Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ ,;í,54 LAUGARDAGUR lí. DESEMBER 1999 MINNINGAR t Hjartkær bróðir minn, GUÐBRANDUR G. GUÐJÓNSSON, Skeggjagötu 10, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur fimmtudaginn 9. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Guðjónsdóttir. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KATA GUNNVÖR HANSEN, Leirutanga 21 a, Mosfellsbæ, lést þriðjudaginn 30. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Katrfn Hansen og aðrir aðstandendur. t Bróðir minn og föðurbróðir, KRISTJÁN MAGNÚSSON, frá Drangshlíð, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtudaginn 9. desember. Högni Magnússon, Björgúlfur Þorsteinsson og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁSTRÍÐUR BLÖNDAL, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, föstudaginn 10. desember. Tryggvi Gunnar Blöndal, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Munaðstungu, Reykhólasveit, lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. desember. Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju laugardaginn 18. desember kl. 14.00. Ásmundur Sigvaldason. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON fyrrum bóndi, Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, miðviku- daginn 8. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Bóel Kristjánsdóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Breiðabólstað, Vestmannaeyjum, Lundarbrekku 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landakots. Guð blessi ykkur öll. Leó Ingvarsson, Elín G. Leósdóttir, Konráð Guðmundsson, Fjóla Leósdóttir, Guðjón Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Kristín Bent.ína Sveinbjörnsdótt- ir fæddist í Gautavík á Berufjarðarströnd 6. september 1913. Hún lést á hjúkrun- arhcimilinu Skjdl- garði, Höfn, 2. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg og Sveinbjörn Erlendsson, þau eignuðust átta börn og eina fósturdóttur, sem nú eru öll látin nema eitt. Árið 1925 fluttist Kristín með foreldrum og systkinum að Skriðustekk í Breið- dal, þar sem hún ólst upp. Hinn 25. september 1937 giftist Kristín Guðmundi Árnasyni, bónda á Þverhamri, f. 7. apríl 1908, d. 8. nóvember 1992, hans foreldrar voru hjónin Árni Guð- mundsson og Herdís Jónsdóttir. Elsku Stína mín, það er sár sökn- uður í huga mínum, nú þegar komið er að kveðjustund. Þinn ævidagur var orðinn langur og Iíkaminn farinn að bila og þrá hvíld, en ég veit að þú varst tilbúin að hlýða kallinu. Ekki bjóst ég við að það yrði svo fljótt sem raun er á, þeg- ar við áttum saman dagstund fyrir skömmu og rifjuðum þá saman upp gamlar og kærar minningar, sem þú sagðist svo oft rifja upp í huga þínum. Flestar snerust þær um hann Mumma þinn, sem þú misstir fyrir sjö árum, eftir rúmlega hálfrar aldar farsælt hjónaband og búskap á Þver- hamri. Minningar leita á huga minn þessa síðustu daga, svo margar að aðeins litlu broti verður á blað komið. Minningar frá þeim árum er við Ái-ni vorum með krakkana litla og vorum að koma til ykkar „upp í Þver- hamar“ til afa og ömmu, eða þegar afi var að sækja krakkana og taka þau með sér á beitarhúsin og síðan var farið í eldhúsið til ömmu sem alltaf átti eitthvað gott. Oft var laumað að þeim sokkum eða vettlingum sem þú hafðir prjónað. Á nýársdag var venja að koma í jólaboð á Þverhamar, þá svignuðu borð undan fínu bakkelsi, sem þú hafðir bakað á jólaföstunni og ilm af súkkulaði og vindlum lagði fyrir vitin. Þá var tekið í spil og mikil og sönn gleði ríkti á heimilinu. Þú vildir alltaf vera tímanlega með jólaundirbúning- inn, svo þú gætir síðustu dagana und- irbúið þig andlega íyrir hátíðina miklu. Eins var það alveg föst venja að koma til ykkar á sumardaginn fyrsta, þá hljómuðu sumarlögin í útvarpinu og þú hafðir dúkað borð með allskyns kræsingum og fagnaðir gestunum svo vel og af svo mildlli hlýju, enda fundu allir sig svo hjartanlega vel- komna á heimili ykkar. Ógleymanleg eru mér og fleirum kvenfélagsferðalögin, þar sem þú varst ætíð hrókur alls fagnaðar, með hnyttin tilsvör og spaugsyrði á vör- um, enda var alltaf stutt í gamansem- ina og björtu hliðamar sneru oftar upp, þótt þú ættir oft við vanheilsu að stríða. Á síðustu árum ykkar Mumma á Þverhamri var farið að fækka í kring- um ykkur, þá var dægrastyttingin að leggja kapal á eldhúsborðinu eða spila rommí og þú þóttist reið við bónda þinn ef hann hafði betur í spil- unum. Nokkru eftir lát Mumma fluttist þú á dvalarheimilið Skjólgarð á Höfn, þar eignaðist þú marga góða vini. Mestu ástfóstri tókstu við hana Hugrúnu þína, sem tók svo vel á móti þér þegar þú komst í fyrsta skipti. Alltaf varstu að hrósa þessu frábæra starfsfólki og segja okkur hvað það væri vel um þig hugsað og hvað allir væru þér góðir. Þú eignaðist þarna einnig góðan spilafélaga sem þú saknaðir sárt þegar heilsan fór að bila og þú þurftir að flytja yfir á hj úkrunardeildina. Guðmundur og Kristín bjuggu allan sinn búskap á Þver- hamri, þeirra synir eru: 1) Arni, f. 1. jan- úar 1940, kona hans er Margrét Arons- dóttir. 2) Birgir, f. 29. des. 1941, kona hans er Erna Hjart- ardóttir. 3) Hörður, f. 17. maí 1945, kona hans er Geirlaug Þorgrímsdóttir. 4) Hermann, f. 19. nóv- ember 1946, kona hans er Ólafía Jóns- dóttir. 5) Smári, f. 30. október 1950, kona hans er Auður Hjalta- dóttir. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörn eru 13. Síðustu árin hefur Kristín dvalist á Hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði, Höfn. Kristín verður jarðsungin frá Heydalakirkju í Brciðdal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Innilegar þakkir til allra sem önn- uðust þig svo vel og til allra vist- manna sem þú leist orðið á sem þína fjölskyldu. Bömogfrændurfalla framíþakkargjörð fyrir ástúð alla- árinþínájörð, fyrirandansauðinn, arfsemvísarleið, þegardapurdauðinn dagsinsendarskeið (MagnúsMarkússon.) Minningin um þig mun lifa með okkur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú gafst okkur öllum svo mikið. Þín tengdadóttir, Gréta. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín, nú ert þú komin til hans afa. Ég veit þú varst sátt við að kveðja þennan heim, þú trúðir á að eitthvað tæki við að þessu jarðlífí loknu. Ég er sannfærð um að nú sitjið þið gömlu hjónin og horfið glettin hvort á annað og brosið, hamingju- söm yfir að vera saman á ný. Margar af mínum elstu minningum tengjast ykkur og bænum ykkar, Þverhamri. Og þær eru margar minningamar sem ég á um þig kæra amma mín, minningar um góða og ljúfa konu og yndislega ömmu. A uppvaxtarárum mínum varstu alltaf til halds og trausts, á milli okkar vai’ ekkert kynslóðabil. Þú áttir alltaf tíma fyrir nöfnu þína og saman gátum við spjallað um ótal marga hluti. Eftir að ég varð fullorðin og flutt til Reykja- víkur þá sáumst við ekki eins oft, en samband okkar var ætíð það sama. Stundum komuð þið afi í heimsókn og þá fórum við saman í verslunartúra í Reykjavík og dressuðum frúna upp. Við Einar heimsóttum ykkur Iíka austur, og þær stundir sem við áttum þá saman eru mér mjög dýrmætar. Þá var mikið spjallað, hlegið og tekið íspil. Það var svo yndislegt að sjá ykkur afa saman, þið voruð svo hamingju- söm hvort með annað. Þið strídduð hvort öðru góðlátlega og hnyttin og skemmtileg tilsvör gengu títt á milli ykkar. Þið afi áttuð fleira sameigin- legt en gott skap og kímnigáfuna, sameiginlega áttuð þið einnig ást ykkar og alúð gagnvart hvort öðru, strákunum ykkar og fjölskyldum þeirra. Eitt var það þó sem ykkur afa lukkaðist ekki, það var að eignast stelpu, en eftir að fimmti strákurinn fæddist þá sagðist þú hafa gefist upp á frekari tilraunum. Þú gerðir oft grín að þessari dætravöntun, og hafðir ýmsar hugmyndir uppi um hveiju því olli. En þú sagðir einnig, að þrátt fyrir að þú sjálf hefðir ekki eignast dætur, þá værir þú svo lán- söm að hafa eignast tengdadætur sem væru eins og þínar eigin. Og með brosi á vör bættir þú því við, að lík- lega væri bara betra að eiga tengda- dætur, þær þyrðu ekki annað en koma vel fram við tengdamömmu. Öll misstum við mikið þegar afi dó, en mestur var þó missir þinn. Þeim miklu breytingum sem þá urðu á lífi þínu tókst þú með þeirri jákvæðni og jafnaðai’geði sem einkenndu þína persónu. Þú barst harm þinn í hljóði, kvartaðir ekki, enda var það ekki þinn háttur að kvarta yfir hlutunum. Við sáumst síðast fyrir hálfu öðru ári síðan, ég kvaddi þig áður en við Einar fluttumst ásamt strákunum til Dan- merkur. Sú kveðjustund reyndist okkur báðum erfið, við vissum að ekki væri víst að við ættum eftir að hittast aftur. Við grétum og við hlóg- um. Þú sagðist ekki búast við því að verða á lífi er við kæmum til baka að fjórum árum liðnum, ég mótmælti og sagði að þú, sem yngdist með hveiju árinu, yrðir örugglega tíræð. En nú hefur þú kvatt þennan heim, elsku amma mín. Ég stend eftir með sökn- uð í hjarta en þakklát fyrir allt sem þú gafst mér. Guð geymi þig. Þín Kristín. Elsku amma. Nú þegar þú ert far- in á vit hins betra lífs er söknuður okkar mikill. Þá rifjast upp svo margar góðar minningar sem við eigum frá æsku- árum okkar hjá ykkur afa á Þver- hamri. Þangað vorum við krakkarnir alltaf velkomnir. Hjá ykkur fengum við að taka þátt í öllum bústörfum bæði utan- og innanhúss. Að vísu held ég að við höfum oft meira þvælst fyrir en hjálpað til en alltaf fengum við það á tilfinninguna að við hefðum verið til mikillar hjálp- ar. í eldhúsinu hjá þér áttum við margar góðar stundir saman. Helst er að nefna lummubaksturinn okkar, þú sagðir hvað ætti að fara í bakstur- inn og við fengum að baka og hvort sem lummurnar voru brenndar eða hráar þá voru þetta allt saman bestu lummurnar sem þið afi höfðuð smakkað. Þú varst mikil húsmóðir og varst alltaf að pijóna á einhvem úr fjöl- skyldunni. Sátum við þá oft yfir þér við eldhúsborðið og töluðum um öll heimsins vandamál, og hversu lítil sem þau voru varst þú alltaf tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Þú hafðir mikla kímnigáfu og oft var gaman hjá okkur þegar þú varst að segja okkur sögur af pabba og bræðrum hans og öllum þeim prakkarastrikum sem þeir gerðu og þá var mikið hlegið. Alia tíð frá því við munum eftii’ okkur varst þú með fallegt nisti um hálsinn sem hægt var að opna og hafa mynd í. Þú sagðir okkur að þú værir með mynd af lækninum þínum þar og fengum við aldrei að sjá. Þessum trúðum við í mörg ár, en vissum síðar að þama var mynd af afa. Þið afi vor- uð svo hamingjusöm, alltaf eins og nýgift, þótt þið hefðuð verið gift í rúm 50 ár. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Þú kenndir okkur svo margt um náungakærleik og varst alltaf svo hlý og góð. Við vitum að afi hefur tekið vel á móti þér og þið eruð aftur saman. Þakka þér fyrir allt. þínar Herdís og Drífa. í dag, laugardaginn 11. desember, verður til grafar borin elsku amma okkar, Kristín Bentína Sveinbjöms- dóttir. Okkur langar til að minnast þessarar merkiskonu. Amma Stína ólst upp í Breiðdal og giftist síðan Guðmundi Árnasyni, afa okkar, sem látinn er fyrir sjö árum. Þau bjuggu allan sinn búskap á Þverhamri í Breiðdai. Það er óhætt að segja að þau hafi verið samhent hjón hvað sem þau tóku sér fyrir hendur, enda þurfti mikinn dugnað til að ailir hefðu nógfyrir sig. Þverhamar varð strax hjá okkur barnabörnunum fastur punktur í til- vemnni, nálægðin við litla sjávai’- þorpið þar sem við bjuggum gerði okkur kleift að hafa mikil samskipti við afa og ömmu. Enda leið varla sá dagur að ekki var farið í heimsókn upp í Þverhamar. Heimilið þeirra var oft eins og samkomuhús en alltaf hafði amma jafn gaman af að fá okk- ur til sín. Hún átti jafnan fullt búr af sætum kökum sem okkur þótti gott að fá með kaffinu. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar við hugsum tii baka er sterk trú ömmu á Guð. KRISTÍN BENTÍNA S VEINBJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.