Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fæst í öllum betri leikfanga- verslunum FRÁB&{ **»/> ^oF«a*«ög° r;;:r,B 20 í«'^'íÆ ..v"'*»r ■s.ííí.o \WU«r*'y TÖFRABRÖGÐ - ... ..-- mssh^ssJ Stapafell Keflavik laugard. 11. des. kl. 14:00 -17:00 Hagkaup Skeifunni sunnud. 12. des. kl. 15:00-16:00 Hagkaup Kringiunni miðvikud. 15. des. kl. 18:00-19:00 Leikbær Hafnarfirði fimmtud. 16. des. kl. 16:30-17:30 Leikbær Mjódd föstud. 17. des. kl. 16:30-17:30 Hagkaup Smáranum föstud. 17. des. kl. 18:00-19:00 Töfraðu fram það besta með Pétri Pókus Dreifing: 2000 SJÓMANNA ALMANAKIÐ í 75 ÁR Fiskifélag íslands kynnir nú endurbætta útgáfu af Sjómanna- almanakinu og íslenskri skipa- og hafnaskrá fyrir áriö 2000. Tvö bindi - full af fróðleik í máli og myndum: . Kynning á bakhjörlum Fiskifélags íslands . Endurbættur kafli um veiðar við ísland . Öll lög og reglugerðir um sjávarútveginn . Kort af öllum höfnum landsins . 300 nýjar skipamyndir hafa bæst við! • Upplýsingar um úthlutaðan aflakvóta . Auglýsingar fleiri en nokkru sinni fyrr! Málið er einfalt: Sá sem þarf á upplýsingum að halda um íslenskan sjávarútveg finnur þær í tvískiptu riti Fiskifélags íslands: Sjómannaalmanakinu 2000 og íslenskri skipa- og hafnaskrá. FISKIFÉLAG ISt.ANÐS Fiskifélagsútgáfan ehf Pöntunar- og áskriftarsími: 551 0500 ÚRVERINU Sáttur við sekt en ekki sakaskrá Gleymdi að endurnýja skipstjórnar- og“ vélstj órnarréttindin á trilluna GUÐLAUGUR Gunnarsson, trillu- karl í Grundarfirði, gleymdi að end- urnýja skipstjómar- og vélstjórnar- réttindi sín í byrjun árs og fékk að gjalda fyrir það. „Brjóti ég af mér er eðlilegt að ég gjaldi fyrir það og ég sætti mig við að fá sekt fyrir þessa gleymsku en mér finnst í meira lagi óeðlilegt og harkalegt að brotið skuli skráð í sakavottorð,“ segir hann. Birt ákæra Umrædd skírteini á að endurnýja á fimm ára fresti en Guðlaugur er með vélstjórapróf frá 1980 og skip- stjórnarréttindi frá 1990. Trillan er 4,33 tonn og 7,5 metrar að lengd en hann var að veiðum að morgni 19. ágúst sl. þegar tveir varðskipsmenn komu um borð. „Þeir fundu út að at- vinnuskírteini mín voru útrunnin, en klöppuðu á öxlina á mér og sögðu: „Þú lagar þetta þegar þú kemur í land.“ Eftir að ég hafði fengið lækn- isvottorð og ljósmyndir endurnýjaði ég skírteinin en 5. nóvember birtist hér við dyrnar lögregluþjónn í full- um skrúða og birti mér ákæru. Mér var gert að mæta fyrir Héraðsdóm Vesturlands í Stykkishólmi 8. des- ember og þar gat ég valið um dóm- sátt upp á 20 þúsund króna sekt og að brotið yrði skráð í sakavottorð eða til vara sex daga vist í grjótinu. Dómurinn var samkvæmt bókstafn- um og ég valdi fyrri kostinn. Hins vegar finnst mér það skjóta skökku við að á sama tíma og embættis- menn komast ekki yfir að ná í menn sem fremja alvarlega glæpi skuli þessi karlagrey, lögfræðingar, hér- aðsdómarar og aðrir, vera í svona smámálum, sem ætti að vera hægt að ljúka með lögreglusekt eins og farið er að við umferðarbrot, ölvun- armál og jafnvel smá fíkniefnamál." Guðlaugur segist hafa spurt dóm- arann hvort hann liti ekki svo á að réttindin væru í gildi en hann hefði svarað að þetta væri eins og með ökuskírteini, ef það væri ekki í gildi væru réttindin ekki fyrir hendi. „Mér finnst löggjöfin ekki rétt,“ segir Guðlaugur, „og ekki sann- gjarnt að menn þurfi að vinna eftir svona lögum. Atvinnubílstjóri sem gleymir að endumýja ökuskírteini sitt fær þrjú þúsund króna sekt en trillukarl fimm sinnum hæiri sekt. Eg átti því að fá 30 þúsund króna sekt þar sem skírteinin voru tvö en slapp með 20 þúsund krónur. Eg var 14 tíma á sjó eftir að gæslumennirn- ir komu klukkan 10 að morgni og fyrst brot mitt var svona alvarlegt að það varð að fara á sakaskrá sagði ég við dómarann að hann ætti að átelja gæsluna fyrir slæleg vinnu- brögð, að hafa ekki fært mig tafar- laust í land. Eins hefðu þeir komið á báti með tvo 50 hestafla mótora án þess að vera með vélstjórnarrétt- indi. Dómarinn, sem var hinn al- mennilegasti, sagðist ekki geta ákært gæsluna eftir sama bókstaf.“ Virðingin brostin Hann segir furðulegt að svona harkalega skuli tekið á atvinnurétt- indunum og virðing sín gagnvart lögunum sé ekki söm. „Ég hef reynt að vinna með lög- unum og vann meðal annars sem löggæslumaður í nokkur ár en að þetta brot skuli fara á sakaskrá er vægast sagt hai-kalegt. Það hefur verið brotið á mér siðferðilega, mér finnst ég ekki sitja við sama borð og aðrir og virðing mín fyrir lögunum er minni en áður.“ Morgunblaðið/Garðar Páll Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf., og Omar Einarsson, skipsljóri, um borð í Hrafni GK 111. Hrafn GK með sína fyrstu löndun í Grindavík ÞAÐ var boðið upp á kökur og með því þegar Hrafn GK 111 landaði í fyrsta skipti í nýrri heimahöfn í Grindavík. Hrafn er þriðji frystitogarinn hjá Þor- birni h/f í Grindavík og bar áður nafnið Sléttanes ÍS 808. Hrafn- inn er smíðaður á Akureyri 1983 en var breytt í frystitogara 1993 í Póllandi. Að sögn Eiríks Tó- massonar, framkvæmdastjóra, er Þorbjörn h/f aðallega í saltf- iskinum og þá eru frystitogarar alltaf að verða stærri og stærri þáttur í rekstrinum. Skipstjór- inn um borð er Ómar Einarsson sem er ekki ókunnugur þessari höfn, var m.a. með Skúminn í ein 12 ár. „Við vorum að koma úr 3 vikna túr, uppistaðan þorskur, karfi, ýsa og gulllax. Verðmætið er um 50 milljónir. Annars líst mér vel á þetta, ég er búinn að vera með báta í yfir 30 ár,“ sagði Ómar. Þegar skip- stjórinn var inntur eftir því hvaðan áhöfnin væri sagði Óm- ar: „Þeir eru að nokkru leyti að vestan, sennilega tæplega helm- ingur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.