSNESK yfirvöld neituðu þús- undum gyðinga um hæli á dögum síðari heimsstyrjaldar þótt þau vissu, að þeirra biði aðeins dauðinn í fangabúðum nasista. Kemur þetta fram í skýrslu, sem svissneskir sagn- fræðingar hafa tekið saman og lengi hefur verið beðið eftir. Jean-Francois Bergier, formaður sagnfræðinganefndarinnar, sagði á fréttamannafundi í gær, að í þessari dapurlegu sögu væru tvær ákvarð- anir mikilvægastar. Sú fyrri var tek- in 1938 eftir að Þjóðverjar höfðu inn- limað Austurríki en þá var ákveðið að auðkenna vegabréf þýskra gyð- inga með „J“ fyrir gyðingur. Sú seinni var tekin 1942 en þá var ákveðið að loka landamærunum fyrir fólki, sem væri ofsótt vegna kynþátt- ar þess. Var það m.a. réttlætt með matarskorti í Sviss á stríðsárunum en Bergier segir, að aðalástæðan hafi verið andúð á gyðingum, sem þó var fremur af menningar-, félags- og stjórnmálalegum ástæðum en kyn- þáttalegum. Létu oft samviskuna ráða Flóttamenn í Sviss á stríðsárunum voru 51.000, þar af 20.000 gyðingar. í maí 1945 hafði 24.500 gyðingum ver- ið snúið við á landamærunum og margir þeirra lentu í útrýmingar- búðum. Bergier segir, að fólk, sem kom ólöglega yfir landamærin, hafi þó yfirleitt ekki verið rekið burt. Þá segir hann, að margir svissneskir landamæraverðir hafi liðið miklar sálarkvalir vegna fyrirskipananna, sem þeim voi-u gefnar, og oft hafi þeir hunsað þær og látið samviskuna ráða. Ruth Dreifuss, forseti Sviss, fagn- aði í gær skýrslunni og ítrekaði yfir- lýsingu svissnesku stjórnarinnar frá 1995 þar sem gyðingar eru beðnir af- sökunar. Nóbels- verðlaunin afhent N ÓBELS VERÐL AUNIN voru af- hent. í gær í Stokkhólmi og Ósló en að þessu sinni voru þau m.a. veitt fyrir kenningar, sem stuðiað hafa að framförum í vísindum og við- skiptum, og fyrir að vekja athygii á mannréttindabrotum og grimmdar- verkum víða um heim. Hér er þýski rithöfundurinn Giinter Grass að þakka fyrir sig en hann fékk verð- launin í bókmenntum. Friðar- verðlaunin voru að venju afhent í Ósló en þau komu í hlut samtak- anna Lækna án landamæra. Gustaf Adolf Svíakonungur var viðstaddur verðlaunaafhendingfuna en verð- launaféð er tæplega 70 milljónir ís- lenskra króna. Kvaðst Grass ætla að nota það mcðal annars til að bæta hlutskipti sigauna í Evrópu. Tsjetsjníustríðið AP. Þessar tsjetsjnesku konur mót- mæltu hernaðinum í landi sínu í Moskvu í gær. Voru þær með tsjetsjneska fánann og spjald þar sem á stóð: „Grosní í dag, Moskva á morgun." Framlengja frestinn Gekhi-Chu, Moskvu. AP, AFP. RÚSSAR munu hugsanlega fram- lengja frestinn, sem óbreyttum borg- urum var gefinn til að koma sér burt úr Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, en hann átti að renna út í dag. Sagt er, að leynilegar viðræður Rússa og Tsjet- sjena um frið hafi farið út um þúfur. Rússar héldu uppi árásum á Grosní í gær en Sergei Shoígú, sem fer með neyðarástandsmál í rússnesku stjórn- inni, sagði, að laugardagurinn væri ekki síðasti dagurinn fyrir óbreytta borgara til að forða sér. Rússneska fréttastofan Interfax sagði í gær, að Vladímír Pútín, for- sætisráðherra Rússlands, hefði átt leynilegar viðræðm’ íyrir nokkrum dögum við háttsettan, tsjetsjneskan embættismann en þær hefðu engan árangur borið. Leiðtogafundur Evrópusambands- ins fordæmdi í gær hemað Rússa í Tsjetsjníu og ákvað ennfremur að fresta ýmsum viðskiptasamningum við Rússa. MEST SELDA SKÁLDSAGAN SLÓÐ . FIÐRILDANNA ÓLAFUR jÓHANN ÓLAFSSON MORGUNBLAÐIÐ 11. DESEMBER 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.