Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýja fyrirtækið eMR sem vinnur að þróun upplýsingakerfa fyrir heilbrigðisstofnanir Ætlar ekki að vinna gagna- grunn á heil- brigðissviði ÁGÚST Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hins nýstofnaða fyr- irtækis eMR, sem vinna á að þró- un upplýsingakerfa fyrir heilbrigðisstofnanir, segir að fyrir- tækið muni ekki vinna gagnagrunn á heilbrigðissviði, enda væri það óheppilegt, þar sem þetta fyrir- tæki væri að vinna og ætti skrán- ingarkerfi inn á sjúkrastofnunum. Það muni ekki forrita gagnagrunn- inn og ekki koma að honum að öðru leyti en því sem skráningar- kerfi fjrrirtækisins á stofnununum séu notuð til skráningar upplýs- inga. Fyrirtækið myndi einbeita sér að því að bæta þau kerfi og skapa þeim markaði erlendis. Ágúst sagði að yfirlýst markmið sé að sameina rekstur eMR og Gagnalindar að öllu leyti. Ástæðan fyrir að það hafi ekki þegar verið gert sé sú að fyrrnefnda félagið eigi ekki nema 75% í því síðar- nefnda. Að vísu þurfi ekki nema 2/3 hluta atkvæða til þess að sam- eina félög, en meiningin sé að gera þetta í fullu samráði við alla eig- endur. Staðreyndin sé sú að hin 25% hafi verið að ganga kaupum og sölun undanfarnar vikur og það sé ekki ljóst í öllum tilvikum hverjir séu eigendur þeirra. Það hafi gert það að verkum að ekki hafi verið hægt að hafa samráð við þá á þessu stigi, en stefnt væri að sameiningu félaganna, enda næð- ust samlegðaráhrif ekki fyrr. Aðspurður hvort fyrir lægi áætl- un um hvernig að sameinginunni yrði staðið, sagði Ágúst, að í reynd myndu fyrirtækin flytja saman mjög fljótlega, þó svo ekki væri búið að sameina þau formlega. Það ætti einungis eftir að ganga frá húsnæðismálum og öðru slíku. Ágúst sagði að 75% eignarhlutur eMR í Gagnalind samanstæði af fýrrum rúmlega 55% eignarhlut Islenskrar erfðagreiningar í fyrir- tækinu og fyrrum 20% eignarhlut Landssíma íslands. Ymsir ein- staklirigar og fjárfestar ættu þau 25% sem upp á vantaði og þar Tengsl Gagnalindar og eMR væri ekki um samstæðan hóp að ræða. Eftir stofnun fyrirtækisins eMR ætti þessu fyrirtæki, íslensk erfðagreining og Landssíminn, ekki hlut í Gagnalind nema í gegn- um eignarhald sitt í eMR. Þar eiga fyrirtækin hvort um sig 20% hlut, en auk þeirra á Tölvumiðlun hf. 26%,hlut, Hugvit 14%, FBA 15% og Islenski hugbúnaðarsjóðurinn 5%. Sá hluti Hugvits og Tölvumiðl- unar sem unnið hefur að þróun upplýsingakerfa fyrir heilbrigðis- stofnanir, flyst yfir í nýja fyrir- tækið, bæði starfsmenn og við- skiptasambönd og munu fyrirtækin hætta allri sjálfstæðri starfsemi á því sviði. Tölvumiðlun er í jafnri eign Ágústs Guðmunds- sonar og Eggerts Claessen, en Hugvit er í eigu Ólafs Daðasonar, framkvæmdastjóra félagsins og fjölskyldu, Eignarhaldsfélagsins Álþýðubankans, íslenska hugbún- aðarsjóðsins, Landsbréfa og FBA. Samanlagt eiga þessir aðilar yfir 65% félagsins, en fjölmargir aðrir stofnanafjárfestar og einstaklingar í stjórn félagsins, eiga það sem á vantar. Ágúst sagði að hið nýja fyrir- tæki yrði mjög öflug rekstrarein- ing og hlutafé næmi 100 milljónum kr. Rekstrargrundvöllurinn væri því mjög góður. Fyrirtækið yrði strax á fyrsta ári rekið með hagn- aði og myndi hafa fjármuni til að fara í þá þróun sem þyrfti, til að j markaðssetja upplýsingakerfi fyrir heilbrigðisstofnanir erlendis og bæta þau kerfi sem fyrirtækin hvert um sig hefðu þróað hér inn- anlands. Ágúst sagði aðspurður að ekki væri um það að ræða að fyrirtækið hefði einkarétt gagnvart ríkinu að öðru leyti en því að Gagnalind hefði haft samning við ríkið um að afhenda sjúkraskrárkerfi til heilsugæslustöðva. Aðstæður á Reykjanesbraut voru mjög erfiðar í gær. Morgunblaðið/Júlíus HOLTAOARÐAR OPIÐ í DAG KL» Alvarlegt bflslys á Reykja- nesbraut Harður árekstur varð á Reykjanes- braut við Strandaheiði í gær. Tveir bílar lentu í árekstrinum, annar vöruflutningabíll með tengivagn, með þeim afieiðingum að þeir köst- uðust út af veginum. Ökumaður ann- ars bílsins festist undir stýri og slas- aðist alvarlega. Hann gengst undir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að sögn læknis á slysadeild. Að sögn lögreglunnar í Keflavík virðist sem fólksbíllinn hafi farið yfir á rangan vegarhelming og lent fram- an á vöruflutningabílnum. Kalla varð á tækjabíl til að klippa ökumann fólksbílsins út úr flakinu. Bílstjóri vöruflutningabílsins var einnig fluttur á slysadeild til rann- sóknar. Viðbrögð við dómi Hæstaréttar um ábyrgð endurskoðenda Markar eng- in þáttaskil JAKOB R. Möller, formaður Lög- mannafélags íslands, segir niður- stöðu Hæstaréttar í máli Nathan & Olsen gegn PricewaterhouseCooper og Gunnari Sigurðssyni endurskoð- anda vera í samræmi við þær kröfur sem dómstólar hafi á undanförnum árum gert til starfandi sérfræðinga. Hæstiréttur hafi skoðað sérstaklega, hvort viðkomandi endurskoðandi hafi í öllu farið eftir leiðbeinandi reglum um grundvallaratriði endur- skoðunar á ársreikningum hlutafé- laga, sem Félag löggiltra endurskoð- enda hefur gefið út. „Eg sé ekki, að dómur Hæstaréttar í gær marki nein þáttaskil. Hann er í samræmi við fyrri dóma um störf slíkra sérfræð- inga.“ Gunnar Sigurðsson segir það vera vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki staðfesta dóm Héraðdóms. Sá dóm- ur hafi verið fjölskipaður með sér- fróðan aðila innanborðs og efnismik- ill rökstuðningur hafi fylgt úrskurðinum. „Samkvæmt mati lögmanns okkar túlkar Hæsth'éttur þrengra en Hér- aðsdómur hverjir teljast vera stjórn- endur félagsins. Héraðsdómur taldi að stjórnendur hefðu verið upplýstir nægjanlega af okkur um veikleika í innra eftirliti og skort á afstemming- um, en Hæstiréttur telur hins vegar að það hafi ekki verið nægjanlegt að upplýsa framkvæmdastjóra og fjár- málastjóra um þessi mál á fundum, heldur hafi einnig átt að upplýsa stjórnina skriflega um málið. Ég tel mig hafa að fullu fylgt leið- beiningum í reglum Félags löggiltra endurskoðenda varðandi tilkynning- arskyldu gagnvart félaginu, þar sem ekki er gerð krafa um að slíkar til- kynningar séu skriflegar,“ segir Gunnar. Hann bendir jafnframt á að Hæstiréttur segi afdráttarlaust að aðalábyrgðin í málinu liggi hjá starfsmönnum Nathan & Olsen og að dómurinn hafi aðeins fallist á að greiða þyrfti brot af þeirri fjárhæð sem farið var fram á í málinu. Símon Gunnarsson, formaður Fé- lags löggiltra endurskoðenda, vildi ekki tjá sig um málið. „Það kemur held ég allt fram í þessum dómi sem þarf að koma fram og ég held að fé- lagið hafi engu við það að bæta.“ i ----»----------— Vigdís vel- I vildarsendi- [ herra SÞ VIGDÍS Finnbogadóttir var í gær útriefnd velvildarsendiherra Sam- einuðu þjóðanna við hátíðlega athöfn í Genf. Áuk Vigdísar voru útnefndir þeir Wolé 'Soyinka frá Nígeríu og Seamus Heaney frá írlandi, Nóbels- verðlaunahafar í bókmenntum, Ta- har Ben Jelloun, rithöfundur frá Marokkó, Marian Wright Edelman formaður barnaverndarsamtaka í Bandaríkjunum, og Ruben Blades, leikari, söngvari og stjórnmálamað- ur frá Kanada. Við útnefninguna sagði Mary Robinson mannréttindafulltnii að allir hinir útnefndu hefðu skarað fram úr og að framlag þeirra væi'i þýðingarmikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.