Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 80
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð ■Q Saffranbrauð Líklega halda ýmsir að það saffran- brauð sem hér birtist uppskrift að sé Lúsíubrauð, segir Kristín Gestsdóttir, en svo er ekki. AÐ VÍSU má nota þetta deig í Lúsíubrauð þótt það sé talsvert öðruvlsi en það brauð sem hér er boðið upp á. Á ferðalagi til Kenýa fyrir rúmu ári fékk ég mjög falleg og gómsæt smábrauð með saffrani. Ekki fékk ég uppskriftina en bóndi minn teiknaði lagið á brauðunum. Uppski-iftina bjó ég til þegar heim kom en bæti nú um betur. Saffran er dýrasta krydd sem til er, kílóið af því er á fjórða hundrað þúsund krónur, já dýrt er drottins orðið, en hér á landi kaupir enginn saffran í kílóatali, en það er selt hér í litlum eins gramms bréfum sem stungið er ofan í kryddbox og ekki þarf mikið af því í brauð, eitt gramm er hæfílegt í 500-600 g af hveiti. Hlustað hefi ég á afgreiðslufólk í verslunum segja fólki að nota megi annað ódýrt krydd í staðinn sem á ensku heiti turmeric en á dönsku gurkemeje. Þetta krydd má alls ekki nota í brauð, þá er skárra að nota bara gulan matarlit. Annað má þó nota í brauð í stað saffrans en það eru blóm morgunfrúar, en varla er mikið um þau nú í snjónum. En hafa má þetta bak við eyrað og blómin má þurrka. Engin furða er þótt saffran sé dýrt krydd, það er unnið úr fræni saffrankrókussins en það fást 3 fræni úr hverju blómi og þau eru handtínd. Frænin eru svo létt að það þarf um 20.000 fræni í 125 grömm af saffrani. Ýmist er saffran selt sem þræðir eða duft. Varla þurfum við að óttast að það duft sem við kaupum hér sé svikið, en ýmsir sem hafa keypt saffranduft erlendis hafa lent í því. Þráðunum er erfiðara að svindla á, þeir eru ekki eins auðveldir til notkunar í brauð. Mylja má þræðina með skeiðarbaki og er gott að setja ögn af sykri samam við, líka má hella á þá heitu vatni, láta standa smástund og sía vökvann frá á fínu sigti, t.d. tesíu. Nota síðan vökvann í brauðið. í síðasta þætti 2. desember sl. í uppskriftinni af „Fljótlegri jólaköku." tókst svo illa til að hveitimagnið er rangt upp gefið. Það á að vera 450 g en ekki 150 8- I hinni síðari „Sannkölluð jólakaka" vantar: 1 dl mjólk 1VÍ2 dl Ijósar rúsínur 1V2 dl dökkar rúsínur 200 g orangeat í stað 20 g Er beðið velvirðingar á þessu. Saffronbrauð, 40-50 stk. 2 egg + 1 eggjahvíta ________(geymið rauðung)________ '/2 dl sykur 1 tsk. salt ___________1 g saffran _________ ________1 msk. fínt þurrger_____ __________1 dl matarolío________ 30 g smjör (ekki smjörlíki) 5-6 dl fingurvolgt vatn úr krananum ___________600 g hveiti_________ 1 eggjarauðo + 2 tsk, vatn 2 græn + 2 rauð, sykruð kirsuber (seld í litlum plastboxum) 1. Þeytið egg með sykri, salti og saffrani þar til það er ljóst og létt. 2. Bræðið smjörið, setjið saman við matarolíuna og vatnið og hellið út í. 3. Blandið saman þurrgeri og hveiti og hrærið út í þar til þið fáið lint og samfellt deig. 4. Leggið disk yfir skálina, setjið hana í ísskápinn og látið lyfta sér þar í 12 klst. eða lengur. 5. Takið úr skálinni, hnoðið örlítið og mótið brauð eins og sést á meðfylgjandi teikningu. Leggið á bökunarpappír, penslið með eggjarauðu/vatni og stingið einum smábita af grænu kirsuberi og öðrum af rauðu þar sem vafningurinn er á brauðinu. Fallegra er að hafa rauða kirsuberjabitann fremst. Brauðin líkjast fugli og eru mjög falleg. Setjið brauðin í kaldan bakaraofninn og stillið á 50°C, látið brauðin lyfta sér þar í 10-15 mínútur, en aukið þá hitann í 200°C, blástursofn í 190°C og fullbakið, það tekur 10-15 mínútur. 6. Brauðin má frysta og velgja í bakaraofni við notkun. Þau verða ekki eins góð hituð í örbylgjuofni. Meðlæti. Smjör, einnig er gott að nota rjómaost. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hátíðarhöldin á Þingvöllum í FRÉTTATÍMA í sjón- varpinu í kvöld kl. 19 var sagt að vegna hátíðar- halda á Þingvöllum í júlí í sumar komandi, verða ekki sömu mistök gerð, sem gerð voru 1994. Ef ég man rétt voru margir fréttatímar og ýmsar vangaveltur með mýmörgum viðtölum við helstu forsvarsmenn há- tíðarinnar þá, hvers vegna tugir þúsunda manna voru í bílalestum, sem aldrei komust til Þing- valla. En niðurstaðan var alltaf sú sama, að það voru einmitt alls engin mistök gerð! Mín tillaga er sú að fengnir verði „vanir menn“ frá Þýskalandi. Þeir kunna að skipuleggja hvernig menn eiga að leggja bílum sínum, t.d. þegar stórsýningar eru í borgum eins og Hannover og Stuttgart og þúsundir bíla koma inn á u.þ.b. 2-3 tímum. Þá er, má segja, „maður á bíl“ og eru bíl- stjórar „leiddir" frá manni til manns þar til þeir eiga að stoppa fyrir framan síð- asta leiðbeinanda. Þannig á þetta að vera og ein- göngu þannig getur það gengið að leiðbeina þess- um einkakóngum, sem bíl- eigendur eru, á bás. Engu að síður, ég fékk nóg 1994 og fer ekki á Þingvöll næsta sumar þótt mér væri borgað fyrir það. Gunnar Ólafsson. Hver er atvinnustefna landsbyggðarinnar? ÉG HEF sem Reykvíking- ur í 50 ár stundum velt því fyrir mér hver sé atvinnu- stefna landsbyggðarinnar. Á árum áður vora togarar, gufutogarar allt til skuttog- ara, alla tíð mannaðir og reknir af Reykvíkingum. I dag er það bændagist- ing sem er í uppbyggingu fyrir milljarða úti á landi en þeir sem reka þessar bændagistingar hafa hjá sér í vinnu Reykvíkinga, bæði hvað varðar þvotta og matseld. Hvar er atvinnustefnan? Ætla þeir sem reka þessar Slæm þjónusta ÉG LÉT hreinsa rimla- gardínur hjá fyrirtæki sem heitir Efnabær í Kópavogi. Þeir auglýsa að þeir sérhæfi sig í að þrífa svona gardínur en ég fékk mínar til baka meira og minna ryðgaðar, beyglað- ar og rispaðar og varð ég að láta þrífa þær aftur. Eru þær meira og minna ónýtar. Guðlaug Narfa, Hraunbæ 63. Dýrahald Kettling vantar heimili bændagistingar ekki að YNDISLEGUR 9 vikna vinna við þær sjálfir? kassavanur fress óskar Gleymt er þá gleypt er. eftir heimili. Upplýsingar Launþegi. í síma 567 6569. SKAK Umsjnn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Evr- ópumeistaramóti landsliða sem nú er að ljúka í Batumi í Georgíu. R. Ponomariov (2.615), Úkraínu, hafði hvítt og átti leik gegn L. Fressinet (2440), Frakk- landi. 11. Rxe6! - fxe6 12. Hxe6 - Db4 13. a3 - Da5 14. Bd2 - b4 (Svarta drottningin er í miklum vandræð- um) 15. axb4 - Df5 16. De2 - Rg8 17. Ha5 - Df8 18. Rd5 - Kd8 19. b5 - Bd6 20. bxa6 - Bc6 21. Rb4 - Rb8 og svartur gafst upp. Hvernig lenti svart- ur svo snemma í mikl- um erfiðleikum? Byij- unin var skandinavísk vörn: 1. e4 - d5 2. exd5 - Dxd5 3. Rc3 - Dd6 4. Rí3 - Rf6 5. d4 - a6 6. Bc4 - Rbd7 7. 0-0 - b5 8. Bb3 - Bb7 9. Rg5 - e6 10. Hel - Be7 og upp er komin staðan á stöðumynd- inni. Hvítur leikur og vinnur. COSPER Beygðu þig, ég held að hann ætli ekki að stoppa. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hjó eftir því hér á dögunum að ungur framsóknar- maður sendi Björk Guðmundsdóttur tóninn í Morgunblaðsgrein vegna af- skipta hennar af Eyjabakkamálinu. Mátti skilja af orðum framsóknar- mannsins að Björk væri ekki fær um að taka afstöðu í málinu þar eð hún byggi erlendis og ætti meira af peningum en almennt gerist meðal mörlandans. Að mati Víkverja er hér ómaklega vegið að söngkonunni enda hefur hún sama rétt á að hafa skoðun á málinu og aðrir, þótt bankabók hennar kunni að vera digrari en gerist og gengur. Fjár- hagur hennar er nokkuð sem okkur hin varðar ekkert um. Björk hefui’ unnið fyrir hverri krónu með list sinni, en ekki fengið auðæfi sín á siifurfati í formi erfða og gjafakvóta, eins og sorglega mörg dæmi eru um hér á landi nú í seinni tíð og verður ekki farið nánar út í þá sálma hér. Framsóknarmaðurinn ungi hefur í grein sinni sjálfsagt verið að vísa til þess, að algengt er að frægt fólk beiti áhrifum sínum til stuðnings einhverjum málstað, sem það ber fyrir brjósti, og er þá ekki alltaf með lappirnar á jörðinni í málflutn- ingi sínum. Og ósjaldan gerist það að dómgreindarleysið og firringin vex í réttu hlutfalli við innstæðuna í bankabókinni. Fólk sem lengi hefur baðað sig í ljóma frægðar og vin- sælda missir stundum fótfestuna og tengslin við raunveruleikann og fer þá gjaman út í draumkenndar hug- leiðingar um tilveruna: Hvaðan kom ég? Hver er ég? Hvert fer ég? Og í framhaldi af þessum hugleiðingum fer það út í að reyna að „bjarga heiminum". Einkum er þetta al- gengt meðal kvikmyndaleikara og popptónlistarmanna og eru dýra- vemd og umhverfismál oft ofarlega í huga þessa fólks, sem er vissulega góðra gjalda vert og betur að fleiri létu þau mál til sín taka. Eitt þekktasta dæmið um áhrifa- ríka baráttu fyrir dýravernd er krossferð frönsku kvikmynda- leikkonunnar og kynbombunnar Brigitte Bardot gegn seladrápi. Krossferð leikkonunnai- hófst ein- hvem tíma á áttunda áratugnum, þegar farið var að halla undan fæti hjá henni á hvíta tjaldinu, og afleið- ingar baráttu hennar urðu þær helstar að heilu ættflokkamir í nyrstu hémðum Grænlands og Kanada fóru á vergang. Þetta fólk hafði frá örófi alda lifað í sátt við um- hverfi sitt og í fullkomnu jafnvægi við náttúruna að því best er vitað. XXX UMHYGGJA fyrir umhverfinu er vissulega af hinu góða, en menn verða að gæta þess að tapa ekki áttum í hugsanaþoku firringar og öfga. Einhverra hluta vegna kom þetta upp í huga Víkverja í tengsl- um við Eyjabakkamálið, þótt þar sé vissulega ólíku saman að jafna. Og Víkverji leggur áherslu á að með þessu er hann ekki að taka afstöðu í því erfiða máli, enda hefur hann ekki umboð til þess á þessum vett- vangi. Hér er einungis hvatt til að menn gæti stillingar í þessu við- kvæma deilumáli. Oft er skammt öfganna á milli og báðir deiluaðilar hafa sitthvað til síns mál þegar grannt er að gáð. Okkur ber skylda til að hlusta á sjónarmið fólksins sem býr í skugga fjallanna þar eystra. Jafnframt að meta það, kalt og yfirvegað, hvort álver muni breyta einhverju um fólksflóttann suður. Það er hins vegar ljóst að á einhverju verður fólkið að lifa. Það getur ekki lengur treyst því að fiskikvótinn haldist í byggð og eng- inn lifir á því einu að hlusta á nið fossanna og horfa á heiðagæsir bíta strá í óbyggðum. xxx AÐ var fremur ógeðfelld mynd sem dregin var upp af lífinu á bak við tjöldin í tískuheiminum í heimildarmynd, sem sýnd var í Rík- issjónvarpinu nú í vikunni. I mynd- inni höfðu fréttamenn frá BBC skyggnst bak við tjöldin hjá þekkt- um umboðsskrifstofum og komist að því að ungum sýningarstúlkum eru boðin fíkniefni og misnotaðar kynferðislega af yfirmönnum tísku- fyrirtækjanna. Heimildarmyndin vekur ýmsar spurningar í huga Víkverja. Hver er ábyrgð þeirra foreldra sem ota bamungum dætrum sínum út í þennan bransa í von um hlutdeild í hugsanlegum gróða slái þær í gegn? Hver er hugsunin á bak við það hjá tískukóngunum að fá í síauknum mæli bamungar, flatbrjósta stúlkur til að sýna kvenfatnað? Er það sú kvenímynd sem best hentar til að kynna fatnað fyrir konur? Raunar hefur Víkverji, þá sjaldan hann horfir á tískuþætti í sjónvarpi, oft furðað sig á þeim fáránleika sem fólki er boðið upp á á tískusýning- um undir yfirvarpi frumlegrar hugsunar. í mörgum tilfellum virð- ist hér vera um að ræða „einkaflipp“ einhverra öfugugga og fatnaðurinn sem sýndur er með slíkum ólíkindum að engin kona, með snefil af sjálfsvirðingu, myndi sýna sig í honum opinberlega. Er ekki kominn tími til að grípa í taumana og stoppa þetta lið af?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.