Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 92
Gott upplýsinga- kerfi borgar sig - er þitt kerfi skilvirkt? Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem virkar Netþjónar og tölvur COMPAa MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Landsbankinn bregst við þenslu í útlánum Dregið úr lánveit- ing'um LANDSBANKINN hefur ákveðið að ekki verði tekið á móti fleiri um- sóknum um heimilislán frá veðdeild Landsbankans til íbúðarkaupa á þessu ári. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að bankinn vilji leggja sitt af mörkum til að taka á útlánaþenslunni. „Við viljum sýna ábyrgð í þeim efnum og höfum reyndar gripið til margháttaðra aðgerða til að herða M skilyrði og skilmála á liðnum '^■reinuðum og þetta er lokahnykkur- inn í því," sagði Halldór. I öðru lagi sagði Halldór að fjár- málastofnanir færu sér hægt í að- draganda árþúsundamótanna. Stjórn bankans vildi ekki hafa of mikið álag á starfsfólkinu og kerfl bankans síðustu tvær vikur ársins. „Auk þess er töluvert mikið óafgreitt af umsóknum sem þegar liggja fyrir, þannig að við töldum rétt að hægja á þessum sérstöku lán- veitingum veðdeildar. jBpr-.Við verðum að sjálfsögðu reiðu- búnir á nýju ári að veita heimilislán. Við erum mjög ánægðir með þær góðu viðtökur sem þessi sérstöku heimilislán hafa fengið, sérstaklega tengingu þehra við söfnunarlíf- tryggingar," sagði Halldór. Hann segir að mikil útlánaaukn- ing hafi orðið í öllu kerfinu, og að heimilislán Landsbankans til íbúðar- kaupa hafi í raun verið miklu meiri að umfangi en áætlað var fyrirfram. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur Hauksson, bankastjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, að ekki væru neinar sér- stakar aðgerðir í gangi til að draga úr útlánum, nema eins og jafnan á „ijessum árstíma, en þá væri staðið -fféldur fastar á bremsunum þai- sem menn horfðu til áramótanna og stöðu efnahagsreiknings sparisjóðsins. Bréf í Baugi seld fyrir tæpa tvo milljarða LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar- manna og eignarhaldsfélagið Gaum- ur ehf. hafa ásamt átta minni fjár- festum keypt öll hlutabréf Compagnie Financiere S.A. í Baugi hf., fyrir milligöngu Kaupthing Lux- embourg S.A. Alls er um að ræða 200 milljónir króna að nafnverði eða 17,82% af útgefnu hlutafé. Kaupin fóru fram á genginu 9,4 og er sölu- verð því 1.880 milljónir króna. Eignarhlutur Lífeyrsissjóðs versl- unarmanna eftir fjárfestinguna verður 4,4% í Baugi en hlutur Gaums ehf., verður 30%. í október 1998 var gerður samn- ingur á milli FBA og Kaupþings hf. annars vegar og Reitangruppen A/S hins vegai' sem fól í sér heimild Reit- angruppen til að selja FBA og Kaup- þingi hf. 10% af hlutafé í Baugi hf. ef fram kæmu verulegar neikvæðar breytingar í rekstri Baugs hf. fram til 8. desember 1999, eins og fram kom í útboðs- og skráningarlýsingu Baugs hf. í aprfl 1998. Reitangrupp- en nýtti sér ekki ofangreindan sölu- rétt á hlutabréfunum og hefur hann því fallið niður. Lokagengi á hlutabréfum Baugs á Verðbréfaþingi íslands í gær var 9,95. Heildarviðskipti voru fyrir 31,8 milljónir og hækkaði gengi bréfanna um 5,9%. ■ Eigendur/24 Morgunblaðið/RAX Örn Evrópumeistari ÖRN Arnarson úr sundfélagi Hafnar- fjarðar varði í gær Evrópumeistaratitil sinn í 200 metra bak- sundi í 25 metra laug á EM í Lissabon í Port- úgal. Sundið var rnjög vel útfært hjá honum, hann synti á 1.54,23 mín. sem jafnframt er Islands- og Evrópu- mótsmet. Tími hans er sá næstbesti sem Reuters náðst hefur í heimin- um í ár. Örn er aðeins 18 ára og er annar Is- lendingurinn á eftir Gunnari Huseby til að verja Evrópumeist- aratitil í einstakl- ingsgrein. Örn Arnarson sýnir hér gullverðlaunin sem hann hlaut fyrir Evrópumeistaratitil- inn í 200 metra bak- sundi í Lissabon í gær. MITSUBISHI =1JE x MITSUBISHI - demantar í umferd 0 HEKLA -íforystu á nýrri öld ! Skreppur á kaffíhús í fannfergi ÞAÐ er fátt sem fær stöðvað trygga ar hann veður skaflana til að kom- laust nýbúinn að hella upp á og kaffihúsagesti og lætur þessi Eyr- ast inn í hlýjuna á Kaffi Lefolii. gesturinn hefur án efa notið sopans arbakkabúi sér fátt um finnast þeg- Vertinn gægist út um dyrnar, ef- þegar inn var komið. Forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík vill öflugri fjármálastjórn Brýnt að breyta fjármögn- unarkerfí sjúkrahúsanna MAGNÚS Pétursson, forstjóri sjúkrahúsanna í Reykjavík, segist sammála því sem fram kemur í nefnd- aráliti fjárlaganefndar vegna fjárlag- afrumvarpsins að fyrir árið 2001 þurfi að vera komið í gagnið breytt fjár- mögnunarkerfi á sjúkrahúsunum. Stjómvöld verði að koma með beinni hætti en nú er að sambandinu milli þjónustu og fjármuna. Stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa óskað eftir aðgerðum af hálfu heilbrigðis- ráðherra og fjármálaráðherra varð- andi breytt kerfi. Hafa þau sett fram þá hugmynd að reksturinn verði fjár- magnaður að nokkru leyti með fastri fjárveitingu en að hinu leytinu með breytilegri fjárveitingu sem taki mið af afköstum og árangri. Magnúsi finnst að í umræðum að undanförnu um fjárhagsvanda sjúkrahúsa hafi menn hrapað nokkuð hratt að ályktunum í dómum sínum. Hann benti á að á síðustu 5 árum hefði sjúklingum á Landspítala fjölg- að um 19%, kostnaður á hvem sjúkl- ing hækkað um 7%, stöðugildum fækkað um 3% og fjöldi sjúklinga á stöðugildi hækkað um 23%. Forstjórinn segir að um 70% rekstrargjalda sjúkrahúsa séu launa- kostnaður og að þau séu á engan hátt óháð atvinnuástandi og launaþróun í landinu. „Sjúkrahúsin eru ekki ein- angraður vinnumarkaður og þau hafa orðið að taka á sig aukinn kostnað sem fylgt hefur kjarasamningum og aðlögunarsamningum og bregðast við ef heilu starfsstéttimar ætla að ganga út. Þetta hefur verið hluti af vandan- um og fjárveitingavaldið verður að bregðast við því með okkur nú. Þetta styrkir óskir sjúkrahúsanna um að kerfi fjárveitinganna sé breytt.“ Magnús kveðst taka undir þau sjónarmið fjárveitingavaldsins að vilja öflugi-i fjármálastjórn í heil- brigðisstofnunum. „Þetta þarf að vera eitt forgangsverkefna stjóm- enda sjúkrahúsanna. Sjúkrahúsin standa engu að síður frammi fyrir þeim vanda að þurfa að veita lög- bundna þjónustu. Ymsar nýjungar og ákvarðanir stjómvalda hafa aukið kostnað sjúkrahúsanna án þess að það sé alltaf viðurkennt í fjárveiting- um,“ segir forstjórinn. ■ Tækifæri/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.