Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 45 Squall stendur í stórræðum LEIKIR Squaresoft gaf nýlega út nýjasta leik- inn í Final Fantasy seríu sinni, leikur- inn er sjálfstætt framhald Final Fanta- sy 7 sem sló eftirminnilega í gegn fyrir rúmu ári. Final Fantasy VIII er svo- kalladur Role Play leikur þar sem spil- endur geta unnið sig upp í styrkleika, göldrum, heppni og svo framvegis. SAGA Final Fantasy er flókin og stundum nokkuð ruglingsleg. Spil- endur taka sér hlutverk Squall, ungs manns sem stundar nám við Balamb Garden. Námið snýst um að læra notkun galdra og vopna í baráttu og við útskrift úr skólanum verða nem- endurnir svokallaðir S.E.E.D, mála- liðar sem fá borgað fyrir að sinna ýmsum erfiðum verkefnum fyrir rík- isstjórnir um allan heim. Verkefni Squall er erfítt, hann þarf að bjarga heiminum frá hinni illu galdrakonu Edeu og berjast við erkióvin sinn Seifer, í leiðinni. Leikurinn er ótrúlega stór, enda á fjórum diskum. Engin eiginleg borð eru heldur einn stór heimur þar sem spilendur geta gert hvað sem þeir vilja. Söguþráðurinn kallar á mikil ferðalög og sjaldgæft að spilendur eyði miklum tíma á sama stað. Stjórn Ieiksins er ótrúlega þægi- leg og myndavél hans veldur engum vonbrigðum, frekar en fyrri daginn. Analog púði Dual Shock-stýripinn- ans sér til þess að spilendur geta stjórnað gönguhraða auðveldlega og skipunum hefur verið fækkað í bar- daga til að einfalda allt. Tal leiksins er allt skrifað, því ann- ars hefði ekkert pláss verið eftir á diskunum fyrir grafík. Tal leiksins skiptir iíka litlu máii og oft þegar spilendur reyna að tala við einhvern fá þeir bara tilgangslaust buii í fyrir. Óvinirnir eru fjölmargir og ótrú- lega fjölbreyttir, frá risastórum gi’asmöðkum til venjulegra manna; allt er til og flest reynir að ráðast á spilandann. Spilendur eru þó ekki einir, heldur fylgir þeim lítill hópur annarra nemenda og ef allt annað bregst hafa spilendur öflug vernd- aröfl, eins og þrumuguðinn Queza- cotl. Grafík leiksins er líklega sú besta sem sést hefur í PlayStation-leik til þessa og er lítill vafí á að spilendur munu ekki verða leiðir á útliti nokk- urs hluta hans. Myndböndin eru þó án vafa flottasti hluti leiksins. Hljóð ieiksins er hræðilegt, allar árásir og skrímslahljóð eru fín en tónlistin er nýaldarvæl sem gerir ekkert fyrir leikinn nema draga hann niður í gæðum, sérstaklega þar sem ekki er hægt að slökkva á henni án þess að öll önnur hljóð hverfi líka. Leikurinn er án vafa vandaðasti leikur sem hefur verið gefinn út til þessa fyrir PlayStation. Mikið af misheppnuðum væluatriðum sviptir leikinn þó annars verðskuldaðri kór- ónu sinni sem leikur ársins; senur þar sem söguhetja leiksins stendur einn í rigningunni og kallar á systur sína virka einfaldlega ekki í leikja- heiminum, nema maður sé lítil steipa eða einhver með álíka þroskastig. Spilendur eru oft neyddir til að horfa á endalausar samræður um hvað Squall er lokaður og annað eins. Of- an í allt spilar svo endalaus þvælan sem á að kallast tónlist. Góður leikur allt í allt sem hefði þó getað verið mun, mun betri. Fyrir Final Fantasy brjáiæðinga er leikur- inn ómissandi. Þeir sem fíla ekki svona hæga leiki ættu að láta nægja að spila hann í búðinni. Ingvi M. Árnason sm fj»iiui| - go|igaleiðir á löl tind eflir Ara Trausla (»u(limiii(isson og Pétur Þorleifsson Nú í aldarlok eru fjallgöngur og útivist vinsæl dægradvöl hjá sívaxandi hóp fólks. I þessari bók er lýst í máli og myndum leiðum á alls konar fjöll, há sem lág, erfið og auðveld. Gönguleiðir eru sýndar á korti og litljósmynd er af hverju fjalli. Vönduð og fróðleg bók skrifuð fyrir almenning af fjallamönnum sem safnað hafa reynslu í óbyggðaferðum og fjallapríli um áratuga skeið. ORMSTUNGA www.ormstunga.is IVIatrix Veggsími Connextion veggsímar fáanlegir i öllum i regnbogans litum! / Hvaða \ jólasveinn verðleggur Kbetta? lUeworld íslenska viðskiptaspilið Myndbandstæki pictionary Tveggja hausa •ZU( Scart tengi Fullkomin fjarstýring Barnalæsing ofl. ofl. Ch.mpíoMhjP^J^ Þessi irábæri leikurernúá brandaraverði i BT! I ' niiiiiiiiiiir ii '■"'Pl Herkænskuleikir Fyrir þá sem ætla að "pæla" um jólin Tvær 240 mlnútna SONY myndbandsspólur á ótrúlegu BT verði! Champ»onsh,p Manager Season 99/0° Keppnistimabiiið 1999-2000 er komið IBT! OtÍBfJ Tímaflakkarinn Talnapúkinn Dreamcast Endurútgáfa af þessum frábæra leik. Leikurinn fjallar um strákinn Denna sem ferðast aftur i tímann og kynnist fjórum af merkustu atburðum fslandssögunnar. Leikur sem kennir börnum að þekkja tölurnar og telja. Frábær skemmtun! Ekki gleynq ótruleqit, helgaPk! tilboði á Dreamcast. Öflugastaf leikjatölva i \heimi á* ótrúlegu I verði! Höfundur Bergljót Arnalds Framleiðandi Dímon 4t PICTION.N BÁTTi.li BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.