Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ____LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 57r ALDARMINNINQ ÞORUNNM. TRA USTADÓTTIR + Þórunn Margrét Traustadóttir fæddist í Grenivík í Grímsey 13. mars 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 4. desember. „Að deila með öðrum, mikiðogoft; aðvitaað- eins einn anda léttar vegna þess að þú lifðir. Það er velgengni.“ (Ralph Waldo Emerson) Elsku Þórunn, það er svo margt sem mig langar til að segja, margt sem ég hef verið að hugsa um frá því ég frétti að þú værir dáin, hlutir, atburðir, samtöl sem við áttum saman. Eg man það eins og það hefði gerst í gær þegar ég kom fyrst heim til ykkar Sigga. Það var yndisleg stund og ég var svo heppin að fá að eiga þær fleiri. Eg hafði hins vegar aldrei kynnst öðrum eins stríðnispúkum og ykkur tveimur, maður mátti hafa sig alla við með að svara í sömu mynt. Mikið hef ég saknað þess. Ég man vel góðu stundirnar okk- ar þriggja, en þó sérstaklega þær sem við áttum saman þegar Siggi lá fársjúk- ur á Landspítalanum. Ég var sjálf þá í námi á kvöldin og vann á dag- inn og þótt komið væri eftir tíu að kveldi voru allir svo góðir við okk- ur. Við fengum að sitja og spjalla,og eftir að hafa kysst Sigga bless fórum við tvær í smá- bfltúr áður en ég keyrði þig í rúmið ör- þreytta. Ég hugsaði um daginn til þess þegar við vorum í vor að rifja upp þessar stundir og þú varst enn að hlæja að mér og spila- kassanum forðum daga. A heimleið frá Sigga, í bílnum, baðstu mig að koma við á BSÍ, þig langaði að koma við í spilakassa, og við förum. Ég fer að ganga um gólf, lít á vegg á móti kössunum og segi hátt og snjallt: „Hey, sjáðu það er kominn nýr kassi. Asnalegt að hann snúi öf- ugt!“ Ég hef sjaldan séð annað eins bros færast út á kinnarnar á þér en í það skiptið, þú bókstaflega ljómað- ir og sagðir: „Annalín mín, nú er ég tilbúin að fara heim, þú ert alger perla.“ Ég leit á þig og alla karl- mennina sem voru rétt eins og þú skellihlæjandi, leit svo aftur á nýja spilakassann og viti menn, þetta var Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. þá ný tegund af smokkasjálfsala! En hláturinn var ekki þagnaður, því Siggi átti eftir að hlæja líka, og hann var aumur í maganum þegar ég mætti næsta kvöld á spítalann. Ég bjó fyrir austan fjall. Þá hitt- umst við oft og spjölluðum saman. Þú vissir upp á hár hvað mér leið, það var sama hvort ég kom á nóttu eða degi, alltaf varstu tilbúin að hlusta. Þú lást í sófanum ég sat á bríkinni til fóta og nuddaði á þér tásurnar. Þú varst eins og ég, hafðir gaman af því að rökræða, tala um heim- speki og lesa. Við lásum báðar mik- ið af ljóðum og báðar settum við saman ljóð. Þú kenndir mér ungri að meta þá Davíð og Jónas Hall- grímsson, að ég tali nú ekki um Ká- in. Það sem mér þótti vænst um hjá ykkur Sigga var að þið sögðuð alltaf við mig að ég væri sem eitt af börn- unum ykkar. Því var það að eitt árið var tekin mynd af ykkur Sigga til að láta krakkana ykkar hafa, að ég fékk líka mitt eintak. Það er það sem ég hef haft til að horfa á undanfarin ár. Það er það sem sýndi mér svart á hvítu hve yndisleg þið voruð bæði tvö. Það er það sem sýndi mér þá miklu ást og væntumþykju sem þið báruð hvort til annars. Það er það sem sýndi mér hve fal- leg kona þú varst, að bros þitt náði til augnanna og kom frá innsta kjarna sálar þinnar. Það er þessi mynd sem sýnir mér hversu heppin ég hef verið í lífinu að fá að verða samferða svo góðu fólki sem ykkur og hafa vit á því að taka það til fyrirmyndar. Ég elskaði ykkur bæði og ég geri það enn. Ég bið almáttugan Guð að varð- veita ykkur. Ykkar einlæg Annalín. KJARTAN TÓMASSON Tíminn flýgur áfram, það eru komin aldamót. Það var gæfa að ég skyldi fá að alast upp hjá afa mínum og ömmu, þeim Kjartani Tómassyni og Lilju Ól- afsdóttur. Kjartan og Lilja bjuggu í Kópa- vogi, á Skjólbraut, og seldi amma blóm á sumrin í nokkur ár. Þar höfðu þau búið sér stóran fallegan garð sem bar vott um snyrti- mennsku og vinnusemi. Kjartan, sem ég kallaði pabba, vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í smiðjunni í marga ára- tugi. Þar átti hann góða vinnufélaga og naut sín vel, enda góður hand- verksmaður af gamla skólanum. Oft fór ég með honum í smiðjuna við Laugateig um helgar og var að dunda mér á meðan hann vann. Þar í nágrenninu, á Hrísateignum, bjó systir ömmu, Rósa, með manni sín- um Guðmundi og dótturinni Maríu. Hafði Maiía verið mikið hjá þeim Kjartani og Lilju og hittust þau oft. Var farið á Hrísateiginn um helgar og þá spilað á spil og farið í bfltúra. Kjartan og Lilja eignuðust fjórar dætur, tvær þeirra létust ungar en Kristín Kjartansdóttir, móðir mín, lést 30. janúar 1998 eftir stutt en mjög erfið veikindi, maður hennar var Gunnar Högnason sem lést 17. mars 1986. Eftirlifandi er Ragnhild- ur Kjartansdóttm, gift Hilmi Þor- varðarsyni. Lilja Ólafsdóttir býr nú í Vogatungu í Kópavogi og er á 88. al- dursári og enn mjög ern miðað við aldur. Kjartan (pabbi) var mjög barn- góður maður og naut sín með bama- bömum sínum, en þau em í aldursröð: undir- ritaður Guðmundur Ingi Ingason, Kjartan Hilmisson, Lilja Gunn- arsdóttir, Rósa Gunn- arsdóttir, Högni Gunn- arsson og Jón Bergur Hilmisson. Bama- bamabörnin em orðin sjö. Kjartan var úr stóram hópi systkina, alls ellefu, en af þeim em aðeins tveir á lífi, þ.e. Hjalti Tómasson,-. búsettur í Bandaríkj- unum, og Vigfús Tó- masson, sem býr í Reykjavík. Elsku pabbi minn, ég hugsa oft til þeirra stunda sem vom mikils virði í lífi okkar saman. Nú ert þú hjá þremur af dætrum þínum og flestum systkinum á ný og eftir situr minn- ingin um góðar stundir sem við átt- um saman. Þetta er víst gangur lífs- ins, að koma og fara. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi minn. Heiðmð sé minningin um þig á þessum 100 ára tímamótum. Guðmundur Ingi Ingason. ATVINMU- AUGLÝSING AR Blaðbera vantar Kópavogur - Sæbólshverfi Hafnarfjörður - Vesturbær Álftanes - Sviðholtsvör Upplýsingar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 i Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Lúgusjoppa á stór- Reykjavíkursvæðinu Óska eftir að ráða starfskraft á „besta aldri". Um er að ræða 70—100% vaktavinnu. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma 565 8050 á milli kl. 8.00 og 12.00 og 14.00 og 16.00 alla virka daga. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu 220 fm iðnaðarhúsnæði til leigu á Dalvegi 16 í Kópavogi. Fullkomið hillukerfi fylgir með hús- næðinu sem skiptist í skrifstofu og lager- húsnæði. Tilbúin eign á MIÐJU Reykjavíkur- svæðinu. Upplýsingar í síma 895 3120. FÉLAGSSTARF Sjálfstæðismenn í Reykjavík Jólateiti í dag, laugardaginn 11. desember, efna sjálf- stæðisfélögin i Reykjavík til hinnar árlegu jólateiti í Valhöll frá kl. 16:00 til 18:00. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður flytur stutta hugvekju, við hlýðum á tónlistaratriði og þiggjum léttar veitingar. Þetta er kjörið tækifæri til að lita upp úr jólaönn- um og hittast í góðra vina hópi. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórn Varðar — Fulltrúaráðsins. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Brattahlíð 6, Seyðisfirði, þingl. eig. Jakobína Lind Ævarr Jónsdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Landsbanki Islands hf„ Seyðisfirði og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 15. desember 1999 kl. 15.00. TIL. SÖLU Ódýrt — ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opiö frá kl. 13.00—18.00 föstudag og kl. 11.00—15.00 laugardag. Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónus). Hjálp - hjálp - hjálp Erum á götunni með tvö börn. Okkur vantar íbúö strax. Reglusemi og skilvísar greiðslur Upplýsingar í síma 551 8821. Múlavegur 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Jóhann Pétur Hansson, gerðar- beiðendur Byggðastofnun, íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóðir Banka- stræti, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Vátryggingafélag íslands hf„ miðvikudaginn 15. desember 1999 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 8. desember 1999. Nauðungarsölur Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 16. desember 1999 kl. 14.00 á eftirtöldum eignum: Kirkjutorg 3, Sauðárkróki, þingl. eig. Ingólfur ArnarGuðmundsson, gerðarbeiðendur eru Byggðastofnun, Olíufélagið hf„ Þorbjörn Árnason hdl. og Netasalan ehf. Suðurgata 18, Sauðárkróki, þingl. eig. Gunnar Þór Árnason og Gunn- laug Kristjánsdóttir, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Sauðárkróki. FÉLA6SLÍF FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ath. sunnudagsferð 12. des. í Heiðmörk fellur niður. Pantið strax í áramótaferð í Þórs- mörk 31/12—2/1 og takið frá helgina 21,—23. janúar fyrir árþúsundaferð á fullu tungli. Sjá um ferðir á textavarpi bls. 619. Kl. 13.00. Laugardagsskóli fyrir krakka. DULSPEKI Viltu vita meira um lífsins sýn úr fortíð i nútíð og framtið? Timapantanir og upplýsingar y- f síma 561 6282, Geirlaug. * Víðigrund 6, íbúð 0302, Sauðárkróki, þingl. eig. Valgerður Sigtryggs- dóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður. Öldustígur7, e.h. og bílskúr, Sauðárkróki, þingl. eig. Jón B. Sigvaldas- on og Guðriður Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands hf. og fslandsbanki hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. desember 1999. hlulverkið á nýrri öld II hlutTcrldd@hotmail.coni TILKYNNINGAR Hellmuth Katz, Vínarborg, einkaflugmaður á íslandi 17.10.72-31.03.96 óskar öllum Islendingum gleðilegs nýs árs 2000 og þakkar fyrir alla hjálpina og vinsemdina á liðnum árum. $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.