Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 58
' LAtfÖAfttiÁÓrjR'Í'í. DE'SIvMRE'K 199Í) MÖRtÍUKRrlADIÍV UMRÆÐAN Mat á um- hverfískostnaði Guðjón Stefán Gunnar Jónsson Thors UNDANFARIÐ hefur æ oftar heyrst talað um umhverfls- kostnað í umræðum um umhverfismál. Við sem störfum sem ráð- gjafar við að meta um- hverfisáhrif fram- kvæmda teljum okkur skylt að blanda okkur í þessa umræðu. Ekki er ljóst hvort eðlilegt sé að tengja saman mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og kann- anir á umhverfiskostn- aði. Flestir geta þó verið sammála um að rétt sé að taka þennan kostnað með í útreikning á arðsemi framkvæmda. En hvernig á að fara með þessar upplýsingar við ákvörð- un um tilhögun ákveðinna fram- kvæmda? Verðmætamat Auðlindir era verðmæti sem hafa rtmkil áhrif á afkomu þjóðarbúsins og velferð fólks. Náttúrulegt um- hverfi hefur einnig áhrif á velferð fólks og þar með talið margvísleg not af náttúrulegu umhverfi, s.s. möguleikar til útivistar, upplifun af landslagi og fjölbreytileiki lífríkis. Fylgifiskur framkvæmda og mannvirkjagerðar er að með þeim breytist oft náttúrulegt umhverfi og þar með notagildi fólks af því. Með því að breyta möguleika fólks á að nota nóttúrulegt umhverfi breytist velferð þess og telst sú breyting vera umhverfiskostnaður fyrirhug- aðra framkvæmda. Við mat á breytingum á verðmæti náttúrulegs umhverfis þarf að taka tiilit til framtíðarnota þess. Því þarf að spá fyrir um hvernig fólk muni nýta viðkomandi svæði í framtíðinni, t.d. hvort fleiri munu koma til með að njóta viðkomandi landslags, nýta möguleika til útivistar á svæðinu eða vilja vernda vistkerfið á svæð- inu. Jafnframt þarf að taka tillit til þess hvort önnur landnotkun geti skilað meiri arðsemi en fyrirhuguð framkvæmd, þ.e.a.s. að núvirði fyr- irhugaðrar framkvæmdar sé lægra en virði þess að bíða og kanna aðra landnotkunarkosti. Skiptir umhverfis- kostnaður máli? Við ákvörðun um að ráðast í til- tekna framkvæmd, s.s. byggingu verksmiðju, er unnið arðsemismat þar sem peningalegar stærðir eru teknar inn í útreikninga. Niðurstaða þessara útreikninga mun ráða því hvort ráðist verður í framkvæmdir og ef svo er hvernig tilhögun fram- kvæmda verður, t.d. staðsetning, umfang og rekstrartími. í þessum útreikningum er yfir- leitt ekki lagt mat á umhverfiskostn- aðinn, en hann getur til að mynda verið fólginn í takmörkun útivistar- svæðis, rýrnun á sjóm-ænu gildi um- hverfis í nágrenni verksmiðju eða vegna mengunar frá henni. I tilfell- um þar sem umhverfiskostnaðurinn er ekki metinn mun framkvæmda- aðili meta hag af framkvæmdum eingöngu m.t.t. kostnaðar og ábata sem snúa beint að honum. A þann hátt geta skapast þær aðstæður að tilhögun framkvæmdar hámarkar arðsemi framkvæmdaaðilans, en Umhverfismat Auðlindir eru verðmæti, segja Guðjón Jónsson og Stefán Gunnar Thors, sem hafa mikil áhrif á afkomu þjóðar- búsins og velferð fólks. ekki samfélagsins. En þjóðhagslega hagkvæm tilhögun framkvæmdar er tilhögun þar sem tekið er tillit til umhverfiskostnaðar til jafns á við kostnað framkvæmdaaðila, þ.e.a.s, heildarkostnaður framkvæmdar er samanlagður framkvæmdakostnað- ur og umhverfiskostnaður. Þannig getur umhverfiskostnaður skipt verulegu máli fyrir heildararðsemi framkvæmda og á þann hátt haft mikilvæg áhrif á tilhögun hennar. Hvernig nýtast niðurstöður slíkra útreikninga? Þegar búið er að leggja mat á um- hverfiskostnað er hann einn af þeim þáttum sem lagður er til grundvall- ar í ákvarðanatöku um tilhögun fyr- irhugaðra framkvæmda. Það eru oftast opinberir aðilar sem nota þessa niðurstöðu í tengslum við leyf- isveitingar. I meginatriðum er unnt að skil- greina niðurstöður matsins þannig: A. Ef arðsemi framkvæmdar er töluvert hærri en umhverfiskostn- aður, mun tilhögun A auka velferð samfélagsins og hagi-ænir þættir munu ráða miklu um ákvarðanatöku (mynd 1). B. Ef lítill munur er á arðsemi framkvæmdar og umhverfiskostn- aði, mun tilhögun B ekki valda veru- legum breytingum á velferð samfé- lagsins (mynd 1). í slíkum tilfellum mun ákvarðanataka um framkvæmd byggjast á öðrum en hagrænum þáttum. J Kr. Arðsemi framkvæmdar k Tflhögun framkvæmdar i j j Tilhögun Tilhögun í B A i Tilhögun C U | i | I ; U - u U = umhverfiskostnaður C. Ef umhverfiskostnaður er verulega hærri en arðsemi fram- kvæmda, þá eru engar hagrænar forsendur fyrir því að ráðast í fram- kvæmd C (mynd 1). Hverjir eiga að láta meta umhverfískostnað? Samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum er það fram- kvæmdaaðili sem sér um vinna það mat. Mörgum þykir sjálfsagt eðli- legast að tengja saman mat á um- hverfisáhrifum og mat á umhverfis- kostnaði. Það er hins vegar ljóst að ekki er ástæða til þess að meta um- hverfiskostnað í öllum þeim tilvikum sem við metum umhverfisáhrif framkvæmda. Það er einungis ástæða að leggja í slíka athugun á þeim landsvæðum, sem hafa mikið náttúruverndargildi eða þegar fyrir- séð er að núverandi landnotkun komi ti! með að breytast verulega og því ólíkir hagsmunir í húfi. Heppilegast er að ákveðnar upp- lýsingar liggi fyrir um virði náttúru- legs umhverfis á ákveðnum lands- svæðum, sem eru sérstök, bæði m.t.t. umhverfislegra þátta og mögulegra nýtingar sem raskar svæðinu. Þessar upplýsingar er eðli- legt að opinber stjórnvöld leggi til, t.d. sem hluti af rammaáætlun ríkis- stjórnarinnar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á íslandi. Þar þjrfti að koma fram ákveðin forgangsröð- un og á þann hátt er hægt að gróf- flokka landsvæði eftir virði náttúru- legs umhverfis. Við undirbúning framkvæmda á einhverju þessara svæða þarf því a<5 taka tillit tii þess- arar flokkunar. I þeim tilfellum þar sem framkvæmd er fyrirhuguð á svæði þar sem umhverfisleg verð- mæti eru mikil, ber framkvæmda- aðila að standa að og bera kostnað af frekara mati á umhverfiskostnaði fyrirhugaðrar framkvæmdar. Niðurstaða I dag eru kröfur á framkvæmda- aðila að hann meti umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda, en þar er ekki lagt peningalegt mat á virði umhverfisins sem kann að raskast. Viðbótin sem fæst með því að hafa í höndunum niðurstöðu um mat á um- hverfiskostnaði er viðbót sem styrk- ir leyfisveitandann í sinni afstöðu til framkvæmdaleyfis á viðkvæmum og umdeildum svæðum þar sem fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar. Þannig getur leyfisveitandi borið saman arðsemi framkvæmda og þann kostnað sem hlýst vegna röskunar á umhverfi. Hér er því verið að bera saman sömu einingar, þ.e. krónur, í stað þess að bera saman arðsemi við tilfinningar og huglægt mat deiluað- ila. Hins vegar má ekki telja svo, að þar með sé allur vandi úr sögunni. Niðurstöður slíks mats munu einnig valda deilum milli umhverfisvernd- arsinna og framkvæmdaaðila. Hjá slíkum deilum verður ekki komist. Það að meta umhverfiskostnaðinn er því aðeins eitt atriði sem sjálfsagt er að taka tillit til þegar verið er að meta heildaráhrif framkvæmda og ákveða hagkvæma tilhögun þeirra. Höfundar eru rdðgjafar á uniliverfissviðihjá VSÓ Ráðgjöf. EITT vinsælasta útivistarsvæði Reyk- víkinga jafnt vetur sem sumar er tví- mælalaust Elliðaár- dalurinn. Daglega njóta hundruð Reyk- víkinga útivistar þar. Ekki þarf lengi að fara þar um til þess að sjá fólk á göngu, í skokki eða á hlaupum, um dalinn þveran og endilangan. Enda er -vel búið að útivistar- fólki, lagðir hafa verið göngu- og hjólastígar og komið fyrir bekkj- um svo fólk getur sest niður og hvílt sig. Elliðaárdalurinn sem útivistarsvæði á sér langa sögu. Skíðaferðir í brekkur Ártúns og Árbæjar hófust veturinn 1906- 1907, þar með hófst skíðaiðkun Reykjavíkinga. Enn í dag flykkist ungdómurinn í brekkurnar þegar fyrsti snjórinn fellur. I dalnum er starfandi íþróttafélag, þar er stunduð hestamennska að óg- Seymdri laxveiðinni svo eitthvað sé nefnt. Elliðaárdalurinn er lifandi frá morgni tii kvölds. Orkuveita Reykjavíkur (áður Rafmagnsveita Reykjavíkur) hóf raf- magnsframleiðslu 1921 og hefur síðan látið sig dalinn miklu varða og reynt að sinna þessari náttúru- perlu af kostgæfni, enda er dalurinn eitt- hvert fegursta útivist- arsvæði á landinu. Fræðslugildi dalsins er einnig mikið og hefur hlutverk hans að því leyti vaxið mjög undanfarin ár en það er sá þáttur sem Orkuveita Reykjavíkur vill efla og bendi ég hér á nokkra áhugaverða þætti. Jarðfræði Elliðaárdals er stór- kostleg vegna jarðfræðilegrar sundurgerðar. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogs- lögin, og má þar finna leifar ým- issa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund ár- um; t.d. skeljar og samanpressað- an mó. Það má einnig finna jökul- rákaðar grági'ýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Elliðaárdalur Það er von Orkuveitu Reykjavíkur, segir Kristinn H. Þorsteins- son, að fólk nýti sér í auknum mæli það sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða. Gróðurfar Elliðaárdalsins er fjölbreytt. í dalnum hafa fundist yfir 160 tegundir plantna, flestar gamlar íslenskar tegundir. Síðari ár hafa slæðst úr skrúðgörðum ýmsar tegundir, eftir að garðrækt hófst í dalnum kringum íbúðarhús og sumarbústaði, og setja þær þegar svip sinn á umhverfið. Má t.d. nefna þar dagstjörnu, garðasól og spánarkerfil. Sennilega á teg- undaframboð eftir að aukast og breytast með aukinni frjósemi jarðvegs. Trjárækt hefur líklega hafist í Elliðaárdalnum um eða upp úr 1920 í kringum íbúðarhús stöðvarstjóra rafstöðvarinnar. Má þar finna gömul verðmæt tré t.d. garðahlyn, silfurreyni, álm og vesturbæjarvíði. Gróskumesti trjálundurinn í Elliðaárdal er Sveinbjarnarlundur, þar sem hæstu sitkagrenitré landsins standa. Eru þau um 20 m há og voru gróðursett árið 1937. Árið 1951 hófu starfsmenn Raf- magnsveita Reykjavíkur, með Steingrím Jónsson rafmagnsveit- ustjóra í fararbroddi, skógrækt og uppgræðslustarf í árhólmanum, en hann var mikill áhugamaður um skóg- og trjárækt. Var lagður þar með grunnur að þeirri skógrækt sem þar er. I dag er skógurinn í árhólmanum eitt mesta aðdráttar- afl dalsins. Þangað sækir fólk til að njóta fegurðar og friðsældar. Fuglalíf er fjölskrúðugt í daln- um, þar verpa rúmlega 30 fugla- tegundir og um 20 aðrar tegundir teljast þar árvissir gestir og flæk- ingar eru margir. Sumar tegundir eiga sér fasta aðdáendur, má þar nefna álftaparið sem verpir ár hvert í Blásteinshólma ofan Ár- bæjarstíflu. Það eru ófáir sem fylgjast með þessum tignarlega fugli koma ungum sínum upp. Á ánum má sjá andartegundir eins og stokkönd, duggönd og skúfönd. I skóginum að vetri til má stund- um sjá branduglu. Sannkölluð paradís fyrir áhugafólk um fugla. í dalnum er jarðhitasvæði, eitt af vinnslusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur. Afl svæðisins er ná- lægt 4% af heildarafli Orkuveitu Reykjavíkur en það eru fáir sem vita að í iðrum jarðar kraumar heitt vatn. Ef Orkuveitan hætti að nýta vatnið flæddi það upp úr bor- holunum. Forráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur eru meðvitaðir um gildi Elliðaárdalsins til fræðslu í umhverfismálum jafnt fyrir unga sem aldna. Með það að markmiði að auka þekkingu áhugafólks um málefni dalsins hafa verið farnar skipulagðar gönguferðir um dalinn þar sem leiðsögumenn hafa farið fyrir og frætt gesti um sögu, gróð- ur og jarðfræði, jafnframt kynnt önnur náttúrufyrirbæri sem þar finnast. Fyrirtæki, félög og aðrir hópar hafa í auknum mæli leitað til Orkuveitunnar eftir leiðsögn um dalinn. Hefur sú fræðsla ýmist farið fram með því að gengnar eru styttri vegalengdir eða farið er í lengri ferðir með langferðabílum og er þá fræðsla um Elliðaárdalinn hluti af stærri dagskrá. Þannig má nefna að fyrr á þessu ári bauð Orkuveita Reykjavíkur grunnskólakennurum í Reykjavík í 3ja daga ferð um landareign sína, frá Hellisheiði niður að Elliðaárós- um. Kennurunum var sýnt landið og um leið sögð saga þess. Tilgangurinn var að kynna fyrir þeim hina stórbrotnu náttúru og opna augu þeirra fyrir nýjum möguleikum í náttúrufræðslu fyrir nemendur; á jarðfræði, plöntum, skordýrum, fuglum, heitu og köldu vatni og rafmagnsframleiðslu. Að lokum var þeim sýnt Minja- safn Orkuveitunnar, sem er opið öllum almenningi.Nýlega kom út ágætisrit, „Elliðaárdalur land og saga“, ritstýrt af Helga M. Sig- urðssyni, sú bók er góð fræðsla um dalinn. Það er von Orkuveitu Reykja- víkur að fólk nýti sér í auknum mæli það sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða, ekki síst þau tækifæri sem þar gefast til fræðslu, þótt dalurinn sé skemmti- legt útivistarsvæði er hann ekki síður fræðandi og hreinasta gull- náma þeim sem vilja kynna sér náttúrufræði þessa svæðis. Höfundur er garðyrkjustjóri Orku- veitu Reykj'dvíkur. Fréttir á Netinu mbl.is /KLLTAf= e/TTH\SAÐ A/ÝT7 Gullnáma fróðleiks í miðri höfuðborg Kristinn H. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.