Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 25
UNBLAÐIÐ _____________________________LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 25 VIÐSKIPTI Róttækar breytingar á I upplýsingatækni dönskum lyfjamarkaði "auaew? thöfn. Morgunblaðið. hafta á sviði lyfjasölu og stofnun lyfja- stofnunar eru tveir fylgifiskar dönsku na fyrir næsta ár. Aðgerðirnar miðast 5 auka samkeppni og lækka lyfjaverð. nirnar eru liður í stefnu sem danska íefur rekið undanfarin ár til að ná tökum rði, sem hefur hækkað langt umfram mleiðslu. Árangurinn hefur ekki verið ii, svo nú verður reynt að gera það síður fyrir fólk að kaupa lyf. iðgerðirnar hafa verið harðlega gagn- ' samtökum lyfsala og af lyfjaiðnaðinum. ;nn ljóst hvernig nýju reglurnar verða í md og hvort svo rösklega verður gengið ið til dæmis lyfjasala verði gefín alfrjáls. taka nokkur ár áður en ljóst verður hver rða en þau verða nákvæmlega vöktuð. Skortur á samkeppni: Ekki aðeins danskt fyrirbæri ít er það vandamál að fá frjálsa sam- 1 að virka á sviði lyfjasölu. Samkeppnis- erði úttekt á danska markaðnum í fyrra að þeirri niðurstöðu að enn væri langur að ná virkri samkeppni á dönskum lyfja- Það er þó ekki fyrst og fremst lyfjaiðn- im að kenna heldur eru það tilraunir lamanna til að stýra markaðnum, sem verra að því er fram kemur í nýrri anska heilbrigðisráðuneytisins. ppnisstofnun hefur bent á að náin fylgni lyfja frá mismunandi framleiðendum id fyrirtækin hafí sín á milli samráð um íkt er að sjálfsögðu óleyfilegt, en erfitt völd að festa hendur á slíku samráði, nars vegna reglna um að lyfjafyrirtæki ilkynna verð á tveggja vikna fresti. Önn- i fyrir slökum samkeppnisforsendum á ;aðnum er að hann stýrist að verulegu leyti af fáum mjög stórum framleiðendum. I þriðja lagi þá er lögum svo fyrir komið að yf- irvöld geta í raun ekki gripið inn ef framleiðandi beitir einkaleyfi á vöru til að hækka verðið. Fyr- irvarar eru um að fyrirtæki geti rökstutt slíkt með miklum útgjöldum til rannsókna, sem nást verða inn meðan einkaleyfið gildir. Þessir fyrir- varar gera það nánast ómögulegt að þvinga fyrir- tækin til að lækka verð við þessar aðstæður. Losad um lyfsölu en óljóst hversu mikið Annar liður í háum lyfjakostnaði er að mati heilbrigðisráðuneytisins háttur lyfsölunnar. Til að losa um þá spennitreyju á að gefa lyfsölu frjálsa og hverfa þá frá um 400 ára skipulagi, þar sem aðeins lyfsalar hafa leyfi til að versla með lyf. Enn er ekki Ijóst hvort þetta mun leiða til þess að lyfsalar missa einkaleyfi til að selja lyf sem ekki þarf lyfseðil fyrir eða hvort þetta mun taka til allra lyfja. í fjárlögum er kveðið á um að þetta skuli verða samningsatriði, en lyfjanefnd þings- ins mælir með að rýmkað verði um leyfisveitingu til að selja lyf og fast lyfjaverð verði afnumið. Breytingarnar miðast að því að gera lyfsölum kleift að fá afslátt af lyfjum, en slíkt hefur ekki verið heimilt. Eins og er verða lyf að kosta það sama alls staðar í landinu. í stað fasts lyfjaverðs leggur lyfjanefnd þingsins til að tekið verði upp hámarksverð, þannig að lyfjaverð þurfi ekki alls staðar að vera hið sama, án þess að það fari yfir ákveðið hámark. Lyfjainnkaupastofnun Evrópski lyfjamarkaðurinn hefur ekki verið sameinaður að sama skapi og markaðir fyrir aðr- ar vörur, þar sem stjórnmálamenn hafa ekki get- að komið sér saman um það. Á næsta ári verður hins vegar opnað fyrir möguleika útboða á lyfja- kaupum í Evrópusambandinu. Með því móti geta aðilar leitað tilboða innan ESB um lyfjakaup. Þetta mun án efa hafa gríðarlegar afleiðingar, þar sem lyfjaverð er nú mjög misjafnt eftir lönd- um og hvað hæst í Danmörku af Evrópulöndum. Sjúkrahús í níu ömtum og á höfuðborgarsvæð- inu hafa þegar komið sér upp innkaupasambandi. Innkaupasambandið nær mun hagstæðari kjör- um frá lyfjaframleiðendum en lyfjabúðirnar, ekki aðeins sökum stærðar heldur einnig vegna þess að lyfjaframleiðendur sjá sér hag í að selja sjúkrahúsum lyfin ódýrar. Þá er hægt að hefja meðhöndlun með þeim þar og ef meðhöndlun heldur áfram eftir sjúkrahúsvist þá verður það fyrir hærra verð. Nýja skipanin gerir ráð fyrir innkaupasam- bandi, sem taki til alls landsins. Gerð verði útboð um lyfjakaup og aðeins lyf frá þeim, sem hreppir útboðið verði styrkt af sjúkrasamlaginu. Eins og er eru lyfsalar skyldugir að láta kaupandann vita hvað sé ódýrasta lyfíð sem í boði sé. Lyfjaverð hefur lækkað í Danmörku, meðal annars fyrir átak lyfjaiðnaðarins sem gerði sam- komulag við yfirvöld um að danskt lyfjaverð skyldi ná evrópsku meðalverði. Það hefur gengið eftir. En það dugir ekki að lækka lyfjaverð ef það hefur sömu áhrif og verðlækkanir á öðrum vörum í þá átt að neytendur kaupi meira. Það hefur ein- mitt gerst. Til að draga úr lyfjakaupgleði fólks verður frá og með 1. mars ekki greiddur niður kostnaður af lyfjakaupum fyrr en eftir að keypt hefur verið fyrir 500 krónur danskar. Reynslan frá því 1990 sýnir að útgjöld til heil- brigðismála hafa haldist í hendur við þróun þjóð- arframleiðslu, meðan útgjöld sjúkrasamlagsins til lyfjakaupa hafa næstum hækkað um 50 pró- sent. Þessari þróun vilja dönsku heilbrigðisyfir- völd gjarnan snúa við með nýjum reglum. FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. hefur keypt 32% hlut í Áliti ehf., sem sérhæfir sig í rekstri tölvukerfa fyrir fyrirtæki, auk þess sem það leigir út þekkingu á sviði t.d. verkefnastjórnunar, skjalastjórnunar og stjórnunar fræðslu- og þekkingarmála. „Við reynum að taka þátt og fjár- festa í geirum atvinnulífs sem við höfum trú á. Þessi geiri gengur út á rekstur tölvukerfa hjá fyrirtækjum sem vilja ekki hafa alla sína tölvu- deild innanhúss, heldur kaupa aðila utan fyrirtæksins til að reka hluta síns tölvu- og upplýsingakerfis. Þessi tegund starfsemi er í mjög miklum vexti erlendis, en Álit er að okkar áliti £ leiðandi stöðu á þessu sviði hérlendis," segir Bjarni K. Þorvarðarson, viðskiptastjóri hjá Fyrirtækjaþjónustu FBA, í samtali við Morgunblaðið. Bjarni segir að FBA álíti styrk Álits felast meðal annars í því að fyrirtækið selur ekki vél- eða hug- búnað, og getur því verið hlutlaus ráðgefandi aðili fyrir fyrirtæki á því sviði. Starfsmenn Álits eru að sögn Bjarna um 20 talsins. Hann segir að fjárfesting FBA sé gerð í þeim til- gangi að hafa af henni arð, en tjáir sig ekki um kaupverð. „Við teljum þetta álitlega fjárfestingu, en hvort bréfin verða seld einhverjum öðr- um eða beðið eftir því að félagið verði skráð á hlutabréfamarkaði verður framtíðin að leiða í ljós. Þetta er framtíðarfjárfesting." Jolalestin Jólalest Coca-Cola leggur aj stað niðury^ Laugaveginn kl. 16:30 í dag^^' miðbænum heldur Jólalestin sem leið liggur vestur á Seltjarnarnes, síðan í Garðabæ.l^, Hafnarfjörð, Kópavog og Grafarvog. % v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.