Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 39
NEYTENDUR
Verðkönnun NS og verkalýðsfélaga í
fímm matvöruverslunum á Akureyri
Nettó með lægsta
vöruverðið
LÆGSTA vöruverðið á Akureyri
er í Nettó en næst á eftir kemur
Hagkaup og þá KEA Hrísalundi.
Þetta kemur fram í verðkönnun
sem Neytendasamtökin gerðu í
samvinnu við verkalýðsfélögin á
Akureyri í 5 matvöruverslunum á
Akureyri 19. nóvember sl. Enn-
fremur kom í ljós að verðbreyting-
ar frá síðustu könnun eru óveruleg-
ar og að sögn Ulfhildar
Rögnvaldsdóttur, starfsmanns
Neytendasamtakanna á Akureyri,
hafði verðlag í Kea Nettó lækkað
um 0,8% og 0,7% lækkun var í Hag-
kaupi. „Mesta breytingin er í
Hraðkaup þar sem verðið hefur
hækkað um 1,7%.“ Verslanirnar
sem könnunin var gerð í eru KEA-
Nettó, Hagkaup, KEA Hrísalundi,
Hraðkaup Kaupangi og KEA
Sunnuhlíð. „Könnunin var gerð
samtímis í öllum verslununum og
hún var framkvæmd þannig að
keypt var samkvæmt lista og vör-
unum var rennt gegnum kassa og
kassakvittun fengin. Þessi aðferð
kemur í veg fyrir allt misferli."
Dýrara í Nettó Reykjavík
Úlfhildur bendir á að könnunin
hafí verið borin saman við þá könn-
un sem framkvæmd var á höfuð-
borgarsvæðinu sama dag. Hún seg-
ir að 1,3% munur sé á Nettó á
Akureyri og í Reykjavík, Nettó
Reykjavík er með hærra verð. Þá
er 1% munur á Hagkaup Akureyri
og Reykjavík. Öfugt við Nettó er
Hagkaup á Akureyri með hærra
verð en í Reykjavík.
Úlfhildur tekur fram í lokin að
um beinan verðsambanburð sé að
ræða, en ekki er lagt mat á
þjónustustig.
Verðmunur milli
verslana í Reykjavík
og á Akureyri
19. nóvember
NETTÓ HAGKAUP
^>1sitep Leikföng á netinu! V
www.toy.is
Mikið úrval af
glæsilegum
fatnaði við öll
tækifæri
20% afslóttur
laugardag og
sunnudag
Opið laugadag fró kl. 10-18
og sunnudag fró kl. 13-17
tnniarion
Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147.