Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 47
46 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KJARAS AMNIN G- AR HAFNIR VIÐRÆÐUR vegna nýrra kjarasamninga eru hafnar, en flestir samningar á hinum almenna vinnumark- aði renna út 15. febrúar á næsta ári. Fyrsti samninga- fundur Samtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðarsambands- ins var haldinn 1. desember, þar sem rafiðnaðarsambandsmenn lögðu fram kröfur sínar og síðastliðinn þriðjudag hittu fulltrúar Samiðnar viðsemj- endur sína. Rafiðnaðarsambandið krefst 8% upphafs- hækkunar og Samiðn að kaupmáttaraukning verði 4 til 5% á ári. Tryggvi Pór Herbertsson forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands sagði í vikunni, að fjármála- kreppa gæti auðveldlega orðið afleiðing óraunhæfra kjarasamninga. Forsendur sem að baki þessum ummæl- um Tryggva Þórs liggja, eru m.a. að Seðlabankinn víki ekki frá aðalmarkmiði sínu um verðstöðugleika og felli ekki gengið til að leiðrétta kjarasamninga. Tryggvi segir að há laun leiði til aukinnar spennu með tilheyrandi óvissu, gjaldþrotum og atvinnuleysi og afleiðingin verði að vanskil muni aukast. Þá taldi hann að tiltrú erlendra lánardrottna muni minnka og fjármögnun skammtíma- skulda verði erfiðari. Við það aukist þrýstingur á gengi íslenzku krónunnar og virði hennar muni minnka. Niðurstaða Tryggva Þórs Aðalsteinssonar er að mikil- vægara sé nú en áður að markmið kjarasamninga sé að verja stöðugleikann. Treysti stjórnvöld sér hins vegar ekki til þess að viðhalda honum nefndi hann þann mögu- leika að nauðsynlegt gæti orðið að taka upp evru í stað krónunnar, því að þannig væri aðilum vinnumarkaðarins gert Ijóst, að þeim yrði ekki komið til hjálpar, ef samið yrði á „óraunhæfum nótum“. í vikunni reifaði Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur SA „norsku leiðina“ sem svo er kölluð. I Noregi hafa full- trúar vinnuveitenda og launþega ásamt fulltrúum ríkis- valdsins komizt að samkomulagi um að launábreytingar verði ekki umfram það sem gerist í nágrannalöndum Noregs, verði í takt við það sem gerist annars staðar á næstu tveimur árum. Þar eins og hér hafa launahækkan- ir farið úr böndunum, fyrst og fremst hjá hinu opinbera. Norska leiðin er kölluð „samstöðuleið“ og kannski er unnt að líta til hennar með ákveðinni bjartsýni, því að Hannes sagði, að hann hefði þegar viðrað þessi mál við forseta ASI og hagfræðing þess, Eddu Rós Karlsdóttur, og hefðu hugmyndir hans fengið þar góðan hljómgrunn. Samningar þeir, sem ríkisvaldið hefur gert við opin- bera starfsmenn, m.a. heilbrigðisstéttir, vekja óróa á vinnumarkaði og herða stéttarfélögin í kröfugerð. En það er hins vegar ljóst að ná má árangri í kjarasamn- ingsgerð, þótt ekki komi til óraunhæfra kauphækkana. Reynslan sýnir, að þrátt fyrir lágar kauphækkanir í prósentum undanfarinna samninga, hefur kaupmáttur aukizt sem aldrei fyrr á lýðveldistímanum. Samanburð- ur t.d. á verðlagi á Islandi annars vegar og í nágranna- löndunum hins vegar, svo og í Bandaríkjunum, leiðir í ljós, að þar liggur óplægður akur. Hvers vegna skyldi verðlag vera svo miklu hærra á íslandi en annars staðar á Vesturlöndum? Með því að vinna að lagfæringum á verðlagi og færa það niður í eðlilegt horf, svo sem eins og í Bandaríkjunum, væri unnt að framkvæma hér efna- hagsumbætur, sem færu beint í vasa almennings, og ekki hefðu þær verðbólguhvetjandi áhrif. í lok októbermánaðar átti Moygunblaðið samtal við Grétar Þorsteinsson, forseta ASÍ, þar sem hann sagði, að höfuðmáli skipti í komandi kjarasamningum að verja þann kaupmátt, sem launamenn hefðu fengið á því þriggja ára samningstímabili, sem lyki á fyrri hluta næsta árs. Hann kvað nauðsynlegt að koma á nýrri þjóð- arsátt, líkt og árið 1990, til að koma í veg fyrir að verð- bólgan færi úr böndunum. Þetta er hárrétt hjá forseta Alþýðusambandsins. Mestu skiptir að komið sé í veg fyr- ir verðbólguskriðu. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra íslendinga, launamanna og vinnuveitenda. Vonandi finna aðilar kjarasamninganna leið til þess að bæta kjör launamanna. Það er hægt, ef menn leggja sig verulega fram og standa ekki fast á óraunhæfum kröf- um, sem aðeins hafa þær afleiðingar að verðbólguskrið- an fer af stað. A því þriggja ára samningstímabili, sem er að líða, hafa menn öðlazt dýrmæta reynslu og vonandi hafa augu opnazt fyrir því að gamaldags kröfugerð er ekki endilega sú sem launþegunum er fyrir beztu. Stíg- andi, hægfara hækkun kaupmáttar er það sem er affara- sælast. ALÞJÓÐAVIÐSKIPTASTOFNUNIN NIÐURSTAÐA ráðherra- stefnu Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Seattle í síðustu viku voru vonbrigði fyrir aðildarríki stofnunar- innar og frjáls viðskipti. Megintil- gangur fundarins var að ýta úr vör viðamiklum viðræðum um enn frek- ara viðskiptafrelsi í heiminum. Sam- komulag tókst hins vegar ekki um umfang viðræðnanna og markmið og var gert hlé á fundinum um óákveð- inn tíma. Aðalframkvæmdastjóra stofnunarinnar, Nýsjálendingnum Mike Moore, var falið að fara ítarlega yfir þau vandamál sem leiddu til þess að upp úr slitnaði, meta þann árangur sem þó náðist og leggja fram tillögur um framhaldið fyrir ráðherrafundinn er hann verður kallaður saman á ný. Ástæður þess að ekki tókst að ljúka fundinum með tilætluðum ára- ngri eru margar og flóknar. Nefna má að metnaður margra aðildarríkja um umfang væntanlegrar samninga- lotu hafi verið of mikill. Skipulag fundarins og tímaskortur réð einnig miklu um niðurstöðuna. Þá er því haldið fram að upphaf kosningabar- áttunnar fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum næsta haust hafi sett sitt mark á fundinn og að krafa um að fjallað yrði um barnaþrælkun og vinnumarkaðsmál á vettvangi WTO hafi spillt vilja þróunarríkjanna til að semja um önnur mál á fundinum. Ríkisstyrkir í sjávarútvegi ísland, ásamt fleiri ríkjum, hefur átt frumkvæði að því að samið verði á vettvangi WTO um afnám ríkis- styrkja í sjávarútvegi sem hafa skað- leg áhrif á umhverfið og hefta sam- keppni. Sjávarútvegur er fjöregg þjóðarinnar og byggist afkoma hans að miklu leyti á því að viðskipti milli landa gangi greiðlega fyrir sig. Allar aðgerðir þjóða sem hamla viðskiptum með sjávarafurðir hafa neikvæð áhrif á íslenskan efnahag. Þegar ríki heimsins setjast að samningaborði halda allir á lofti sínum helstu hags- munum. Þess vegna gera íslensk stjórnvöld allt hvað þau geta til að skýrar reglur gildi um alla þætti við- skipta með sjávarfurðir. I síðustu samningalotu, sem kennd hefur verið við Úrúgvæ, var fallist á að samið yrði um að sambærilegar reglur giltu um viðskipti með sjávar- afurðir og iðnaðarvönir. Það var mik- ilvægur áfangi fyrir ísland því annars hefðu sjávarafurðir líklega fengið svipaða meðferð og landbúnaðai-vör- ur, en eins og kunnugt er má víða í samningum WTO finna reglur er hefta viðskipti með þær. Island mun halda áfram að vinna að bættum hag sjávarútvegs á al- þjóðavettvangi. Ríkisstyrkir í sjávar- útvegi eru margs konar og hafa mis- munandi áhrif. Sumir styrkir eru beinlínis skaðlegir fyrir umhverfið, en það eru styrkir sem stuðla að auk- inni veiðigetu flotans og leiða til of- veiði. ísland hefur lagt áherslu á að ef gengið verður til víðtækra samninga- viðræðna innan Alþjóðaviðskiptast- ofnunarinnar skuli fjalla um alla þætti er varða viðskipti með sjávara- furðir, þ.á m. tengsl viðskipta og um- hverfismála, en gott dæmi um slíkt eru einmitt ríkisstyrkir sem stuðla að oíveiði og hamla viðskiptum. Island hefur af þeim sökum lagt fram tillögu á vettvangi WTO um að í tengslum við næstu lotu samningaviðræðna um alþjóðaviðskipti verði settar reglur um beitingu ríkisstyrkja í sjávarút- vegi og að skaðlegir ríkisstyrkir verði afnumdir. Tillaga Islands nýtur víð- tæks stuðnings þ.á m. fjölrnargra þróunarríkja. Meðal helstu stuðn- ingsríkja tillögunnar má nefna Ar- gentínu, Ástralíu, Bangladesh, Bandaríkin, Chile, Filippseyjar, Ind- ónesíu, Noreg, Nýja-Sjáland og Perú. Island hefur fengið stuðning um- hverfissamtaka við tillögur sínar. Sem dæmi um það má nefna að fram- kvæmdastjóri World Wildlife Fund (WWF) hélt ræðu á kynningarfundi sem ísland stóð að ásamt fleiri þjóð- um fyrir fréttamenn í tengslum við fundinn í Seattle. Vandi þróunarríkja Mörg þróunarríki hafa ekki haft getu til að byggja upp þá löggjöf og stjórnsýslu sem þarf til að framfylgja WTO-samningunum. í undirbúningi undir nýja lotu samningaviðræðna Ráðherra- stefnan í Seattle ✓ Island, ásamt fleiri ríkjum, hefur átt frum- kvæði að því að samið verði á vettvangi WTO um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi sem hafa skaðleg áhrif á umhverfíð og hefta sam- keppni, segir Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra í grein sinni um fund Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar í Seattle á dögunum. Hann leggur áherzlu á, að sjávarútvegur er fjöregg þjóðarinnar og byggist afkoma hans að miklu leyti á því að viðskipti milli landa gangi greiðlega fyrir sig. Reuters Fjölmenn mótmæli settu svip sinn á fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Seattle. Utanríkisráðherra segir það trú sína að hægt verði að finna lausn sem sættir þau mismunandi sjónarmið er einkenna umræðuna. um alþjóðaviðskipti hafa þróunarríkin óskað eftir lengri aðlögunartíma að mörgum samningum WTO og meiri tækni- legri aðstoð við að upp- fylla ákvæði samning- anna. Iðnríkin hafa verið treg til að samþykkja þessa kröfu, en hafa fall- ist á sérstakar aðgerðir til að aðstoða vanþróuð- ustu ríkin, sem einkum felst í niðurfellingu tolla á vörur frá þessum ríkj- um og afskrift skulda þeirra. Þróunarríkin telja að iðnríki beiti mörgum samningum WTO til að tak- marka innflutning á vörum þeirra, einkum landbúnaðarvörum og vefn- aðarvörum. Hér er fyrst og fremst átt við samninginn um hollustuhætti og heilbrigði, samninginn um tækni- legar viðskiptahindi-anir, samninginn um einkaleyfisvernd og hugverkarétt og samninginn um undirboð og jöfn- unartolla. Þróunarríkin hafa krafist þess að þessir samningar verði end- urskoðaðir með það fyrir augum að dregið verði úr möguleikum til að beita þeim til að torvelda viðskipti. Þessari kröfu hafa iðnríkin hafnað og sú staðreynd átti einnig þátt sinn í því að ekki tókust samningar í Seattle. Viðskipti með landbúnaðarvörur í samningi WTO um viðskipti með landbúnaðarvörur er kveðið á um að aðildarríkin eigi að halda áfram að stuðla að bættu viðskiptaumhverfi fyrir landbúnað. Þar er skýrt tekið fram að árið 2000 eigi að hefjast end- urskoðun á samning- num með það að mark- miði að aðildarríkin dragi úr útflutningsbót- um og innanlandsstuðn- ingi og stuðli að greiðari aðgangi fyrir erlendar landbúnaðarvörur að mörkuðum sínum. Þar er einnig tekið fram að taka eigi tillit til þátta er ekki varða viðskipti. Þetta verður gert óháð niðurstöðu fundarins í Seattle og munu við- ræðurnar hefjast í byrjun næsta árs. Island hefur ekki beitt sér á vett- vangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar fyrir aukinni fríverslun með land- búnaðarvörur, en sett markið á aukna fríverslun með sjávarafurðir, enda eru útflutningshagsmunirnir ól- íkt meiri þar. ísland hefur þó stutt það að samið verði um skýrari reglur í alþjóðaviðskiptum með landbúnað- arafurðir, sem bæði miði að hagræð- ingu í greininni með aukinni sam- keppni og viðurkenni og taki tillit til margþætts hlutverks landbúnaðar og fæðuöryggis í öllum löndum heims. Þau iðnríki, svo sem Ástralía, Bandaríkin, Kanada og Nýja-Sjáland og fjölmörg þróunarríki, sem miklar tekjur hafa af útflutningi landbúnað- ai*vara, hafa lagt mesta áherslu á af- nám útflutningsbóta í landbúnaði. Á meðan sum ríki borga útflytjendum sínum fyrir að selja landbúnaðaivör- ur úr landi vernda önnur ríki fram- Halldór Ásgrímsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 47’ leiðslu sína með tollum. Verði slík krafa að veruleika í næstu lotu samn- ingaviðræðna hefur það ekki áhrif á íslenskan landbúnað því engar út- flutningsbætur hafa verið greiddar á Islandi undanfarin ár. Þróunarríkin vilja einnig að dregið verði úr fram- leiðslutengdum stuðningi við land- búnað. Það sjónarmið er vissulega réttlætanlegt, og hafa íslensk stjórn- völd reynt að taka mið af því í síðustu búvörusamningum. Helstu landbún- aðarvörur sem framleiddar eru á Is- landi, þ.e.a.s. kjöt, mjólk, egg og grænmeti, njóta verulegrar innflutn- ingsvemdar hér á landi. Gera má ráð fyrir að í komandi samningaviðræð- um verði þrýst á að Island gi’eiði fyrir innflutningi á þessum vörum. Við munum leggja áherslu á að kynna okkar sérstöðu vel á því sviði, sér- staklega hvað varðar byggðasjónar- mið og hollustu og heilbrigðismál. Segja má að aðgangur að íslenskum markaði fyrir mikilvægustu vörur þróunarríkjanna sé tiltölulega greið- ur, t.d. fyrir vefnaðarvörur, ávexti, hrísgrjón, kaffi, sykur og ýmsar kornvörur. Landbúnaður er sú atvinnugrein sem hefur verið hvað erfiðast að semja um á alþjóðavettvangi. Þjóðir heims vilja viðhalda byggð á af- skekktum svæðum og tryggja fæðu- öryggi. Island er engin utántekning frá þeirri reglu. Við Islendingar vilj- um að sjálfsögðu stuðla að því að sett- ar verði alþjóðlegar reglur um við- skipti með landbúnaðarvörur, en landbúnaður er þess eðlis að óheft viðskipti með afurðir geta ekki orðið að veruleika, því ávallt verður að taka tillit til annarra þátta en viðskipta- sjónanniða, eins og byggðaröskunar, fæðuöryggis og heilbrigðis. Þjónustuviðskipti í Úrúgvæ-viðræðunum var samið um að stefna að því að gera samning innan WTO sem næði til sem flestra tegunda þjónustuviðskipta. Þar var ákveðið að setja af stað víðtæka samningalotu eigi síðar en á næsta ári. Aðildarríkin hafa ekki enn ákveð- ið hversu langt verður gengið, en standi þau við yfirlýsingar sínar í lok síðustu samningalotu má gera ráð fyrir að samið verði um fjármálaþjón- ustu, grunnfjarskiptij sérfræðinga- þjónustu, frjálsan flutning fólks og lögpersóna, flutningaþjónustu, heil- brigðisþjónustu og menntamál, svo fátt eitt sé nefnt. Itarlegt samnings- umboð er í gildandi samningi og skuldbinding um að ganga til við- ræðna. Aðildarríkin hefja því viðræð- ur á næsta ári þrátt fyrir að ekki næðist samkomulag í Seattle um að hefja viðræður á öðrum sviðum. Fríverslun eykur hagvöxt Heimsviðskipti hafa vaxið um 6% að meðaltali árlega síðustu fimm ára- tugi, samkvæmt upplýsingum frá WTO. Ekkert bendir til annars en að þau haldi áfram að vaxa á næstu ár- um. Að mati OECD gæti afnám tolla í viðskiptum leitt til u.þ.b. 3% hagvaxt- ar í heiminum. Þessi þróun verður ekki stöðvuð og reikna má með að aukin milliríkjaverslun verði einn helsti hvati hagvaxtar á komandi ár- um. Ef tryggja á að öll ríki heims njóti ávinnings af þróuninni verða þau að setjast að samningaborði og semja sín á milli um hvernig á að skipta kökunni. Tilgangurinn með stofnun WTO var m.a. að skapa vett- vang fyrir slíkar samningaviðræður. Þar er markmiðið að reglur ráði ferð- inni, en ekki aflsmunir viðskipta- stórveldanna. Mikilvægi WTO er augljóst fyrir þjóðir eins og Island sem geta ekki í krafti stærðar sinnar þvingað viðskiptalönd sín til að tryggja greiða braut fyrir íslenskar vörur að þeirra mörkuðum. Sama má segja um þróunarríkin og lýsa þær deilur sem við höfum orðið vitni að nú á síðustu dögum hversu mikil áhrif einstök aðildarríki geta haft á gang mála í alþjóðaviðskiptum þrátt fyrir litla hlutdeild þeirra í þeim. Ráðamenn ríkja heims hafa nú það erfiða verkefni fyrir höndum að sætta sjónarmið allra aðildarríkja, jafnt fá- tækra sem ríkra, og taka tillit til há- værra radda hagsmunahópa. Það er trú mín að hægt sé að leysa það verk- efni og að niðurstaðan stuðli að auk- inni velsæld svo allir njóti góðs af. Hlutverk alþjóðlegra mannúðarsamtaka nú og á nýrri öld Sömu markmið en breyttar aðferðir Um þessar mundir fagnar Rauði kross ís- lands 75 ára afmæli. Af því tilefni efndu sam- tökin í gær til málþings um alþjóðleg mann- úðarmál í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Alþjóðastofnun Háskólans. Tveir af æðstu yfírmönnum alþjóðahreyfíngar Rauða kross- ins fluttu framsögu á þinginu. Óli Jón Jóns- son hlýddi á og ræddi við Cornelio Sommar- uga, forseta Alþjóðaráðs Rauða krossins, sem senn mun láta af embætti. Morgunblaðið/Golli Cornelio Sommaruga, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins: „Mikilvægt að kynna fyrir fólki hvað mannúðarhjálp felur í sér.“ ASÍÐASTA áratug hafa orðið mjög miklar breyt- ingar á starfsskilyrðum alþjóðlegra mannúðar- og hjálparsamtaka. Minnkandi áhrif ríkisvalds víða um lönd og vaxandi umsvif hins frjálsa framtaks hefur haft mikla þýðingu fyrir starfsemi slíkra samtaka. Ýmsar breytingar á eðli vopnaðra átaka, náttúruham- fara, sjúkdóma og annarra ógna sem steðja að mannkyninu kalla einnig á ný viðbrögð af þeirra hálfu. Þetta kom fram á málþingi sem haldið var í gær í tengslum við 75 ára afmæli Rauða kross íslands. Á málþinginu, sem Rauði krossinn skipulagði í samvinnu við utanríkis- ráðuneytið og Alþjóðastofnun Há- skóla Islands, var fjallað um hlut- verk mannúðarsamtaka í heiminum á vorum dögum og helstu verkefnin sem blasa við í framtíðinni. Fram- sögumenn voru tveir af æðstu yfir- mönnum alþjóðahreyfingar Rauða krossins, þeir Cornelio Sommaruga, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, og George Weber, framkvæmda- stjóri Alþjóðasambands félaga Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans. Alþjóðaráðið er sjálfstæð stofnun sem einbeitir sér að hjálparstarfi á stríðssvæðum og annast eftirlit með því að ákvæðum Genfarsamning- anna svokölluðu, sem fjalla um al- þjóðlegan mannúðarrétt, sé fram- fylgt. Að auki vinnur Ráðið að útbreiðslu þekkingar um samning- ana. Alþjóðasambandið er aftur á móti samstarfsfélag 176 landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans og sinnir hjálparstarfi sem ekki er nauðsynlega bundið við átaka- svæði, s.s. í tengslum við náttúru- hamfarir, auk þess að annast ýmiss konar fræðslu og heilsuvernd víða um lönd. Fimm meginstraumar Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans eru stærstu mannúðarsamtök heims með um 105.000 sjálfboðaliða á sínum snær- um og 3.000 launaða starfsmenn. George Weber, forseti Aiþjóðasamb- andsins, sagði á málþinginu í gær að miðað við þróunina í heiminum nú væru verkefni framtíðarinnar ærin en að Alþjóðasambandið greini eink- um fimm meginstrauma í þróuninni sem eigi eftir að hafa áhrif á starf- semina. Hann nefndi í fyrsta lagi þróun þjóðríkisins. Víða um heim, þar á meðal í vestrænum lýðræðis- ríkjum, hafi miðstjórnarvald veikst en hið frjálsa framtak hafi fengið aukið svigrúm. Annars staðar hafi miðstjórnarvald hrunið algerlega, t.d. í Afghanistan og í Sómalíu. Þessar breytingar hafi áhrif á starf- semi Rauða krossins á heimsvísu. í öðru lagi nefndi Weber að aukin ógn stafaði af sjúkdómum og far- sóttum, t.d. berklum, sem breiðist örar út nú á tímum vegna greiðra samgangna milli landa. Að sama skapi megi reikna með því að tjón af völdum veðurfarsbreytinga muni kalla á breyttar áherslur í starfs- háttum mannúðarsamtaka. Þriðja atriðið varðar fólksflutn- inga milli landa og svæða sem Weber telur að séu líklegir til að halda áfram um fyrirsjáanlega framtíð auk þess sem aldurssam- setning íbúa í ríkjum heims breytist ört. Meðalaldur íbúa í þróuðum ríkj- um fari hækkandi en hið gagnstæða sé að gerast í öðrum heimshlutum. Starfsemin þurfi einnig að laga sig að breyttum búsetuháttum og auk- inni borgavæðingu í heiminum. Fjórða verkefnið sem við blasi sé að sporna gegn auknu ofbeldi innan samfélaga og vinna að því að reglur alþjóðlegs mannúðarréttar séu virt- ar. Að lokum blasi við aukin „sam- keppni" milli aðila sem gefi sig út fyrir að sinna mannúðarstarfi. Weber segir að af þessu stafi ákveð- in hætta á því að skil milli þeirra sem sinni eiginlegu mannúðarstarfi og hinna sem sinni annars konar starfsemi máist út. Mikilvægt að laga starfsemina að breyttum aðstæðum Cornelio Sommaruga á að baki 12 ára feril sem forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins en hann mun láta af störfum um næstu áramót. Hann starfaði áður fyrir svissnesk stjórn- völd, í svissnesku utanríkisþjónust- unni og gegndi embætti ráðherra utanríkisviðskipta í ríkisstjórn Sviss á árunum 1984-1986. Sommaruga var einnig aðstoðarframkvæmda- stjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) á árunum 1973-1975. Hann hefur verið sæmdur heiðursdokt- orsnafnbót af ýmsum virtum háskól- um í heiminum. Sommaruga segir að eitt brýnasta verkefni framtíðarinnar sé að laga starfsemi Rauða krossins að breytt- um aðstæðum. „Ég held að alþjóðleg hjálparsam- tök verði ávallt að fylgja eftir þró- uninni í alþjóðasamskiptum og sí- fellt leita nýrra leiða til að ná markmiðum sínum. Markmiðin eru og verða hin sömu, að lina þjáning- ar, en aðferðirnar taka breytingum. Þær aðstæður sem hjálparstarfs- menn vinna við nú á dögum eru að mörgu leyti breyttar frá því sem áð- ur var. í vopnuðum átökum er nú oft mun erfiðara en áður að gera greinarmun á stríðsaðilum og óbreyttum borgurum. Ein ástæðan er sú að margs konar vígasveitir berjast nú gjarnan við hlið form- legra herja. Við þessar aðstæður getur orðið mun erfiðara að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna og það kallar á nýjar aðferðir við hjálpar- starfið. Annað mikilvægt atriði sem vert er að gefa gaum að er að nú er orðið mjög algengt að á átakasvæðum séu hersveitir sem ekki eiga beina aðild að átökum, t.d. friðargæslulið á veg- um Sameinuðu þjóðanna eða fjöl- þjóðlegar vopnaðar eftirlitssveitir, eins og t.d. í Kosovo. Það er mjög mikilvægt að alþjóðlegum hjálpar- samtökum sé ekki ruglað saman við slíkar sveitir. Að mínu áliti getur það starf sem þessar sveitir sinna ekki flokkast undir mannúðaraðstoð. Hér er þörf á skýrri aðgreiningu. Starf friðargæslusveita felst í því að koma á lögum og reglu og tryggja öryggi þegnanna þannig að unnt sé að sinna mannúðarstarfi en slíku starfi verður einungis sinnt af full- komlega óháðum aðilum. Að mínu mati er þetta eitt af mörgum aðkall- andi verkefnum sem fyrir liggja á nýrri öld - að skilgreina hlutverk mannúðarsamtaka á skýran hátt til að fyrirbyggja misskilning.“ Gegnir hlutverki við þróun mannúðarréttar Sommaruga lagði í erindi sínu á málþingi Rauða krossins sérstaka áherslu á að Rauði krossinn hefði hlutverki að gegna við þróun al- þjóðalöggjafar um mannúðarmál. Hann minnti á að í ár er hálf öld lið- in frá því að Genfarsamningurinn um réttindi flóttamanna var undir- ritaður. 188 ríki eiga aðild að samn- ingnum, þeirra á meðal ísland. Sommaruga minnti á að samningur- inn ætti uppruna sinn í hörmungum seinni heimsstyrjaldar og viðleitni til að fyrirbyggja að þær geti endur- tekið sig. Sommaruga segir að brýnt sé að upplýsa almenning í heiminum um hvað felist í ákvæðum samningsins. „Það er mjög mikilvægt að kynna íyrir fólki hvað mannúðarhjálp felur í sér og til þess að það sé mögulegt verður að finna leiðir til að hægt sé að koma boðskapnum til skila óháð menningarlegum mismun. í hverju landi er að finna sérstaka menningu og siði og gera verður inntak mann- úðarstarfsins skiljanlegt á því máli sem fólk á hverjum stað skilur." Með vaxandi tíðni innanlandsó- friðar í heiminum voru árið 1977 samþykktar viðbætur við Genfar- samninginn til að tryggja réttindi óbreyttra borgara í slíkum átökum. Á málþinginu í gær kom fram að hjálparsamtök eigi oft erfitt með að starfa í ríkjum þar sem innanlands- átök geisa af þeirri ástæðu að stjórnvöld í viðkomandi löndum hafa veigrað sér við að virða ákvæði samningsins. Til að mynda hefur AF þjóða Rauði krossinn nú neyðst til að yfirgefa Tsjetsjníu af þessum sökum en sinnir áfram hjálparstarfi við flóttamenn í nágrannalýðveldun- um Ingúshetíu og Dagestan. „Alþjóðaráð Rauða krossins reyn- ir að hafa áhrif á ráðamenn í ríkjum þar sem óbreyttum borgurum er hætta búin af innanlandsófriði. í til- viki Tsjetsjníudeilunnar höfum við ferðast ítrekað til Moskvu til að reyna að hafa áhrif á æðstu ráða- menn þar. Það má ekki gleymast að það er mikilvægt að halda góðu sambandi við alla deiluaðila ef við eigum að geta unnið á átakasvæð- um. Þetta er sérstaklega mikilvægt í innanlandsófriði því þar er yfirleitt erfiðara að fá deiluaðila til að sam- þykkja að Rauði krossinn sinni hjálparstarfi en þegar um er að ræða átök milli ríkja." Mótun siðareglna fyrir hjálparsamtök Á síðastliðnum 10 árum hefur sjálfstæðum mannúðarsamtökum sem sinna hjálparstarfi fjölgað mjög í heiminum. Sommaruga segir að þessi þróun hafi bæði kosti og galla. „Þetta er auðvitað jákvæð þróun að því marki að hún sýnir að það er' ríkur vilji meðal fólks í heiminum að hjálpa þeim sem líða þjáningar. Á hinn bóginn verður það að segjast eins og er að flest þessara nýju samtaka byggja á sérstakri hug- myndafræði, ýmist trúarbrögðum, pólitískri sannfæringu eða öðru. Þar af leiðandi má í sumum tilfellum draga í efa hvort samtökin geti raunverulega talist óháður aðili. Því miður er það gjarnan svo að stjórn- völd þrýsta á að frjáls félagasamtök haldi uppi merkjum þeirra ríkja þar sem þau eiga upprana. Einnig getur reynsluleysi hamlað því að hjálpar- samtök geti látið gott af sér leiða og getur jafnvel valdið vandamálum fyrir samtökin sjálf og aðra aðila- sem sinna hjálparstarfi. Af þessum sökum hefur Rauði krossinn beitt sér fyrir því að mótaðar verði al- mennar sameiginlegar siðareglur fyrir samtök sem sinna mannúða- raðstoð við fórnarlömb átaka. Að mínu áliti eru samtökin Lækn- ar án landamæra, sem einmitt eru að taka við friðarverðlaunum Nóbels nú, gott dæmi um hvernig frjáls fé- lagasamtök eiga að standa að mann- úðarstarfi. Rauði krossinn og Lækn- ar án landamæra hafa haft með sér mjög gott samstarf þrátt fyrir að^ samtökin séu ólík. Starfsemi Rauða krossins er sérstök að því leyti að hann hefur umboð frá alþjóðasamfé- laginu, gegnum Genfarsáttmálann, til að vinna að markmiðum sínum en Læknar án landamæra starfa á öðr- um forsendum. Það væri vissulega æskilegt að Rauði krossinn gæti haft svipuð tengsl við önnur hjálpar> samtök," segir Sommaruga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.