Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 6^ Ofbeldi o g lítskúfun HROÐALEG ofbeld- isverk eru unnin af nemendum í hverjum skólanum á fætur öðr- um í Bandaríkjunum. Á síðastliðnum þremur árum hefur komið til skothríðar, sem leitt hefur til líkamsmeiðsla og mannfalls í u.þ.b. 20 skólum þar vestra. Þeg- ar rennt er augum yfir þennan lista af skólum, sést að þeir eru stað- settir í vel grónum mið- stéttarhverfum, þar sem hvítt fólk er í meiri- hluta. Þessir atburðir hafa komið mönnum í opna skjöldu, en þegar nánar er að gáð hefði mátt sjá hvert stefndi, ef nemendur, foreldrar, kennarar og aðrir starfsmenn hefðu haldið vöku sinni. Tvennt áttu skólarnir sameig- inlegt, forvarna- og áfallaáætlanir Forvarnir Refsandi hegðun hinna fullorðnu er oftar en ekki rót ofbeldisins hjá nemendum, segir Guð- björg Vilhjálmsdóttir, og því er valdbeiting ekki rétta leiðin til að stöðva andfélagslega hegðun. þeirra voru ekki í lagi og árásar- mennirnir höfðu búið við félagslega einangrun. Eins og nærri má geta er það orð- ið mikið forgangsmál að tekið sé á rótum þessa vanda þar vestra og verður hér í stuttu máli greint frá starfsemi bandarísks ráðgjafarfyrir- tækis á þessu sviði, en því stýra tveir sálfræðiprófessorar frá Utah, Richard West og Richard Young. Hérlendis hafa menn orðið vaxandi áhyggjur af agaleysi og ofbeldi í skólum, sbr. nýjar tillögur frá menntamálaráðuneyti um skólaregl- ur og agamál, og má því segja að margt af því sem þeir hafa fram að færa eigi fullt erindi við okkur hér. Þeir West og Young benda á að við undirbúning forvarnaaðgerða sé nauðsynlegt að hafa í huga að það séu u.þ.b. 15% nemenda sem eru í áhættuhópi, þ.e. eiga að stríða við flest þau andfélagslegu vandamál sem koma niður á skólastarfinu. Inn- an þess hóps er síðan lítill hluti eða um 1-2% nemenda sem eiga við mjög alvarleg vandamál að stríða. Þessum hópum þarf að sinna sér- staklega, bæði inni í bekkjum og ein- staklingslega. í öðru lagi þarf að skapa umgjörð friðsamlegrar hegð- unar og samvinnu utan um skóla- starfið. Síðast en ekki síst þarf að kenna öllum nemendum fæmi á eft- irtöldum sviðum: í námsgreinunum, félagslegum samskiptum og í sjálfs- stjórn. Refsandi hegðun hinna fullorðnu er oftar en ekki rót ofbeldisins hjá nemendum og því er valdbeiting ekki rétta leiðin til að stöðva andfélags- lega hegðun. Nær sé að sýna nem- andanum fram á að hegðunin er röng og um leið benda á aðra hegðun sem er nem- andanum til framdrátt- ar. Þá skiptir mjög miklu máli, segja þeir West og Young, að skólasamfélagið veiti góðri hegðun meiri at- hygli. í því skyni hafa verið þróaðar aðferðir til að gera slík jákvæð skilaboð sýnilegri, s.s. að gera skriflegar ábendingar um það sem vel er gert. Þar er þá tekið fram hvað nemandinn gerði vel og hvers vegna það var vel gert. Mið- arnir eru kallaðar hrós-fjaðrir (pra- ise-feathers). í einum skóla sem þeir höfðu veitt ráðgjöf vegna ofbeldis- forvarna söfnuðust um 30.000 slíkir miðar á fimm mánaða tímabili. Þetta kerfi hefur sýnt sig að hafa bein áhrif á minnkandi ofbeldi í samskiptum. Ekki er nóg að efla þessi samskipti meðal barnanna, heldur þarf að ná til foreldranna líka og fá þá í lið með að hrósa nemendunum fyrir að betrum- bæta hegðun sína í skólanum. Önnur dæmi sem West og Young nefna sem að gagnast vel eru „friðarliðar" eða nemendur sem sjá til þess að sam- skipti í frímínútum fari friðsamlega fram. Þar gildir hið sama og fyrr; að veita því athygli sem vel er gert og ýta undir það. Þegar West og Young eru beðnir um að veita ráðgjöf í skóla, leggja þeir fram umfangsmikla vinnu (16 vikna námskeið) þar sem unnið er með öllum kennurum skólans og ekki síður öðru starfsfólki. Lögð er mikil áhersla á að koma á samvinnu milli aðila, því í þessu efni dugar ekki einn leiðtogi, heldur þurfa þeir að vera margir í skólasamfélaginu og samstiga. Samtakamátturinn skiptir miklu því allir þessir aðilar búa yfir mikilvægri þekkingu um andann í skólanum, nemendur jafnt sem full- orðnir. Öflug forvöm gegn oíbeldi og bættur skólaandi eru þau meginmar- kmið sem stefnt er að með inngrip- um West og Young. Leiðir að því marki eru m.a. greining og leikni- þjálfun. Þeir hafa hannað mælitæki sem greinir stig ofbeldis og andfé- lagslegrar hegðunar, t.d. getur vandamálahegðunin verið á byrjun- arstigi eða komin í bráðaástand og því aðrir nærstaddir í hættu. Þá hafa þeir hannað leikniþjálfunarefni sem geymir margar athyglisverðar æf- ingar. Nemendur eru t.d. þjálfaðir í að gera strax það sem þeir eru beðn- ir um og læra aðferðir við að biðjast .afsökunar. Öll börn eiga rétt á lífi án ótta og finna til öryggis í umhverfi sínu. At- hyglisvert er að beint samband er á milli refsandi hegðunar hinna full- orðnu og ofbeldis. Refsingin ein- angrar nemendur og kallar fram hjá þeim refsandi og fordæmandi hegð- un við jafnaldrana, svo sem að leggja í einelti. Hér er einnig gott að hafa í huga þann lærdóm sem Móðir Ter- esa dró af störfum sínum á strætum Kalkútta. „Mesta meinsemdin er ekki holdsveikin, heldur útskúfun- in.“ Höfundur er lektor við félagsvís- indadeild Háskóla íslands ogstýrir menntun námsráðgjafa. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Telid Exit Borð- eða veggsími veggsimi Borðsími Topcom Deskmaster 123 Telia Vigor * Borðsími m/númerabirti, Borðsími 90 númer ásamt m/skjá Logger Nova Númerabirtir, 30 númer ásamt dagsetningu og klukku Telia Delphi 20 Sambyggt faxtæki og sími, A4 pappír Doro Petit \ Smásími - ótrúlega lítill — i.071,~ STOR. Doro Prisma Traustur veggsími Doro Extra Plus Borðsími m/stórum tökkum Númerabirtir, 120 númer ásamt dagsetningu og klukku www.vefverslun. is Þjónustumiðstöðvai Símans um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.