Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 35
M(5M0M8ö#jf£>H/ LISTIR Álafosskórinn kynnir nýja plötu á tónleikum í Varmárskóla. Utgáfutón- leikar Ala- fosskórsins ÁLAFOSSKÓRINN heldur tónleika í hátíðarsal Varmárskóla í Mosfells- bæ, á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Kórinn mun syngja lög af nýútkom- inni geislaplötu kórsins. Álafosskórinn var stofnaður 5. október árið 1980 af starfsmönnum ullarverksmiðjunnar Álafoss hf. og voru félagar þá um 25. í dag eru fé- lagar 43 talsins og koma úr ýmsum áttum. Stjórnandi kórsins er Helgi R. Einarsson og undirleikari er Hrönn Helgadóttir. Jólavaka í Hlégarði KARLAKÓRINN Stefnir heldur Jólavöku í samvinnu við Skólakór Vaimárskóla í Hlégarði á sunnudagskvöld 12. desember, klukkan 20:30. Á efnisskránni er upplestur, hugvekja og söngur þar sem kórarnir flytja, ýmist hvor í sínu lagi eða sameiginlega, nokkur lög. Hlaðborð Stefnanna verður að vanda. Stjórnandi Karlakórsins Stefnis er Lárus Sveinsson og undir- leikari Sigurður Marteinsson, stjórnandi Skólakórs Varmárskóla er Guðmundur Ómar Óskarsson. . Verði aðgöngmiða er kr. 1.200 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn innan tólf ára aldurs Vaxtarverkir! BÆKUR Inglingabók VANDAMÁL BERTS Höfundar: Sören Olsson og Anders Jacobsson. Myndskreyting: Sonja Hárdin. Þýðing: Jón Dam'elsson. Umbrot og frágangur: Skjaldborg ehf. Prentuð í Singapore. Út- gefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg 1999.165 síður. HAFI eg talið rétt, þá er þetta níunda dagbók Berts sem höfundar stela frá honum og gefa út. Kauði er orðinn 15 ára, verður jú 16, eftir viku, í bókarlok, enn kynhungraður strákhvolpur, sem í vöku og draumi syndir um í svitakófi. Hræddur við þennan ólgandi líkama trúir hann dagbókinn fyrir hugrenningum sín- um, og til þess að „bókin“ haldi ekki að hann sé pelabarn, þá kryddar hann stfl sinn með orðum er hann hefir heyrt þá sem þykjast miklir karlar slá um sig með. Til þess að skýra fyrir guðhrædd- um ömmum, hvað eg á við, þá er strákskömmin kjaftfor klámhundur. En hann er bráðskemmtilegur, og bæði heimspekingurinn Sigmund Freud, blessuð sé minning hans, og táningar, flestir, munu telja bókina um Bert sannari raunlýsingu en flest það sem um þann aldurshóp er skrif- að. Unglingar munu því fagna bók- inni, kaupa hana og lesa. Hvað varð- ar þá um það, þó við hin úreltu hróin teljum bókina einhæfa, innihalds- rýra? Ekki neitt! Því við verðum að samþykkja með þeim, að höfundar eru miklir sögumenn, kunna þá list að lýsa tilburðum okkar við að sýn- ast menn betur en flestir aðrir. Það er líka satt, eg verð að viðurkenna, að eg hefi ekki hugmynd um, hverja þeirra er eg hitti á braut eg á að draga í vizkudilkinn og hverja í þynnkuskotið. Bert lýsir dagsins önn eða dagsins órum sínum í dagbókarstfl. Endar oftast frásögnina í „Ijóðmáli", eða svo telur hann, og hafa margir álitið sig skáld af leirbornara efni. Þýðing Jóns er á kjarnamáli, logandi háðsku, auðskildu hverjum unglingi. Myndirnar hennar Sonju eru meistaralegar, - álkulegri pjakka en Bert og félaga getur vart, og ekki skulum við gleyma stelpugopunum. Villur fáar (síðu 51 og 102 man eg eftir) meinlausar, augljósar. Þessi bók mun lesin og rædd af unglingum, - enda að vonum. Sig. Haukur Ein englamynda Ellu Möggu á Horninu. Englasýning á Horninu ELLA Magg, Elín Magnúsdóttir, opnar sýningu á olfu- og vatnslita- myndum á Horninu, Hafnarstræti 15, í dag, laugardag, kl. 15. Þema sýningarinnar er englar og eru þetta allt nýjar myndir. Ella Magg er með diploma frá Gerrit Rietveld akadcmíunni í Amsterdam. Sýningin er opin daglega frá kl. 15-18 og lýkur 23. desember. LAUGÁRÖÁGÚR' ÍÍ. ÖESIÍÁIBER’ Í999' 1 35:‘ Ekta síðir pelsar á 135.000 Bómullar- og satínrúmföt Síðir leðurfrakkar # Handunnir dúkar SIgUTStjaVfia ogrúmteppi ° Fákafeni (Biáu húsin), „„ sími 588 4545. Opið kl. 10-18, lau. kl. 10-15, sun. 13-15. r Austur- lenskur ævintýra- heimur í Kolaportinu Óróar Lampar Púðaver Tréstyttur Veggteppi Gerviblóm Blævængir Skartgripir Tréhúsgögn Silkifatnaður Páfuglaf jaðrir Prinsessukjólar Gler- og postulín Geisladiskastandar Innrömmuð skordýr Útskorin buffalóhorn Opið alla daga °*f*lW 09 likos’ 11.-12. Des. kl. 11:00-17:00 13.-17. Des. kl. 12:00-18:00 18.-19. Des. kl. 11:00-21:00 20.-23. Des. kl. 12:00-21:00 Markaðstorg KOLAPORTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.