Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 Hreindýr sj aldan vinsælla Það fer ekki á milli mála að hreindýrakjöt nýtur mikilla vinsælda fyrir þessi jól. Steingrímur Sigurgeirsson leitaði í smiðju matreiðslumeistara Holtsins varð- andi meðferð þessa dýra hráefnis. MATUR er háður tísku eins og flest annað og svo virðist sem ein af tískubólunum fyrir þessi jól, sé hreindýrakjöt. Engin sjáanleg ástæða er fyrir þessum vinsældum hreindýrs, þetta er bara ein af þessum bólum. AIls voru felld 404 hreindýr á þessu ári og þótt eftirspui'nin sé mikii er enn sem komið er ekki farið að bera á neinum skorti. Hreindýrakjöt er fáanlegt frosið í betri kjötborðum og margir veit- ingastaðir bjóða upp á hreindýra- rétti á seðlum sínum. Hreindýrakjöt er hins vegar ekki ódýr vara. Kílóverðið er í kringum 4.000 krónur og það er jafnframt verð flestra hreindýrarétta á veit- ingahúsum. Það er því kannski ástæða til að vanda sig vel. Hrein- dýr er í sjálfu sér ekki mjög vand- meðfarið hráefni, en rétt er að flýta sér hægt þrátt fyrir það, því að mis- tök geta verið dýrkeypt, í bókstaf- legum skilningi. Þeir Hákon Már Örvarsson, yfir- kokkur á Hótel Holti, og Ragnar Ómarsson, sem einnig starfar í eld- húsinu á Holtinu (og vann fyrr á þessu ári titilinn matreiðslumaður Islands) segja að á Holti hafi menn ekki farið var- hluta af auknum vinsældum hrein- dýrakjöts. Merkjanleg sé veruleg aukning á sölu viilibráðar og þá sér- staklega hreindýrakjöts. „Við höf- um selt mun meira en áður og mað- ur tekur eftir því að hreindýr er mikið í umræðunni," segir Hákon. A síðustu vikum hafa um 15 hreindýr verið snædd af gestum Holtsins og tvö dýr bíða nú úrbeiningar í eld- húsinu. Þeir félagar segja að allt hrein- Jh 3 rln n Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hákon og Ragnar hafa eldað á annan tug hreindýra ofan í gesti Holtsins á undan- förnum vikum. dýrið sé nýtt, bestu bitarnir séu auðvitað hryggur og læri en annað megi nota í steikur, hakk og beinin í soð. Hákon og Ragnar segja það grundvallaratriði við eldun á hrein- dýri að varast ofeldun. Líklega sé hreindýr sú kjöttegund sem síst þoli mikla eldun. Sé kjötið gegnumsteikt verði það óspennandi og leiðinlegt. Best sé að miða við að steikingin sé „rare“ eða „medium-rare“. Þannig njóti villibráðarbragðið sín líka best. „Maður setur sig alltaf í smá stellingar þegar maður eldar hrein- dýr,“ segir Hákon. „Það er ekki alltaf sem maður er með hundrað króna bita á gafflinum og þv£ best að fara varlega og vanda til verks- ins. Hreindýrakjöt er hægt að elda jafnt sem stórsteikur eða smásteik- ur. Ef farin er sú leið að elda stór- steik upp á t.d. 1-2 kíló ber ávallt að brúna bitann fyrst í smjöri á pönnu til að gefa steikinni góða húð. Hún er síðan sett í ofn á þokkalegum hita, um 180 gi-áður, og passa verð- ur upp á að hún sé ekki steikt of lengi. 10 mínútur duga í mörgum tilvikum og ef notaður er kjöt- hitamælir ætti að miða við 50 gráða kjamhita. Eftir að steikin er tekin út verður að gefa henni 5-10 mínútur til að jafna sig og er gott að verja bitann með álpappír án þess þó að hylja hann alveg. Eldunin heldur áfram eftir að steik- in er tekin út, vöðvinn jafnar sig og helst safaríkur. En enn og aftur: passið upp á eldunartím- ann. „Það ætti eigin- lega að leggja bann við því að láta hreindýrasteikur malla inní ofni í langan t£ma,“ segii' Ragnar og greinilegt að hann telur sl£kt slæma meðferð á góðu hráefni. Ef farin er sú leið að skera kjötið niður i minni steikur gildir sama regla. Ekki steikja það of mikið, og gott er að brúna á pönnu og klára eldunina inni ofni áður en steikin er látin jafna sig. Óþarfi er að krydda kjötið mikið að mati þeirra Hákons og Ragnars. Þeir leggja til að fyrh’ utan salt og pipar sé einungis notuð timjan. Hins vegar megi setja mik- inn karakter £ sósuna og láta t.d. fennel eða einiber gefa tóninn. Uppskriftin hér til hliðar er hreindýrarétturinn sem Hótel Holt hefur verið með á matseðlinum upp á síðkastið. Hann er byggður á klassískum grunni með sykurgljáð- um kartöflum og rauðrófum. Hrein- dýr er ekki hráefni sem hentar fyrir thraunastarfsemi eða „fusion“-elda- mennsku. Best er að halda sig við klassikina. Nokkur vinna er í þvi að gera soðið en benda má á að hægt er að fá tilbúið, frosið kálfasoð i Galleríi kjöti. Þá er einnig hægt að skera bitann niður i minni steikur og húða þá alveg uppúr hnetumauk- inu. Uppskriftin miðast við fjóra. Hnetuhjúpuð hrein- dýrasteik með sykur- gljáðum kartöflum, rauðrófumauki og madeira-sósu I þennan rétt ætti að nota fina vöðva úr læri eða hrygg. Hnetuhjúpur og kjöt Pistasíur ____________Furuhnetur___________ Valhnetur Heslihnetur Pecanhnetur (mó einnig vera einungis 1 hnetuteg. samt. 200 g) 800 g hreindýravöðvi 1 eggjahvíta 2 msk smjör salt og pipar Aðferð: Hneturnar eru unnar í flnt mauk í matvinnsluvél. Hreindýra- vöðvinn er penslaður með eggjahvítu og svo velt upp úr hnetunum og þeim þrýst utan á kjötið. Brúnað á pönnu upp úr smjörinu og kryddið með salti og pipar. Steikið í ofni við 180 C hita, tíma er erfítt að segja til um ná- kvæmlega sökum mismunandi stærða á bitum og óska um steik- ingu. Miða við 2-8 mín. eftir þykkt bita. Sósa 1 msk smjör 1 msk ólífuolía 1 stk. skallottlaukur (fínt saxaður) 2 sveppir (fínt saxaðir) Draumanöfn? DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Orð Og nöfn meitluð. MyndÆristján Kristjánsson í DRAUMSTÖFUM birtast all- margir draumar þar sem manna- nöfn koma fyrir en sendendur bréf- anna vilja ekki að þau opinberist. Þetta getur verið bagalegt íyrir þá lesendur sem reyna að átta sig á táknmáli drauma og styðjast við drauma í Draumstöfum. Nöfn manna og merking þeirra í draumi geta haft afgerandi áhrif á túlkun draumsins, enda vísa þau oft á kjarna hans og eiginlegt innihald. Draumnöfn eiga sér langa sögu og mörg þeirra byggjast á hefð geng- inna kynslóða, þar sem stuðst er við reynslu manna úr vökulífínu, draumförum sem og líkingum draumnafna. Dæmi um það er nafnið Kristrún, sem felur í sér bæði kristni og heiðni, það gæti þá þýtt á líkingamáli að viðkomandi stæði fyrir ólík öfl eða gæti ekki gert upp hug sinn. Af reynslu mætti álykta að Kristrúnarnafnið sæmdi kjarnakonu þar sem nafnið stæði fyrir tvo heima og það þyrfti kvenskörung til að bera slíkt nafn, samanber Kristrúnu í Hamravík í skáldsögu Guðmundar G. Hagalíns. Dánir vitja einnig nafns í draumi og ófáir eru þeir draumar þar sem látið skyldfólk birtist í draumi með þá málaleitan að ófætt barn dreymandans beri nafn þess. Hér á eftir hef ég tínt til af handahófí nokkur mannsnöfn og merkingu þeirra í draumi, en ýtarlegri lista er að fínna á léni Draumalandsins; www.dreamland.is Arnfinnur: Gott í viðskiptum Arngrímur: Stríð Amþór: Veikindi, harðindi eða manntjón Aron: Aðgát í fjármálum Atli: Kraftur Áskell: Harðindi Áslákur: Góð rækt Aslaug: Góð spretta Ásmundur: Harðindi Beinteinn: Dauði Benedikt: kirkjuleg athöfn Bergljót: Eldgos eða velvilji Bergmann: Ef þú leitar aðstoð- ar, slepptu því Davíð: Blessun Díana: Óvænt happ Dísa: Góð heimsókn Drífa: Snjókoma Edda: Ný viðhorf Eggert: Ábati EgiII: Styrjöld Einar: Skortur Draumur „Öddu“ Mig dreymir að ég sé einhvers staðar hjá klettabyggingum og trjám þar sem ég og fleiri söfnuðu brúnum kögglum (sem seinna reyndust vera fræ). Kom inn í hús sem virtist vera einhvers konar verslun, með fullt af litlum trjám sem öll hafa stór og sterkbyggð græn blöð. Stofninn er grannur eins og á ungum plöntum. Þetta eru fræin sem ég tindi „fyrir nokkrum árum“ og seldi konunni sem gróðursetti þau. Svo virðist sem sum fræin séu kóngulær og konan sýnir mér einn köggulinn, sem er svört kónguló með andlits- drætti manneskju. Það höfðu vax- ið út úr löppunum á henni rætur sem urðu að ungtrjám. Konan sýndi mér aðra kónguló sem var grá og sagði konan hana vera 15 ára og heita Frigg. Hún tók hana upp og lét hana ganga um handar- bakið á sér. Konan sagði að þessi kónguló leitaði uppi fjársjóði. Eg horfði á kóngulóna og sá að fleiri fálmarar birtust við munnvikin og kóngulóin byrjaði að leita. Konan bauð mér að halda á henni því hún væri spök og myndi ekki bíta mig, en ég fann til ótta og fannst kóngulóin ógeðfelld og dró að mér hendurnar. Ráðning Eins og í síðasta pistli er hér kónguló á ferð og eins og ég sagði þá fylgir því mikil gæfa að dreyma kóngulær samkvæmt þjóðtrúnni. Draumar geta verið vísbendingar um hæfíleika sem blunda í manni eða þeir eru að benda manni á að einhver augljós hlutur í vökulífinu leyni á sér og geti reynst féþúfa. Þessi draumur þinn er á þeim nót- um. Kögglarnir sem reyndust fræ gefa í skyn að þú sért og hafir ver- ið að fást við eitthvað sem þér finnst hálfgert moð og þú komir ekki auga á gildi hlutarins. Konan í draumnum er leiðbeinandi þinn og velgjörðarmaður, en Frigg, sem var eiginkona Oðins, stendur fyrir góð ráð. Frigg var snillingur í að gefa góð ráð, til dæmis um hár: „Vandalar fóru fóru með stríð á hendur Vinnílum, gengu á fund Óðins og báðu um sigur. Hann kvaðst gefa mundu sigurinn þeim er augu hans litu fyrst þegar sólin kæmi upp. Þá fór Gambara, móðir höfðingjanna tveggja sem fóru fyrir Vinnílum, til Friggjar og bað um sigur til handa Vinnílum. Frigg ráðlagði að konur Vinníla skyldu leysa hár sitt og hagræða því kringum andlitið þannig að það líktist skeggi, síðan skyldu þær fylkja liði með mönnum sín- um á þeim stað sem Óðinn var vanur að horfa til þegar hann leit sólaruppkomu gegnum glugga sinn. Ög þetta varð. En þegar Óð- inn sá þær við sólarupprás mælti hann: „Hvaða síðskeggjar eru þarna?“ Þá sagði Frigg að úr því að hann hefði gefíð þeim nafn bæri honum einnig að veita þeim sigur. Og þannig atvikaðist það að Óðinn lét Vinnílana sigra." • Þeir lesendur sem vilja l:í drnuma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavik eða á heimasíðu Draumalandsins: www.dreamland.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.