Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 62
^£2 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Úrval jólagjafa DEMANTAHUSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 HUGBÚNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákaleni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerlisthroun ? Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. A BLIKKÁS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi UMRÆÐAN Læknar selja gögn sjúkrahúsanna FYRIR um það bil tveimur árum gerðist sá fáheyrði atburður að ráðuneytisstjóri heil- brigðisráðuneytisins, Davíð Á. Gunnarsson, hvatti forstjóra Is- lenzkrar erfðagrein- ingar til að kaupa fyrir- tældð Gagnalind, sem unnið hefur að því að búa til upplýsingakerfí (Sðgu) fyrir heilsu- gæzlustöðvar í eigu ríkisins. Þetta tókst Kára ekki þá, fyrst og fremst vegna fram- göngu Ólafs landlækn- is, en nú hefur honum tekizt það með dyggri aðstoð heil- brigðisráðuneytisins. Nú hefur ís- lenzk erfðagreining eignazt meiri- hluta í Gagnalind. Nú er mælirinn yfirfullur. Ég er orð- laus! íslenzk hefur Þakrennur Þakrennur og rör ^ frá 1 SiBA BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavoqi Fyrirtækið erfðagreining fengið að vaða yfir heil- brigðiskerfi (þ.e.a.s. þann hluta sem er í eigu ríkisins) þessa lands eftirlitslaust og ekki bara það - heldur með fullum stuðningi þeirra sem eiga að gæta þess. Hér á ég að sjálfsögðu við heil- Jóhann brigðisráðherra og yf- Tómasson irmann hans forsætis- ráðherra. Þeir láta það viðgangast árum saman að gögn heilbrigðiskerfisins liggja á glám- bekk. Hvers vegna? Davíð hefur ver- ið forsætisráðherra í nærri níu ár og Ingibjörg heilbrigðisráðherra í bráð- um fimm ár. Hver er ábyrgð þessa fólks? Og meðan gögnin liggja á glámbekk hækka hlutabréfin í Decode segir Viðskiptablaðið. Það er kannski ástæðan? Fræg er uppákoman fyrir tveimur árum þegar sjúklingaskrár SÁÁ fundust fyrir tilviljun hjá Islenzkri erfðagreiningu, þegar Tölvunefnd leit þar inn. Tölvunefnd, já einmitt. Tölvunefnd er raunar eina stofnunin í landinu sem fylgist með Islenzkri erfðagreiningu, fyrirtæki sem sagt er verðmætara en nokkur stykki Eimskipafélag. Og hvílíkt eftirlit! Það þyrfti að koma upp á yfirborðið. Hvemig væri að hinir gagnrýnu fjölmiðlar okkar könnuðu það mál? Nema hlutabréfaeignin í Decode stæði í þeim einhverjum. II Lækningaforstjórar sjúkrahús- anna, forstjóri ríkisspítalanna, heil- brigðisráðherra og ríksendurskoð- andi láta sér það vel líka, að sérfræðingar spítalanna, svokallaðir Gagnagrunnur * Nú hefur Islenzk erfðagreining eignazt meirihluta í Gagnalind, segir Jóhann Tómas- son. Nú er mælirinn ----------------7-------- yfírfullur. Eg er orðlaus! samstarfslæknar íslenzkrar erfða- greiningar, verzli í heimildarleysi með gögn sjúkrahúsanna í eigin ábataskyni. Gögn sem þeir hafa lítið komið að við að afla, heldur eru skráð af aðstoðarlæknum og deildar- læknum, sem eiga yfirleitt stutta við- dvöl á sjúkrahúsunum á leið til fram- haldsnáms. Því er haldið fram að sumum þessara lækna hafi verið greitt með hlutabréfum í Decode. Prófessor einn er sagður hafa fengið sýnu mest. Ríkisendurskoðandi hefur heykzt á því að taka á þessu máli í 11/2 (eitt og hálft) ár, en lætur angistarfulla móttökuritara á heilsugæzlustöðv- um leita dauðaleit að örfáum týndum samskiptaseðlum sem ekki fundust í bókhaldinu. Upphæðin á bak við 7 (sjö) týnda seðla á heilsugæzlustöð- inni í Mjódd nam 4000 (fjögur þús- und) krónum og skilaði sér hvað ég bezt veit í kassann. Fjöldi samskipta á ári í heilsugæzlustöðinni í Mjódd er einhvers staðar á bilinu 50-100 þús- und. Mér þætti gaman að sjá sund- urliðað yfirlit hjá ríkisendurskoð- anda yfir það hvað gagnagrunnsmálið og íslenzk erfða- greining hefur kostað íslenzka skatt- greiðendur. Sá kostnaður er örugg- lega ekki talinn í hundruðum milljóna króna, heldur milljörðum. III Tölvunefnd er eini opinberi aðilinn sem lítur eftir íslenzkri erfðagrein- ingu. Raunar mátti Islenzk erfða- greining ekki vera að því að bíða eft- ir að Tölvunefnd setti henni skilmála og tilsjónarmenn á sínum tíma, svo að þeir byrjuðu bara! Tilsjónarmenn voru skipaðir Svana Björnsdóttir tölvunarfræðingur og Guðmundur Sigurðsson, bæði frá fyrirtækinu Stika. Guðmundur er jafnframt heilsugæzlulæknir í fullu starfi á Seltjarnai-nesi. Þrátt fyrir tilsjónar- mennina hefur Tölvunefnd hvað eftir annað orðið að breyta skilmálum og stöðva starfsemi ÍE tímabundið. Sagan er þó bara hálfsögð, þar sem Tölvunefnd hefur ekki haft hugmynd um hvemig staðið hefur verið að öfl- un gagna og lífsýna og fólk prettað til að skrifa undir siðlausar sam- þykkisyfirlýsingar. Það mál verður upplýst, þrátt fyrir að reynt sé að flækjast fyrir, ekki bara hlutaðeig- andi svokallaðir samstarfslæknar Is- lenzkrar erfðagreiningar, heldur líka Tölvunefnd. Eins og ég nefndi var Guðmundur Sigurðsson læknir skipaður annar tveggja tilsjónarmanna Tölvunefnd- ar með íslenzkri erfðagreiningu. Guðmundur gegndi einnig lykilhlut- verki við endurskoðun gagna- grunnsfrumvarpsins í heilbrigðis- ráðuneytinu sumarið 1998 eins og Ingibjörg Pálmadóttir þrástagaðist á í fjölmiðlum. Sjónvarpið átti einnig eftirminnilegt viðtal við Guðmund um sumarið. Sami Guðmundur talaði fyrir málinu í læknadeild Háskóla Is- lands og einnig á aðalfundi Samtaka heilsugæzlustöðva í nóvember 1998. Og er þá eitthvað eftir? Jú Gagna- lind. Greinin hófst á Gagnalind og enda skal hún á „auðlindinni“ Gagnalind. Hver skyldi nú hafa verið einn lykilmanna í Gagnalind - fyrir- tæki sem metið er á 800 milljónir? Hver nema Guðmundur Sigurðsson. Rétt er að vísu að geta þess að þá- verandi dómsmálaráðherra Þor- steinn Pálsson „rak“ Guðmund úr starfi tilsjónarmanns Tölvunefndar með íslenzkri erfðagreiningu í lok apríl sl. í bréfi til mín, daginn eftir brottreksturinn, hét það að Guð- mundur hefði sagt upp. Með þriggja daga fyrirvara! Höfundur er læknir. MEMMUIEGM Línur . alveg stórskemmtilegar sögur, það er það sem þær eru fýrst og fremst: Skemmtilegar!" Þóra Arnórsdóttir, Rás 2. „Páll... sýnir á sér splunkunýja hlið með því að senda frá sér smásagnasafnið Línur... allar eru sögurnar læsilegar og lipurlega skrifaðar." Olafur Þ. Jónsson, Degi. „...smásögur Páls Hersteinssonar eru alþýðlegar og mætavel skrifaðar..." „Söguefni Páls eru oftast almenns eðlis en inn í þau er gjarnan ofið einhverju sérstöku, óvenjulegu, óvanalegu, afbrigðilegu." „... mun margur hafa gaman af aö lesa þessar sögur Páls ... Þær eru opnar og nálægar. Að lestri loknum kemur manni í hug hvort smásaqan sé aftur að þokast í átt til munnlegrar frásagnarlistar eftir áratuga margvíslegar formtilraunir." Erlendur Jónsson, Mbl. NL ■ Refirnir á Hornströndum „... Refirnir á Hornströndum er glæsibók ..." „Að bókum Páls um refina er mikill fengur öllum þeim sem unna þessu landi og náttijru þess ..." Olafur Þ. Jónsson, Degi. „... er þakkarvert, að almenningur fær að fylgjast með framgangi verksins í ágætri bók sem þessari, sem án efa verður kærkomin lesning hinum fjölmörgu, sem unna íslenzkri náttúru." Agúst H. Bjarnason, Mbl. mm #- 'Wmý. m -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.